Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Side 8
8 MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 1999 Útlönd Stuttar fréttir i>v Byggja upp ör- yggissvæði í Tsjetsjeníu Flokkur öfgamannsins Haiders í öðru sæti: Öngþveiti blasir við í Austurríki Rússar héldu í gær áfram upp- byggingu öryggissvæðis í Tsjetsjeníu til að koma í veg fyrir að tsjetsjenskir skæruliðar geri árásir á rússneskt landsvæði. Talsmaður rússneska hersins sagði rússneskar hersveitir víða vera komnar um funrn kílómetra inn fyrir landamæri Tsjetsjeníu. Loftárásum var haldið áfram í gær á meintar búðir skæruliða í Tsjetsjeníu. Tsjetsjenar segja árásirnar gerðar á hús óbreyttra borgara. 28 manns, þar af 14 börn, eru sagðir hafa látist í loftárás á laugardagskvöld og 100 særst. Stuðningsmenn hægriöfgamannsins Jörgs Haiders fógnuðu góðum árangri Frelsisflokks hans í þingkosningunum í Austurríki i gær með bjór- og kampa- vínsdrykkju. Sögðu stuðningsmenn- irnir úrslitin sigur fyrir sönn austur- rísk gildi. Samkvæmt bráðabirgðatölum hlaut Jafnaðarmannaflokkurinn, flokkur Viktors Klima kanslara, 33,4 prósent atkvæða. Frelsisflokkurinn hlaut 27,2 prósent en Þjóðarflokkurinn, sem er í stjórn með Jafnaðarmannaflokknum, hlaut 26,9 prósent atkvæða. Karl Schlögl innanríkisráðherra sagði þó að um bráðabirgðaúrslit væri að ræða þar sem enn væri eftir að telja um 200 þúsund utankjörstaðaatkvæði. Talning þeirra getur tekið viku eða tíu daga. Wolfgang Schússel, leiðtogi Þjóðar- flokksins og utanríkisráðherra Aust- urríkis, hafði sagt að hann myndi ganga til liðs við stjómarandstöðuna lenti flokkur hans í þriðja sæti. í gær neitaði Schússel hins vegar að játa sig sigraðan. „Þessi bráðabirgðaúrslit eru ails ekki endanleg úrslit,“ benti hann á. Kvaðst hann viss um að þegar upp væri staðið yrði flokkur hans í öðru sæti. Verði hins vegar Frelsisflokkurinn í öðru sæti þegar öll atkvæði hafa ver- ið talin þykir líklegt að Haider krefjist þátttöku í stjórninni. Það veldur mörg- um innan Evrópusambandsins áhyggj- um, ekki bara vegna öfgafullra skoð- ana Haiders og hatms á innflytjendum heldur einnig vegna andstöðu hans við aðild Austurrikis að sambandinu. Búist er við að velgengni Frelsis- flokksins breyti stjómmálunum I Austurríki og leiði til öngþveitis eftir langt samstarf Jafnaðarmannaflokks- ins og Þjóðarflokksins. Forystumenn beggja flokkanna hafa báðir lýst því yfir að þeir vilji ekki stjórna með flokki Haiders. Sjálfur neitaði Haider í gær að leiða getum að því hvort hann yrði í næstu stjórn. Sagði hann eðlilegt að Thomas Klestil forseti sneri sér fyrst til Klima þar sem hann væri leiðtogi stærsta flokksins. INFLUEN SU SPRAUTA íbúum starfssvæðis Heilsugæslustöðvarinnar á Seltjamamesi er boðið upp á inflúensusprautu fimmtudaginn 7. október og föstudaginn 8. október kl. 14. til 16 báða dagana. Gengið er inn gegnt Valhúsaskóla. Starfsfólk Heilsugæslustöðvarinnar á Seltjamamesi. Símmúla 28 - 108 Reykjavík - Sími 568 0606 Geymið auglýsinguna! Jörg Haider fær koss frá stuðningsmanni. Haider var sigurvegarinn í þingkosningunum í Austurríki í gær. Símamynd Reuter Draskovic bjargast úr dularfullu slysi Serbneski stjórnarandstöðuleið- toginn Vuc Draskovic slasaðist lít- ils háttar í gær þegar vörubíl, sem kom úr gagnstæðri átt, var skyndi- lega sveigt í veg fyrir bíl sem hann var í. Þrír lífverðir Draskovics og mágur hans, sem var embættis- maður í Belgrad, létust við árekst- urinn. Draskovic og fylgdarsveinar hans voru á ferð í tveimur bílum skammt frá Lazarevac, sunnan við Belgrad, þegar vörubílnum var ek- ið yfir á rangan