Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 1999 15 Umhverfismál í ólestri Tæplega getur talist einleikið hve ósýnt Framsóknarflokknum er um að velja sér not- hæfa ráðherra. Að sönnu getur hann haft sér til afbötunar, að ekki sé úr miklu mann- vali að moða, en vist gæti hann gert betur og þá kannski haft hlið- sjón af sögunni. Þegar Hermann Jónasson taldi sig ekki hafa hæf- an þingflokksmann í embætti utanríkisráð- herra árið 1953, kvaddi hann til menntaskóla- kennara á Akureyri, Kristin Guðmundsson, og fól honum embættið. Áreiðanlega eru til framsóknarmenn vítt og breitt um landið sem betur er treystandi til að setjast í ráðherrastóla en sum- um þeim sem nú velgja þá. Síðan Framsóknarflokkurinn kom í ríkisstjóm hefur umhverfis- ráðuneytið orðið einna verst úti. Á fyrra kjörtímabili var sami ráðherra, Guðmundur Bjamason, látinn fara með umhverfismál og landbúnaðarmál, sem vitaskuld var goðgá. Með fullri virðingu fyr- ir landbúnaði, þá stangast hags- munir hans ósjaldan á við sjónar- mið umhverfisvemdar, og beinlín- is gráthlægilegt að láta sama mann hafa á hendi stjórn beggja ráðuneyta. Enda varð reyndin sú, að sjónarmið umhverfisverndar vom jafnan látin víkja fyrir öðr- um hagsmunum, ef í odda skarst. Vendilkráka Ekki tók betra við þegar vinda- skuplan Siv Friðleifsdóttir var sett yfir umhverfisráðuneytið. Síðan hún tók við embætti fyrir fimm mánuðum hefur ekki farið öðmm sögum af frammistöðu hennar en að hvaðeina sé í athugun eða verði sett í nefnd. Kjúklingahneykslið á Ásmundarstöðum, olíumengunin frá el Grillo á Seyðisfirði og fram- tíð Reykjavíkurflugvallar em með- al alvarlegra mála sem hún hefur hummað frammaf sér, ýmist með merkingarlausu þvaðri eða þögn- inni einni saman. í siðuðum lönd- um væri ráðamaður sem þannig afgreiddi örlagarík mál beðinn að hirða pokann sinn og snúa sér að verkefnum sem hann réði við. Það verður með hverj- um deginum sýni- legra að Siv Frið- leifsdóttir veldur ekki embætti sem hún nældi sér í fyr- ir einbera fram- hleypni og enga verðleika. Frægast dæmanna um frammistöðu hennar er samt deilan um Fljóts- dalsvirkjun. Hláleg- ur umsnúningur hennar í því máli er alræmdur orðinn og lýsir betur en nokkuð annað inn- ræti stjórnmála- manns sem einskis svífst til að hreppa völd. Vitanlega hafði Siv fulla heimild til að skipta um skoðun, þó gagnsætt væri af hvaða hvötum hún geröi það, en hún hafði ekki manndóm til að kann- ast við að hún hefði skipt um skoðun um leið og hún krækti í ráðherratitilinn. Og ekki nóg með það, heldur varð hún ber að ósvífnum lygum sem margsinnis er búið að reka oní hana. Stundum virðast því engin takmörk sett, útí hverskonar ógöngur valdafiknin getur teymt fólk. Fjandskapast við umhverf- isvernd Kannski er það ískyggilegast í þessum ókræsilegu málum, að sjálfur umhverfisráðherrann er orðinn skeleggasti baráttumaður ríkisstjórnarinnar gegn þeim, sem vemda vilja náttúru landsins, og eindregnasti andmælandi þeirrar sjálfsögðu kröfu meirihluta lands- manna, að afdrif Eyjabakka og fyr- irhuguð Fljótsdalsvirkjun verði háð lögformlegu mati á umhverfis- áhrifum rasksins sem ráðgert er. