Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Blaðsíða 16
16
FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999
FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999
Sport
f i) UEFA-BIKARINN
* —---------------
1. umferð, fyrri leikir:
Hapoel Haifa - Club Brugge ... 3-1
Benfica - Dinamo Búkarest ... 0-1
Lausanne Sports - Celta Vigo . . 3-2
Beira Mar - Vitesse ...........1-2
Amica Wronki - Bröndby ........2-0
Roma - Vitoria Setubal ........7-0
Atletico Madrid - Ankaragucu . . 3-0
Celtic - Hapoel Tel-Aviv ...... 2-0
West Ham - Osijek .............3-0
Tottenham - Zimbru Chisinau . . 3-0
MTK Húngaria - Fenerbache ... 0-0
Mónakó - St. Johnstone ........3-0
AB - Grasshoppers .............0-2
Zurich - Lierse ...............1-0
Grazer AK - Spartak Trnava ... 3-0
Kaiserslautern - Kilmarnock ... 3-0
Ionikos - Nantes ..............1-3
Ajax - Dukia Banská Bystrica . . 6-1
Aris Saloniki - Servette.......1-1
Omonia Nicosia - Juventus .... 2-5
Parma - Kryvbas Kryvyi Rig ... 3-2
Anderlecht - Olimpija Ljubljana 3-1
Zenit St.Petersburg - Bologna . . 0-3
Skonto Riga - Widzew Lodz .... 1-0
Inter Bratislava - Rapid Wien .. 1-0
Roda - Shakhtar Donetsk.......2-0
Viking Stav. - Sporting Lissabon 3-0
CSKA Sofia - Newcastle.........0-2
Vojvodina - Slavia Prag........0-0
Gorica - Panathinakos..........0-1
Torpedo Kutaisi - AEK Aþena . . 0-1
Hajduk Split - Levski Sofia .... 0-0
Lokomotiv Tbilisi - PAOK......0-7
Sigma Olomouc - Real Mallorca . 1-3
Maccabi Tel Aviv - Lens.......2-2
Bodö/Glimt - Werder Bremen . . 0-5
Lyngby - Lokomotiv Moskva ... 1-2
Helsingborg - Karpati Lviv .... 1-1
Lech Poznan - Gautaborg .......1-2
Teplice - Ferencvárosi.........3-1
A.Famagusta - Legia Varsjá ... 1-0
Rússneskir dómarar sem áttu aö
dæma hjá Hapoel Haifa og Club
Brugge í Israel voru settir af og rúm-
enskir kollegar þeirra sóttir í skyndi í
staðinn. Rússamir mættu ofurölvi til
ísraels, sungu og dönsuðu á flugvellin-
um, áreittu lögreglukonur og þjón-
ustustúlkur, og tóku til við að stjóma
umferðinni í miðborg Tel Aviv.
Alessandro del Piero lék sinn fyrsta
leik með Juvent-
us í 10 mánuði
þegar liðið vann
auðveldan sigur á
Kýpur. Hann
skoraði fimmta og
síðasta markið en
staðan var 0-4 eft-
ir 24 minútur.
Sigur Newcastle í Búlgaríu var fyrsti
sigur liðsins í 15 leikjum.
Dimitri Alenitchev skoraði þrennu
fyrir Roma í 7-0 sigrinum á Vitoria
fíá Portúgal.
Marco Di Vaio skoraði tvö mörk fyr-
ir UEFA-meistara Parma sem mörðu
Kryvbas frá Úkraínu, 3-2, og eiga erf-
iðan útileik fyrir höndum. -VS
Valsmenn bjóða stuðningsmönnum
sínum í hópferð á fallslaginn i
Grindavik á morgun. Farið verður
frá Hlíðarenda kl. 12.45 og heim strax
að leik loknum. Skráning er að Hlíð-
arenda, í síma 551 2187 og í tölvu-
pósti, valur@valur.is.
Enska B-deildarliöiö Charlton og
ítalska stórliðið Inter Milano hafa
gert með sér þriggja ára samning um
samstarf og skipti á leikmönnum.
