Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999
Spurningin
Myndirðu hætta við ferð
til New York vegna
moskítófaraldursins?
Magnús Jónasson: Já, þaö held ég.
Hallur Ásgeirsson fótboltakappi:
Já, það myndi ég gera.
Sverrir Örn Hlöðversson nemi:
Kæmi ekki til greina, og þó á breið-
ari grundvelli.
Stefán Haukur Viðarsson nemi:
Nei, aldrei.
Margrét Ólafsdóttir leikari: Já,
það myndi ég gera.
Sóley Jónsdóttir: Nei, það myndi
ég ekki gera.
Lesendur
Lögmaðurinn
lítilláti
- sem ber fyrir sig bankastarfsmenn
Árni Einarsson skrifar:
Lögmaðurinn Sigurður G. Guð-
jónsson hefur verið mikið í frétt-
um undanfarið vegna umræðunn-
ar um eignarhaldsaðild manna að
Fjárfestingarbanka atvinnulífs-
ins. Hefur lögmaðurinn farið mik-
inn og ásakað menn í bankastjóm
og bankaráði Landsbankans fyrir
að útiloka fyrirtækið íslenska út-
varpsfélagið frá því að fá lánafyr-
irgreiðslu í bankanum. Ásakanir
hafa gengið á víxl í þessu máli og
fjölmiðlar sumir aukið á og hert á
málflutningi lögmannsins með
því að taka undir með honum.
Það sem eftirtektarveröast er í
málflutningi lögmanns þessa er
að hann telur sér fært að skír-
skota til starfsmanna í Lands-
bankanum og segir þá hafa sagt
sér allt af létta um hvemig staðið
var að því að útiloka fyrirtækið
Islenska útvarpsfélagið frá lán-
töku í bankanum. Ég undrast að
bankastarfsmenn skuli láta sér
lynda að sitja undir svo alvarlegum
ásökunum.
Satt að segja er mörgum farið að
blöskra hvemig áburður lögmanns
ráðherra, viðskiptaráðherra og
svo á aðra þá sem tengjast stjóm-
unarstörfum ríkisbankanna, svo
sem formanni bankaráðs í Lands-
bankanum og jafnvel er sótt að
bankastjóra Islandsbanka fyrir
meinta andstöðu hans gagnvart
íslenska útvarpsfélaginu. Hafa
menn þessir varla vömum við
komið vegna aðgangshörku fjöl-
miðla við að reyna að bendla þá
við mistök og óráðvendni. - Hefur
nú fyrrv. formaður bankaráðs í
Landsbankanum mótmælt og sagt
áburð lögmannsins visvitandi
ósannindi og höfðað meiðyrðamál
gegn lögmanninum.
Það stendur upp á starfsmenn
Landsbankans eða stéttarfélag
þeirra að eyða þeim gmn sem
þeir liggja undir, að hafa greint
frá innri málefnum bankans i við-
skiptum viö utanaðkomandi að-
ila. Ef svo er komið að menn geta
bent á bankastarfsmenn til að
greina frá hvemig málin ganga
fyrir sig vegna einstakra viðskipta-
vina bankanna,þá er úti um þann
trúnað sem fólk ætlast til að ríki í
bankaviöskiptum.
Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson hef-
ur skírskotað til starfsmanna í Landsbank-
anum sem vitni í viðskiptum á lánamark-
aðnum.
þessa er tekinn góður og gildur hjá
þessum fáu fjölmiðlum sem eftir em
i landinu. Gegndarlausum árásum
hefur verið haldið uppi á forsætis-
Maður er nefndur:
Lítilfjörlegt og leiðinlegt
sjónvarpsefni
Óskar Sigurðsson skrifar:
Sjónvarpsþættirnir Maður er
nefndur em að mínu mati einhverj-
ir þeir lítilijölegustu og leiðinleg-
ustu þættir sem þessi ríkisfjölmiðill
hefur boðið upp á og er þá langt til
jafnað. Ekki bara það að svona
þættir era einfaldlega ekki sjón-
varpsefni heldur hitt að þarna eru
oft dregnir fram einstaklingar sem
hafa ekki haft lifibrauð annars stað-
ar en á ríkisjötunni í einhverju
formi alla sína tíð, ýmist að aðal-
starfi eða til viðbótar, t.d. með
nefndarstörfum eða styrkjum.
