Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999
15
Við eigum þetta land
Þegar biskupinn yfir
íslandi, herra Karl Sig-
urbjörnsson, sagði i
viðtali, að hjarta sitt
byði sér að vera á móti
því að Eyjabökkum
yrði sökkt undir vatn
þá var umsvifalaust
reynt að fá þá sálufé-
laga Finn Ingólfsson
og Siv Friðleifsdóttur
til að segja álit sitt á
orðum biskups. Finn-
ur á að hafa sagt:
„Biskup er góður mað-
ur sem mér líkar vel
við. Ég segi ekki orð
um málið.“ Og Siv
neitaði að tjá sig um
orð biskups.
Kjallarinn
Finna til sytju
Ekki er ég undrandi þótt þau
Finnur og Siv finni til syfju og
vilji ekki setja ofaní við þann sem
reynir að hafa fyrir þeim vitið,
þegar sá sem talar er biskupinn
yfir íslandi. Biskup er greindur
maður og vel gerður og það er deg-
inum ljósara að tvíeykið Finnur
og Siv hlýtur, vegna meðfæddra og
áunninna hæflleika, að forðast
karp við slíkan mann. Enda má
velta því fyrir sér
hvað þau hefðu átt að
segja, þau eru búin að
segja allt sem segja
þarf, þau hafa vafrað
í þokuskýi sjálfum-
gleðinnar og vart vit-
að hvert hugur
stefhdi, þau eru orðin
þreytt á þessu máli og
virðast hræðast mat á
umhverfisáhrifum
vegna
Fljótsdalsvirkjunar.
Ög þótt þau Finnur
og Siv vakni kannski
einhvern daginn af
þymirósarsvefninum
þá skyldi nú enginn
halda að þau færu að
vakna til vitundar
um eigin tvískinn-
ung, til slíkra athafna þarf bæði
sjálfsgagnrýni og greind,
Þótt þau Finnur og Siv færu nú
ekki að þrátta við biskup og eyða
orðum til varnar fyrirhuguðum
framkvæmdum við Fljótsdalsvirkj-
un þá hlaut eitthvað að gerast í mál-
efnum þeirra sem hingað til hafa
verið bugaðir af áróðri umhverfis-
sinna. Og nú hafa menn stofnað
samtök á Austurlandi, samtök sem
setja það á oddinn að virkja í þess-
um fjórðungi.
Eiríkur nokkur Ólafsson
Og sem svar við orðum biskups
og þeirra hinna sem ekki vilja láta
sökkva Eyjabökkum, lætur Eirík-
Kristján
Hreinsson
skáld
„Þeir sem láta til sín heyra eru
yfirleitt þeir sem eitthvað hafa til
málanna að leggja. Og einsog
mál standa í dag er mikill meiri-
hluti þjóðarinnar því mótfallinn
að náttúruperlum og griðlöndum
fugla verði sökkt svo beisla megi
raforku. “
ur nokkur Ólafsson hafa eftir sér í
Morgunblaðinu laugardaginn 28.
ágúst:...Það eru til lög um virkj-
anir og lögformlegt umhverfismat
þýðir kærur fram og til baka. Lög-
in hafa verið til í 20 ár og okkur
þykir ástæðulaust að menn ýfist
upp þótt það eigi að fara að fram-
kvæma eitthvað hér fyrir austan.
Við hljótum að eiga okkar rétt
einsog aðrir landsmenn," sagði Ei-
„Og nú hafa menn stofnað samtök á Austurlandi, samtök sem setja það á oddinn að virkja í þessum fjórðungi"
- Á fundi á Egilstöðum um virkjanir á Austurlandi.
ríkur og lét einnig eftir sér hafa að
umfjöllun fjölmiðla i landinu hafi
verið lituð af sjónarmiðum um-
hverfisverndarsinna.
