Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Blaðsíða 10
10 enning FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999 1-lV Gyðjur og Syndíónía Fyrstu áskriftartónleik- ar Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói í gærkvöld hófust á ann- arsheimslegum nótum. Fluttur var ballettinn Apollo musagete eftir Stravinsky sem fjallar um guð tónlistarinnar, Appolló, og samskipti hans við gyðjur innblást- ursins, músurnar. í grískri goðafræði eru músumar níu talsins, þær era dætur Seifs og Mnemosyne, og leiðtogi þeirra er Appolló. Frá músunum kemur orðið músík, og óteljandi lista- menn hafa ákallað þær í gegnum aldirnar. En að- standendur Sinfóníunnar hefðu á hinn bóginn átt að Söngurinn var ákalla áheyrendur, því þó aðsóknin væri nokkuð góð hafa oft fleiri setið á Sinfóníutónleikum í Háskólabíói. Stravinsky samdi Apollo musagete árið 1927 að beiðni Elizabeth Sprague Founda- tion. Skilyrðin voru þau að dansararnir máttu ekki vera fleiri en sex og að verkið tæki ekki meira en í hálftíma í flutningi. Stravinsky ákvað sjálfur efniviðinn en þurfti að sníða sér stakk eftir vexti því sex dansarar verða seint að níu gyðjum og einu goði. Hann kaus því að hafa gyðjurnar að- eins þrjár, Terpsichore, gyðju dansins, Calli- ope, gyðju epísks skáldskapar, og Polyhymniu, gyðju söngva og sálma sem til- einkaðir eru guðunum. Apollo musagete er ólíkur öðrum ballett- um Stravinskys, tónmálið er allt að því klassískt og hin miklu átök sem einkenna verk á borð við Eldfuglinn og Vorblót era víðs fjarri. Aðeins strengjaleikarar flytja tónlistina, sem er við hæfi, því stemningin á að vera upphafin og himnesk. í efnisskránni sagði að tónlistin væri „í fullu samræmi við hið tæra, kyrrláta og bjarta efni goðsagnar- innar. Þrátt fyrir það að ómstríðu gæti í hljómagangi er verkið allt óður til fegurðar- innar.“ Nú má auðvitað deila um hvort feg- urðin felist bara í hinu tæra, kyrrláta og bjarta, og hvort ómstríðir hljómar séu endi- hinn fegursti: Einsöngvarar Sinfóníuhljómsveitarinnar á æfingu. DV-mynd E.OI. Tónlist Jónas Sen lega ljótir. Hvað um það, tónlistin rann áfram snurðulaust þrátt fyrir örlitla hnökra á einum eða tveimur stöðum, og var maður fljótt kominn í aðra veröld þar sem litlar astralverur í tjullpilsum dönsuðu á höfðum hljómsveitarmeðlima, og allir vora glaðir. Syndafall En Adam var ekki lengi í Paradís, synda- fallið byrjaði strax eftir hlé. Þá var flutt mikið verk eftir Kurt Weill, Dauðasyndim- ar sjö. Verkið er fyrir stóra hljómsveit og fimm einsöngvara og er textinn eftir Bertolt Brecht. Söngvarar voru þau Marie McLaughlin, Gunnar Guðbjömsson, Guð- björn Guðbjömsson, Thomas Mohr og Nicholas Garrett, valinn maður á hverjum stað, því söngurinn var hinn fegursti. Marie McLaughlin var stórkostleg og karlmenn- irnir sungu einnig prýðilega, og blönduðust raddirnar fallega saman. Hljómur hljóm- sveitarinnar var einnig voldugur og glæsi- legur, blásararnir tærir og öruggir, strengimir þykkir og kraftmiklir, og styrk- leikajafnvægið fullkomið. Hljómsveitarstjór- inn Anne Manson var með allt sitt á hreinu, og má segja að túlkunin hafi bæði verið lærð og innblásin. Því miður vantaði þó dálítið upp á að þessi uppfærsla væri fullkomin. Efnisskráin var hinn aumasti bæklingur, aðeins tvíbrot- ið blað, og ein setning um Dauðasyndimar sjö. Öllu rýminu var eytt í æviágrip tón- skáldsins, og hefði verið betra að sleppa því að mestu en fjalla í staðinn um texta hverr- ar dauðasyndar og tengsl tónlistarinnar við textann. Hinn sungni texti er á þýsku, og því næsta víst að ekki hafa allir