Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Blaðsíða 19
I\
FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999 19 j
I>V
Fréttir
Þungarokkarinn og flugkappinn Dickinson nauölenti í Reykjavík:
Fékk eldsviðvörun á
Britax
Barna-
bílstólar
Fyrir alla aldurshópa í
miklu úi'vali.
HÚSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
flugi til Frakklands
Börnin kunna greiniiega vel við sig í Árvist. DV-mynd Þórhallur.
Fyrsta skóladagheimilið á Sauðárkróki
Skóladagheimili var opnaö á dög-
unum á Sauðárkróki og býður
skólavistun fyrir nemendur 1.-3.
bekkjar Árskóla, en nemendur 4.
bekkjar verða velkomnir meðan
húsrými leyfír. Undanfarin ár hefur
mikið verið rætt um að vistim vanti
fyrir yngstu nemendur Árskóla á
Sauðárkróki en þeir eru einungis
hálfan daginn í skólanum. Að sögn
Gunnhildar Harðardóttur, forstöðu-
manns heimilisins, hafa viðtökum-
ar verið mjög góðar og nú þegar er
41 barn skráð á skóladagheimilið.
Þegar blaðamaður DV heimsótti
Árvist að Ægisstíg 7 var þar opið
hús en öllum hafði verið boðið að
koma og skoða aðstæður og var
margt í heimsókn. Starfsfólk Árvist-
ar auk Gunnhildar eru þær Elsa B.
Sigurjónsdóttir og María Kristín
Sævarsdóttir.
Gunnhildur Harðardóttir er jafn-
framt kennari í Árskóla, er einnig
sérmenntuð sem tómstundafræðing-
ur og starfaði í mörg ár við skóla-
vistun og æskulýðsmiðstöð í Sví-
þjóð. -ÞÁ.
Það varð uppi fótur og flt úti á
Reykjavíkurflugvelli nýlega þegar
það vitnaðist að Bruce Dickinson úr
bresku þungarokkshljómsveitinni
Iron Maiden væri staddur hjá ís-
landsflugi. Hann var kominn þangað
til að ná í flugvél sína, Cessna 421B,
sem hann hafði skilið eftir í umsjón
flugvirkja fyrirtækisins vegna elds-
viðvörunar sem kom upp í mæla-
borði nokkrum dögum fyrr.
Margir tóku goðið tali og fiskifrétt-
in flaug um bæinn. Einhverjir komu
seinnipart dags út á flugvöll en gripu
í tómt, Captain Bruce, eins og félagar
hans kalla hann, var floginn til Bret-
lands.
„Hann bara birtist manni þama.
Maður bjóst ekki við að hitta goðið
þarna úti á íslandsflugi," sagði
Skapti Jónsson, aðdáandi hljómsveit-
arinnar. Hann segir að Iron Maiden
hafi komið og haldið tónleika hér,
þeir séu í hópi hinna frægu íslands-
vina og prýðisnáungar.
Hermann Leifsson, flugmaðm- hjá
íslandsflugi, sagði í samtali við DV
að hann væri í þeim aldurshópi sem
hefði dáð Dickinson og Iron Maiden.
Það hefði því verið skemmtilegt að
eiga orðastað við Bruce en hann hef-
Poppgoðið Bruce Dickinson í Iron Maiden við stýri flugvélar sinnar sem
hann varð að lenda vegna eldsviðvörunar á Reykjavíkurflugvelli. Hægri
myndin er af mælaborðinu þar sem fölsk viðvörun kom upp.
ur ólæknandi flugmannsáhuga og
flýgur Chessnu 421B, tveggja hreyfla
vél sem tekur 7 farþega auk flug-
manns. Jafnþrýstibúnaður er í vél-
inni og hann flýgur í 30 þúsund feta
hæð í notalegu veðri.
Koma Bruce Dickinsons hingað
stafaði af því að skammt fyrir sunn-
an landið tóku viðvörunarljós í
mælaborði að vara við eldi í öðrum
hreyfli vélarinnar. Bruce er reyndur
flugmaður, með atvinnumannsrétt-
indi. Hann er flugkennari með tölu-
vert marga flugtíma og fær gott- orð
fyrir flugmannshæfileika. Með hon-
um í för var einn framkvæmdastjóra
Maiden, líka með flugpróf. Þeir töldu
rétt að drepa á öðrum hreyflinum þá
þegar og snúa til Reykjavíkur. Flug-
virkjar fslandsflugs tóku við vélinni
og reyndist ekkert að henni. Líklega
hefur einhver handvömm orðið í árs-
skoðun sem vélin fór í í Bandaríkjun-
um, vírar hafl slegist saman. En
Bruce tók fyrstu stóru flugvélina og
flaug áfram til Nancy í Frakklandi til
að hitta félaga sina þar.
Vélina sótti popparinn síðan og
dreif sig utan fljótlega eftir að hann
lauk viðskiptum sínum við íslands-
flug.
-JBP
Alþýöulistamaöur í Eden
ileinkar sýningu hinni nýju öld
Árborgarinn og
listamaðurinn
Gunnar Granz, sem
kýs að kalla sig al-
þýðulistamann,
opnaði myndlistar-
sýningu í Eden í
Hveragerði um síð-
ustu helgi. Sýningin
stendur til 26. sept-
ember nk.
Kraftmikil lista-
verk eru til sýnis, 45
talsins, unnin í litum og
formi. Þessa sýningu til-
einkar Gunnar nýrri
öld og nýju árþúsundi,
með von um gott gengi
þjóðarinnar.
-KEi
Gunnar Gránz með eitt
verka sinna sem hann
sýnir i Eden um þessar
mundir.
DV-mynd KEi
Áskrifendur fó
oWtmll
■ Q
QUkQQfslátt Qf Smáauglýsingar
smáauglýsingum DV
OVl
550 5000