Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 36
J*Viiiiiingstölur laugardagbui: 11.09. 18111 /17X21 % Jókertölur vikunnar: Vinningar Fjöidi vinninga Vinnings- upphœð 1. 5af 5 0 12.904.030 2. 4af 5*<&1 2 415.130 3. 4 af 5 163 8.780 4. 3 af 5 5.593 590 n i ii 9 0 0 2 3 m FRETTASKOTIÐ SIMINN sem aldrei sefur Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnieyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1999 Grindavíkurvegur: Tveir teknir fyrir ofsaakstur Aðfaranótt sunnudagsins tók lög- reglan i Grindavik tvo ökumenn fyrir ofsaakstur á Grindavíkurvegi. Annar mkumaðurinn mældist á 118 km hraða á klukkustund en hinn var á 122 km hraða. Báðir voru sektaðir en ölvun kom hvergi við sögu. -HG Neyðarkall frá Austur-Tímor *kaö vakti athygli hafnsækinna Reykvíkinga í gær þegar þeir sáu portúgalskan togara leggja að Grandabryggju. Á brú skipsins hafði verið strengdur dúkur og á hann málað SOS TIMOR. Skipverjar segjast vilja koma boðum á fram- færi og lýsa yfir stuðningi sínum við hrjáða íbúa landsins sem eitt sinn var nýlenda Portúgala. DV-mynd S Ómar Ragnarsson: Málið út í hött „Mér finnst þetta mál út í hött, sannast sagna, og hef því ekkert um það að segja. Mín viðbrögð við þess- ari gagnrýni eru því engin,“ sagði Ómar Ragnars- son, fréttamaður Sjónvarps, við DV í gær. Hann hefur fengið óvægilega gagn- rýni frá Aust- firðingmn sem sögðu á fundi Ragnarsson. sínum í síðustu viku að fjölmiðlar hefðu verið mjög á móti Austfirðingum, einkum rík- isfjölmiðlar, en Ríkissjónvarpið verst og full ástæða til að segja upp yfirmönnum þar. Ómar Ragnarsson hefði átt að reka fyrir löngu. Þessar ásakanir verða ræddar á fundi ^Stvarpsráðs á morgun. -JBP Vopnum stolið af bæ við Akranes Brotist var inn hjá Sigurði Brynj- ólfssyni, bónda í Gerði í Innri-Akra- neshreppi, fyrir nokkrum dögum. Hann var þá nýlátinn en hann hafði búið einn á búi sínu. Saknað er tveggja haglabyssna, 22 kalíbera riffils og tveggja kinda- byssna. Bóndinn dó í lok ágúst og hafði ekki verið jarðaður þegar brotist var inn. Telja menn að innbrotsþjóf- urinn hafi vitað af andláti bóndans og trúlega vitað um vopnin og ásælst þau. Lögreglan í Borgamesi rannsakar innbrotið. -JBP Réttað var í Reykjaréttum á Skeiðum um helgina og ríkti hin besta réttarstemning. Þessar stelpur létu sitt ekki eftir liggja þegar dregið var í dilka og virtust hafa gaman af. DV-mynd NH Rannsókn á kvótasvindli: Fiskflok fram hja vigt að næturlagi „Eg veit um tvær kærur vegna svindls af þessu tagi og þau mál eru bæði í rann- sókn hjá yfirvöldum á Suð- urnesjum," sagði Þórður Ás- geirsson fiskistofustjóri um meint kvótasvindl sjómanna sem stunda þann leik að flaka afla á hafi úti, fela um borð og smygla síðan í land og um borð í sendibíla í skjóli myrkurs. Er það gert eftir að einhver málamynda- afli hefur verið vigtaður upp úr bát- unum. „Hvar þeir selja þennan fisk veit ég ekki en það virðast alltaf vera einhverjir sem eru til í að kaupa þetta,“ sagði Þórður. „Þessi mál hafa verið í rannsókn hjá okkur en eru komin í geymslu því það er nóg af alvarlegri málum til meðferðar hér,“ sagði John