Leikmenn sem ekki komast í lið hjá
Inter fá því tækifæri til að spila með
enska liðinu.
Úkrainumenn ætla að fara þess á leit
við UEFA að leikur þeirra við Rússa
í Evrópukeppninni í knattspymu 9.
október fari fram í hlutlausu landi.
Þeir telja Moskvu og Rússland mikið
hættusvæði þessa daga vegna hinna
mannskæðu sprenginga sem þar hafa
dunið yfir.
Rússar em ekki hrifnir af þessum
áformum og segja að nágrannar sínir
séu bara aö reyna að trufla einbeit-
ingu þeirra fyrir mikilvægan leik.
Christophe Dugarry, franski lands-
liðsmaðurinn i knattspymu, þarf
ekki að sæta refsingu þrátt fyrir að
steralyfið nandrolone hafi fundist i
líkama hans. í ljós kom að læknirinn
sem framkvæmdi lyfjaprófið á hon-
um hafði ekki tilskilin réttindi til
þess. ,yg
Temur Ketsbaia, Warren Barton, Didier Domi og Gary Speed fagna fyrra marki Newcastle gegn CSKA í Búlgaríu í gær. Newcastle vann góðan
útisigur, 2-0, og er nokkuð öruggt með að komast í 2. umferðina. Reuter
^ UEFA-bikarinn í knattspyrnu:
Ovænt í Stavanger
- þegar Viking skellti Schmeichel og félögum í Sporting Lissabon
Norska liðið Viking Stavanger
vann óvæntan og glæsilegan sig-
ur á Sporting Lissabon frá Portú-
gal, 3-0, í 1. umferð UEFA-bikars-
ins í knattspyrnu í gærkvöld.
Ríkharður Daðason og Auðun
Helgason léku báðir allan leikinn
með Viking og Ríkharður var
óheppinn að ná ekki að skora.
Hann fékk Qögur góð færi og í
tvigang varði markvörðurinn
frægi Peter Schmeichel frá hon-
um úr dauðafærum. Auðun átti
góðan leik í sterkri vörn Viking.
Öll mörkin komu í síðari hálfleik
en íslendingamir komu ekki við
sögu í þeim. Staða Viking er
sterk fyrir seinni leikinn í Portú-
gal.
Helgi Sigurðsson var ekki í liði
Panathinaikos sem vann Gorica í
Slóveníu, 0-1. Amar Grétarsson
kom heldur ekki við sögu hjá
AEK sem vann Torpedo Kutaisi í
Georgíu, 0-1. Gunnar Einarsson
lék ekki með Roda sem vann
Shakhtar frá Úkraínu, 2-0.
Ensku liðin áttu mun betra
gengi að fagna en í meistaradeild-
inni fyrr í vikunni og Tottenham,
West Ham og Newcastle virðast
öll örugg áfram.
Newcastle vann CSKAf Búlg-
aríu með mörkum frá Nolberto
Solano og Temur Ketsbaia.
Tottenham sigraði Zimbra frá
Moldavíu, 3-0, með mörkum frá
Öyvind Leonhardsen, Chris
Perry og Tim Sherwood.
West Ham vann Osijek frá Kró-
atíu, 3-0, og skomðu þeir Paolo
Wanchope, Paolo Di Canio og
Frank Lampard mörkin.
KR-banarnir í Kilmarnock
höföu lítið að gera í hendumar á
Kaiserslautem í Þýskalandi sem
vann, 3-0, og skoraði öll mörkin
á fyrstu 40 mínútunum. -VS
Vernharö í 26. sæti
Vernharð Þorleifsson, einn fjögurra keppenda frá Islandi á
komandi heimsmeistaramóti í júdó, er í 26.-27. sæti yfir evrópska
júdómenn í -100 kg flokki og það þrátt fyrir að hafa keppt aðeins á
tveimur mótum í ár.