Eiríkur hefur eflaust hitt
naglann á höfuðið þegar hann
komst að því að fjölmiðlar, flestir
------------L hverjir hafi sýnt
vitrænum hug-
myndum og lang-
tímasjónarmið-
um meira tillit
en lítt grunduð-
um skammtíma-
lausnum.
Eirikur hittir
aftur á móti ekki
nokkurn einasta
nagla þegar hann
heldur því fram
að ástæðulaust
sé fyrir fóik að
ýfast þó framkvæma eigi eitthvað
fyrir austan. Það er skylda okkar
allra að vega og meta hvað gert er
í þessu landi. Mál þetta snýst ekki
um það hvort virkja eigi fyrir
austan eða ekki, það snýst um
skynsemi. Það að velja ódýrustu
lausnina, bara vegna þess að hún
er ódýrust og án þess að taka tillit
til náttúrunnar, er kannski sæm-
andi ofurhugum eins og Siv og
Finni. En við hin eigum að sjá
sóma okkar í því að leita lausna
sem byggja á skynsemi.
Hróp hvísli yfirsterkara?
Þeir sem láta til sín heyra eru
yfirleitt þeir sem eitthvað hafa til
málanna að leggja. Og einsog mál
standa í dag er mikill meirihluti
þjóðarinnar því mótfallinn að
náttúruperlum og griðlöndum
fugla verði sökkt svo beisla megi
raforku. Af þessum sökum hlýtur
hróp fjöldans að verða að hvísli fá-
mennisins yfirsterkara þegar
stjórnvöld ætli að kasta til hönd-
um við svo viðkvæma framkvæmd
sem virkjun á hálendinu hlýtur að
teljast.
Ekki ætla ég að standa í vegi
fyrir því að Austfirðingar eignist
álver, en raforkuver sem eyðir
landi með þeim hætti sem fyrir-
hugaðri Fljótsdalsvirkjun er ætlað
að gera, skulu hvorki Austfirðing-
ar né aðrir íslendingar þá að eign-
ast, ef ég fæ nokkru þar um ráðið.
Kristján Hreinsson
Aldraðir - orð og gjörðir
Málefni aldraðra hafa verið tals-
vert til umræðu á undanförnum
mánuðum. Öldruðum fjölgar ört
sem hlutfall af þjóðarheild. Þær
raddir eru sífellt háværari sem
telja að í margrómuðu góðæri hafi
aldraðir orðið út undan í kjörum.
Það var gerð úttekt á kjörum aldr-
aðra nýlega sem sýndi að stór hóp-
ur þeirra býr við góðan kost sem
betur fer. Þess var jafnframt getið
að aðeins fjögur prósent lífeyris-
þega væru undir fátæktarmörk-
„Það er hjartnæmt að lofa kjara-
bótum til handa öldruðum fyrir
kosningar. Það virðist jafnauð-
velt fyrir pólitíkusana að bera fyr-
ir sig fjárhagsvanda eftir kosn-
ingar, að þeir gátu ekki efnt gef-
in fyrirheit..."
um. Fjöldinn var aðeins tilgreind-
ur í prósentum sem hefur átt að
líta mildara út en ef um beinharð-
ar tölur væri að ræða. Kunnugir
telja að þessi rúmlega fjögur pró-
sent þýði eitthvað talsvert á annað
þúsund einstaklinga.
Sitt hvað loforð og efndir
L En hvers eiga þessir einstak-
lingar að gjalda í góðærinu? Það
vill bera við fyrir kosningar að
frambjóðendur hrópa með glampa
í augum að bæta skuli kjör aldr-
aðra, eldri kynslóðin hafi lagt
grunninn að því góðæri sem við
búum við í dag. En það er sitt
hvað loforð og efndir. Það er hjart-
næmt að lofa kjarabótum til handa
öldruðum fyrir kosningar. Það
virðist jafnauðvelt fyrir pólitíku-
sana að bera fyrir sig fjárhags-
vanda eftir kosningar, að þeir gátu
ekki efnt gefm fyrirheit, þó á sama
tíma sé verið að ausa fjármagni út
og suður i gælu-
verkefni póli-
tískra gæðinga.
