Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1999 15 Bjarghringur eða myllusteinn? Álver í Reyðarfirði er einfaldlega ekki sá bjarghringur sem sumir vilja vera láta. Það gæti þvert á móti orðið myllusteinn um háls heimamanna. Virkjana- og stóriðju- áformin á Norðaustur- landi eru mál málanna um þessar mundir. Greinaskrifum, ályktun- um og yfirlýsingum linnir ekki og æ fleiri geta nú talað af reynslu um svæðið sem fer und- ir vatn ef áformin ná fram að ganga. Enda er farið að fara svo um virkjanasinna þar aust- ur frá að þeir sáu sér ekki annað fært en að stofna samtök til fram- dráttar sínum málstað. Ef ftamlag þeirra til um- ræðunnar verður fram- vegis eitthvað í líkingu við það sem var á stofn- fúndinum er þó synd að segja aö þar með lyftist hún á hærra plan. Reiðir og rökþrota menn Þarna voru verndarsinnar ýmist skammaðir eða hæddir. Fjölmiðl- arnir voru sérstaklega teknir fyrir og einkum Ómari Ragnarssyni út- húðað á grófan hátt og krafist brott- rekstrar, gys gert að biskupi og hæðst að konum sem lesið hefðu ljóð á Austurvelli. Fundarmenn sögðu talað niður til Austfirðinga. Hvað mega þá vemdarsinnar segja? Nýkjörinn formaður samtak- anna klykkti út með ■því að „skynsamleg umræða um sambúð fólks og náttúru væri kaffærð af um- hverfisfasistum sem blómstruðu í ótak- markaðri athygli Qölmiðlanna" (Mbl. 31.8. sl.). Svona tala reiðir og rökþrota menn. Margt hefur verið sagt og skrifað um þetta mál og sjálf- sagt hefur eitthvað í öllu því flóði verið þannig fram sett að einhverjum hafi fundist talað niður til sín. En að stilla þessum skoðana- skiptum upp á þann veg að þama takist á sjónarmið umhverfisfasista að sunnan annars vegar og hins vegar þeirra sem vilja efla byggð á Austurlandi er bæði ósvífið og beinlínis rangt. Nær væri að tala um átök milli við- horfa gærdagsins og morgundags- ins. Stefna stórvirkj- ana og stóriðju hefur kostað okk- ur mikil náttúm- spjöll. Nú verður að staldra við og velta fyrir sér af- leiðingunum og umfram allt ekki varpa sér niður í skotgrafir byggða- stefnu og „umhverfisfasisma“. Titillinn til Norðmanna? Sívaxandi fjöldi fólks vill stöðva gegndarlausan ágang á dýrmæta náttúra landsins, vill hindra þá eyðileggingu sem aldrei verður aft- ur tekin ef virkjanaáform verða að veruleika. Þetta fólk er ekki and- vígt Austfirðingum né byggð á Austurlandi og það er ekki á móti uppbyggingu atvinnu þar. Þvílík fiarstæða að halda slíku fram. Ál- ver í Reyðarfirði er einfaldlega ekki sá bjarghringur sem sumir vilja vera láta. Það gæti þvert á móti orð- ið myllusteinn um háls heima- manna. í fyrsta lagi er óskiljanlegt að menn skuli áfram gæla við meng- andi stóriðju þegar horft er til al- þjóðlegra aðgerða til að draga úr slíkri mengun. í öðra lagi: Með þeirri gífurlegu röskun sem áform- uð er á hálendinu norðan Vatnajök- uls væri þjóðin að saga undan sér vænlegustu greinina sem hún nú situr á. Ósnortin víðemi lands okk- ar eru sá fiársjóður sem við eigum - ennþá - umfram aðra. Það er ein sterkasta röksemdin gegn Fljóts- dalsvirkjun eins og hún er fyrir- huguð. Með þeirri framkvæmd yrði gengið svo á þetta svæði að íslend- ingar gætu ekki lengur státað af stærsta ósnortna víðerni Vestur- Evrópu. Þá myndu Norðmenn end- urheimta þann titil úr höndum okk- ar. Heill afkomendanna Það er líka rangt sem margir hafa haldið fram í hita leiksins að þá fyrst hafi vemdarsinnar risið upp þegar virkja átti fyrir austan. Baráttan fyrir vemdun Þjórsárvera var löng og erfið, en hún fór ekki jafn hátt og sú barátta sem nú er háð vegna þess að náttúravemd átti erfitt uppdráttar á þeim tíma