Vemharð fer utan til Birmingham á heimsmeistaramótið í
byrjun október en þar leggja íslensku keppendurnir mikla áherslu á
að lenda meðal sjö efstu en með því tryggja þeir sér sæti á komandi
Ólympiuleikum. Aðrir íslendingar á lista eru þeir Gísli Magnússon
í 39.^45. sæti í +100 kg flokki og Þorvaldur Blöndal í 58.-80. sæti i -90
kg flokki. Óvenjustór hópur fer utan því auk okkar keppenda
fjögurra fara tíu manns með til að fylgjast meö keppni sterkustu
júdómanna heims í dag. -ÓÓJ
Vígsla hjá Þrótturum
Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, mun í
dag klukkan 17 vígja nýbyggt og glæsilegt félagshús Þróttar í Laug-
ardal og afhenda það félaginu til afnota og eignar. Húsið stendur
við gervigrasvöllinn og samhliða þessu mun Þróttur yfirtaka rekst-
ur þess vallar. Byggð hafa verið upp þrjú æfingasvæði víðs vegar
um Laugardalinn fyrir Þróttara sem hafa einnig yfirtekið Valbjam-
arvöll en það er heimavöllur félagsins.
Á morgun, laugardag, mun Þróttur flytja formlega niður í Laug-
ardalinn en þá verður hópganga frá Sæviðasundi í gegnum dalinn
og í ný heimkynni. Fjölskylduskemmtunin verður á gervigrasvell-
inum undir stjóm Gunnars Helgasonar leikara.
-GH
Kristófer til
Ethnikos
Kristófer Sigurgeirsson, fyrram leikmaö-
ur Fram og Breiðabliks, er genginn til liðs
við gríska knattspyrnufélagið Ethnikos frá
Pireus. Kristófer lék seinni hluta síðasta
vetrar með Aris Saloniki í grísku A-deild-
inni en samningur hans þar var ekki endur-
nýjaður.
Ethnikos Pireus féll niður í B-deildina í vor en liðið varð
langneðst í A-deildinni, vann ekki leik og fékk aðeins 8 stig á tíma-
bilinu. Kristófer er 27 ára og á að baki 2 A-landsleiki og 90 leiki í
efstu deildinni hér heima með Breiðabliki og Fram. Hann er fyrsti
íslenski knattspymumaðurinn sem spilar í grísku B-deildinni.
-VS
Makedóníumenn
ekki úrkula vonar
- mæta íslendingum í Skopje á sunnudag
Makedóníumenn telja sig ekki úti í baráttunni þrátt fyrir níu marka
ósigur gegn íslendingum í undankeppni Evrópukeppninnar í handknatt-
leik i Hafnarfirði um síðustu helgi. Þeir hafa kallað inn í liðiö þrjá menn
sem léku ekki á íslandi og er stórskyttan Pepi Manaskov þar á meðal.
Hann var hættur að leika með landsliðinu en ætlar að hjálpa til við að
vinna upp forskot íslenska liðsins.
Islenska landsliðið kemur til Skopje i dag og eftir komu þangað verð-
ur tekin æfmg og svo aftur á morgun. Leikurinn verður á sunnudag kl.
18. -JKS
gft tNGLAHD
Framtíð Marks Bosnich, markvarð-
ar hjá Manchester United, er óráðin
og svo gæti farið að Sir Alex Fergu-
son seldi hann frá félaginu, nokkrum
mánuöum eftir aö Ástralinn gerði
þriggja ára samning viö United.
Eins og staöan lítur út i dag er
Bosnich þriðii markvöröur Manch-
esterliösins. Italinn Massimo Taibi
er markvörður númer eitt en hann
varöi mark United gegn Liverpool
um síðustu helgi og þótti standa sig
vel þrátt fyrir að fyrra mark Liver-
pool skrifaðist á hann.
Taibi veröur í marki United sem
tekur á móti Wimbledon á laugardag-
inn. Taibi er ekki löglegur í Evrópu-
keppninni og því var hann ekki í
markinu gegn Croatia Zagreb. Stöðu
hans tók Hollendingurinn Raimond
van der Gouw. Bosnich var á bekkn-
um og lék með varaliöinu gegn Liver-
pool í fyrrakvöld.