áheyrendur alltaf verið með á hreinu hvaða synd var verið að drýgja í hvert skipti. Einnig vora upplýsingamar um ballett Stravinskys ófúllnægjandi, t.d. hefði mátt gera grein fyrir hinum níu dönsum Appoll- ós við gyðjurnar þrjár, hvað var að gerast í hverjum dansi o.s.frv. Þetta er kannski ekki dauðasynd, en synd þó og slæmt ef aðstand- endur Sinfóníunnar ætla fara að spara efn- isskrána. Hún getur verið jafnmikilvægur hluti af tónleikunum og tónlistin sjálf. Nýja málverkið og öræfin Á morgun veröa opnaóar þrjár spennandi sýningar í sölum Lista- safns íslands. Kl. 17 veröur opnuð sýning á verkum Helga Þorgils Friöjónssonar, en hinar tvœr, Nýja málverkiö á 9. áratugnum og Örœfalandslag, kl. 11 í fyrramáliö. Verkin á þeim eru úr eigu safns- ins. Sýningin á verkum Helga Þor- gils spannar 20 ára feril hans og er liður í viðleitni safnsins til að sinna því markverðasta sem er að gerast í íslenskri myndlist í sam- tímanum. Úrvalið á að gefa yfirlit yfir listferil Helga, draga fram meginþemu í verkum hans og dýpka skilning okkar á stöðu hans í íslenskri og alþjóðlegri samtíma- list. Helgi er í íslenskri myndlist einn helsti fulltrúi þeirrar hreyf- ingar sem fram kom upp úr 1980 og kennd er við nýja málverkið - þess vegna er vel til fundið hjá safninu að hafa sérstaka sýningu á verkum annarra íslenskra myndlistar- manna i anda þeirrar stefnu um leið og sýn- ingu Helga. Helgi markaði sér fljótlega eig- inn farveg innan þessarar hreyfingar, og í listrænni þróun hans á undanförnum árum hefur myndmáliö tekið margvíslegum breyt- ingum eins og glöggt má sjá á sýningunni. í verkum hans er sterk listsöguleg skírskotun til barokklistar og ítalskrar endurreisnar og líka náið samband við eitt af megin- Sýning Listasafns íslands á verkum Helga Þorgils Friö- jónssonar spannar 20 ára fer- il hans. Þessi mynd var tekin náiægt upphafinu, á sýningu hans í Norræna húsinu í janú- ar 1981. Mynd úr safni DV. þemum rómantískrar listar á 19. öld- inni: tengsl manns og náttúra. Hann sviðsetur verk sin í goðsagnakenndu umhverfl þar sem mannveran er mið- læg og tengist ýmsum menningarleg- um og listsögulegum táknum. Sama dag og sýning Helga Þorgils verður opnuð í Listasafninu hefst sýn- ing á verkum hans á heimasíðu safns- ins á slóðinni www.listasafn.is en sýn- ingin sjálf stendur til 24. október. Hálendið hápólitískt mál Hálendi íslands hefur verið við- fangsefni íslenskra myndlistarmanna alveg síðan Þórarinn B. Þorláksson opnaði mönnum nýja sýn á töfra þess með verkum sínum upp úr síöustu aldamótum. Á eftir Þórarni komu Ás- grímur, Kjarval, Finnur Jónsson, Guðmundur frá Miðdal og margir fleiri sem áttu stóran þátt í að móta sjálfsimynd þjóðarinnar á fyrri hluta þessarar aldar. Einmitt núna er hálendið hápólitískt hita- mál sem ungir myndlistarmenn eins og Ge- org Guðni og Ólafur Elíasson taka óvæntan þátt í með áhrifamiklum verkum sínum. Á sýningunni Öræfalandslag í Listasafninu fá gestir tækifæri til að bera saman afstöðu og úrvinnslu listamanna af ólíkum kynslóðum, því verk þeirra endurspegla ólíka tíma og vitna um ólíka beitingu mynd- málsins. En öll eiga þau erindi í umræðuna um örlög og nýtingu hálendisins sem virðist skipta meira máli í sambandi við sjáifsí- mynd íslensku þjóðarinnar en flest annað nú við aldarlok. Sýningarnar Öræfalandslag og Nýja málverkið standa til 28. nóv- ember. Cuvilliés hjá Kammermúsíkklúbbnum Fyrstu tónleikar á vegum Kammermús- íkklúbbsins á 43. starfsári verða á sunnudags- | kvöldið kl. 20.30 í Bústaðakirkju. Þar verða leikn- ir þrír strengjakvartettar eftir Haydn, Mozart og