Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1999 Fréttir Heitt í kolum á Þingeyri: Sóðalegt leynimakk - segir Ragnheiður Ólafsdóttir - hennar eigin harmleikur, segir Halldór Halldórsson bæjarstjóri Síðdegis í gær var haldinn hita- fundur á Þingeyri sem íbúasamtökin á svæðinu boðuðu til. Var fundurinn fiölmennur og mættu til hans for- svarsmenn íbúasamtakanna, hæjar- stjómar ísaQarðarbæjar, þingmenn kjördæmisins og forsvarsmenn hins nýstofnaða fiskvinnslufyrirtækis Fjölnis á Þingeyri. Undir lok fundar- ins las formaður íbúasamtakanna, Ragnheiður Ólafsdóttir, forráða- mönnum bæjarfélagsins og öllum þingmönnum kjördæmisins pistil- inn, að undanskOdum Guðjóni Am- ari Kristjánssyni. I lok ræðunnar sagði Ragnheiður síðan af sér for- mennskunni og sleit fundi. „Mín skoðun á þessum mönnum er að bæjarstjómin i heild sinni og bæjarstjóri ísaQarðarbæjar ættu að segja af sér nú þegar. Þeir eru búnir að vinna spellvirki á þessu bæjarfé- lagi, bæði afturábak og áffam. Það er búið að vinna þvílíka undirróðurs- starfsemi að öllu sem viðkemur at- Stóra fikniefnamálið: Mesta magn haldlagðra fíkniefna til þessa Fíkniefnamálið sem upp kom i vikunni er það stærsta sem ís- lenska lögreglan hefur komist i tæri við til þessa. Lögregla og toll- verðir komust á slóðina sl. mið- vikudag þegar gerð var leit í tyrk- neska leiguskipinu Sayinur Yar- dimci sem lá í Sundahöfn. Við leit- ina fundust sjö kg af hassi og lítil- ræði af marijuana. í framhaldi af því gerði lögreglan húsleit í nokkram húsum í Reykjavík en þar gerði hún upptæk um 18 kg af hassi til viðbótar, um 6000 e-töflur, 4 kg af amfetamíni og tæpt kíló af kókaini. Auk þess lagði lögreglan hald á þrjár bifreiðir, tölvubúnað, skotvopn og eina milljón króna í peningum í húsleitum sínum. Til samanburðar má nefna að iögreglan lagði hald á um 15 kíló af hassi allt árið í fyrra. Söluverð- mæti efnanna er talið vera á annað hundrað miiljónir króna. Fimm manns voru handteknir vegna málsins og hafa fjórir þeirra verið hnepptir í varðhald. Rannsókn er í fullum gangi. -HG vinnumálum á Þingeyri og allt unnið í leyni- makki og á bak við tjöldin - sóða- legu leynimakki," sagði Ragnheiður Ólafsdóttir í sam- tali við DV. Ragnheiður ásakaði forsvars- menn bæjarfé- lagsins á fundinum fyrir að sitja báð- um megin borðs varðandi úthlutun byggðakvótans í hendur eins útgerð- arfélags sem bæjarfulltrúarnir eru síðan sjálflr hluthafar í. Þetta segir Ragnheiður gert á sama tíma og bæj- arstjóm ræði ekki við aðra aðila og leiti heldur ekki leiða til að hjálpa þeim fyrirtækjum sem vora starf- andi fyrir. „Sléttanesið fór héðan frá bryggju klukkan fimm á laugardag í siðasta sinn. Fyrir mig var það aftökustund. Þeir komu beint úr Barentshafmu til að henda dótinu sínu í land og sigldu svo skipinu suður til Reykjavíkur. Halldór Halldórsson bæjarstjóri kom hingað heim til min í vor og handsal- aði mér loforði um að Sléttanesið og kvótinn mundu aldrei fara út úr kjör- dæminu," sagði Ragnheiður Ólafs- dótth'. Það er ósatt, segir bæjar- stjóri „Þarna segir Ragnheiður hreinlega ósatt,“ segir Halldór Halldórsson, „Við gerðum okkur bæði grein fyrir því að ég hafði að- eins um eitt at- kvæði að segja. Hins vegar sagði ég við hana að ég myndi gera allt sem í mínu valdi stæði til þess að koma í veg fyrir að af þessu yrði. Ég tel að Ragnheiður hafi misnotað aðstöðu sína á fundinum. Hún lét kjósa sjálfa sig sem fundarstjóra og sleit síðan fundi eftir að vera búin að ata fólk miklum auri. Mér fannst ég verða þarna vitni að hennar eigin mann- lega