Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Page 22
» I Gadget lögregluforingi er enginn venjulegur lögregluforingi, er mjog teygjan- legur, svo ekki sé meira sagt. I dag verður frumsýnd í Bíóhöll- inni, Kringlubíói, Laugarásbíói, Nýja bíói, Keflavík, og Nýja bíói, Ak- ureyri, ævintýramyndin Inspector Gadget sem byggð er á teiknimynda- figúru sem notið hefur töluverðra vinsælda. Um er að ræða villta og gamansama ævintýramynd um ör- yggisvörðinn John Brown (Matthew Broderick) sem dreymir um að verða mesta lögregluhetja í heimi. Óvæntar aðstæður gera það að verkum að hann er hentugt til- raunadýr í leyniaðgerð á vegiun enn leynilegra samtaka sem hafa það að markmiði að búa til hinn fullkomna lögreglu- mann. Þannig breytist John Brown í Inspector Gadget Græna mílan Ef einhver leikari hefur dómineraö ósk- arsverðlaunin undanfarin ár er það Tom Hanks sem fékk hinn eftirsótta óskar tvisvar í röð. Sú kvikmynd sem á að tryggja honum áframhaldandi óskarsvið- veru á næsta ári er The Green Mile sem frumsýnd verður 17. desember. Myndin var forsýnd í vikunni til að fá viðbrögö al- mennings og útkoman er það hæsta sem þeir hjá Warner-bræðrum hafa fengið, eða rúmlega 90 af hundrað mögulegum (áhorfendur gáfu einkunn). Græna mílan er gerð eftir framhaldssögu Stephens Kings og segir frá fangaverði í dauðadeild og sambandi hans við fanga sem ræður yfir miklum krafti. Gæði myndarinnar koma kannski ekki svo mikiö á óvart þeg- ar haft er í huga aö leikstjóri myndarinnar, Frank Darabont, leikstýrði The Shaws- hank Redemptlon, einni bestu kvikmynd sem gerö hefur verið eftir skáldsögu Kings. Mótleikarar Hanks eru David Morse, Gary Sinese, Patricia Clarkson, Graham Greene og James Cromwell. sem engi krakki vii! í fyrstu kvikmyndinni um brúð- una Chucky, Child’s Play, sem hafði að geyma sál geðveiks raðmorðinga, var skilið við Chucky sundurlimaðan á lögreglu- stöð og þar er hann enn í byrjun Bride of Chucky. Fyrrum kærasta raðmorðingjans, Tiffany (Jennifer Tilly), sem ekki hefur getað gleymt vini sínum, tekst að bjarga leifum brúðunnar og byrjar að púsla henni saman og eina stormasama nótt blæs hún lífi í Chucky og þar með er fyrrum kærasti kominn aft- ur til lífs og lima og nú ætlast Tiffany til þess að hann giftist henni. Þegar Chucky er ekki á sama máli brjálast Tiffany og lokar hann inni með annarri brúðu sem klædd er brúðarskarti. Chucky er ekki á því að láta temja sig og tek- ur fljótt völdin og nær tökum á sál Tiffany sem hann minkar í sina stærð ... Eins og sjá má er hér ýmislegt á ferðinni sem ekki þolir dagsins ljós og víst er að aðdáendur hryllings- mynda fá sinn skammt í Bride of Chucky sem óvænt náði nokkrum vinsældum fyrir ári í Bandaríkjun- um. Framhald af Child’s Play var gert tvisvar en náði ekki vinsæld- um og það er því merkilegt að fjórða myndin, sem er í raun fram- hald af þeirri fyrstu, skuli slá í gegn. Auk Jennifer Tilly leika í mynd- inni Katherine Heigl, John Ritter og Alexis Arquette. Sem fyrr er það leikarinn góðkunni, Brad Douriff, sem ljær Chucky rödd sína. Leik- stjóri er Ronny Yu sem kemur úr kvikmyndabransanum í Hong Kong. -HK Willis Kilmer í Útlögum Maður dagsins I Hollywood um þess- ar mundir er Bruce Willis en nýjasta kvikmynd hans, The Slxth Sense, er fimmtu vikuna í efsta sæti yfir mest sóttu kvikmynd- irnar og kemur hún til með aö verða næstvin- sælasta kvikmynd ársins á eftir Star Wars. Þessa dagana tekur Willis það rólega, hætti við að leika í Ace in the Hole og nýtur frægðarinnar og ætl- ar að gera það um stund. Ekkert er á dagskrá hjá honum fyrr en í janúar en þá mun hann að öllum lík- indum leika á móti Val Kilmer í Outlaws sem sögð er vera í lík- ingu við Butch Cassidy and the Sundance Kid. Þess má þó geta að eftir er að frumsýna þrjá kvikmyndir sem Willis leikur í og verða tvær þeirra frumsýndar