Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritsýórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fiölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif<@>ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Orrusta vannst Ótrúleg gróðavon rekur menn til fíkniefnainnflutn- ings og sölu þrátt fyrir þá áhættu sem tekin er í slíkum viðskiptum. Á það jafnt við um líkur á því að brota- mennimir komist undir manna hendur og eyði hluta ævi sinnar innan fangelsisveggja og þá hættu sem fylg- ir lífl í undirheimum flkniefnanna þar sem gildi og sið- ferði eru af öðrum toga en almennt þekkist. Sá heimur er harður, varðaður hótunum, kúgunum, limlestingum og meiðingum. Mannslífið er lítils metið hjá þeim ógæfumönnum sem þangað rata. Innflytjendur og sölu- menn dauðans raka saman fé á ógæfu þeirra sem ánetj- ast hafa fíkninni og gera nánast hvað sem er til þess að komast yfir efnin. Athyglin beinist að þessu mesta böli samfélagsins vegna afbragðs árangurs í eilífri glímu lögreglu og toll- varða við helstu glæpamenn samtíðarinnar, flkniefna- þrjótana. Rannsókn fíkiefnamálsins, sem upp kom í lok síðustu viku, stendur nú sem hæst en ljóst er að um er að ræða stærsta mál sinnar tegundar hér á landi. Eftir að 7 kíló af hassi fundust í erlendu leiguskipi, auk maríjúana, var húsleit gerð í nokkrum húsum í Reykjavík. Þar fundust 18 kíló af hassi til viðbótar, um 6 þúsund e-töflur, 4 kíló af amfetamíni og tæpt kíló af kókaíni. Auk þess lagði lögreglan hald á þrjár dýrar glæsibifreiðar, tölvubúnað, skotvopn og eina milljón króna í peningum. Fjórir menn eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Fíkniefnamagn einstakra tegunda sem náðist í þessu eina máli er jafnt eða margfalt á við það sem náðst hef- ur á heilu ári áður. Árangurinn er því vissulega frábær og kemur róti á fíkniefnaheiminn. Söluverðmæti efn- anna hér á landi hefur verið metið á 100-150 milljónir króna, allt eftir því hve efnin eru mikið drýgð. Þótt lofa beri frammistöðu lögreglu og tollvarða sést vandinn samt af því að velta fíkniefnamarkaðarins hér á landi hefúr verið metin á um tvo milljarða. Haft hefur verið eftir Þórarni Tyrfingssyni, yfirlækni á Vogi, að ársneyslan sé að minnsta kosti 500 kíló af hassi, 120 kíló af amfetamíni og að minnsta kosti 12 kíló af kókaíni. Það vannst því orrusta í stríði sem því miður sér ekki fýrir endann á. Áætlað hefur verið að söluverð fíkniefíianna sé að meðaltali tífalt miðað við innkaups- verð. Þótt tekist hafi að stöðva stórtæka aðila nú rekur gróðavonin aðra til sömu óhæfuverka. Þeir skeyta því engu þótt gjörðum þeirra fýlgi óhamingja, sorg og dauði. Árangurinn nú varð þó til þess að loka fýrir þessa tilteknu smyglleið sem líklegt má telja að hafi verið opin í nokkurn tíma. Þar voru menn stórtækir eins og sést af því magni sem hald var lagt á. Vinna þeirra sem fást við harðsvíraða þrjóta fíkni- efnaviðskiptanna er ekki öfundsverð. Hún er jafnframt dýr og tímafrek. Það er vilji samfélagins að á þessum málum sé tekið af fullri hörkú. Almenningur fyrirlítur þessa sölumenn dauðans enda ótaldar þær íjölskyldur sem eiga um sárt að binda þeirra vegna. Því fé sem var- ið er til forvarnarstarfa í fíkniefnamálum, meðferð fíkla og síðast en ekki síst baráttu gegn innflutningi eit- urefnanna er vel varið. Fyrir kosningar í vor hétu stjórnvöld auknum flár- framlögum til þessarar baráttu. Árangurinn nú ýtir enn á að staðið verði við þau loforð. Frammistaða lög- reglu og tollvarða er hvatning til dáða og bendir til þess að baráttan sé ekki vonlaus. Jónas Haraldsson „Þannig á fólk að læra að sjá eigin tilveru í sögulegu samhengi og sögulegum samanburði; það kennir fólki hvort tveggja í senn að gagnrýna eigin lífshætti og að meta þá að verðleikum" - Á Árbæjarsafni; börn fræðast um lifnaðarhætti fyrri tíma. Aðför menntamála- ráðherra að sögunni Þetta er bæði ábyrgðarlaus og órökrétt kennslu- fræði. Opinberir skólar eru auðvitað ekki til þess að bjóða unglingum dægra- styttingu, heldur til þess að búa þá undir lífið og sérstaklega framhaldsnám. Menntun felur í sér vald, og hún veitir sérréttindi; hana verður að taka al- varlega. í þessu tilfeUi má líka spyrja, í fyrsta lagi: Hvers vegna er verið að semja ná- _— -----------—_ „Opinberír skólar eru auðvitað ekki til þess að bjóða unglingum dægrastyttingu, heldur til þess að búa þá undir lífíð og sérstak- lega framhaldsnám. Menntun felur í sér vald, og hún veitir sér- réttindi; hana verður að taka al- varíega. “ Kjallarinn Gunnar Karlsson prófessor Dæmalaust er hvað umræða um mennta- mál hefúr dáið út af eft- ir að sjálfstæðismenn fengu húsbóndavald í menntamálaráðuneyt- inu. Fyrir hálfum öðr- um áratug ólguðu allir Qölmiðlar vetrarlangt vegna