Tveir nýliðnir þættir, annars veg-
ar viðtal við skáld og rithöfund, og
hins vegar við fyrrverandi þing-
mann, ráðherra og bankaráðsmann
em dæmi um það. Skáldið var spurt
um kynni sín af frægum skáldum
öðram, erlendum og innlendum, og
svaraði með miklu handapati í ein-
staklega afkáralegri hallandi stell-
ingu í stólnum. - Afar lítið og inn-
antómt var þetta viðtal.
Þingmanninum í síðari þættin-
um, sem ónefndur háskólamaður
stýrði og er orðinn fastur liður í rík-
isfjölmiðlunum (er meira að segja í
endurteknum þáttum í hljóðvarp-
inu, m.a. þetta sama kvöld),var gert
að rifja upp svikin sem nokkrir
þingmenn Sjálfstæðisflokksins sam-
einuðust um til að ná ráðherratign í
væntanlegri ríkisstjóm þáverandi
varaformanns flokksins, Gunnars
Thoroddsen. Það hefði að sjálfsögðu
getað klofið flokkinn á þeim tíma, ef
mildi samfara ráðsnilld formanns-
ins, Geirs Hallgrímssonar, hefði
ekki komið til.
Þátturinn Maður er nefndur er að
mínu mati óhæfur sem sjónvarps-
efni. Gæti hins vegar nýst í útvarpi,
og þá fyrir þátttakendur sjálfa sem
líklega létu taka herlegheitin upp á
segulband áður, til að þeim, og
hugsanlega ættingjum, gefist kostur
á að hlýða á málskrafið.
Ofugþróun f markaðsmálum
Ólafur Ámason skrifar:
Það hefur lengi loðað við hina ís-
lensku áfengisútsölu að hún tekur
hina sænsku ríkiseinkasölu á
áfengi sér til fyrirmyndar. Bækling-
ar frá ÁTVR hafa vart sést hér að
neinu gagni en þá sjaldan þeir sjásc
era þeir að fyrirmynd hinnar
sænsku ríkiseinokunar. Og nú er
það nýjasta hjá ÁTVR - að apa upp
eftir sænskum þá fádæma vitleysu,
sem þeir hafa kynnt hjá sér, að
opna vínbúð á Netinu.
Þetta er það fáránlegasta sem ég
hef heyrt í þessum áfengismálum
hér á landi. í fyrsta lagi er alveg
óvitað hvernig staðið verður að
þessu máli því markaðssetningu er
hér ekki um að ræða fyrir fimm
aura, hvað þá meira. Verðskrá ein
og sér segir ekkert því væntanlega
fL,íl@Í^ÍRJ1|P)/g\ þfónusta
allan sólarhringinpf'?:
*r með bréfum sínum sem
t verða á lesendasíðu
Meö góöum mat
Bréfritari vill að ÁTVR leggi hugmyndina um um netsölu áfengis á hiiluna og
ríkið leyfi sölu á léttu vfni og áfengum bjór í verslunum, a.m.k. í stóru mat-
vörumörkuðunum..
má ekki auglýsa áfengið á Netinu
(eða hvað?). Og hvemig á að nálgast
vörana? Með því að sækja hana eins
og maður er vanur auðvitað. Það
yrði því engin breyting en talsverð-
ur kostnaður af öllu saman, og hann
leggst auðvitað á vöruna.
