Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 32
> 44 MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1999 ^sonn Ummæli * Víxlarnir hurfu| „Þar til fyrir fáum árum var mest áberandi í lestrarsal Al- þingis rekki einn mikill þar sem rað- i að var víxileyði- blöðum frá öllum bönkum og banka- útibúum og öllum | stærri sparisjóð- f um. Þessir papp- írar voru alþing- ismönnum jafnmikilvæg stoðtæki við vinnu sína og bréfsefni.“ Sighvatur Björgvinsson alþing- ismaöur, í Degi. Fólk sem skilur gæsir betur en fólk „Rís nú upp fjöldi fólks, ungs og gamals, sem aldrei hefur I komið á Eyjabakkana fyrr. Fólk sem skilur gæsir betur en fólk. Fólk sem þarf aldrei að berjast fyrir atvinnu sinni - eða horfa á eignir sínar verða verðlausar vegna atvinnuþróunar. Og síð- ast ekki sist fólk sem þekkir betur til erlendra stórborga en síns eigin lands.“ Karólína Þorsteinsdóttir, hús- móðir á Seyðisfirði. Kennarar og launin þeirra „Það er eðlilegt að þeir kenn- arar sem hafa fengið útborguð laun, þótt þau séu einhverju hærri en þau lágmörk sem kjarasamningur | kveður á um, líti svo á að það hafi verið þau laun sem ætlunin hafi verið að greiða þeim fyrir vinnu þeirra." Guðmundur Gunnarsson, form. Rafiðnaðarsambands íslands, í Morgunblaðinu. I Ekki gildir sama um kennara og skólaliða „Ég skil ekki þá mismunun sem er í gangi, að ekki sé laga- | stoð fyrir því að láta kennara endurgreiða ofgreidd laun en draga svona fyrirvaralaust af okkur.“ Guðfinna Óskarsdóttir sem lát- in var endurgreiða ofgreidd laun, í DV. Túlkunin tóm della „Rannsóknarstarfsemi Haf- rannsóknastofnunar er til fyrir- myndar og gögn hennar eru vel not- hæf. Þegar kemur að þvi að túlka rannsóknargögn- in er eins og allt fari í tóma dellu. Reynslu er hent | til hliðar en vafasamt reiknilíkan notað til að túlka rannsóknargögn." Kristinn Pétursson fram- kvæmdastjóri, í DV. GönguleiðiE við Hengi ingvalla ÞING VALLAVATN DV, Suðurnesjum; Guðmundur Emilsson menningarfulltrúi: Það lágu allar götur til Grindavíkur um náttúruríki Reykjaness." Guðmundur segir áhugamálin vera tónlist, bókmenntir og aðrar fagrar listir. „Guðbergur Bergsson er að sjálf- sögðu efstur á blaði hjá mér. Svo les ég ýmislegt annað. Nýlega rakst ég til _________ dæmis á skrá yfir kelt- nesk örnefni og mannanöfn á íslandi og las hana frá upphafi til enda eins og riddarasögu. Nú les ég af áfergju sögu Grindavík- ur og kemst að því að hún var um aldaraðir Feneyjaþorp norðursins. Það lágu bókstaflega allar götm- íslands til Grindavíkur. Menn stefndu þangað hvaðanæva af landinu, á vetrarvertíðir ár hvert og alþjóðlegar siglingaleiðir voru þar um líka.“ Guðmundur ekur nú Reykjanes- brautina frá Reykjavik í vinnuna og segist njóta þess. „Ég fer yfir starfs- sviðið í huganum. Tek niður glósur á diktafóninn eða hlusta á upptökur sem ég hef verið að gera með hljómsveit- inni minni og ritskoða þær.