Beethoven og flytjendurnir eru Cuvilliés-kvartett- inn frá Múnchen. Cuvilliés-kvartettinn er nýr en reistur á göml- um grunni því flestir sömu aðilar léku í Sinn- hofer-kvartettinum sem kom hingað niu sinnum, síðast 1993 eins og margir munu minnast. Nafninu á kvartettinum var breytt þegar Sinnhofer lést en Florian Sonnleitner kom í hans stað. Alls verða haldnir fimm tónleikar á þessu starfsári klúbbsins og verða þeir næstu 17. októ- jj ber. Þá leika saman Einar Jóhannesson og ís- lenska tríóið tríó eftir Mozart, Brahms og Beet- hoven. Að venju er öll dagskrá klúbbsins í vetur % afar vönduð en sérstaklega má geta þess að 5. des- : ember verður fluttur Strengjakvartett III, op. 64 p „E1 Greco" eftir Jón Leifs. IVið bendum á að aðsókn er góð að tónleikum Kammermúsíkklúbbsins og betra er að koma tím- anlega til að tryggja sér sæti. Áttu klukkustreng? Fyrsta frumsýning hjá Leikfélagi Akureyrar verður 1. október en á morgun verður opið hús í Samkomuhúsinu sem hefst kl. 15. Þar geta gestir fylgst meö æfmgu, hlustað á leikhúskórinn og upplestur, skoðað húsið og auk þess notið ýmissa veitinga. Fyrstir á akureyrsku fjalirnar verða Klukkustrengir Jökuls Jakobssonar sem ollu fjaðrafoki á sínum tíma, ef umsjónarmaður man rétt, vegna þess að einn leikarinn kom nakinn frarn - sem þá var enn fátítt. í tilefni af frumsýningunni hvetur LA alla sem eiga gamla eða nýja klukku- strengi til að taka þátt í sam- keppni um fallegasta, minnsta, stærsta og óvenju- legasta klukkustrenginn! Tekið verður á móti framlögum í samkeppnina í miðasölunni frá 18.-22. september. Vegleg verðlaun eru í boði! Shakespeare allur? Fróðleiksfúsir landar hafa verið að velta fyrir sér hvers konar leikverk það sé sem Iðnó ætlar að setja upp eftir áramót undir heitinu Shakespeare eins og hann leggur sig. Við spurðum leikhússtjór- ann hvort þetta væri misþyrming á höfuðskáldi þúsaldarinnar og hann harðneitaði því. „Fyrst og fremst er þetta skemmtun," sagði Magnús Geir, „en engin vitleysa samt.“ Umgerð verksins er sú að þrír leikarar koma í skóla til að kynna verk Shakespeares fyrir unga fólkinu. Þeir taka Rómeó og Júlíu og Hamlet rækhega fyrir en þegar þeir ætla að fara eins að með kóngaleikritin komast þeir að því að þar endurtaka sig minni og þemu auk þess sem persónugerðir ganga aftur þannig að vel má skella þeim saman í eitt... „Nálgunin er barnsleg og fyndin,“ sagði Magnús Geir. „Galdurinn er leikur inni í leiknum - eins og í kvikmyndinni Shakespeare ástfanginn - og út- koman er sú að við þráum meira að heyra - meira af Shakespeare sjálfum." Gamansögur Hákonar Aðal- steinssonar Hörpuútgáfan gaf í hittifyrra út ævisögu Há- konar Aðalsteinssonar sagnamanns og hagyrð- ings á Austurlandi - sem síðast heillaði þjóðina með fallegu ljóði á gjörningnum á Eyjabökkum | fyrir tveim vikum. Ævisagan var skráð af Sig- urdóri Sigurdórssyni blaðamanni og varö metsölubók það ár. í haust kemur út bók skráö af Hákoni sjálfum, smásagnasafnið Glott í golukaldann. Menningar- síðan hefur hlerað að þetta séu gamansögur - þótt sumar hafi al- varlegan undirtón - og styðjist við sönn atvik. Þar er til dæmis Isagan af vinnumanninum sem af ótta við að enginn tæki að sér að sjá um útför- ina hans ánafnaði þeim sama nokkrum kössum af brennivíni. Fréttin barst út um byggðarlagið og þegar karl dó urðu margir til að aðstoða við jarðarfórina. Varð þetta smám saman hin gmesta gleðisamkoma eins og nærri má geta og útfararræðan sjálf óborganleg ... Með sögunum birtir Hákon tækifæriskvæði j sín og vísur. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.