harmleik. Það sem hún sagði þarna er ekki svaravert, svona mál- flutningur dæmir sig algjörlega sjálf- ur,“ sagði Halldór Halldórsson, bæj- arstjóri ísafjarðarbæjar. Ragnheiður ásakaði einnig þing- menn Vestfirðinga á fundinum fyrir linkind og benti á að fyrsti þingmað- ur kjördæmisins, Einar Kristinn Guðfinnsson, hefði aldrei kallað sam- an fund þingmanna til að fjalla um atvinnumál svæðisins í heild sinni. Eg vísa öllum dylgjum til föðurhúsanna „Ég held að það sé ekki hægt að fara niður á það lága plan sem Ragnheiður Ólafsdóttir tíðkar í þessum umræð- um,“ sagði Einar Kristinn Guð- finnsson, fyrsti þingmaður Vestfirð- inga. „Ég vísa öllum hennar dylgj- um og áburði til föðurhúsanna. Hún var með miklar svívirðingar í allar áttir, gagnvart nafngreindum ein- staklingum, bæjarstjóm og öllum þeim sem hún gat látið sér til hugar koma. Þetta eru dylgjur sem ekki eru svara verðar. Það er ekki rétt að þingmenn hafi ekki setið formlega fundi um atvinnumál á Þingeyri og almennt á Vestfjörðum, við gerðum það t.d. í vor. Síðan höfum við ótal sinnum rætt þessi mál óformlega, Ég veitti því eftirtekt að málflutn- ingur Ragnheiðar átti litinn hljóm- grunn á fundinum. Eftir að ég hafði veitt henni maklega ádrepu í lok fundarins komu til mín ótal Þing- eyringar sem fundinn sátu og þökk- uðu mér fyrir,“ sagði Einar K. Guð- finnsson. -HKr. Nýrri og glæsilegri Hríseyjarferju var hleypt af stokkunum í Stálsmiðjunni í Reykjavík klukkan sex síðdegis í gær. Tveir farþegasalir eru í skipinu, með sætum fyrir 70 manns, og getur það borið 20 tonn af vörum. Hríseyingar geta því farið að hlakka til stakkaskiptanna sem verða með nýju ferjunni en kostnaðurinn við smíði hennar var um 120 milljónir. DV-mynd S Ragnheiður Ólafsdóttir. Halldór Halldórsson. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af fákeppni í matvöruverslun: Ekki verðbólgudraugur - segir Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi hf. „Allar tölur sýna að matvara hækkar ekki neitt. Að kenna okkur í Baugi um að við séum einhver Tveir bílar eyði- lögðust í eldi DV, Suðurnesjum: Eldur kom upp í bílskúr hússins að Suðurgötu 23 í Keflavík eftir hádegi í gær. Tveir bílar sem eigandi bílskúrs- ins var að vinna við brunnu og eru taldir ónýtir. Að sögn Jóns Guðlaugs- sonar, varðstjóra slökkviliðsins, var mikill eldur í bílskúrnum þegar að var komið. Örn Högnason, eigandi bfl- skúrsins, fékk snert af reykeitrun þeg- ar hann reyndi að slökkva eldinn með dufthandslökkvitæki. Líkur eru tald- ar á að kviknað hafi í út frá rafsuðu- tæki. -AG verðbólgudraug- ur er fráleitt og alveg út í hött. Bónus hefur í áratug stuðlað að því að stórlækka verðbólguna í landinu," sagði Jón Ásgeir Jó- hannesson, for- stjóri Baugs hf., í gærkvöld. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur áhyggjur af fákeppni í matvöruverslun á ís- landi. Hann sagði í gær að sam- keppnin færi minnkandi og taldi ráðherrann að rannsaka þyrfti þró- un í greininni og að reglur yrðu settar sem tryggðu eðlilega sam- keppni milli matvörukaupmanna. Jón Ásgeir er þessu ósammála. „Matvara hefur hækkað helmingi minna en almennt verðlag í landinu Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs. frá því að Baugur var stofnaður fyr- ir ári. Það sem vinnst með því að auka inn- kaupamagnið eins og við höfum gert miðar að því að lækka verð til viðskiptavina til framtíðar," sagði Jón Ásgeir. Hann benti á að aldrei áður hefði matvara verið auglýst eins mikið og á þessu ári. Gífurleg samkeppni væri á markaðnum. Júlíus Jónsson, kaupmaður