Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1999 Fréttir DV scmdkorn Heilbrigöisyfirvöld íhuga úrræði: Bann á sölu ferskra kjúklinga - úr kjúklingabúum meö mikinn campylovanda „Það er ófært að 80 prósent þeirra sýna sem tekin eru úr kjúklingabúi reynist sýkt af campylobacter. Við beitum nú aðferðum til að ná þessu niður, t.d. með því að mæla stöðugt í búunum. Til greina getur komið að banna sölu á ferskum afurðum frá þeim sem eru með einhvem campylobactervanda. Mörkin hafa ekki verið ákveðin en ég hugsa að við myndum vilja sjá markið við 10 prósent, eins og gerist í Noregi, þar sem hvað bestur árangur hefur náðst.“ Þetta segir Haraldur Briem sótt- vamalæknir um aðgerðir heilbrigð- isyfirvalda til að sporna við campylofaraldri í kjúkling- um. Mælingar á tiðni campylobactersýkinga í kjúklingabúum sýna að mest hefúr mælst um 80 prósent mengun í Reykjagarði sem framleiðir Holtakjúklinga. Að- spurður um hvort ekki hefði komið til greina að stöðva sölu fr á búi þar sem 80 prósent sýna hefðu verið sýkt sagði Harald- ur að eina ráðið hefði verið að vara neytendur við og benda á rétta með- höndlun. „Okkur vantaði tölur frá sumum búum meðan ailtaf var verið að skoða frá öðrum,“ sagði hann. „Skýringin sem gefin var á þessu er sú að ekki hefðu fúndist kjúklingar frá sum- um framleiðendum meðan afurðir frá öðrum hefðu ver- ið ráðandi á markaðnum. Campylobacter hefur ver- ið í kjúklingum hér alla tíð. Meðan kjúklingar voru fryst- ir var sýkingatíðnin tiltölu- lega lítil. Þegar markaðshlut- deild ferskra kjúklinga jókst fóru fleiri að smitast. Þetta hlýtur að vera ástæðan." Aðspurður um hvort heilbrigðisyflr- völd hefðu sofið á verðinum sagði Har- aldur að svo hefði ekki verið. Hins veg- ar mætti deila um hvort nóg hefði ver- ið að gert. „Annaðhvort ákveðum við að hafa kjúkling á markaði eða ekki. Það er mjög erfltt að uppræta þetta og þeir sem ná bestum árangri eru með 10 pró- sent mengun eins og ég gat um áður.“ Haraldur sagði að sett hefði verið í reglugerð yfirdýralæknisembættisins að fylgst yrði með salmonellu á búun- um. Nú stæði einnig til að setja campylobacter í reglugerð þannig að einnig yrði farið að mæla það á búun- um. „Við setjum okkur það markmið að ná sýkingunni niður eins og best gerist annars staðar." -JSS Haraldur Briem. Lögreglan leitar enn ræningjans sem lagði til atlögu í Bláhorninu í Kópavogi. DV-mynd S Ræningi lagði á flótta Skemmdarvargar á ferð: Bíll þýskra ferða- manna stór- skemmdur Tveir þýskir ferðamenn urðu fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu um helg- ina að veist var að bíl þeirra á meðan þeir sváfu og hann stórskemmdur. Síðastliðið fóstudagskvöld voru Þjóð- verjamir á ferð á ísólfsskálavegi sem liggur á milli Krýsuvikur og Grinda- víkur. Þeir tjölduðu við veginn á móts við fjalliö Skála-Mælifell og lögðu bíln- um skammt frá. Um nóttina brutu skemmdarvargar allar rúður í bílnum, stöppuðu ofan á velarhlíf, skotti og þaki bílsins. Þá voru öll ljós brotin. Lögreglan segist hafa nokkra unglinga í Grindavík undir grun en vill ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu. Rannsókn er i fullum gangi. -HG Skemmdur bíllinn. DV-mynd AG Misheppnuð ránstilraun var gerð í söluturninum Bláhominu á Smiðjuvegi í fyrrakvöld. Ræninginn fór inn í