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa allra landsmanns, hvar í flokki sem þeir standa, að ráð- herrann sem falið er að hafa forgöngu um vernd íslenskr- ar náttúm fylli ekki flokk þeirra óhappa- manna sem flestu vilja fórna fyrir ál og stál. Vissulega er stórfurðulegt að Ólafur Öm Haraldsson skyldi ekki koma til álita þegar framsóknar- þingmaður var settur yfir um- hverfisráðuneytið. Sigurður A. Magnússon Það er vissulega stórfurðulegt að Ólafur Örn Haraldsson skyldl ekki koma til álita þegar framsóknarþingmaður var settur yfir umhverfisráðuneytið, segir greinarhöf. m.a. - Ólafur Örn Haraldsson alþingismaður. Kjallarinn Sigurður A. Magnússon rithöfundur „Áreiðanlega eru til framsóknar■ menn vítt og breitt um landiö sem betur er treystandi til aö setjast í ráöherrastóla en sumum þeim sem nú velgja þá. “ Borgarstjórinn styður umhverfismat Á fundi borgarstjómar Reykja- víkur 7. október sl. var hart deilt um tillögu undirritaðs, um að borgarstjóm skoraði á Alþingi ís- lendinga að sjá til þess að lögform- legt umhverfismat færi fram vegna fyrirhugaðrar Fljótsdals- virkjunar. í mnræðunni komust sumir borgarfulltrúar í mótsögn við fyrri gerðir sínar í borgar- stjórn þegar þeir sögðust ekki vilja íjalla um landsmál á vettvangi borgarstjórnar. Þessir sömu borgarfulltrúar höfðu áður fjallað um kjördæma- málið og ályktað um það I borgar- stjórn Reykjavíkur. Hálendis- og virkjanamálin koma Reykvíking- um við og snerta þá með beinum hætti umfram önnur sveitarfélög, því Reykjavíkurborg á 45% eignar- hluta í Landsvirkjun. Hagsmunir Reykvíkinga og meirihluta þjóðarinnar. Fámenn sveitarfélög á Austur- landi hafa ályktað um málið og krafist þess að ráðist verði í virkj- anaframkvæmdir í landshlutanum sem fyrst og að óskir meirihluta landsmanna um lögformlegt um- hverfismat verði virtar að vettugi. Á sama tíma treysta 11 af 15 full- trúum stærsta sveitarfélags lands- ins, þar sem 40% þjóðarinnar búa, sér ekki til þess að gæta hags- muna Reykvík- inga og meiri- hluta þjóðarinn- ar í þessu máli. Að viðhöfðu nafnakalli studdu 6 fulltrú- ar R-listans frá- vísunartillögu þeirra Alfreðs Þorsteinssonar og Helga Péturs- sonar en það voru auk flutningsmanna þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Helgi Hjörvar, Kristín Blöndal og Óskar Bergsson. Áður höfðu þó þau Ingi- björg Sólrún, Helgi Hjörvar, Helgi Pétursson og Kristín Blöndal lýst yfir stuðningi við lög- formlegt umhverfis- mat. Fimm fulltrúar D-listans, þau Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvars- son, Jóna Gróa Sig- urðardóttir, Guðlaug- ur Þór Þórðarson og Kjartan Magnússon studdu frávisunartil- löguna. - Ekkert þeirra lýsti yfir stuðningi við lög- formlegt mat. Það er eftirtektar- vert að af þeim fjór- um fulltrúum sem ekki studdu frávísun- artillöguna voru tveir fulltrúar Sjálf- stæðisflokks og einn fulltrúi Framsóknar- flokks. Þannig endurspeglast vilji al- mennings betur hjá fufltrúum rík- isstjórnarflokkanna í borgarstjóm en á Alþingi. Gegn frávísunartil- lögunni greiddu atkvæði auk mín þau Ámi Þór Sigurðsson og Guð- rún Jónsdóttir. Guðrún Péturs- dóttir sat hjá. Meirihluti borgarstjórnar styður umhverfismat. Þegar frávísunartillagan hafði verið samþykkt lét undirritaður bóka eft- irfarandi: „Átta af ellefu borgar- fulltrúum sem tekið hafa til máls hér í kvöld taka undir kröf- una um lögformlegt umhverfismat vegna Flj ótsdalsvirkjunar. Þannig liggur fyrir skýr vilji meirihluta borgarstjórnar um þessa kröfu sem end- urspeglar þjóðarvilja. Þetta sýnir með afger- andi hætti þverpóli- tískan stuðning í borgarstjórn Reykja- víkur við óskir þjóð- arinnar og eitt mikil- vægasta hagsmuna- mál hennar. Frávis- unartillaga sú sem hér var sam- þykkt varðar aðeins ágreining um hvort mál sem þetta eigi erindi i borgarstjóm Reykjavíkur. Flutn- ingsmaður telur svo vera vegna 45% eignaraðildar Reykjavíkur- borgar að Landsvirkjun. - Aðalat- riðið er þó aö skýr vilji borgarfull- trúa um að lögformlegt mat fari fram vegna Fljótsdalsvirkjunar liggur nú fyrir.