Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999 13 DV Fréttir Knútur Bruun vill sameiningu: Endurtekur tillöguna á hverjum fundi bæjarstjórnar Á fyrsta fundi bæjarstjómar Hvera- gerðis með nýjum bæjarstjóra, Hálf- dáni Kristjánssyni, kom berlega í ljós að pólítískum deilum innan bæjar- stjórnar er ekki lokið. Knútur Bruun var samur við sig og lagði fram tvær tillögur sem að venju hlutu lítinn hljómgrunn meirihlutans. í annarri tillögunni lýsti Knútur yfir vantrausti á meirihluta bæjarstjórnar og fyrrver- andi bæjarstjóra vegna lélegrar flár- hagsstjórnar og óráðsíu í fjármálum bæjarins. Krafðist hann þess að fram færi milliuppgjör á árinu, þ.e. frá ára- mótum til 1. ágúst, eða til þess er nýr bæjarstjóri tók við. Knútur dró þó til- löguna til baka þar sem i Ijós kom að í lokauppgjöri ársins verður unnt að sjá skil á milli útgjalda í tíð fyrri bæj- arstjóra og núverandi. Um síðari tillögu sína, sagði Knút- ur í samtali við DV, að hann mundi framvegis leggja hana fram á hverjum einasta bæjarstjórnarfundi eða þar til breytingar yrðu. Tillagan hljóðar svo: „Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkir að nú þegar verði teknar upp viðræður við sveit- arstjórnir Árborgar og Ölfuss um sameiningu þessara þriggja sveitarfé- laga. Skipuð verði nefnd þriggja bæj- arfulltrúa sem komi fram fyrir hönd Hveragerðisbæjar við þessar umræð- ur.“ í greinargerð sem fylgdi tillög- unni segir Knútur m.a. að með sam- Knútur Bruun ítrekar sameiningu við Árborg og Ölfus á hverjum bæj- arstjórnarfundi. einingunni yrði til öflugt sveitarfélag; sóknarfæri í allri uppbyggingu myndu aukast, atvinnutækifærum Qölga og skipulag allra málaflokka myndi skila betri árangri fyrir alla ibúa á Suðurlandi. Allur kostnaður yrði augljóslega mun minni. „Fyrr eða síðar verður sameining sveitarfélaga á Suðurlandi að raun- veruleika, hvort sem sveitarstjórnar- mönnum í þessum sveitarfélögum lík- ar betur eða verr. Það er augljós ávinningur af því að koma þessum umræðum af stað og kanna síðan vilja íbúanna á þessu svæði til sameining- ar.“ Tillagan var felld með 4 atkvæð- um meirihlutans. Haft var samband við Aldísi Haf- steinsdóttur, fulltrúa L-lista í bæjar- stjórn, og kvaðst hún vera á þeirri skoðun, að sameining þessara sveitar- félaga væri ekki tímabær. Henni fynd- ist jafnvel sveitarfélög yflrleitt flýta sér um of í sameiningamálunum. Hveragerðisbær væri „hagstæð ein- ing“ og ekki ástæða til þess að ganga til viðræðna við hin sveitarfélögin að svo stöddu. -eh Skotið á glugga á Háteigsveginum „Ég er skíthrædd að sitja hér úti við gluggann, þetta er óhuggulegt," segir Guð- ný Vilmundsdóttir en skot- ið var úr byssu á stofu- glugga hennar sl. fóstudag. Guðný, sem er 76 ára göm- ul, býr á annarri hæð i par- húsi við Háteigsveg. „Þetta gerðist um hálffjögurleytið. Ég var nýkomin heim ásamt kunningja mínum og við sátum bara í stofunni þegar við heyrðum smell. Það hefur verið seinna skotið því við heyrðum að- eins einn smell en götin voru tvö,“ segir Guðný. Skotið var á stofuglugga Guðnýjar Vilmundsdóttur á föstu- dag. Hún sagði annað gatið vera flngurstórt en hitt væri minna. Guðný kallaði til lög- reglu en hún fann hvorki byssumanninn né kúlur úr byssunni en talið er að um loftbyssu hafi verið að ræða. Guðný segir að á þriðjudag hafi komið í ljós að skotgat var einnig á glugga hjá hjónum sem búa á jarðhæð hússins. Að sögn Guðnýjar álítur lögreglan helst að skotið hafi verið á húsið af bíl- skúrsþaki við Flókagötu. -GAR Islandsvinur árþúsundsins Á síöasta ári þessa árþúsunds kanna DV, Bylgjan, Vísir.is og SS hverjir þaö eru aö mati íslendinga sem skarað hafa fram úr og hvaöa atburðir hafa sett hvaö mestan svip á síöustu 1000 árin í sögu íslands. Nú stendur yfir val á íslandsvini árþúsundsins og lýkur því laugardaginn 18. September. Taktu þátt á www.visir.is. Eftirtaldir íslandsvinir fengu flestar tilnefningar: Damon Albarn Erlendi feröamaöurinn Jörundur hundadagakonungur Kristján IX Danakonungur Rasmus Christian Rask Willard Fiske I, í vísir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.