söluturninn, hafði í hótun- um við afgreiðslustúlkuna þar og heimtaði peninga. Hann ógnaði henni einnig með hamri sem hann hafði meðferðis. Að sögn lögreglu brást afgreiðslustúlkan hárrétt við og hélt ró sinni. Eftir nokkur orða- skipti á milli hennar og ræningjans lagði hann á flótta og gleymdi hamr- inum á afgreiðsluborðinu. Lögreglan var skömmu síðar kvödd á vettvang og tók hún hamar- inn í sína vörslu. Ræninginn var ekki enn fundinn þegar blaðið fór í prentun en lögreglan í Kópavogi leitar hans. í gær bárust lögregl- unni upplýsingar sem geta leitt til þess að maðurinn finnist og er lög- reglan bjartsýn á að handsama hann fljótlega. -HG Meintir vandræðamenn Lkiií/y/J Fyrirtæki og verslanir í nágrenni Hlemmtorgs hafa lagt saman krafta sína í tilraun til að kaupa húsnæði veitingastaðar- ins Keisarans. Veitinga- maðurinn hafnaði síðasta tiiboði í staðinn en nú mun vera í smíðum ann- að tilboð sem hann á ekki að geta hafnað. Lítur því út fyrir að Keisaranum verði lokað innan tíðar og kúnnarnir fari á ver- gang. Kúnnar Keisarans eru af ýmsu sauðahúsi en eiga það margir sameig- inlegt að vera meintir vandræðamenn. Það er félagsskapur sem starfs- fólk fyrirtækja og stofn- ana í næsta nágrenni kærir sig ekki um. Ein- hvers staðar verða vondir að vera en enginn vill hafa þá við hliðina á sér. Vertinum líst eðlilega ekki á höfuðborgina ef kúnnamir hans lenda á vergangi. Á Keisaranum hafa meintir vandræða- menn átt athvarf og ekki verið til vandræða úti í hinum stóra heimi á meðan. Dagfari sér fyrir sér ferli þar sem meintir vandræðamenn munu verða á götunni um hríð en finna sér brátt sama- stað á annarri knæpu. Nágrannar þeirrar knæpu munu fljótt fá sig fullsadda af umgangi meintra vandræðamanna og taka sig saman um að kaupa húsnæðið og koma vertinum út. Og svo framveg- is. „Einhvers staðar verða þessir menn að vera en ég vil ekki hafa þá við hliðina á mér,“ segja nágrannarnir. Á Keisaranum hefur verið hægt að ganga að öllum meintum vandræðamönnum höfuðborgar- innar á einum stað. Slíkt er auðvitað til mikils hagræðis fyrir lögregluna sem ekki getur sinnt nema brýnustu verkefnum vegna niðurskurðar og blankheita. Vertinn á Keisaranum spáir því að glæpir eigi eftir að stóraukast verði staðurinn lagður niður. Og þar sem löggan er blönk og getur ekki stað- ið í því að eltast við meinta vandræðamenn stefn- ir sannarlega í óefni. Einhvers staðar verða vond- ir að vera og í stað þess að hrekja meinta vand- ræðamenn úr einum stað í annan má leysa mál- ið í eitt skipti fyrir öll með því að flytja Keisar- ann yfir Hlemmtorg, í lögreglustöðina. Þá þarf löggan ekki að fara út úr húsi til að eltast við meinta vandræðamenn, glæpir munu ekki stór- aukast og enginn meintur vandræðamaður fer út fyrir Keisarans dyr nema allsgáður, þveginn og strokinn. Og hagur lögreglunnar mun auðvitað stórbatna því það er ekki eingöngu vegna ástar sinnar á meintum vandræðamönnum sem vert- inn á Keisaranum hefur ekki viljað selja heldur vegna þess að viðskiptin blómstra. Blómstrandi vertshús mun rétta af fjárhag löggunnar sem þá þarf ekki að fara út úr húsi til að eltast við meinta vandræðamenn. Getur hún þá einbeitt sér að alvöruglæpamönnum sem eru of ríkir og flnir til að láta sjá sig á stöðum eins og Keisaranum. Og meintum vandræðamönnum