“ Ólafur F. Magnússon „Frávísunartillaga sú sem hér var samþykkt varöar aöeins ágreining um hvort mál sem þetta eigi er- indi í borgarstjórn Reykjavíkur. Flutningsmaöur telur svo vera vegna 45% eignaraöildar Reykja• víkurborgar aö Landsvirkjun.“ Kjallarinn Ólafur F. Magnússon, læknir og borgarfulltrúi í Reykjavík Með og á móti Á að banna togveiðar á landgrunninu? Garöar H. Björgvinsson hefur óskaö eft- ír aöstoö Pauls Watsons og Sea Shepherd-samtakanna vlö aö stööva velöar togara á landgrunninu meö því aö klippa aftan úr þeim veiöarfærin. Garöar Björgvins- son trlllukarl vill koma á umhverfis- vænum veiöum vlö Hrein rányrkja „Rökin fyrir því að reka tog- arana út fyrir landgrunnið eru þau að það er verið að eyði- leggja botninn í kringum landið. Þegar vélamar í togurunum em komnar í 7000 hestöfl þá geng- ur þetta ekki lengur, þetta em eins og jarðýtur. Það er búið að leggja í rúst allan kóral við landið og slétta úr hraunum. Tind- amir sem voru við Vestmannaeyj- ar eru horfnir. Allt vestursvæðið er eins og malbikað plan og fiskur- inn á hvergi nokkurs staðar skjól. Svo er þessi gífurlega mengun frá þessum skipum. Menn auka þannig mengun og eyöa ósonlag- inu þvert á alþjóölega samninga. Þetta er hrein rányrkja. Þá er líka búið að eyðileggja lífshaminyju fólks og verið að leggja landsbyggð- ina af. Ég segi fyrir mig að ég get ekki borðaö jólamatinn og látið mér líða vel, vitandi af þvi að fólk- ið í næsta húsi þarf að skafa mygl- una utan af gömlu franskbrauði. Þetta gengur ekki lengur og ég er búinn að skrifa tuttugu umhverfis- verndarsamtökum til að leita eftir stuðningi. Herferð gegn íslenskum togarafiski á erlendum mörkuðum yrði þjóðinni hins vegar dýrkeypt og því ætla ég að fá Paul Watson til að hjálpa mér við að klippa aftan úr togurunum trollin og reka þá út fyrir með hörðu. Það verður allt klippt innan við 30 mílur og byrjað í júlí á næsta ári.“ Verður svarað af hörku „Ef þetta hefði verið 1. apríl þá hefði maður kannski brosað að þessu. Þarna er hins vegar háal- varlegt mál á ferðinni og ekki til að gera grín að. Garðar er með stór orð og það er sjálfsagt að leggja við hlustir og taka þau alvarlega. Þá er spurningin hvemig við svörum slíku. Við hljótum að svara þessu með mjög afgerandi hætti. í okkar þjóðfélagi verður framganga svona öfgahópa alls ekki liðin. Þarna er nánast verið að tala um að fremja glæp. Það er alvarlegt ef menn telja sig í einhverjum sérstökum kastala og ofar og æðri öllum öðr- um. Þá ætla þeir að framkvæma bókstaflega allt sem þeim kemur til hugar, burtséð frá þeim gífur- lega skaða sem það getur leitt af sér. Þama er auðvitað líf sjómanna í stórhættu ef menn ætla að klippa vírana aftan úr togurunum. Ef slíkur atgangur fer að eiga sér stað þá er mikið i húfi. Ég skynja það og veit að það verður tekið mjög hart á málinu og mönnum mun ekki líðast þetta. Orð em til alls fyrst og ég held að það ætti bara að fara að ræða við þessa fugla. Það ætti að sýna þeim fram á hvað þetta er graf alvarlegt mál sem þeir eru að koma af stað. Þetta eru engin smáorð sem þessir menn taka sér í munn. Þessu verður svarað með fullri hörku." -HKr Svorrir Loósson út- gcröarmaöur segir aö hótunum Garö- ars veröl svaraö af hörku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.