Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999 Utlönd Stuttar fréttir ðv Benjamin Net- anyahu trúir að réttlætið sigri Benjcimin Netanyahu, fyrrum forsætisráðherra ísraels, sem liggur undir grun um að hafa lát- ið hið opinbera greiða fyrir fram- kvæmdir á heimili sínu, sagði í gær að réttlætið myndi sigra. í yfirheyrslum hjá löggunni þvertók hann fyrir að hafa gert neitt rangt og hvatti til að ríkis- endurskoðandi rannsakaði málið. Málið snýst um sjö milljóna króna reikning sem verktaki kom með á skrifstofu forsætisráðherra fyrir vinnu hjá Netanyahu. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Hverfisgata 72, 1. hæð í timburhúsi, Reykjavík, þingl. eig. Lilja Dóra Kol- beinsdóttir, gerðarbeiðandi Sparisjóður Hafnarijarðar, þriðjudaginn 21. septem- ber 1999, kl. 14.00._______ Njálsgata 15a, 2ja herbergja íbúð í kjall- ara m.m. og hluti í bflskúr, Reykjavík, þingl. eig. Ráð-lag ehf., gerðarbeiðandi Samvinnusjóður íslands hf., þriðjudaginn 21. september 1999, kl. 15.00. Seilugrandi 4, íbúð merkt 0301, Reykja- vík, þingl. eig. Ragnheiður J. Sverrisdótt- ir, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður og Seilugrandi 4, húsfélag, þriðjudaginn 21. september 1999, kl. 13.30. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Skólatröð 11, þingl. eig. Magnús Alfons- son og Hauður Kristinsdóttir, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður ríkisins og Sam- einaði lífeyrissjóðurinn, þriðjudaginn 21. september 1999, kl. 15.45. SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI Neyðarfundur í Moskvu í morgun Efri deild rússneska þingsins sett- ist á neyðarfund í morgun vegna ástandsins í norðurhluta Kákasus- svæðisins og sprengjuárásanna í Moskvu og Volgodonsk að undan- förnu sem kostað hafa um 300 manns lífið. Vladimir Pútín forsæt- isráðherra, Vladimir Rushailo inn- anríkisráðherra og Igor Sergejev vamarmálaráðherra sátu neyðar- fundinn sem haldinn var fyrir lukt- um dyrum. Stjórnvöld hafa sætt aukinni gagnrýni almennings fyrir að geta ekki komið í veg fyrir sprengjuárás- imar sem uppreisnarmenn Tsjetsjena em sagðir bera ábyrgð á. NTV-sjónvarpsstöðin greindi frá því í morgun að tveir Rússar af tsjetsjenskum uppruna hefðu verið handteknir vegna gmns um aðild að tveimur sprengjuárásum í Moskvu. Sprengjuleifar höfðu fundist á hönd- um annars mannsins og sprengju- efni í íbúð hans. Sýndi sjónvarps- stöðin mennina í lögreglufylgd. Jeltsín Rússlandsforseti sætir vaxandi gagnrýni vegna sprengjuárásanna. Sjónvarpsstöðin greindi einnig frá því að sprenging hefði orðið í fjölbýlishúsi í St. Pétursborg rétt fyrir miðnætti í nótt. Að minnsta kosti tveir hefðu látist í sprenging- unni og fjórir særst. Að sögn frétta- stofunnar Itar-Tass trúir lögreglan því ekki að um gasleka hafi verið að ræða eins og fyrst var talið. Lög- reglan sagði að sprengja hefði spmngið við íbúðardyr á sjöundu hæð fjölbýlishússins. Ekki er þó talið víst að þessi árás tengist sprengjuárásunum í Moskvu og Volgodonsk. Rússar hafa nýlega stöðvað nýja sókn uppreisnarmanna frá Tsjetsjeníu inn í Dagestan. Upp- reisnarmenn em hins vegar sagðir vera að safna liði á ný við landa- mæri Dagestans. Rússnesk yfirvöld hafa sakað stríðsherrana um sprengjuárásirnar en þeir vísa ásökununum á bug. Lögreglan í Moskvu kvaðst í gær hafa fundið 3,5 tonn af sprengjuefni og nokkrar tímasprengjur við leit að undanfömu. LJ1 x. L/U l^ L rERNANDOJ Dacosta A Ari'i FM ClRURGIA E i.