Svissneski varnarmaöurinn Stephan
Henchoz leikur sinn fyrsta leik með
Liverpool á morgun þegar það mætir
Leicester. Henchoz hefur verið
meiddur í nára frá því hann var
keyptur til félagsins í sumar en hann
hefur nú fengiö sig góðan af þeim
meiðslum. Það kemur í hans hlut að
stoppa upp í götótta Liverpool.
Meiðsli Franck Lebouef, varnar-
mannsins sterka hjá Chelsea, reynd-
ust ekki eins alvarleg og óttast var í
fyrstu. Hann fékk þungt högg á kvið-
inn í leiknum gegn AC Milan í fyrra-
kvöld og var fluttur á sjúkrahús. Ótt-
ast var að Frakkinn væri rifbeins-
brotinn en svo reyndist ekki vera.
Leboeuf verður þó líklega ekki með í
leiknum gegn Watford á sunnudag-
inn.
Alan Ball, stjóri Portsmouth, hefur
skrifað undir nýjan fjögurra ára
samning viö félagið. Portsmouth,
sem undanfarin ár hefur verið í
miklum vandræðum, er í 11. sæti i B-
deildinni með 9 stig eftir 6 leiki.
-GH
17 .
DV DV
Sport
Kjartan Másson, þjálfari Keflvíkinga, spáir í fallslaginn á morgun:
Barist verður til
síðasta blóðdropa
- hallast að því að Víkingur og Grindavík vinni sína leiki
Lokaumferðin í efstu deild knattspym-
unnar fer fram á morgun og beinast
augu flestra að fallslagnum sem hefur
sjaldan verið meiri. KR-ingar taka við ís-
landsmeistaratitlinum eftir viðureignina
gegn Keflvíkingum og þar verður örugg-
lega mikið um dýrðir. Eyjamenn taka á
móti Skagamönnum og Breiðablik og
Leiftur eigast við í Kópavogi.
Þeir leikir sem skipta öllu máli eru
annars vegar viðureign Fram og Víkings
á Laugardalsvelli og hins vegar viður-
eign Grindvíkinga og Vals í Grindavík.
Allir leikimir hefjast klukkan 14.
Kjartan Másson, þjálfari Keflvíkinga,
var fenginn til að spá í leikina tvo í
fallslagnum. Kjartan tók fram að hann
vildi engu liði svo illt að falla niður um
deild því það væri í raun viðbjóðsleg
hlutskipti fyrir lið að standa frammi fyr-
ir þeirri staðreynd.
Grindvíkingar blása til sóknar
„I mínum huga verða Grindvíkingar
að blása til sóknar i leiknum gegn Val.
Þeir eru meðvitaðir um það að ekkert
annað en sigur kemur til greina í þeirra
huga. Sigur heldur þeim í deildinni. I
plássum eins Grindavík skapast einhver
stemning sem liðin á höfuðborgarsvæð-
inu geta ekki skapað.
Lið Grindvíkinga hefur reynsluna af
því að standa í fallslag og fram að þessu
hafa þeir bjargað sér á elleftu stundu. Ég
hef trú á því að það geri þeir einnig í
þetta skiptið en það er alveg ljóst að
þetta verður mikill baráttuleikur og leik-
ið til síðasta blóðdropa. Valsmenn mæta
með sama hug í leikinn eins og Grind-
víkingar þannig að leikurinn verður
örugglega spennandi allan tímann. Til-
finning mín segir að Grindvfkingar
vinni leikinn en ég skal viðurkenna að
ég hef ekki verið talinn mikill spámað-
ur fram að þessu,“ sagði Kjartan.
Hann sagði að það sama yrði upp á
teningnum í viðureign Fram og Víkings.
Leikurinn er upp á líf og dauða fyrir
bæði liðin.
„Það er enn þá líf í Víkingsliðinu, að
minnsta kosti sýndi liðið það í leiknum
gegn KR um síðustu helgi. Það sama get
ég ekki sagt um Framliðið sem mér
fmnst vera hreinlega sprungið," sagði
Kjartan.