“ Eiginkona Guðmundar er Valgerður Jónsdóttir músíkþerapisti sem rekur Tónstofu Valgerðar og eiga þau tvö börn. „Við eigum Álfheiði Erlu sem er sex ára og upprennandi söngkona. Hún hóf söngnám þriggja ára að eigin ósk og nú skilst mér að hún ætli að bæta fiðluleiknum við. Jón Emil er 14 ára og hann er bæði íþrótta- og tölvumaður og leikur á gítar. Loks er það „drottn- ingin" á heimilinu, kötturinn Hríma. Fyrir mikla náð og miskunn fæ ég að vera dyravörður hennar á morgnana. Við vöknum saman um og eftir klukk- an fimm. Þá bauka ég eitthvað við skrifborðið og stúdera raddskárnar sem ég er að stjórna." -AG „Það er heillandi að hafa alla þessa þræði á hendi og eiga að tvinna þá sama,“ segir dr. Guðmundur Emilsson, nýráðinn menningarfulltrúi í Grinda- vík en hann hefur að auki með hönd- um tónlistarskólastjórn og stjórn kirkjutónlistar í Grindavík. „Yfirgripsmikið starf menningar- fulltrúa felst í því að samhæfa þau öfl sem koma að menningarmálum og hvetja þau til að takast á við ný og ögrandi verkefni - bæði i bænum sjálf- um og handan fjalls við Bláa lónið. Tugþúsundir ferðamanna eiga leið um þessa fjölsóttustu ferðamannasveit þjóðarinnar. Við viljum taka vel á móti þeim, kynna þeim menningu okkar og sögu. Til að koma því í kring þarf menningarfulltrúi og aðr- ir starfsmenn Grindavíkur- bæjar að eiga mikil og góð samskipti við fólkið sem býr hér og það sín í milli. Allt á þetta að auka metn- að með mönnum og starfsgleði. Ég tel það lýsa óvenjulegri fram- sækni bæjar- 'stjóra og bæjar- stjórnar Grindavíkur að veröa með fýrstu sveitarfélögum til að ráða sér- stakan menningarfulltrúa og það list- menntaðan einstakling sem hefur í störfum sínum lagt aðaláherslu á inn- lendar nýsmíðar." Guðmundur lauk ____________________ óperu- og hljómsveit- Maður dagsins arstjóm frá Tónlistar- ---------------------------- háskólanum í Bloomington í Indiána 1994 og var meðal annars stjómandi ís- lensku hljómsveitarinnar um ellefu ára skeið. Auk þess hefur hann frá 1980 starfað við hljómsveitarstjórn víða um heim og gerir enn. Hann er listrænn stjórnandi Baltnesku Fíl- harmóniunnar í Riga. Síðastliðin átta ár var hann tónlistarstjóri Ríkisút- varpsins. „Ég hef eiginlega búið í ferðatöskum síðan haustið 1973, ýmist vegna náms og starfa eða vegna framhaldsnáms og er sannast sagna bú- inn að fá mig fullsaddan af flugvél- um og flugvallar- mannþröng. Það er einstök tilfinning að aka Reykjanes- brautina þessa dagana og vera ekki á leiðinni eitthvað langt út í busk- ann, held- ur Nýliðastarf Flugbjörg- unarsveitarinnar Nýliðastarf Flugbjörgun- arsveitarinnar í Reykjavík hefst með kynningarkvöldi í kvöld kl. 20 í húsi Flugbjörg- unarsveitarinnar við Flug- vallarveg. Nýliðaþjálfun Flugbjörgunarsveitarinnar er margþætt og skemmtileg þjálfun sem reynir á styrk og samvinnu. Þar gefst fólki tækifæri til að kynnast fjallamennsku, ' klifri, skíða- ferðum um há- lendið, fafl- hlífarstökki, hellaskoðun, skyndihjálp og svo ótalmörgu öðru. Allir áhugasamir sem náð hafa 16 ára aldri, bæði strákar og -( stelpur, eru eindregið hvatt- ir til að mæta á kynningar- kvöldið. Sýnikennsla í haust- skreytingum I kvöld standa Garðyrkju- skóli ríkisins á Reykjum í Ölfusi og Félag