Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Qupperneq 11
Listin að þrá Hvaö? Fyrsta plata Mínus. Heltlr? Liklega Art of Desire. Stendur hvar? Útgáfa Mínus, MSK, hefur gert samstarfssamning við Dennis (Skíf- an) og Mínus-menn eru á leiðinni í hljóð- ver. Hvernig plata? »Þetta verður þrusu- plata," lofar Frosti gítarleikari, „engir spurning. Hún á eftir að koma mikið á óvart. Islendingar eiga ekki von á þessu." Allir textar eru á ensku því Mínus er að fara að kíkja á erlenda markaði. Níu lög eru tilbúin og hafa verið tekin upp i æfing- arhúsnæðinu. Nokkur lög gætu þó hafa bæst við þegar upp verður staðið. Nett dramatík Hvað? Þriðja sólóskífa Emilíönu Torrini. Heitir? Love in the Time of Science. Stendur hvar? Er tilbúin og kemur út 11. október. Hvernig plata? Síðan Emilíana hætti að dæla út metsöluplötum með Jóni Ólafs- syni hefur hún dvalið i London og leitað með góðum mönnum að gullna meikinu. Nú er leitin að skila árangri. Þessi þriðja plata Emmu - sem’ sumir vilja kalla þá fyrstu því hinar voru með svo mörgum kóverlögum - hljómar ekki ósvipað og poppuð Björk myndi hljóma. Lögin eru grípandi en þó hvílir nett dramatík yfir öllu saman. Á ónýtu prósaki Hvað? Önnur stóra plata Quarashi. Heltir? Vinnuheitið er Xeneizes. Stendur hvar? „Hún er á lokastigi," seg- ir Sölvi. „Við erum núna að mixa plöt- una og hún ætti því að koma út 15. október og hana nú." Hvernig plata? Sölvi: „Þetta er bara pönkplata. Pönk-rokk-rapp, miklu harö- ari og dekkri en fyrri platan. Við erum búnir að vera á ónýtu prósaki að undan- förnu. Ef við værum ekki í músík þá værum við fjöldamorðingjar." Fönk frá Jagúar Hvað? Fyrsta plata Jagúars. Heitlr? Sennilega bara „Jagúar". Stendur hvar? Platan fer í framleiðslu upp úr miðjum mánuði og á að koma út í lok október. Hvernlg plata? Á plötunni eru tíu hress fönklög eftir strákana og eitt stef. Senni- lega verða líka gerð tvö rímix sem fylgja. Dj. Habit gerir skrats-rimix af einu lagi og Steph úr Gus Gus gerir líklega hipp-hopp rímix af öðru. María Sigurðardóttir er þessar vikurnar að æfa leikritið Bláa herbergið eftir David Hare sem verður frumsýnt í Borgar- leikhúsinu í nóvember. Þetta er leikrit um tiu per- sónur sem eru víst alveg trylltar. Ekkert nema kyn- líf og aftur kynlíf. Fjallar um hvort kynlíf sé drif- kraftur, skemmandi eða bara hreinn losti. En það flottasta við verkið er að Þær eru sætar stelpurnar en eiga örugglega ekkert stykki og gæslan var það góð að engum gesti tókst að smygla inn myndavél til að eiga hana berrassaða á filmu. En þetta er víst svo- lítið þannig verk. í Borgar- leikhúsinu eru þau Bald- ur Trausti Hreinsson og Marta Nordal að æfa verkið. Baldur var fenginn að láni frá Þjóðleikhúsinu því enginn í Borgarleik- húsinu gat tekið þetta hlutverk að sér. Það efast aðeins tveir leikarar leika sameiginlegt. fáir um að hann muni öll þessi tíu hlutverk. Nicole hlutverkið á móti Ian Glenn. skila sínu en leikhúsfólk hefur Kidman lék einu sinni kven- Hún var víst rosaleg í þessu sínar efasemdir um hvort broddborgarinn Marta, dóttir Jóhannesar geti sleppt fram af sér beislinu. En hún hlýtur nú að geta það stelpan fyrst Nicole Kidman gat skilað þessu þokka- lega úti í New York. utíma. mm og bílpróf? ö KlSt J j; j Kynningouverd m .900 aðeins kr. HREYSTl ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL ----Skeifúnni 19 - S. 568 1717 - Sendum einnig í póstkröfu 90% KVENNA HAFA APPELSÍNUHÚÐ... ERT ÞÚ EIN ÞEIRRA? Nýtt áhrifaríkt og handhægt tæki frá hinu virta fyrirtæki Slendertone. Nú getur þú siakað á og látið Celluforme tækið vinna á appelsínuhúðinni þegar þér hentar. Celluform “heimatrimmformtæki" er mjög einfait í notkun. Þú límir blöðkurnar á þau svæði sem eru slæm. Tengir snúrurnar saman, kveikir á tækinu og stillir á þann hraða sem þér hentar. Celluforme tækið kemur í léttri og handtægri tösku sem auðvelt er að ferðast með og í henni er allt sem þú þarft til að framkvæma þetta sjálf. Sérstakt Celluforme krem fylgir, sem örvar húðina. Einnig fylgir ítarlegur bæklingur með leiðbeiningum um notkun og mataræði, ásamt kennslumyndbandi, sem ráðlagt er að skoða vel fyrir notkun. Celluforme er mjög gott við vöðvabólgu og til að styrkja vöðva. 10. september 1999 f Ókus 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.