Andleysi hefur ríkt hjá Framliðinu
Af þessum sökum flnnst mér Víking-
amir vera líklegri til að halda sér í deild-
inni. Bæði lið mæta til leiks meðvituð
um að ekkert annað en sigur kemur til
greina. Liðin munu kannski þreifa fyrir
sér í byrjun en síðan verður látið sverfa
til stáls. Það era miklir baráttumenn í
herbúðum Víkings og ekki mun af veita
í þessum slag. Andleysi hefur rikt hjá
Framliðinu seinni parts sumars og úr
þessu verður erfitt fyrir liðið að rétta úr
kútnum. Það er samt aldrei að vita nema
liðið nái að hrista af sér slenið á þessari
mikilvægu stund.
Hörkuslagur í Laugardalnum
Hjá Fram era innan um ágætir ein-
staklingar en sem heild hefur liðið ekki
náð að leika sem skyldi seinni hluta
mótsins. Þetta verður hörkuslagur en ég
hallast að því að Víkingar hafl betur 1
honum,“ sagði Kjartan Másson en endur-
tók að hann vildi engu liði svo illt að
falla. -JKS
Grindvíkingar standa í ströngu á morgun þegar þeir mæta Valsmönnum á heimavelli.
Sá leikur sker úr um hvort liðið heldur sæti sínu í efstu deild, eða þá bæði. Þessi mynd
er frá leik liðsins á Skaganum fyrr í sumar og er þarna mikill handagangur í öskjunni
eins og eflaust verður einnig á morgun.
Líkurnar eru Val og Fram í hag í fallslagnum:
Einn möguleiki hjá Víkingi
Miðað við hreina tölfræði og mögu-
leika á úrslitum í fallleikjimum tveim-
ur á morgun era mestar líkur á að Val-
ur sleppi og að Víkingur falli. Fram
mætir Víkingi og Grindavík leikur við
Val, og úrslitin þar ráða því hvaða tvö
af þessum liðum leika i 1. deild á næsta
ári.
Úrslitin geta orðið á níu mismunandi
vegu sem era eftirfarandi:
1. Grindavík og Fram sigra: Valur og
Víkingur falla.
2. Jafntefli í báðum leikjum: Grinda-
vík og Víkingur falla.
3. Valur og Víkingur sigra: Fram og
Grindavík falla.
4. Grindavík sigrar, Fram og Víking-
ur skilja jöfn: Fram og Víkingur falla.
5. Grindavík og Víkingur sigra: Vík-
ingur og Fram falla.
6. Víkingur sigrar, Grindavík og Val-
ur skilja jöfn: Víkingur og Fram falla
(nema Víkingur vinni 10-0, þá fellur
Grindavík).
7. Valur og Fram sigra: Grindavik og
Víkingur falla.
8. Fram sigrar, Grindavík og Valur
skilja jöfn: Grindavik og Víkingur falla.
9. Valur sigrar, Fram og Víkingur
skUja jöfn: Grindavík og Víkingur falla.
Eins og sést á þessu á Víkingur að-
eins einn mögideika á að sleppa, í dæmi
númer þrjú. Valur getur hins vegar að-
eins faUið í dæmi númer eitt. I fimm til-
feUum fellur Grindavík og í fjórum tU-
fellum feUur Fram. -VS
Bland i P oka
AGF, liö Ólafs H. Kristjánssonar og
Tómasar Inga
Tómassonar,
var 1 fyrrakvöld
slegið út úr
dönsku bikar-
keppninni í
knattspyrnu.
AGF tapaði þá
fyrir B-deUdar-
Uöinu Glostrup
á útiveUi, 2-1. Glostrup komst í 2-0 í
fyrri hálfleik en Tómas Ingi minnk-
aöi muninn með skaUamarki 15 mín-
útum fyrir leikslok.