mun sjálfsagt finnast þeir vera eins og heima hjá sér því þó vertinn fylgi ekki með yfir götuna má flnna tví- fara hans í liði lögreglunnar sem hafa örugglega ekkert á móti því að skenkja góðvinum sínum. Dagfari Eðalfraukur til íslands Á vegum Eskimo Models stendur fyr- ir dyrum mikil tískusýning í tilefni þess að ný alþjóðleg tískuverslanakeðja hyggst opna stærra og virðulegra útibú á Reykjavíkursvæðinu. Nú hefúr spurst út meðal helstu mann- kostamanna landsins að allar líkur séu á að tvær af frægustu tískusýningarkonum heims fyrr og síðar komi til landsins af þessu tilefni. Þeir eru þvi þegar byrj- aðir að setja fótin sín í hreinsun, bursta skóna og tennurnar og endur- nýja Old Spice rakspírabirgðimar. Dömurnar em nefnilega kvenkostirnir, súpermódelin og eðalfraukumar, Na- omi Campbell hin dökka og Helene Christensen hin danska. Kvennamunur Sú milda leið sem borgaryflrvöld hafa ákveðið að fara að kennumm í sambandi við ofgreidd laun, að höfða til samvisku þefrra hvort þeim hugs- anlega þóknist að skila aftur því sem þeim hef- ur verið ofborgað i launum, hefur vakið athygli alþjóðar. Það hefur ekki síður vak- ið athygli að borgar- yfirvöldum þótti ekki taka því að fara jafn- mildilega að þeim sem skúra skólahúsin, skólaliðunum, sem líka fengu ofborguð laun. Það þótti nú ekki ómaksins vert að vera að höfða til einhverrar sam- visku þeirra heldur bara rífa snarlega af þeim þetta 40- 50 þúsund kall af 70 þúsund króna heildarmánaðarlaunum. Yfirgnæfandi meirihluti kennara og skólaliða eru konur og telja skólalið- arnir að af þessu megi sjá með hvorri starfsstéttinni hjarta Ingibjargar Sól- rúnar Gisladóttur borgarstjóra og Sigrúnar Magnúsdóttur, formanns fræðsluráðs, slær... Hlutleysi Það var ekki laust við að hinn bjart- leiti stjórnarformaður Landsvirkjun- ar, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, ætti erfitt i flmmtudagsumræðunni í Sjónvarpinu í síðustu viku. Umræðunni stjórnaði hinn víðfórli Ómar Ragnarsson og tefldi Ólafi Erni Haraldssyni, hinum umhverflsvæna framsóknarþing- manni gegn Lands- virkjunarformann- inum sem átti í vök að verjast, aðallega vegna þess hve hart hinn hlutlausi stjórnandi sótti að Jó- hannesi. Menn segja að andköf Aust- firðinga hafl heyrst alla leið norður á Þórshöfn þegar stjórnandinn sótti hvað harðast að Jóhannesi Geir og spurði hann hvort þeir ætluðu 'virki- lega að sökkva stuðlabergi, gljúfrum og gróðurflákum í vatn, allri álfunni til óbætanlegs tjóns... Grófar falsanir Hjörleifur Guttonnsson fyrrv. al- þingsmaður vandar Gunnlaugi Stef- ánssyni fyrrum þingmanni og klerki í Eydölum ekki kveðjurnar á heimasíðu sinni á Netinu. Hjör- leifur segir málflutn- ing hans og staðhæf- ingar í Morgunblaðs- grein nýlega, um að Fljótsdalsvirkjun hafi sérstaklega ver- ið undanþegin um- hverfismati á Al- þingi árið 1993 þeg- ar núverandi lög um umhverfis- mat voru sett, ekkert annað en grófar falsanir og mjög óvandaðan málflutn- ing. Gunnlaugur hafi á þessum tíma átt aö heita formaður umhverfisnefnd- ar. Hann hafi hins vegar verið flarver- andi lokaafgreiðslu málsins í nefnd- inni og framsaga fyrir því í höndum annars þingmanns... Umsjón: Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkom feff. is ■B

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.