Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1999 39 551 7171 HALLDOR BALDVINSSON ÞORFINNUR FINNLAUGSSON - ARNI GARÐARSSON við Rauðarárstíg flytur að Skipholti 50A PÓSTURINN -Hied kvtðju-! hþl Upplýsingar veitir afgreiðsla DV í síma 550 5000 Hef synt daglega í 62 ár Sviðsljós ek. 85 þús. km, Verö 2.700 þús. (bílalán ca. 2.600 þús.) til sölu. Grand Cherokee Orvis Limited 5,2, árg. 1995, Upplýsingar á Aðalbílasölunni, sími 551 7171. bÐALBílasalan p STOFNUÐ 1955 “f MIKLATORGI VIÐ PERLUNA Hlemmur Flók a9ata Háte '9svegu Blaðberar óskast í eftirtaldar götur: Dunhagi Fornhagi Einholt Hjarðarhagi Faxafen Meðalholt Stangarholt Fákafen Rauðarárstígur Skeifan Þverholt Aragata Eggertsgata - Framhaldssaga um ástir í leynum: Voru eins og brúðhjón Jennifer Lopez og Puff Daddy eru ekki enn komin úr felum. Sífellt fleira bendir þó til að orðrómurinn um ástarsamband þeirra eigi við rök að styðjast. Nýjasta nýtt í þeim efnum er helj- arinnar veisla sem Puffy hélt heima hjá sér á dögunum. Allir gestir voru hvítklæddir sem þýðir að Jennifer var alveg eins og brúður. „Jennifer og Puffy litu út og hög- uðu sér eins og brúðhjón," segir einn gestanna i veislunni góðu. Kærustuparið meinta var mjög liðtækt á dansgólfinu, segir annar, og skyggði á alla nærstadda. Clooney aftur á kjötmarkaðinn Hjartaknúsarinn George Cloo- ney hefur sagt ö'önsku kærust- unni sinni, hinni gullfallegu Cél- ine Balitran, upp. Hann er því aftur laus og liðugur ef einhver skyldi hafa áhuga. George og Cé- line voru búin að vera saman í mörg ár. Núna einbeitir hann sér að kvikmyndaleik. Affleck neitar sam- bandi við Damon Óskarsverðlaunahafinn Ben Af- fleck vísar á bug fullyrðingum bandarískra kvöldblaða um að hann eigi i ástarsambandi við bemskuvin sinn, leikarann Matt Damon. „Væri ég hommi færi ég ekki í felur með það. Ég myndi gera eins og Rupert Everett," segir Affleck í viðtali við tímaritið Vanity Fair. Affleck telur að orðrómurinn um ástir hans og Damons hafi komist á kreik . vegna náinnar samvinnu þeirra við kvikmyndina Good Will Hunting. Affleck kveðst ekki vera góður í málamiðlunum og nú skorti hann jafnframt vilja til þess að gefa af sér í sambandi. „Ástæða þess að ég er á lausu núna er sú að ég vil ekki vera með einhverri sem einmitt núna myndi vilja vera með mér. Ben Affleck vísar því á bug að hann sé samkynhneigður. Símamynd Reuter. Játningar villipopparans Pameluspúsa: Hafði bara gott af að sitja inni Loksins viðurkennir einhver gagnsemi fangavistarinnar. Já, villi- mannapopparinn Tommy Lee, sem sjálfsagt er þekktari fyrir að lemja eiginkonu sína, leikkonuna Pamelu Anderson, en að lemja trommurnar segir að hann hafi fundið sig innan veggja fangelsisins. Það sem meira er, hann vaknaði til lífsins. „Ef ég hefði ekki setið í fangelsi hefði ég áreiðanlega haldið áfram á sömu vitleysisbrautinni og verið áfram óhamingjusamur,“ segir hinn iðrandi syndari í viðtali við netmið- ilinn E! Online. Tommy er nú tilbúinn með sóló- plötu sem hann samdi á meöan hann sat inni fyrir að hafa gengið í skrokk á hinni barmfógru Pamelu. Engu líkara er að orðatiltækið góða um ekki sé nú allt gufl sem gló- ir sé samið um táradalsvist Tommys. Hann átti alit sem dauð- legir menn gimast: fallega konu, fullt af peningum og naut mikillair velgengni. En hann vantaði eitthvað tfl að trúa á. „Ég fór að tala hátt og snjallt við guð en smám saman sneri ég mér þó að búddisma," segir popparinn og bætir við að hann kunni vel að meta hvemig trúin sú líti á heiminn og aflt sem í honum er. „Ég fékk ráðrúm til að hugsa minn gang. Ég kalla það tímaskeið „Tommy-tímann“,“ segir Tommy Lee. Eins og nærri má geta kenndi vinur vor öllum öðrum en sjálfum sér um hvernig fór fyrir honum. Núna hefur hann hins vegar áttað sig á því að sökin er hans. Kappinn hefur yfirgefið gamla bandið sitt og íhugar að stofna sitt eigið. Pamela er hæstánægð með þá ráðagerð. „Hún er mjög hrifm af því og veit að ég breyti rétt,“ segir Tommy Lee. Engan skal undra að samband Tommys og baðstrandargellunnar fyrrverandi er miklu betra nú en það var áður en hann var settur inn fyrir að lemja hana í spað. Pamela Anderson er afskaplega ánægð með hvaða stefnu bóndi hennar, villipopparinn Tommy Lee, hefur tekið i lífinu. Hann er iðrandi syndari og segist ætla að stofna eigin hljómsveit.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.