vegarhelming, að því er lögmaður Draskovics greindi frá. Ökumaður vörubílsins stakk af frá slysstaðnum eftir að hafa ekið á báða bílana. í gærkvöld stöðvaði óeirðalög- regla göngu um 15 þúsund mótmæl- enda í Belgrad. Neyddi lögreglan göngumenn til að breyta um stefnu. Draskovic fullyrti í gærkvöld að sér hefði verið sýnt banatilræði. INNKA UPA STOFNUN REYKJAVIKURBORGAR F ríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík-Sími 570 5800 Fax 562 2616 - Netfang: isr@rhus.rvk.is ÚTBOÐ F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í verkið: Sturlugata, gatnagerð og lagnir. Helstu magntölur eru: Uppúrtekt 7.000 m3 Fylling 10.000 m3 Púkk 2 300 m2 Holræsi 285 m Verkinu skal að fullu lokið 15. mars 2000. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með 5. október 1999 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð 14. október 1999 kl. 14.00 á sama stað. gat 100/9 ens darstólar Hvíldarstóll úr ledri i kr. 65.900,- Husgogn TILBOÐ HvíldarstóH úrtaui kr. 39.900,- Heimfararleyfi Yfirvöld í Indónesíu hafa gefið tugþúsundum A-Timorbúa, sem eru í flóttamannabúðum á V- Tímor, heimfararleyfi. Rannsaka kjarnorkuslys Rannsókn er nú hafin í Japan á kjarnorkuslysinu þar á fimmtu- daginn. Yfirmenn vinnslustöðvar- innar viðurkenna aö hafa breytt vinnureglum án samþykkis yfir- valda. Gagnrýnir Bradley A1 Gore, varaforseti Bandaríkj- anna, réðst í gær á keppinaut sinn, Bill Bradley, og sak- aði hann um að hafa stutt niður- skurð Ronalds Reagans, fyrr- verandi Banda- ríkjaforseta. Gore lýsti því einnig yfir aö hann ætlaði ekki að reka kosningastjóra sinn, Tony Coelho, þrátt fyrir umdeildar greiðslur hans vegna heimssýn- ingarinnar í Portúgal. Öllum verði refsað Þegar unglingar í innflytjenda- fjölskyldum í Danmörku gerast sekir um alvarlega glæpi á að refsa allri fjölskyldunni með því að vísa henni úr landi, að mati Þjóðarflokksins danska. Konungur bænheyrður Þegar íbúar Lesotho höfðu safn- ast saman í kirkjum landsins í gær, að beiðni Letsies HI. kon- ungs, til að biðja um regn féllu þungir regndropóir til jarðar. Mik- il þurrkatíð hefur verið í landinu í nokkra mánuði. Ofbeldisfullar kosningar Tugir létu lífið í átökum á Ind- landi í gær. Átökin tengdust fimmtu og síðustu umferð þing- kosninganna. Þjófnaður í höllinni Breska lögreglan rannsakar þjófnað í Buckinghamhöll, heim- ili Elísabetar Englands- drottningar. Lögreglan verst allra frétta en bresk blöð full- yrtu i gær að gimsteinum og erfðagóssi hefði verið stolið. Heimildarmenn inn- an lögreglunnar segja að þó hall- arinnar sé vel gætt utandyra sé öryggi ábótavant innanhúss. Taka á móti milljón Þrátt fyrir að atvinnuleysið á Spáni sé það mesta innan Evrópu- sambandsins eru spænsk yfirvöld reiðubúin að taka á móti 1 milljón innflytjenda til starfa við bygging- ar og landbúnað. Hleruðu sendiráð Þýska tímaritið Focus segir þýsk yfirvöld hafa sannanir fyrir því að bandarískir njósnarar hafi hlerað sendiráð Þýskalands í Washington. 105 kíló af heróíni Búlgarskir landamæraverðir tilkynntu i gær að þeir hefðu lagt hald á' 105 kíló af heróíni sem falið var í Mercedesbíl á leið frá Tyrklandi til Kosovo. Völdin til sveitamanna Vladimir Shoigu, ráðherra björgunarmála í Rússlandi, sagði á fundi nýlega stofnaðs kosn- ingabandalags að svipta ætti stjómmála- menn í Moskvu völdum og færa þau í hendur stjómmála- mönnum á landsbyggðinni. Stjómmálafræðingar telja að sam- tök Shoigus hafi verið stofnuð til höfuðs Primakov, fyrrverandi for- sætisráðherra, og Luzhkov, borgarstjóra Moskvu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.