fyrir áramót, Breakfast of Champlons og The Story of Us. Pearl Harbour - eina ferðina enn Framleiðandinn stórtæki, Jerry Bruck- heimer, og leikstjórinn Michael Bay, sem gerðu Arma- geddon og The Rock, ætla að sameina krafta sína á næsta ári í rúmlega 100 milljón dollara kvik- mynd sem hef- ur vinnuheitiö Tennessee og gerist innrásar- dagana á Pearl Harbour t seinni heimsstyrjöldinni. Þessi atburður hefur oft verið kvikmyndaður en Bay segir að áhorfendur eigi eftir að sjá atburðina í allt öðru Ijósi en áður hefur verið gert. Handritið skrifar Randall Wallace sem hlaut óskar fyrir Braveheart. Verður Tenn- essee næstdýrasta kvikmynd sem gerö hefur veriö á Hawaii (Waterworld var dýr- ari). Ekki hefur enn verið ráðið t helstu hlut- verkin en Bay hefur lýst áhuga sínum á að fá Gene Hackman í hlutverk Franklins Roosevelts auk þess sem Gwyneth Pal- trow hefur veriö boðið hlutverk hjúkrunar- konu. Gadget lögregluforingi er teiknimyndafígúra með hæfileika sem engum öðrum eru gefnir, ' enda fórnarlamb vísindatilrauna. Gadget hefur nú öðlast nýtt líf í meðförum Matthews Brodericks sem þarf á öllum sínum líkamsstyrk að halda til að komast gegnum hlutverkið. Gadget bjargar heiminum sem hefur vissulega mikla og óvænta hæfileika sem rekja má til tölvukubba sem plantað er í hann. Honum er nú att gegn mesta glæpa- manni heimsins, Claw (Rupert Ever- ett), sem hefur ekkert minna í huga en heimsyfirráð. Auk Brodericks og Everetts leikur i Inspector Gadget Joely Fisher, sem ekki er óvön að leika á móti teygjan- legum náungum, en hún lék einnig í The Mask á móti Jim Carrey. Leik- stjóri er David Kellogg sem hér heyr frumraun sína í kvikmyndum. Hann kemur, eins og flestir ungir leikstjór- ar í dag, úr auglýsingabransanum og á að baki margar auglýsingar sem unnið hafa til verðlauna. -HK Háskóiabíó frumsýnir í dag Brúður Chuckys þar sem við hittum aftur dúkkuna sem hefur að geyma sál rað- morðingjans Charles „Chuckys" Lees Rays og ekki hefur skapið batnað með árunum. Matthew Broderick - Ferillinn Matthew Broderick er fæddur 21. mars 1962 inn í listamannafjölskyldu í New York. Faðir hans, James Broderick, var leikari og móðir hans er leikskáldið Pat- ricia Broderick. Eftir aö Ijóst var aö Matt- hew gæti ekki orðið íþróttakappi eins og hugur hans stóð til vegna hnémeiðsla inn- ritaðist hann í leiklistarskóla meö skyldu- náminu og steig sín fyrstu skref á sviöi sautján ára þegar hann lék meö fööur sin- um í leikriti eftir Horton Foote. Hann þótti standa sig svo vel að leikskáld á borö viö Neil Simon og Harvey Fierstein báöu hann sérstaklega aö leika í verkum sín- um. Má nefna það aö hann fékk sín fyrstu Tony-verðlaun fyrir leik í Brighton Beach Memories eftir Simon og hann lék einnig í Biloxi Blues eftir sama höfund og lék i kvikmyndaútgáfu verksins sem Mike Nichols leikstýrði. Matthew Broderick hef- ur skipt tíma sínum á milli leikhússins og kvikmynda og hans stærstu leiksigrar eru á fjölunum þótt árangur hans í kvikmynd- um sé einnig eftirtektarveröur. Þess má geta að fimm sinnum hefur hann leikið hlutverk í kvikmynd sem hann haföi áður leikið á sviði. Hér á eftir fer listi yfir þær kvikmyndir sem hann hefur leikiö í: •War Games (1983) •Max Dugan Returns (1983) •1918 (1985) •Ladyhawke (1985) •On Valentlne’s Day (1986) •Ferris Bueller’s Day Off (1986) •Project X (1987) •Courtship (1987) •Biloxl Blues (1988) •Torch Song Trilogy (1988) •Famlly Business (1989) •Glory (1989) •Freshman (1990) •Out on a Umb (1992) •The Nlght We Never Met (1993) •The Road to Wellvllle (1994) •Mrs. Parker and the Viclous Clrcle (1994) •Infinity (1996) •The Cable Guy (1996) •Addicted to Love (1997) •Godzilla (1998) •Inspector Gadget (1999) •Walklng the Waterllna (1999) •Electlon (1999) ll 22 f Ó k U S 10. september 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.