Barátta aldraðra
fyrir sanngjörn-
um kjarabótum
hefur þegar ver-
ið löng og ströng
þvi sinnuleysið
gagnvart öldruð-
um er almennt.
Árið 1984 skrif-
aði Steindór
Steindórsson frá Hlöðum blaða-
grein undir sömu fyrirsögn og hér
er gert. Sú grein gæti alveg eins
verið skrifuð í dag um málefni
aldraðra."
Skattaklær hins opinbera
Það er vissulega hægt að taka
undir með Steindóri þegar litið er
til baráttumálanna sem eru efst á
baugi enn í dag. Steindór segir að
þegar haft sé á orði að það eigi að
gera gamla fólkinu
kleift að njóta þægi-
legrar elli þá gleym-
ist það mikilvægasta
en það er fjárhags-
staða ellilaunafólks-
ins. Það líður engum
vel sem býr við skort.
Elli- og eftirlaun eru
misjöfn, allt frá því
að vera sultarlaun
upp í sæmilega rífleg-
ar upphæðir.
En hver sem laun-
in eru þá vofa yflr
skattaklær hins opin-
bera og hrifsa til sín
allt það sem fært er
og lög leyfa. Það er
ásökunartónn í skrif-
um Steindórs þegar ■ 1 111
hann nefnir að það sé
erfitt fyrir aldraða að spara hitun-
arkostnað, rafmagn, simaþjónustu
og læknaþjónustu. Það sé jafnvel
erfiðara en að draga viö sig mat
þegar sýnt er að tekjurnar
hrökkva illa fyrir útgjöldum.
í gildi enn í dag
Við getum spurt okkur nú hvort
barátta undanfarinna ára hafi
engu skilað og hafi verið unnin
fyrir gýg, eða hvort skilningsleysi
ráðamanna sé enn á döpru þroska-
stigi. Kannski er svarið að finna í
lokaorðum Steindórs í áður-
nefndri grein þar sem hann segir:
Kjallarinn
Jón Kr.
Gunnarsson
rithöfundur
„Gamla fólkið er eng-
inn þrýstihópur,
hvorki i hugarfari né
athöfn. Það fær ekki
knúið réttlætismál
sin fram með því að
leggja togurum eða
slá á sig lasleika til að
tefja eða stöðva sam-
göngur, og því síður
að það hafi verkfalls-
rétt eða getu. En þó
að það sé svipt vald-
inu eru atkvæði þess
jafh kærkomin hátt-
virtum alþingismönn-
um og annarra kjós-
enda. Hið eina sem
gamla fólkið getur
treyst á er réttlætis-
kennd, sanngirni og
siðferðisþroski lög-
gjafa og ráðamanna. Og ef þeir
daufheyrast við því sem hér hefur
verið rakið þá öfunda ég þá ekki af
reikningsskilunum við Gullna
hliðið. Og allt skrafið um að gera
gamla fólkinu lífið léttbærara
verður ekki metið annað en mark-
laust hjal, ef þessi grundvallarat-
riði eru sniðgengin.“
Og það er athyglisvert að það
sem hvíldi þungt á hjarta Stein-
dórs skólameistara frá Hlöðum
fyrir rúmum 15 árum skuli enn
vera í fullu gildi sem baráttumál
aldraðra.
Jón Kr. Gunnarsson
Með og
á móti
A aö banna sölu ferskra
kjúkiinga í Ijósi fjölda
campylobactersýkinga?
Auknar campylobactersýkingar af völdum
kjúklinga hafa verið mjög í umræðunni að und-
anförnu. Flestir vilja að gripið sé til einhverra
aðgerða vegna þessa en menn greinir á um
þær. Sumir segja að ferska kjúkiinga verði að
banna þar til tekist hefur að ná tökum á vandan-
um. Aðrir segja að slíkar aðferðir séu ekki lausn
vandans heldur skref aftur á bak í þróuninni og
komist ekki fyrir rót sýkinganna.