Eigum við nú bara ekki að biðja
ÁTVR að leggja þessa hugmynd á
hilluna og knýja ríkið (les: fjármála-
ráðuneytið) tÚ þess eins sem vitlegt
er: að koma léttu vini og áfengum
bjór inn í verslanir, a.m.k. stóra
matvöramarkaðina. - Það er mark-
aðssetning sem dugir og ekkert
minna.
Guðjón má
ekki missa
Vilhjálmur Alfreðsson skrifar:
Að undanförnu hefur verið
mikið talað um framtíð Guðjóns
Þórðarsonar landsliðsþjálfara. -
Við megum ekki missa menn eins
og Guðjón úr
landinu. Hann er
sá knattspyrnu-
foringi sem við
höfum lengi beð-
ið eftir. Það er
skylda islensku
þjóöarinnar að
halda Guðjóni
hér heima og það á góðum laun-
um. Hann hefur þjónað okkur og
við verðum að þjóna honum og
sýna honum a.in.k. sanngirni.
Slæm að-
staða í MR
Móðir stúlku í 3 bekk í MR
sendi þessar línur:
Ég vil vekja athygli á aðstöðu
krakka í MR. Dóttir mín kemur
úr skóla þar sem aðstaða nem-
enda var þokkalega góð. í síðustu
viku hóf hún nám í 3 bekk MR og
hvílík viðbrigði! - Fatahengi virð-
ist ekki vera í nágrenni við stof-
una, svo yfirhafnir era lagðar á
stólbökin. Það verður þokkalegt
þegar ærlega rignir eða slyddar.
Bannað er að borða eða drekka
nokkuð nema í svo gott sem í
einu frímínútum dagsins, kl.
11.05. Aðrar fríminútur vara að-
eins í 5 mínútur. Mér finnst
hræðilegt að krakkarnir megi
ekki bíta í brauðsneið í öðram
hléum þótt stutt séu. Það skerpir
ekki athyglina að vera svangur.
Um námskröfurnar segi ég ekki
annaö en það að þær virðast vera
langt fyrir ofan það sem maður
hefur þekkt, t.d. í stafsetningu,
þar sem auðvelt er að fá lægri ein-
kunn e'n 0.
Listahá-
skólann til
Hafnarfjarðar
Steinar hringdi:
Ég er sammála þeim sem reifað
hafa staðsetningu hins nýja lista-
háskóla og stungið upp á Hafnar-
firði í því sambandi. Það er mikil-
vægt að allir skólar séu ekki á ein-
um og sama staðnum, þótt einnig
sé gott og sjálfsagt að slíkir æðri
skólar séu á Reykjavikursvæðinu.
Hafnaríjörður er sannarlega á
Reykjavíkursvæðinu þótt Hafnar-
fjörður sé annað byggðarlag. Hafn-
arfjörður er glæsilegur bær og
með alla þá þjónustu og aðstöðu
sem getur komið að góðum notum
fyrir listaháskóla. Ég vona aö að-
standendur þessa nýja skóla sjái
hve uppástungan um staðsetningu
í Hafnarfirði er sniðug.
Samgöngu-
ráðherra og
vegirnir
Adolf skrifar:
Ég varð undrandi á vegakerf-
inu okkar er ég ók til Vestfjarða
um daginn og ók m.a. Bröttu-
brekku og vegina þar á eftir allt
til Barðastrand-
ar. Mest er ég
undrandi á því
að samgöngu-
ráðherra skuli
ekki hafa lagt
metnað sinn í
að bæta vegina i
Dölunum og
reyndar þama vestur frá. Þeir
eru í einu orði sagt ófærir.
Svo lætur samgönguráðherra
sér annt um flugvallarskömmina
í Reykjavík sem er líka ónýt og
verður aldrei annað en ónýt. Ráð-
herra ætti að líta sér nær og huga
að vegakerfinu sem hvergi er
nema sýnishorn af malbiki þegar
best lætur. En vegirnir þama
vestra eru þó verstir af öllum veg-
um hér á landi.