hviksögu um að til stæði að hætta að kenna samfellda Is- landssögu í grunnskól- imum. Nú er tími til sögunáms í sameigin- legum kjarna fram- haldsskólanna skorinn niður um helming um leið og þrengt er veru- lega að íslandssögunni í grunnskólunum, og varla heyrist efa- semdarödd. Ég veit að þetta stafar ekki af því að allir séu sáttir við þessa aðför að sögu- náminu. Þögnin hlýtur að spretta af djúpstæðri og út- breiddri vantrú á að skynsamleg um- ræða um efnið komi að gagni, hvemig sem á þeirri vantrú stendur. Fyrirslátturinn valfrelsi í Morgunblaðinu 31. ágúst síðast- liðinn varði Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra niðurskurð sögukennslunnar með valfrelsi nemenda: „eins og stærðfræðin í framhaldsskóla eigi ekki að vera hindran fyrir þá sem hafi ekki áhuga á henni, eigi sagnfræðin ekki að vera hindrun fyrir þá sem hafi áhuga á að einbeita sér að öðru.“ kvæma námskrá um innihald sögunámsins ef valfrelsi nemenda er leiðarhnoðað? í öðm lagi má spyrja hvers þeir eigi að gjalda sem hafl ekki áhuga á greinum eins og íslensku eða ensku; hvers vegna er þeim ekki veitt valfrelsi? Sú námsgrein sem er að miklu leyti gerð að valgrein er óneitan- lega þar með sett í annan flokk. Nauðsyn sögunáms Það kann að mega færa til sanns vegar um sumar greinar að þær gangi út á tækni eða kunn- áttu sem gott er að sumir hafl á valdi sínu en ókleift að veita öll- um. Það getur til dæmis átt við fremur fjarlæg tungumál eins og frönsku og spænsku. En saga er einmitt ekki slík grein. Hún er umfram allt almenn uppeldisgrein og menningargrein. Hlutverk hennar er einkum að sýna ungu fólki rækilega og eftirminnilega að líf fólks hefur verið öðruvísi en líf okkar hér og nú. Þannig á fólk að læra að sjá eigin tilveru í sögu- legu samhengi og sögulegum sam- anburði; það kennir fólki hvort tveggja í senn að gagnrýna eigin lífshætti og að meta þá að verð- leikum. í stuttu máli: saga er aðferð til að kenna víðsýni. Á hinn bóginn er engin ástæða til að hafa afar mikla sögu í boði í framhaldsskól- um, því að þeir sem fá brennandi áhuga á henni tileinka sér hana best utan skólans. Samkvæmt nýju framhalds- skólanámskránni er heilmikið sögunám á félagsfræðabraut skól- anna. En á hinum brautunum tveimur, tungumálabraut og nátt- úrufræðabraut, er hægt að kom- ast af með tvo þriggja eininga áfanga, einn um almenna sögu fram á 18. öld, annan um síðari tíma sögu. Hæpið er að nemendur félagsfræðabrautar hafi meiri þörf fyrir sögulegt uppeldi en aðrir. Þvert á móti er líklega allra mik- ilvægast að verðandi raunvísinda- menn og verkfræðingar öðlist þá víðsýni sem best verður kennd með sögu, því fáir em hættulegri en þröngsýnir menn sem ráða yfir stórvirkri tækni. Gunnar Karlsson Skoðanir annarra Samkeppni tryggir neytandann „Verðhólguhraðinn að undanfórnu hefur að von- um opnað augu manna fyrir nauðsyn þess að vinna gegn þeirri þróun ... Ekki fer á milli mála, að sam- keppni á markaði er trygging neytandans fyrir hag- stæðu vöruverði og matvömmarkaðurinn hefur undanfarin ár verið talinn gott dæmi um það. Ríkis- stjómin er á réttri leið ætli hún að stuðla að aukinni samkeppni til að draga úr verðbólgunni. Þar má benda á nauðsyn þess að flýta einkavæðingu ríkis- fyrirtækja sem kostur er, t.d. ríkisbankanna til að minnka kostnað við fjármálaþjónustu, sem skilar sér inn í verðlag framleiðslufyrirtækjánna." Úr forystugrein Mbl. 16. sept. Eignaumsýsla Samfylkingar „Þegar Samfylkingin hefur verið gerð að formlegum stjórnmálaflokki verður hún stjórnmálaafl sem inni- heldur báða A-flokkana og Kvennalistann ... Það tekur að sjálfsögöu töluvert langan tíma að ganga frá þess- um málum flokkanna. Við erum á sumum stöðum með fleiri en eina eign sem þarf að ganga frá. Við þurfum líka að ganga frá okkar skuldbindingum og að sjálf- sögðu ætlum við að standa við þær allar. Þannig aö það er útilokað að ljúka þessum málum áður en Sam- fylkingin verður gerð að formlegum stjómmálaflokki, sem verður vonandi á næstu mánuðum." Margrét Frímannsdóttir í forsíðuviðtali í Degi 15. sept. Ávísun á stöðnun „Það em engin breytt viðhorf almennings á ís- landi til efnahagslegra gæða og baráttumenn gegn stóriðju, sem vilja þjóðgarða í stað virkjana, hafa misst sjónar á því hverjir em framtíðarhagsmunir í atvinnumálum þjóðarinnar. Menn gera ekki minni kröfur til lífsgæða í framtíðinni. Breyttu viðhorfin til Fljótsdalsvirkjunar og orkufreks iönaðar á Ís- landi era, ef þau ná fram að ganga, ávísun á stöðn- un í atvinnuháttum og lakari lifskjör á landinu. ís- lendingar þurfa ekki á þeim breyttu viðhorfum að halda ... íslendingar geta því miður aldrei lifað af þjóðgörðum." Árni Þormóðsson í Mbl. 16. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.