Viktor B. Arnarson, hinn 16 ára
gamli unglingalandsliðsmaður úr
Víkingi, er þessa dagana tU reynslu
hjá enska liðinu Liverpool. Viktor lék
með varaliði félagsins gegn Manch-
ester United í fyrrakvöld og endaði
leUturinn meö markalausu jafntefli.
Viktor lék fyrri hálfleikinn en náði
sér ekki á strik og var skipt út af i
leikhléi. Viktor, sem hefur leikið með
2. og 3. flokki Víkings i sumar, lék
með með köppum eins og Brad
Friedel markverði, Stephane Henc-
hoz og Stig Inge Björnebye.
Viktor er mikið efni og hafa fleiri er-
lend félög sýnt honum áhuga. Þar má
nefna Tottenham og franska liðið
Bordeaux en hann var við æfingar
hjá báðum þessum félögum i sumar.
Eiöur Smári Guöjohnsen hefur náð
sér af meiðslum
sem hann varð
fyrir í bikar-
leiknum gegn
GUlingham í
vikunni. Eiður,
sem skoraði tvö
mörk I leikn-
um, verður því
í fremstu vig-
línu þegar Bolton fær Barnsley í
heimsókn á morgun.
Siguröur Jónsson hefur ekkert æft
með skoska liðinu Dundee United frá
því eftir landsleikinn gegn Úkraínu í
síðustu viku en hann varð fyrir
meiðslum í þeim leik. Hann verður
því ekki með Dundee United í leikn-
um gegn Aberdeen á morgun.
Fimm félög í 1. deUdinni í hand-
knattleik munu leika heimaleiki sína
á fóstudagskvöldum i vetur. Þetta
eru: Stjarnan, ÍR, Valur, KA og ÍBV.
HK mun spUa sína heimaleiki kl. 17 á
laugardögum.
Á dögunum var haldiö golfmót hjá
KeUi í Hafnarfirði fyrir þá sem hafa
tekið þátt í golfferðum tU Flórída i
janúar undanfarin ár. Keppnisfyrfr-
komulagið var höggleikur með fuUri
forgjöf. Valgeir Magnússon, GR,
sigraði á 63 höggum nettó, Agnar Ár-
mannsson, GKG, varð annar á 65
höggum og Siguröur Hólm, GK,
þriðji á 66 höggum. Dregið var um
flugfer í næstu golfferð tU Flórída
sem Flugleiöir gefa og kom hún á
nafn Eiriks Helgasonar, GK.
Ellert B. Schram, forseti íþrótta- og
Ólympíusambands íslands, var eftir-
litsmaður á Evrópuleik Viking Stav-
anger og Sporting Lissabon í Noregi í
gær. EUert veitti forráðamönnum
Viking leyfi tU að koma upp 1250
aukasætum á leikinn. -GH
Lokaumferðin í 1. deildinni í dag:
Gífurleg spenna
- fimm lið berjast um að komast upp og fíögur að forðast fall
Lokaumferðin í 1. deild karla í
knattspymu verður leikin í kvöld og
þá skýrist hvaða lið fylgir Fylki upp
í úrvalsdeildina og hvaða lið fer með
KVA niður í 2. deild. Gífurleg
spenna er fyrir lokaumferðina enda
deildin óvenjujöfn, að því undan-
skildu að Fylkismenn hafa haft
mikla yfirburði.
Fimm félög eiga fræðilega mögu-
leika á að komast upp í úrvalsdeild-
ina en það era ÍR, Stjaman, FH, Dal-
vík og Skallagrímur, en Skallagrím-
ur er í þeirri óvenjulegri stöðu að
geta einnig fallið i 2. deildina eins og
Þróttur, KA og Víðir.
ÍR-ingar upp með sigri
ÍR-ingar tryggja sér sæti í úrvals-
deildinni ef þeir vinna KA-menn í
kvöld. Geri þeir hins vegar jafntefli
eða tapi og Stjarnan leggi Víði að
velli komast Garðbæingar upp.
Fari svo að ÍR og Stjömunni tak-
ist ekki að vinna sína leiki og FH
fari með sigur af hólmi gegn KVA
kemur úrvalsdeildarsætið í hlut FH-
inga.