ÁS’I K’A Auglýsingaskilti þetta hefur vakið miklar deilur um siðareglur lækna í Brasilíu. Lýtalæknirinn Luiz Fernando DaCosta augiýsiir þar þjónustu sína undir slagorðinu „list lýtalækninganna". Skiltið er nærri helstu akstursleiðinni að einu auðugasta hverfi Rio de Janeiro. Mikil samkeppni er meðal iýtalækna í Brasilíu og því eru góð ráð dýr. Gæsluliðar SÞ til Austur-Tímor á sunnudag Fyrstu mennimir úr alþjóðlegu friðargæsluliði sem ætlað er að koma aftur á lögum og reglu á Austur-Tímor koma þangað á sunnudag. Að sögn Dougs Ridings, flug- marskálks í Ástraliu, verða frið- argæsluliðar að eiga samvinnu við indónesíska herinn ef þeir eiga að geta sinnt störfum sínum. Indónesíski herinn vann hins vegar náið með vígasveitum sam- bandssinna sem gengu berserks- gang á Austur-Tímor, drápu allt og brenndu, þegar ljóst var að íbúamir höfnuðu áframhaldandi sambandi við Indónesíu. Þúsund- ir manna féllu í vargöldinni. Allt var með kyrrum kjöram í Dili, höfuðborg Austur-Tímor, í morgun. Þó mátti heyra stöku byssuhvelli úr hæðunum sunnan við borgina sem er nánast rústir einar eftir ofbeldisölduna þar. Díoxín í dýrafóðri Prófanir í Frakklandi hafa sýnt að krabbameinsvaldandi dioxín sé yfir ásættanlegum mörkum í sumu dýrafóðri og matvælum til manneldis. Vörarnar menguðust við það að þýsku steinefni var bætt út í þær. Schröder vill niðurskurð Gerhard Schröder Þýska- landskanslari lagði fram tillögur um sársauka- fullan niður- skurð á fjárlög- um í gær. Hann sagði þingheimi að kjósendur, sem hafa snúið baki við flokki hans svo millj- ónum skiptir að undanfömu, myndu átta sig áður en yfir lyki og styðja tillögur hans. Stærsta málið Yfirmaður alþjóðalögreglunnar Interpol sagði í gær að rússneska peningaþvættismálið sem tengist banka í New York væri stærsta mál sinnar tegundar sem stofnunin hefði fengist við. Vár ekki brandari Unglingamir í baptistakirkjunni í Fort Worth í Texas, þar sem sjö voru drepnir i fyrradag, töldu í fyrstu að skothvellirnir væra bara einhver prakkaraskapur eða brand- ari og forðuðu sér því ekki. Svo var þó ekki. Morðinginn var sagður einfari sem átti bágt. Alnæmisvandi Afríku Meirihluti sextán þúsund nýrra tilfella af HlV-smiti á degi hveijum kemur upp í Afríku sunnan Sa- hara. Ellefu milljónir Afríkubúa hafa látist úr alnæmi. Trúir á friðarsamning Mary McAleese, forseti Irlands, sagðist í gær enn hafa fulla trú á friðarsamkomu- laginu sem gert var á Norður-ír- landi fyrr á ár- inu. Hún sagði að alltaf mætti bú- ast við bak-slagi þegar verið væri að vinna bug á hatrinu milli kaþólikka og mótmælenda og koma á gagnkvæmu trausti í staðinn. Fellibyiur í Hong Kong Að minnsta kosti einn lét lífiö og fimm hundruð slösuðust er fellibyl- urinn York gekk yfir Hong Kong í gær. Var þetta versta óveður á svæðinu í 16 ár. Dæmd í fangelsi í Burma Bresk kona var í gær dæmd i 7 ára fangelsi í Burma fyrir að hafa mótmælt mannréttindabrotum í landinu fyrr í þessum mánuði. Fjöldamorð í Kosovo Sérfræðingar bandarisku alríkis- lögreglunnar, FBI, kváðust í gær i kjölfar rannsóknar reiðubúnir að styðja frásagnir íbúa Kosovo um fjöldamorð. Undirbúa fall Habibies Helstu stjórnmálaflokkar í Indónesíu búa sig nú undir að taka við völdum vegna óöruggr- ar stöðu Habibies for- seta. Staða for- setans hefur orðið óviss vegna blóðbaðs- ins á Austur- Tímor og vegna þess að hann varð að láta undan þrýstingi þjóða heims um að hleypa erlendu friðar- gæsluliði til eyjarinnar. Rithöfundur látinn laus Tyrknesk yfirvöld hafa látið rit- höfundinn Ismail Besikci lausan úr fangelsi. Besikci, sem setið hefur samtals 18 ár í fangelsi, hefur stutt kröfur Kúrda í ræðu og riti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.