Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 12
Gunnar Páll Pálsson fjármála- stjóri: Alveg agalegt mál. Ottó Arnarson tónlistarmaður: Alveg fáránleg. Hilmar Þór Guðmundsson vél- smiður: Skelfileg, setur mann end- anlega á hausinn. mynd af sínum sem á lesendasídu Spurningin Hvað finnst þér um bensínhækkunina? Lesendur Þakklát fyrir vinsemd í minn garð Guðfinna Magnúsdóttir hringdi: Ég vil gjarnan mótmæla bréfl sem birtist í DV á miðvikudag. Þar skrifar Einar Ingvi Magnússon um að elliheimili séu þjóðfélagslegur smánarblettur. Þessi maður er greinilega gjörsamlega veru- leikafirrtur og hefur eflaust aldrei inn á elliheimili komið. Þessir stað- ir eru síðasti dvalarstaður fólks á mínum aldri og við kvörtum alls ekki yfir yfirlætinu. Það er nú einu sinni þannig að flest heimili í dag eru þannig úr garði gerð að ekki er hægt að hafa eldra fólk eða fólk í hjólastólum inni á þeim. Þvi hentar það auðvit- að fólki á mínum aldri best að vera innan um fólk á sínu reiki og fá þá aðstoð sem það þarf. Ég hef nú dvalist í 16 ár á Hrafnistu og alltaf fengið góða þjónustu. Það má því al- veg koma fram að ég er mjög þakk- lát starfsfólki Hrafnistu fyrir vin- semd í minn garð. Það sem Einar Ingvi Magnússon skrifar er rugl og vitleysa. MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1999 Börnin send heim af leikskólum! Erna Vigdís Ingólfsdóttir skrifar: Ég vfl sem foreldri bams í leikskól- anum Álftaborg í Reykjavík vekja at- hygli fólks á því slæma ástandi sem ríkir þar, og að sögn í mörgum fleiri leikskólum í Reykjavik. Það er ekki hægt að taka því þegj- andi og hljóðalaust að börnin okkar séu allt í einu send heim fjóra daga í mánuði vegna manneklu. Þetta er ekki bara slæmt fyrir bömin heldur truflar þetta verulega starfsemi hjá fyrirtækjum um allan bæ þar sem foreldrarnir eru við vinnu. Það búa ekki allir svo vel að geta tekið böm- in sín með sér í vinnuna og ekki hafa öll böm aðgang að ömmum og öfum. Það er til skammar að Reykjavík- urborg skuli borga svo lág laun að enginn fáist til starfa við leikskólana þrátt fyrir að auglýst sé í dagblöðum tvisvar sinnum i viku. Margir spyrj- ast fyrir um störfin en fólk getur fengið betur launuð störf annars staðar án mikillar fyrirhafnar. Þetta em mjög mikilvæg störf sem unnin eru inni á leikskólunum og það fólk sem vinnur þar á betra skilið. Ég held að borgarstjórinn okkar ætti að hætta að státa sig af stuttum biðlistum og reyna að skoða það ástand sem ríkir á leikskólunum og gera eitthvað í málunum. Við for- eldramir treystum á þessa þjónustu fyrir börnin okkar! Erna Vigdís er óhress með aðgerðaleysi Reykjavíkurborgar í leikskólamálum. Slæm þjónusta í Gisti- heimili Ólafsvíkur Húsaleiguokur Kristinn Sigurðsson skrifar: Ég skora hér með á yfirvöld að taka til hendinni og stöðva þetta hrikalega húsaleiguokur sem nú á sér stað. Því miður er það nú svo í góðærinu mikla, sem nær ekki tfl þorra launþega, að sumir em neydd- ir til að leigja eða vilja það. Svo er það tUfellið að margir húseigendur okra á leigunni og fjöldi fólks verður að borga þeim stórfé tU að komast inn. Yfirvöld gætu sett þak á húsa- leigu og ættu að gera það, eða skatt- leggja húsaleiguokrið. Borgin ætti auðvitað að byggja íbúðarblokkir fyrir fólk sem vUl leigja. Ég skora á borgaryfirvöld að taka tU hendinni. Hræðilegir íþróttafrétta- menn Pétur Óli Einarsson, nemi í Iðn- skólanum í Reykjavík: Alger hryflingur, okur. Einar Karl Hjartarson, nemi í MS: Ömurlegt, algert klúður, það var nóg samt. Þórður Rafn Þórðarson listamað- ur: Ríkisstjórnin á að hætta inn- flutningi á bensíni og leggja áherslu á vetnisbíla. Jóhann skrifar: Sunnudaginn 15. ágúst fór ég ásamt 90 félögum mínum úr pútt- klúbbnum okkar í afmælisferð fé- lagsins og var ferðinni heitið á Snæ- fellsnes. TUhlökkunin var mikU þvi að í Ólafsvík og tU Stykkishólms hef ég ekki komið í 50 ár, eða