í Nóatúni, stjórnarmaður í Kaupási, sagði að það dyldist engum að mat- vöruverð hækkaði ekki, nema þá fyrir tilstuðlan ríkisins. „Davíð Oddsson ætti að sjá til þess að verndartollar á grænmeti verði afnumdir. Framleiðendur hér eru víggirtir í verndun. Eigi einhver karl svo- lítið kínakál þá verður það ekki flutt inn nema með ógnartollum og kílóagjaldi. Menn eiga oft að líta sér nær,“ sagði Július. Hann sagði að ráðherrar ættu að kanna betur fákeppnina í bensíni og olíu sem væri stærra mál. Sam- keppnin í matvöru væri slík að hún gengi út i algerar öfgar. Síðasta dæmið, kjúklingur á krónu, ætti að sannfæra ráðherrana í þeim efnum. Verðbólgan kæmi ekki frá matvöru- kaupmönnum. Ekki náðist í forsætisráðherra í gærkvöld. -JBP Davíð Oddsson forsætisráð- herra. Stuttar fréttir i>v Dýrt að hlífa Eyjabökkum Fljótsdalsvirkjun myndi kosta tvöfalt meira ef miðlunarlón virkjunarinnar yrði fært neðar í árfarveginn og Eyjabökkum hlíft. Það myndi líka minnka orkugetu virkjunarinnar um 10-15% vegna minni fallhæðar. Morgunblaðið sagði frá. Illa rekin sveitarfélög Davíð Odds- son forsætisráð- herra segir óskiljanlegt að sveitarfélögin séu rekin með tapi á sama tíma og ríkissjóður sé rekinn með af- gangi. Hann segir jafnframt að ef Samfylkingin hefði komist til valda i siðustu kosningum væri verðbólgan orðin 50-60%. Sjón- varpið sagði frá. Lítil nýliðun Nýliðun í þorskstofninum í Barentshafi er minni en verið hef- ur frá því á árunum 1987 til 1988 samkvæmt niðurstöðum seiða- leiðangurs Norðmanna og Rússa. Þetta mun að öllum líkindum þýða að kvóti íslendinga í Barentshafi muni falla niður í ár. Mbl. greindi frá. Rýðsveppur í bænum Illræmdur ryðsveppur sem ræðst á gljávíði hefur að undan- förnmskotið upp kollinum á höf- uöborgarsvæðinu. Hann getur orðið ssvo skæður að runnarnir drepist og hann hefur einnig fundist á Suðurlandi. RÚV greindi frá þessu. Ómar fyrir útvarpsráð Mörður Árna- son útvarpsráðs- maður segir nauðsynlegt að málefni Ómars Ragnarssonar verði tekin fyrir hjá útvarpsráði vegna ásakana Austfirðinga um óvönduð vinnu- brögð hans. Þannig sé hægt að tryggja að gagnrýni af þessu tagi dragi ekki dilk á eftir sér. Stöð 2 sagði frá þessu. Vilja bætta stöðu Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Bandalag háskólamanna og Kennarasamband íslands vilja bæta réttarstöðu trúnaðarmanna. Samtökin telja að oft gjaldi trún- aðarmenn þess að ganga erinda samstarfsfólks síns. RÚV sagði frá þessu. íþróttirnar hollar Þolpróf sýna að hjá leikskóla- börnum sem fá viðbótaríþrótta- kennslu lækkar hvíldarpúls. Kennslan virðist einnig auka sjálfstraust þeirra og félagslega færni. Sjónvarpið sagði frá. Vindmyllur á Suöurlandi Tíu vindmyllur verða -settar upp í Vestmannaeyjum og á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka til að nýta vindorku til raforkufram- leiðslu. Selfossveitur og Bæjar- veitur Vestmannaeyja standa að uppsetningu vindmyllanna. Sjón- varpið sagði frá þessu. Fjöldi Að minnsta kosti 200 blaða- menn koma til landsins vegna ráðstefnunnar Konur og lýð- ræði um árþús- undamót sem haldin verður innan skamms. Hillary Clinton og Madeleine Albright munu verða meðal ráðstefnugesta. Sjónvarpið sagði frá. Ók út af Umferðarslys varð á Egilsstöð- um um hálífiögurleytið aðfaranótt sunnudags. Ökumaður missti stjórn á bíl sínum og ók út af með fjóra farþega sem voru i bílnum. Ökumaður er grunaður um ölvun en bæði ökumaðurinn og farþeg- arnir sluppu ótrúlega vel miðað við aðstæður. -KJA/HG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.