og formælendur fáa. Sem betur fer hafa viðhorfin gjörbreyst á síðustu árum. Og þau munu halda áfram að breytast nátt- úrunni í hag, enda er líf mannsins á þessari jörðu undir því komið að okkur takist að snúa af braut nátt- úruspjalla og ofnýtingar auðlinda og stefna í sjálfbæra þróun á öllum sviðum. Heill afkomenda okkar er í húfi. Kristín Halldórsdóttir Kjallarinn Kristín Halldórsdóttir fyrrverandi alþingiskona „Stefna stórvirkjana og stóriðju hefur kostað okkur mikil náttúru- spjöll. Nú verður að staldra viðog velta fyrir sér afleiðingunum og umfram allt ekki varpa sér niður í skotgrafír byggðastefnu og „um• hverfísfasisma Auknar ráðstöfunartekjur á landsbyggðinni Nokkrar umræður hafa orðið um þá hugmynd að beita mismun- andi skattstigum til þess að styrkja forsendur búsetu úti um landið. Hugmyndafræðin á bak við tillögur þessar er afar einfóld í rauninni. Hún gengur út frá því að með því að bæta lífskjör á landsbyggðinni verði búseta þar eftirsóknarverðari. Þetta er líka satt og rétt. Skattaleiðin í þessu sambandi kallar á ýmsar spumingar, þó fyr- irfram eigi ekki að slá hana af. Hitt er það að það eru líka til aðr- ar leiöir að sama marki, sem bæði eru þekktari, gagnsærri og ein- faldari. Þannig er líka miklu lík- legra að unnt sé að ná fram tiltölu- lega skjótum úrlausnum. Breyting á fasteignagjöldum Ríkisstjórnin hefur unnið í þess- um anda. Þannig hefur verið mót- uð sú stefna í stjómarsáttmálan- um að breyta fyrirkomulagi á álagningu og innheimtu fasteigna- gjalda. Eins og menn vita eru fast- eignagjöldin reiknuð sem hlutfall af útreiknuðu fasteignamati. Þar er ekki tekið tillit til þess hruns sem hefur orðið á markaðsverð- mæti eigna viða á landsbyggðinni. Þannig borgar fólk víða úti um landið fasteignagjöld, sem eru margfalt hæma hlutfall af raun- veralegu verð- mæti eignanna, en ef um væri að ræða eign á höf- uðborgarsvæð- inu. Ríkisstjórn- in hefur einsett sér að þetta breytist þannig að skatthlutfallið sé reiknað af raunverulegu markaðsvirði. Líklegt má telja að þetta gæti þýtt að lokum um 700-900 milljóna króna lækkun útgjalda fólks á landsbyggðinni. Víðtæk sátt I annan stað skipaði forsætis- ráðherra nefnd allra þingflokka, í tengslum við breytingu á kjör- dæmaskipan, sem undirritaður var formaður fyrir, til þess að gera tillögur í byggðamál- um. Megintillögur okkar lutu að því að lækka búsetukostnað og bæta þannig lífs- kjörin á landsbyggð- inni. í aðalatriðum var gert ráð fyrir því að þessar tillögur kæmust til fram- kvæmda í jöfnum áfóngum á næstu þremur árum. Um þessar tillögur skap- aðist víðtæk sátt allra hlutaðeigandi aðila og stuðningur ríkisstj ómarinnar við þær. Fjölþættar tillögur Þess er því að vænta að haldið verði áfram að framkvæma þær. Skemmst er að minnast þess að á yfirstandandi ári hefur verið unnið að vegafram- kvæmdum úti um landið fyrir hálfan milljarð. Þá er gert ráð fyr- ir að húshitunarkosntaður lækki verulega, eða um 600 til 700 millj- ónir króna á þessu tímabili. Enn fremur ganga tillögumar út á að setja helmingi meira fiármagn í jöfnun námskostnaðar en nú er gert. Þó hafa fiárveitingar til þessa mikilsverða verkefnis tvöfaldast á allra síðustu árum og era nú yfir 200 milljónir króna. Loks má nefna að gert er ráð fyrir að beitt sé íviln- andi ákvæðum varð- andi lánþega Lána- sjóðs ísl. námsmanna sem búa utan höfúð- borgarsvæðisins. Má áætla að slíkt gæti leitt til lækkunar af- borgana og vaxta fólks utan höfuborg- arsvæðisins um sem nemur um 100 millj- ónum króna. Auknar ráðstöfun- artekjur Af þessu má sjá, að í farvatninu era áform sem þýða vera- lega