Jóhannes Gunnars-
son, framkvæmda-
stjóri Neytenda-
samtakanna.
Vil ekki sýkta
vöru í verslanir
„Ég tel það algjört grundvallarat-
riði að matvælaframleiðslan í landinu
sé með þeim hætti að neytendur geti
gengið að ósýktum matvörum úti í
búð en þurf! ekki að óttast um heilsu
sína þegar þeir kaupa í matinn. Þetta
á jafnt við um
kjúklinga og aðra
matvöru. Ég vil
bara minna á að
Alþjóða heilbrigð-
ismálastofnunin
hefur sett
campylobactersýk-
ingar í flokk með
verstu matarsýk-
ingum sem til eru
og auðvitað ber yf-
irvöldum að
tryggja að slíkar sýkingar eigi sér
ekki stað með þeim hætti sem við höf-
um séð undanfarna mánuði. Ég vil
minna á að heilbrigðisyfirvöld í Nor-
egi og Svíþjóð gripu til aðgerða gegn
campylobactersýkingum heima fyrir
og hefur tekist aö vinna bug á þeim.
Ég spyr bara hvers vegna ekkert var
gert í málinu hérlendis fyrr en fjöl-
miðlar komust í það? Kjúklingafram-
leiðendur hafa vitað af vandamálinu í
tvö ár án þess aö aðhafast nokkuð og
mér finnst það til háborinnar skamm-
ar að ekkert skuli hafa verið gert fyrr.
Mín skoðun er sú að kjúklingabú sem
framleiða sýkta vöru eigi ekki að fá að
selja ferska kjúklinga í verslanir því
sýkingarhættan er mun meiri en ef
varan er fryst. Það er þó ekki nein
lausn á málinu og veitir í raun falskt
öryggi. Það sem þarf að gera er að
taka á þessum sýkingum svo neytend-
ur geti verið öruggir um heilsu sína.“
Frysting
neyðarúrræði
„Á Norðurlöndunum hefur sala á
ferskum kjúklingum lengi verið leyfð
en ekki fyrr en 1995 hér á landi.
Campylobactersýkingar í fólki hafa
stöðugt aukist þar eins og hér, þrátt
fyrir að campylobactermengun í
kjúklingum sé
mjög fátíð, t.d. í
Noregi og Svíþjóð.
Því er ljóst að skýr-
ing á sýkingum í
fólki á sér fleiri
rætur en í
kjúklingum ein-
göngu. Síðan 1995
hefur sala ferskra
kjúklinga hér á
landi aukist veru-
lega. Strangar reglur voru settar 1995
um sölu á ferskum kjúklingum, þar
sem aðeins var tekið tillit til salmon-
ellumengunar, en ekki var talin
ástæða til að gera kröfur varðandi
campylobacter, þó vitað væri um til-
vist þeirrar bakteríu í frosnum
kjúklingum. Talið er að frysting drepi
aðeins hluta af þeim campylobacter
bakteríum sem geta verið á kjúkling-
um eftir slátrun. Frysting er því ekki
örugg leið til að drepa bakteríuna. Að-
eins suða getur gefið það öryggi. Fyr-
irskipun um frystingu allra
campylobactermengaðra kjúklinga
kæmi því til greina síðar, ef ekki tekst
að ná mengun þessarar bakteríu nið-
ur með þeim ráðum sem nú er unnið
eftir. Kjúklingabændum tókst með að-
stoð dýralækna að losa sig við
salmonellu úr ræktinni 1997 og stefnt
er að þvi að ná sama árangri innan
fárra mánaða hvað varðar
campylobacter. Eftir sem áður verður
alltaf að gera kröfu um að kjúklinga,
eins og alls annars kjöts, verði aðeins
neytt fullsteiktra eða soðinna." -HG
Halldór Runólfsson
yfirdýralæknir.