Hill, rannsóknarlögreglumaður í Reykja- nesbæ, en játti því aðspurður að grunur léki á og altalað væri að Þórður Ásgeirsson fiskistofustjóri. svindl sem þetta væri al- gengt og stundað um land allt. Líklegast er talið að sjó- menn sem þannig smygla ferskum fiskflökum fram hjá vigt og landa að nætur- lagi upp í sendibíla selji feng sinn í fiskbúðir, í veit- ingahús eða beint i útflutn- ing með flugi. Rannsóknin á því eftir að teygja sig víða þegar hún loks hefst að nýju því fiskbúðirnar eru margar, svo og veitingahúsin og útflutningsaðilarn- ir. „Ég get ekki slegið hendinni á móti ferskum fiskflökum og ég spyr einskis ef verðið er gott,“ sagði fisk- sali í Reykjavík sem af skiljanlegum ástæðum vildi ekki láta nafhs síns getið og í svipaðan streng tóku veit- ingamenn er DV ræddi við. -EIR Ung stúlka: Fann 44 ára flösku- skeyti Flöskuskeyti sem fannst fyrir hálfu öðru ári hefur orðið til þess að ungri stúlku hefur verið boðið í heimsókn til belgíska sjóhersins í næsta mánuði. Forsaga málsins er að fyrir rúm- um 44 árum fleygði dáti einn í belgíska sjóhernum flöskuskeyti í hafið með ástarbréfi til konu. Þetta flöskuskeyti hafnaði loks á íslands- ströndum og fann ung stúlka á bæn- um Klauf í Vestur-Landeyjum það fyrir hálfu öðru ári. Sigurbára Rún- arsdóttir heitir hún, 19 ára gömul. Hún var, eins og oft áður, í fjörunni við bæinn, líka þegar draslið úr Víkartindi rak þar upp. „Við sáum þessa flösku sem var með skrúfuðum tappa og mikið af teipi yfir honum. Það tók langan tíma að komast í flöskuna en þar voru skilaboð á óskiljanlegu máli. Mamma mín fór með skeytið til sýslumannsins og núna er málið komið í þennan farveg," sagði Sig- urbára í gær. Hún segir að fram undan sé blaðamannafundur þar sem hún og bréfritarinn koma fram og svara spurningum blaðamanna. Þetta verður fyrsta utanlandsferð Sigurbáru og hún segist hlakka til. Boðið hljóðaði upp á tvo og með Sigurbáru í for verður Hjalti Guð- mundsson úr Reykjavík. -JBP Fjöldi fólks í hassvímu „Það er greinilegt að sölumennimir eru orðnir ansi stórtækir úti á landi og kaupendumir færast neðar og neðar í aldri. Þaö var fjöldi fólks í hassvímu á réttaballinu í Víðigerði, hassreykinn lagði um allan salinn,“ sagði Gunnar Bender, æskulýðsfulltrúi á Blönduósi, í samtali við DV í gærkvöld. „Ég ræddi við rútubílstjóra sem hefur ekið fólki á mörg bö!l héma og hann var sömu skoðunar. Ástandið var mjög slæmt. Það er rosalegt ef þarf að leita á hvetj- um einasta manni sem fer inn á ballið. Lögreglan er ekki með mannskap til þess,“ sagði Gunnar. Á Blönduósi hafa ólögleg efni verið þónokkuð i umræðunni að undanfómu. Lögregl- an hefúr haft ákveðna menn grunaða en enginn verið handtekinn enn sem komið er. -HG Veðrið á morgun: Rigning sunnan- og vestanlands Suðaustanátt, 13-18 m/s, og rigning sunnan- og vestanlands en hægari og skýjaö með köflum norðaustan til. Hiti verður 6 til 10 stig. Veðrið í dag er á bls. 45 MERKILEGA MERKIVELIN brother pt-2ioe nv Véi Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport xyggigummi fæst I apótekinu í Leifsstöð ÚTI BÚ pj APÓTEK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.