bætt lífskjör á landsbyggðinni. Þeg- ar allt er komið í kring má gera ráð fyrir að tillögur þessar auki ráðstöfunartekjur á landsbyggð- inni um allt að tvo milljarða og munar vissulega um. Þetta er afar þýðingarmikið og nær því mark- miði með tiltölulega einföldum hætti, sem menn hafa verið að setja sér með áformum um skatta- legar aðgerðir. Það er þess vegna afar brýnt að þessar tillögur gangi eftir, í samræmi við þá víðtæku sátt sem náðist í tillögum byggða- nefndar forsætisráðherra í byrjun þessa árs. Einar K. Guðfinnsson „Afþessu má sjá, að í farvatninu eru áform sem þýða verulega bætt lífskjör á landsbyggðinni. Þegar allt er komið í kring má gera ráð fyrir að tillögur þessar auki ráðstöfunartekjur á lands• byggðinni um allt að tvo milljarða og munar vissulega um.“ Kjallarinn Einar K. Guðfinnsson fyrsti þingmaður Vestfjarða Með og á móti Er raunhæft aö ætlast til þess að íslandi vinni Frakkland í lokaumferö riðlakeppni EM Islenska landsliðið í knattspyrnu á enn möguleika á að komast áfram í Evrópukeppninni í knattspyrnu. Til þess að svo verði þurfa þeir að leggja heimsmeistara Frakka að velli í París og stóla á að Úkraínumenn hafi betur gegn Rússum. Atli Eðvaldsson, þjálfari KR og U-21 árs landsllðslns. Öll pressan á Frökkum „Frakkar eru búnir að vera óánægðir með sitt gengi. Áhyggjuefnið hjá þeim er að þeir hafa verið að fá á sig mikið af mörkum og þeir sjá fram á það að ef við náum að skora á undan getur þetta orðið gíf- urlega erfitt. Þeir fara í leik- inn örugglega með hápressu en það hefur oft hentað íslenska liðinu ágætlega. Lið sem hafa verið að spila þannig gegn okkur hafa oft á tíðum opnað aftur- dymar. Ef íslenska liðið heldur út fyrsta hálftímann án þess að fá á sig mark þá á leikurinn eft- ir að þróast þannig að við eigum eftir að skapa okkur mikið af marktækifærum. Pressan er öll á franska liðinu. ísland hefur fengið lof fyrir sína frammistöðu í riðlinum hvarvetna en þessu er öfugt farið hjá Frökkum sem hafa valdið mörgum vonbrigðum. Það yrði punkur- inn yfir niðurlæginguna hjá Frökkum ef íslendingar mundu setja þetta strik í reikninginn í lokin. Við gerðum það í byrjun og af hverju ættum við ekki að geta gert það í lokin líka?“ Einfaldlega of stór biti „Ég tel það algjörlega óraun- hæft að litla ísland vinni heims- meistarana og það í París. Frakkar eru með toppleik- menn í hverri stöðu en stærsti mun- urinn á milli liðanna er Zinedine Zida- ne. Hann er að komast í sitt besta form og hann er sá leikmaður sem er vonlaust að stöðva þegar hann er kominn á skrið. Frakk- ar njóta heimavallarins og þeir gera sér greiti fyrfi mikilvægi leiksins þvi með sigri eru þeir öraggir með fyrsta eða annað sætið í riðlinum. Með þetta að leiðarljósi lít ég svo á að íslend- ingar eigi engan möguleika í þessum leik. Islenska liðið er búið að standa sig frábærlega í þessari keppni er þetta er ein- faldlega of stór biti. Frakkamir eru vanir mikilli pressu. Þeir kláruðu úrslitaleikinn á HM með stæl með þvi að vinna Bras- ilíumennina og þeir vita ná- kvæmlega hvað þeir þurfa að gera til að klára þetta dæmi. Með smáheppni hefðum við get- að verið í þeirri stöðu að nægja jafntefli gegn Frökkum til að komast áfram en að ætlast til að íslandi vinni er alveg út úr kort- inu. Hins vegar er stórsigur fyr- ir íslenskan fótbolta að vera í þessu sviðsljósi. Það verður örugglega uppselt í París og íslenska landsliðið á vonandi eftir að verða góð auglýsing eins það hefur í þessari keppni." -GH Hör&ur Magnússon, knattspyrnumaðui úr FH og fyrrum landsliðsmaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.