þegar ég var á sjó. Ferðin hófst í Keflavík um morg- uninn kl. 9 og var þaðan haldið áleiðis vestur. Fyrst var stoppað stutt í Hyrnunni í Borgarfirði og þaðan haldið á Amarstapa þar sem gert var stutt stopp. Þaðan lá leiðin í Bjamarhöfn þar sem HUdibrandur bóndi tók á móti okkur með hafsjó af fróðleik og frábæram hákarli og harðfiski. Frá Bjarnarhöfn héldum við tU Ólafsvíkur þar sem búið var Jón Þór skrifar: Eins mikið og sýnt er af íþróttum í sjónvarpi er alveg stórmerkUegt að ekki skuli vera hægt að ráða al- mennilega íþróttafréttamenn tU starfa. Sjálfur er ég mikiU áhuga- maður um fótbolta og veit ekkert betra en fleygja mér fyrir framan im- bann með snakk og horfa á fótbölta. En að þurfa að hlusta á þessa vitleysinga reyna að vera há- fleyga er mann- skemmandi. Ef við tökum landsleikinn sem dæmi var Samúel Örn alveg skelfilega leiðin- legur. Hann og Ingólfur Hannesson eru Sjónvarpinu tU skammar, og Ingólfur á að heita yfirmaður þarna. Úrvaliö á Stöð 2 er jafnvel verra. Amar Bjömsson stendur þar upp úr og Snorri Sturluson er ágætur. Val- týr Bjöm Valtýsson er á hinn bóg- inn vægast sagt slæmur, það litla sem hann nær yfir borðið. Á botnin- um yfir lélega íþróttafréttamenn á íslandi og þó víðar væri leitað er þó án aUs efa Guðjón Guðmundsson. Það að ná varla að koma einu orði rétt út úr sér ætti að teljast nóg tU að hleypa þessum manni ekki í sjón- varp, án þess að minnst sé á úflitið. Opinberar bifreið- ar í einkanotkun Arnar hringdi: Ég hef ferðast víða um land á minni ævi og alltaf finnst mér ég rekast á eitt í opinbera geiranum. Opinberir starfsmenn víla það ekki fyrir sér að nota vinnubifreiðar í eigin þágu. Oft hef ég séð börn við- komandi aðUa á rúntinum á vinnu- bílnum á kvöldin og eins hef ég séð menn á ferðalagi í næstu bæjarfélög- um á vinnubílnum, bara eitthvað að leika sér. Steininn tók þó úr um dag- inn þegar ég var á Patreksfirði. Þá sá ég Orkubúsbílinn eitthvað á ferð- inni og fannst eitthvað grunsamlegt. Þegar ég kannaöi málið var þetta eiginkona orkubússtjórans að sækjá krakkana þar sem þau vora að leika sér. Svona spiUing gengur einungis upp á íslandi! Burt með Guðjón! Frá Hauki Sveinssyni: Eftir smánarlegan ósigur gegn Úkraínu er tími til kominn að ís- lensk knattspymuforysta taki aðeins tfl I skápnum hjá sér og skipti um þjálfara. SífeUt er rætt um það í fjöl- miðlum nú hversu vel lands- liðinu hafi gengið undir stjórn Guð- jóns og að þetta sé besta landslið ís- lands frá upphafi. Af hverju velur maðurinn þá ekki bestu mennina í landsUðið hverju sinni. Amar Grétarsson, sem leikur i Grikklandi, er einn besti miðvaU- arleikmaður sem við höfum átt og Guðni Bergsson hefur verið fyrirliði eins sterkasta félagsliðs Bret- landseyja. Hvar voru þeir á móti Úkraínu? Ég segi bara betur má ef duga skal og vonandi hafa þessir menn dug í að reka Guðjón og stokka aðeins upp í þessu. að panta heitan mat handa hópnum á Gistiheimili Ólafsvíkur og hlökk- uðu aUir tU. Því miður var aUt þar lélegt og litið. Fyrst kom ágæt súpa, en svo ekki söguna meir, bragðlaus rauðspretta sem ekki var nóg af handa öUum og svo standandi kaffi á eftir. Afgreiðslan var mjög léleg og það tók rúma tvo tíma að borða og þurfti því að sleppa að heim- sækja Stykkishólm sem ég var mjög spenntur fyrir. Maturinn kostaði þó 1250 krónur á mann og þannig borg- uðum við 110.000 fyrir hópinn, eða helmingi of mikið miðað við það sem við fengum. Frá .Ólafsvík var haldið í kaffi í Laugagerðisskóla sem er Hótel Eld- borg á sumrin. Tvær ungar stúlkur reka þetta hótel og fá aðstoð úr sveitinni. Þar fengum við glæsfleg- ar og hlýjar móttökur er við kom- um. Kertaljós á borðum og kaffi og meðlæti. Var þetta vel útUátið og glæsilegt og þjónustan til fyrir- myndar. Frá Ólafsvík. Bréfritari er óánægður með þjónustuna í Gistiheimili Ólafsvíkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.