blómaversl- ana fyrir sýnikennslu í haustskreytingum fyrir blómaskreytingarfólk í hús- næði Ferðafélags íslands, Mörkinni frá kl. 20.30-23.00. Kenn- arar og nemendur blómaskreytingarbrautar Garðyrkjuskólans í Sohus í Danmörku sýna listir sínar við að útbúa hinar ýmsu gerðir af blómaskreytingum. Samkomur 6 Myndgátan Frekjudós Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. Magnús Eiríksson og KK skemmta Grímseyingum í kvöld. Maggi og KK í Grímsey Félagamir Magnús Eiríksson og KK, Kristján Kristjánsson, eru á tónleikaferð um landið undir yf- irskriftinni Óbyggðfrnar kalla. í kvöld skemmta þeir Grimseying- um en koma síðan í bæinn og leyfa höfuðborgarbúum að heyra í sér á fimmtudagskvöld. Maggi Ei- ríks og KK eru meðal bestu og vinsælustu tónlistarmanna í létt- ari geiranum og eiga að baki marga viðburði sem fest hafa í minningunni. ” ----- Magnús hefur Tónleikar allt fra þvi____________ snemma á áttunda áratugnum verið meðal bestu lagahöfunda landsins, auk þess sem hann hef- ur leikið í hljómsveitum eigin lög og annarra. Þá hefur hann löng- um verið iðinn við blúsinn. KK, sem kom fram seinna, er einnig mikill blúsmaður. Hann kom eins og stormsveipur inn í íslenskt tón- listarlíf á níunda áratugnum, þá margsjóaður eftir veru sína í Sví- þjóð og fleiri löndum. Árið 1996 gáfu þeir KK og Magnús út plöt- una Ómissandi fólk sem sló eftir- minnilega í gegn. Bridge Danska unglingalandsliðið tapaði 13-17 gep sveit Brasilíu í riðlakeppni HM á dögunum. Þeir töpuðu illilega á þessu spili þar sem sveiflan gat vel fallið til þeirra. Danimir Mik Kristen- sen og Mikkel Nöhr sögðu þannig á hendur n-s í opna salnum, austur gjaf- ari og n-s á hættu: * ÁG10 * K87543 ■f D32 * D ♦ D9543 V - ♦ 975 ♦ G8642 f K72 Á * ÁKG106 * ÁK53 Austur Suður Vestur Norður pass 2 ♦ pass 2 ♦ pass 3 * pass 4 ♦ pass 4 pass 4 grönd pass 5 •* pass 6 * pass 7 ♦ p/h Tveggja tígla opnun Miks var multi sagnvenja sem gat innihaldið bæði veika eða sterka hönd. Tveir spaðar lýsti jákvæðr-i hendi með hjarta og þrjú lauf sýndu gamekröfuhönd með minnst 5-4 í láglitunum. Fjórir tíglar var slemmuáskorun með tígulstuðning og fjögur hjörtu Trelde-ásaspurning. Fjögur grönd sýndi einn ás af fimm og kontról í hjarta. Sex lauf lofuðu trompdrotttningu og Danir náðu þarna fyrirtaks alslemmu. Útspil vesturs var tígulfimma. Mik tók tvo slagi á tigul, spilaði laufi á drottningu og síðan hjarta á ás með það fyrir augum að trompa lauf í blindum á tíguldrottningu. En 6-0 legan í hjarta setti strik í reikning- inn og vestur gat trompað. Þrátt fyr- ir að líkurnar á 6-0 legu séu aðeins 6,78%, þá gat Mik spilað betur. Hann átti að taka útspilið heima á ás, spila laufi á drottningu, heim á tromp, trompa lauf með tíguldrottn- ingu og spila sig heim á spaðakóng. Þá tapast spilið aðeins ef spaðinn liggur 7-0 en fyrir því eru aðeins 0,52% likur. Á hinu borðinu var Daninn í austur doblaður 800 niður í tveimur hjörtum og tapið því 14 impar. Ef Mik hefði staðið 7 tígla, hefði gróðinn verið 16 impar. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.