Dalvíkingar eiga möguleika á að
komast upp og til þess að svo verði
mega ÍR, Stjaman og FH ekki vinna
leiki sína.
Möguleiki Skallagríms á að
hreppa úrvalsdeildarsætið er þó
hæpinn. Skallagrímur þarf að stóla
á að ÍR og Stjaman tapi leikjum sín-
um og að FH og Dalvík nái í mesta
lagi jafntefli í sínum leikjum. Á
sama tíma þarf Skallagrímur að
vinna stóran sigur á Fylki.
Auk Skallagríms geta Þróttur, KA
og Víðir faliið en einu sætin í deild-
inni sem era ráðin fyrir lokaumferð-
ina eru efsta og neðsta sætið.
Leikir lokaumferðarinnar í dag
hefjast klukkan 17.30 og þá mætast:
KA-ÍR
SkaUagrimur-Fylkir
KVA-FH
Stjaman-Víðir
Þróttur R-Dalvík
Staðan í deildinni fyrir leikina í
kvöld er þessi:
Fylkir 17 14 0 3 43-20 42
ÍR 17 8 2 7 46-34 26
'Stjarnan 17 8 2 7 33-30 26
FH 17 7 4 6 38-30 25
Dalvík 17 7 4 6 26-34 25
SkaUagrímurl7 7 2 8 36-35 23
Víðir 17 6 3 8 29-42 21
KA 17 5 5 7 23-24 2C
Þróttur R. 17 6 2 9 26-28 20
KVA 17 4 2 11 27-50 14
-GH
Birgir Leifur í 5.-6. sæti
Birgir Leifur Hafþórsson er í
5.-6. sæti að loknum þremur
keppnisdögum af fjórum í
undankeppni fyrir úrtökumót
evrópsku mótaraðarinnar í golfi
sem nú stendur yfir í Essex-sýslu
á Englandi. Birgir Leifur lék á 72
höggum í gær eða á pari vallarins
og hefur alls leikið á 208 höggum.
28 efstu kylfingarnir komast á
sjálft úrtökumótið.
Paul Simpson, Englandi, er
efstur á 203 höggum, Richard
Coughlcm, írlandi, er annar á 204
höggum og i 3.-4. sæti era Simon
Burnell, Englandi og Jean Hugo, A
S-Afríkuu á 206 höggum.
-JKS
^ Kærumál Stjörnunnar gegn FH:
Urslit leiksins standa
Knattspyrnudómstóll KSÍ féllst ekki á kröfu Stjörnunnar um að dæma leik FH og Stjöm-
unnar í 1. deild karla í knattspymu tapaðan fýrir FH en Stjömumenn kærðu umræddan
leik sem endaði með 1-1 jafntefli eftir að í ljós kom að nafn Jóns Gunnars Gunnarssonar
var tvískráð á leikskýrslu en nafn Jónasar Grana Garðarssonar var þar ekki skráð. Áður
hafði kæran komið til kasta Knattspymudómstóls Reykjaness sem úrskurðaði að úrslit
leiksins skyldu standa og í framhaldinu áfrýjuðu Stjömumenn til dómstóls KSÍ. Jt
I úrskurði dómstóls KSÍ segir að leikskýrslan hafi vegna þessara mistaka ekki verið fyllt
rétt út í samræmi við gr. 2.3.1 í reglugerð KSÍ um knattspymumót. Jafnframt liggur það
fyrir að Jónas Grani var hlutgengur til leiks með FH í umræddum leik og var ekki í leik-
banni. Þátttaka Jónasar í leiknum og mistök við útfyllingu leikskýrslunnar leiddu ekki til
þess að lið FH hefði verið ólöglega skipað í leiknum. Með vísan til þessa era ekki forsend-
ur til að fallast á kröfu áfrýjanda um að dæma leikinn tapaðan fyrir FH skv. grein í reglu-
gerð 4.4.1 í reglugerð KSÍ um knattspymumót og er hinn áfrýjaði dómur því staðfestur
-GH
(