Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 28
40 MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1999 Hringiðan DV Efi leikur á því hvort þessir félagar, Haukur, Skapti, Sindri, Guðmundur, Þór- arinn og Snorri, munu klæðast öðru en KR-búningnum í bráð. Þeir voru í það minnsta ekki á þeim buxunum á laugardagskvöldið. Stuðningsmenn KR höfðu ærna ástæðu til að fagna í stúkunni á Laugardalsvellinum eftir leikinn gegn Víkingum á iaugardaginn. Hinir svarthvítu eru orðnir Islandsmeistar- ar í fyrsta skiptið í þrjá áratugi. Ef þetta er ekki ástæða til að taka tappa úr flösku þá er hún bara ekki til. Gallerí@hlemmur.is er nýtt gallerí i Reykjavík, rekið af tveímur listakonum, Þóru Þórisdóttur og Valgerði Guðlaugsdóttur. Eigendurnir opnuðu sjálfir saman fyrstu sýníngarnar í galleríinu. Hér standa þær við verk Valgerðar sem nefnist Hugarástand. Haldið var upp á eins árs afmæli eina yfirlýsta staðar samkynhneigðra á ís- landi, Spotlight, á laugardaginn. Að sjálfsögðu tróðu nokkrar dragdrottn- ingar upp í tilefni dagsins. Mio tók nokkrar aríur á sviðinu. KR, KR og aftur KR. Eins og alþjóð veit sennilega, hvort sem hún vill eður ei, eru KR-ingar nú loksins orðnir íslandsmeistarar í knattspyrnu. Til að fagna því komu allir helstu stuðningsmenn félagsins sam- an á Rauða Ijóninu á laugardagskvöldið. Ásdís Magnúsdóttir og Dalla Ólafsdóttir kunnu að meta ís- landsmeistaratitilinn. Listaháskóli ís- lands var settur f fyrsta sinn á föstudaginn. At- höfnin fór fram að viðstöddu fjöl- menni á Kjarvals- stöðum. Hjálmar H. Ragnarsson, rektor skólans, rabbar hér við Margréti Vil- hjálmsdóttur að lokinni setningu. Gay-skemmtistaður íslands átti eins árs af- mæli um helgina. Margt var um manninn á tímamótunum og mesti gay-plötusnúðurinn í heiminum í dag kom og sneri skífum. Rósa Guðmundsdóttir er hér ásamt plötusnúðinum fræga.Tasty Tim. Rödd Andreu Gylfadóttur hljóm- aði á Djasshátíð. Á föstu- daginn var hún með hljómsveitina sína á Gauki á Stöng. Gummi gítarleikari var með nögiina á strengjunum. Áfram KR, Áfram KR, Áfram KR, Áfram KR. Þessi söngur hljómaði um alla Reykjavíkur- borg á laugardagínn og langt fram á sunnudag- inn líka. Áhangendur þeirra svörtu og hvítu fagna sigrinum og ís- landsmeistaratitiinum á laugardaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.