Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 10
io menmng ie MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1999 DV Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Englarnir á sviði í Danmörku Á laugardaginn var frumsýnd í CafeTeatret við Skindergade 3 í Kaupmannahöfn ný leikgerö af Englum alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson. Þetta er einleikur, saminn og leikinn af Henrik Prip og verður gaman að frétta nánar af honum. Sýningar standa til 16. október og hefur forsala á aögöngu- miðum verið mjög góö enda Einar Már vel þekktur og vinsæll í Dan- mörku. Leikstjóri er Ditte Maria Bjerg. IS Kunst í Osló í höfuðborg Noregs hefur verið sett á fót listmunasala sem leggur áherslu á list eftir íslenska mynd- listarmenn. Galleríið ber heitið IS Kunst og þar eru nú til sölu verk eftir tæplega sjötíu listamenn, langflesta íslenska. Einnig eru á staðnum kaffihús og sýningarsalur þar sem Hjörtur Hjartarson opnaði sýningu á nýjum verkum 4. sept. (sjá mynd). Ása María Bjömsdóttir segir að galleríið hafi fengið mjög góðar viðtökur í Noregi þeg- ar það var opnað fyrir tæpu ári og hafi geng- ið vel síðan. Það er komið með fastan hóp viðskiptavina sem stöðugt stækkar. Til dæmis seldust 27 verk af 30 á einni sýning- unni í sumar og eru það nær eingöngu Norðmenn sem kaupa. Sýningarrými gallerísins er þeg- ar upppantað fram á árið 2001 og er eftirspumin eftir sýningaraðstöö- unni mikil. Heimilisfang gallerís- ins er Leirfallsgata 6, 0550 Oslo, og tölvupóstfangið iskunst@online.no Er hægt að hugsa sér meiri karlmennsku en að halda um krana og stjórna rennslinu í sjálfum Dettifossi? DV-mynd ÞÖK „V æri ég bilað sjónvarp Alltaf dettur Tómasi R. Einarssyni eitthvað nýtt í hug. Þótt ljóðalestur við undirleik djasstónlistarmanna sé ekki ný bóla tókst honum og félögum hans að endurvekja þetta form með stæl á fimmtudagskvöldið í Kaffileik- húsinu. Svona uppákomur eiga ræt- ur sínar að rekja til hinna svonefndu „beat“-skálda seint á sjötta áratugn- um, en hérlendis er það helst Carl Möller sem hefur frumsamið djass- músík til notkunar með ljóðalestri. Sjálfsagt er að fleiri spreyti sig á slíku. Að þessu sinni vom ljóðin eft- ir Einar Má Guðmundsson sem flutti verk sin með tilþrifum og féll lestur hans vel að músíkinni... eða öfugt. Bæði las hann ljóð á milli laga og einnig var lesturinn partur af flutn- ingi verkanna. Margir kannast viö ljóð Einars sem em oft hnyttnar athugasemdir og svipmyndir úr lífi íslendinga á of- anverðri tuttugustu öld. Og ekki er laust við að fortíðin hafi sín áhrif á okkur; landslag og myrkur og sauð- Djass Einar Már Guðmundsson minnti á að hann er Ifka frábært Ijóðskáld þeg- ar hann flutti Ijóð sín við undirleik Tómasar R. og félaga í Kaffileikhúsinu. DV-mynd Teitur Ingvi Þór Kormáksson kindin, sjónvarpið, hinir nýju landvættir á Mið- nesheiði og margt fleira. Áhrifa þessara gætti líka i músíkinni sem var af fjölbreyttum toga. Sumt minnti á djasstónlistina eins og hún var á tímum Kerouacs og fleiri góðra manna en fýrst og fremst var þetta bara íslenskur djass eins og éá hann kemur úr höfði bassaleikar- ans Tómasar R. Með honum léku Óskar Guðjónsson á saxófóna, Eyþór Gunnarsson á píanó og Matthías Hem- stock á trommur. Lög og ljóð vom ókynnt svo að hér em heiti þeirra skálduð. Fyrsta lagið, „Með vængi á heilanum", var rigningarrómantík úr Reykjavík og svo var fjallað um byltinguna í blúskenndri stemmu. í „Skæruliðarnir hafa umkringt Vatnaskóg" voru paranoju og stríðs- áhuga bams eða unglings gerð skil í kakófónísku hljóðumhverfi sem end- aði með skemmtilega útfærðu trommusólói. „Golfstraumurinn" var cha cha cha sem virtist ættað frá Austurlöndum og titillag tónleik- anna, „Dansaðu, fíflið þitt, dans- aðu“, var alveg óborganlegt í hröð- um gamaldags rokktakti. Lag við þetta sama ljóð var á sínum tíma hljóðritað af austfirsku hljómsveit- inni Amon Ra undir nafninu Án orma og er sú útgáfa einnig óborgan- leg á sinn hátt. Ljóð Einars Más hafa verið Tómasi innblástur til að semja einhverja bestu tónlist sína til þessa án þess að gert sé lítið úr eldri verkum hans sem sannarlega eru mörg ágæt. Kvartettinn flutti þessa tónlist óaðfinnanlega. Sigurðar Nordals-fyrir- lestur Vésteinn Ólason prófessor, for- stöðumaður Stofnunar Árna Magn- ússonar, flytur opinberan fyrirlestmr um listina í Snorra Eddu í Norræna hús- inu á morgun, 14. september, á fæðing- ardegi dr. Sigurðar Nordals, kl.17. Fyrirlesturinn nefnist: „List og tví- sæi í Snorra Eddu“ og þar fjallar Vésteinn um hvemig Snorri Sturluson notar listrænar aðferðir til að þjóna fræðslunni í Snorra Eddu, þess vegna sé mikOvægt aö greina sund- ur hin ólíku lög textans. Jafnframt gerir Vésteinn nokkra grein fyrir umræðum um lærdóm Snorra og merkingu Snorra Eddu frá því Sig- urður Nordal ritaði bók sína um höf- undinn og allt fram á þennan dag. Tríó Ólafs Stephensens til Chile Tríói Ólafs Stephensens hefur verið boðið að leika á kunnustu djasshátíð Suður-Ameríku í Iquique í Chile 21.