Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 18
18 Fréttir MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1999 Persónuleg, alhliöa útfararþjónusta. Sverrir Olsen Sverrir Einarsson útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suíurhliö35 • Sími 581 3300 allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is Bíó hf. ætlar aö reisa glæsihús til að þroska unglinga: Losna við foreldrana í Húsdýragarðinum - segir í greinargerð með umsókn um lóð í Laugardal Sólgleraugu á húsið - bílinn Ekki bara glæsileikinn, einnig vellíðan, en aðalatriðið er öryggið! Lituð filma innan á gler tekur ca 2/3 af hita, 1 /3 af glæru og nær alla upplitun. Við óhapp situr gíerið í filmunni og því er minni hætta á að fólk skerist. Ásetning meðhita - fagmenn Dalbrekku 22, Kóp. S. 544 5770 „Auðvitað er ósanngjamt að ætl- ast til að unglingurinn láti t.d. sjá sig langdvölum með foreldrum sín- um og yngri systkinum í Húsadýra- garðinum eða Grasagarðinum,“ seg- ir m.a. í greinargerð með umsókn Biós hf. um lóð í Laugardal fyrir 5.800 fermetra tómstundahús sem sérstaklega er ætlað að koma til móts við þarfir unglinga. Yflr átta af hverjum 10 íbúum í Reykjavík eru andsnúnir aö byggt verði á svæðinu austast í Laugardal þar sem tómstundahúsinu er hugs- aður staður, rétt vestan við fyrir- hugaða byggingu Landssímans, ef marka má nýja skoðankönnun Gallups. Könnunin er byggð á svör- um 305 höfúðborgarbúa en Gallup hafði leitað til 474 manna. Þá hafa 30 þúsund manns skrifað undir mót- mæli vegna byggingaráforma félag- anna tveggja. Samfelld ánægja í tómstundahúsinu á að vera kvikmyndahús með átta sölum sem samtals taka 2.400 gesti í sæti, keilu- salur, billjardsalur, leikjascdir, • Anddyri veröur hátt og bjart, þar sem lögö veröur áhersla á samspil Ijóss og útsýnis. • Unniö veröur meö húsiö T marg- breytilegum formum, þannig aö það verður eins og „myndverk“ í laginu. Hugmynd að nýju Tómstundahúsi Taktu sumarmyndirnar þínar á Kodak filmu og sendu okkur besui myndina strax. Þú getur lagt myndirnar inn í keppnina hjá Kodak Express um land allt eða sent þær beint til DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík, merktar “SUMARMYNDAKEPPNI”. Keppt verður i tveimur flokkum: A) 16 ára og yngri, B) Allir aldurshópar. KODAK filma og námtkeið í Ijósmyndun CANON IXUSAF I vinning fyrir bestu innsendu sumarmynd máraðarins úr báðum fiokkum I júli og ágúsL Verðmacti 9.900.- B) Allir aldurshópar: A) 16 ára og yngri i. verðlaun 1. verðlaun Áukaverðlaun 2. verðlaun verslun með tónlist, myndbönd, tölvnleiki og bækur, aðstaða til leik- sýninga, tónlistarflutnings og um- ræðufimda unglinga og kennslu- og fyrirlestrarsalur. Tómstundahúsinu er ætlað að bæta við þá fjölbreyttu afþreyingu sem þegar býðst á Laugardalssvæð- inu og á að hluta til að vera niður- grafið og opnast á móti dalnum og fjölskyldugarðinum. Bent er á að lítt er hægt að treysta á veður en að myndarleg aðstaða innanhúss muni „gera fiölskyldunni kleift að skipu- leggja samfelldan ánægjutima i Laugardalnum." Þá er bent á að út- lend fordæmi séu um slík hús og þau sögð þykja henta vel. Bíó hf. telur að lítill skilningur ríki á unglingsárunum og er tóm- stundáhúsinu m.a. ætlað að vera vettvangur fyrir unglingana til að skilgreina sig sjálfa og ræða þjóðfé- lagsmál, siðgæðisviðhorf, trúmál og efasemdir. „Hcmn (unglingurinn) þarf að skemmta sér og vera með öðrum unglingum, þar sem hvorki er litið á hann sem bam né fullorð- inn og hann virtur sem einstakling- ur,“ segir í greinagerðinni sem A1 Arkitektar unnu. Lóðaumsókn Bíós er nú til með- ferðar í borgarkerfinu og varla er að vænta svars við henni fyrr en síðla árs. -GAR Vinabæjarfulltrúar á Blönduósi. DV-mynd S.Kr. Vinabæjarmót á Blönduósi: Allir settir á hestbak „Þetta voru ákaflega skemmtileg- ir dagar og ég held aö fólkið hafi notið þess mjög vel að heimsækja okkur. Vitaskuld voru þau sett á hestbak og það kunnu þau vel að meta. Við sýndum þeim hitaveifima og fleiri fyrirtæki í bænum og skruppum síðan í heimsókn fram í Blöndustöð. Þar nutum við fráhærr- ar gestrisni i skoðunarferð um stöð- ina,“ segir Skúli Þórðarson, bæjar- sfióri á Blönduósi, en vinabæjarmót var haldið á Blönduósi 29. ágúst til 1. september sl. Að sögn Skúla hittast forsvars- menn vinahæjanna annað hvert ár en vinabæir Blönduóss eru Nokia í Finnlandi, Karlstad í Svíþjóð, Moss í Noregi og Horsens í Danmörku. Að þessu sinni kom tíu manna hóp- ur frá þessum vinabæjum. „Það má segja að við séum að skiptast á upp- lýsingum en kynnin sem fást út úr þessu samstarfi eru mjög dýrmæt," segir Skúli. Meðal annars eru kost- ir vinabæjarsamstarfs að það veitir félagasamtökum og ýmsum starfs- hópum, s.s á Blönduósi, möguleika á samskiptum við kollega sína á Norðurlöndunum og eiga þau sam- skipti örugglega eftir að aukast. -ÞÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.