-23. október. Það lék í Chile fýrir tveimur árum í djass- klúbbi Santiago-borgar og sló svo rækilega í gegn að þeim félögum er nú boðið þangað aftur. Þar hafa i tímans rás komið fram margar helstu stjömur djassins, til dæmis Louis Armstrong, Dave Brabeck, Count Basie og Wynton Marsalis. Tríóið er skipað þeim Ólafi Steph- ensen á píanó, Guðmundi R. Ein- arssyni trommu- leikara og Tómasi R. Einarssyni bassaleikara. Þeir hafa leikið viða um heim, meðal annars í Argentinu, Bandaríkjun- um, Færeyjum, Kanada og Malasíu. Á næsta ári bæta þeir sennilega Japan á listann. ÖfeHkennd tilfinningasemi Laugardaginn 4. september fór hópur fólks uppundir rætur Snæfells og framdi þar svonefndan Eyjabakkagjörning. 68 steinar voru la’gðir með jöfnu millibili á tæplega 3 km línu þar sem Landsvirkjun fýrirhugar að reisa stífluvegg Fljótsdalsvirkjunar. í hvem stein er grafið eitt orð, til samans mynda þau fyrsta erindi Lofsöngs Matthíasar Jochums- sonar, þjóðsöngs okkar íslendinga, sem nú má lesa þegar gengið er upp frá Jökulsá í áttina að Snæfelli. Flutningurinn tókst vel og allt hjálpaðist að við að gera athöfnina eftirminnilega og fallega. Veðrið var frábært, sólskin og stífur vindstrekk- ingur, það glampaði á skriðjöklana, Snæfell raddi sig og reis tignarlegt upp í hausthimininn. Það var sterk upplifun að ösla með sitt níðþunga orð yfir mýrar og mela og nú á hver þátttakandi sinn stein undir rótum drottningar fjallanna, áþreifanlegan hlut sem hann getur hugsað til og sent sína jákvæðu strauma. í fyrstu hafði ég efasemdir um kvæðið, flytj- endur yrðu sakaðir um tilfinningasemi en þeir sem vilja virkja trúa því að sjálfir stjómist þeir af skynseminni einni. Efinn vék þó fljótt fyrir fullvissunni um að þessi magnaði texti væri einmitt við hæfi, ekki síst með hliðsjón af því að ekki er verið að tjalda til margra nátta, líftími virkjunarmannvirkja mun víst ekki vera miklu lengri en öld. „Fyrir þér er einn dagur sem þús- und ár...“ og þó bömin okkar geti hugsanlega fengið vinnu í verksmiðju munu bamabama- bömin sitja uppi með risavaxnar, ömurlegar virkjunarrústir. Hvað er skynsemi og hvað til- finningar? Þar sem ég stóð á bakka Jökulsár í Fljótsdal og virti fyrir mér fegurðina velti ég því fyrir mér hvers vegna menn ráðast í svo umfangs- miklar og afdrifaríkar framkvæmdir. Fjármála- sérfræðinga greinir á um arðsemi orkusölu til stóriðju svo „skynsemisrökin" era tæpast óve- fengjanleg. Ég fann að hin svokölluðu „tilfinn- ingarök", það er rök þeirra sem bera virðingu fyrir fegurðinni og samræminu í náttúrunni, eru einu „skynsamlegu" rökin. Skyldi virkjana- bröltið eiga eitthvað skylt við tilfinningasemi? Sem ég stóð þama rann upp fyrir mér ljós: Þessi framkvæmdagleði er ekki annað en út- rás fyrir öfgakennda tilfinningasemi - nefnilega karlrembu í sinni sjúklegustu mynd. Ég tek mér stundum þetta orð í munn, „karlremba", en aldrei fyrr hef ég fundið hversu skelfilega tor- tímandi merking þess getur veriö. Hvað er það annað en ofbeldi og karlrembuhroki að ætla að brjóta allt undir sig, að „beisla náttúruöflin" eins og það er nefnt, svínbeygja Jökulsámar, hrekja heila dýrastofna frá heimkynnum sínum, fremja svo gróft valdarán í þessu stórkostlega ríki náttúrunnar? Er hægt að hugsa sér meiri karlmennsku en að halda um krana og stjóma rennslinu í sjálfum Dettifossi (sú hugmynd mun vera nær raunveruleikanum en mann granar)? Ég er ólýsanlega fegin að hafa farið í þessa ferð og tekið þátt í þessum mikilvæga gemingi. Nú er ég ekki bara sannfærð um að það sé rangt að umtuma hálendinu í þágu orkufreks iðnaöar, ég er innilega sátt við að byggja mína sannfær- ingu á tilfinningu. Því hvað er betur fallið til að örva hugsunina og dýpka skilninginn á tilver- unni en einmitt að standa í miðri auðninni, hin- um ósnortnu víðemum uppi á hálendi íslands! Þar blasa hin miklu sannindi við: Verk okkar mannanna, hversu brjálæðislega mikilfengleg sem þau era, munu aldrei komast í hálfkvisti við sköpunarverk náttúrunnar! Myndlist Áslaug Thorlacius

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.