Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Qupperneq 16
16 ennmg MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 1999 IjV Pólitíska landslagið Stundum er talað um pólitískt landslag en þá er yfirleitt átt við huglægar hæðir og dalverpi sem valda vatnaskilum í pólitíkinni á hverjum tíma. Norðmaðurinn Pat- rick Huse sem um þessar mundir sýnir í Vestursal Kjarvalsstaða hélt hinsvegar fyrir stuttu fyrirlestur um landslagið sem pólitískt afl. Því mið- ur hafði ég ekki tök á að fara en giska á að efnið hafi tengst því, sem hann sagði í viðtali hér í blaðinu fyr- ir nokkru, er hann líkti íslensku náttúrufari við andófsafl, jafnvel hryðjuverkaafl. Myndlist Áslaug Thorlacius amar eru auk þess undir þykku gleri. Þessar óskOj- anlegu og tilgerðarlegu um- búðir eru sýningunni ekki til framdráttar. Pólitíska yfirlýsingin í öræfalandslagssýningu Listasafns íslands er öllu læsilegri en með henni er m.a. bent á gildi fagurfræð- innar þegar flóknar spum- ingar um verðmætamat og landnýtingu em vegnar. Hafa ber í huga að fagur- fræði snýst ekki eingöngu um form og lit og þó snyrti- lega sé gengið frá stórfram- kvæmdum á hálendinu skipta hughrifin ekki minna máli, hin magn- þrungna tilfmning fyrir ósnortnu sköpunarverki náttúmnnar. Þessi tilfinn- ing er afar sterk í mörgum verkum á sýningunni; ég nefni t.d. gullfallegar kvöld- og næturstemningar á suðurveggnum. Á sýningunni em verk eftir gamla meistara, minni spámenn og örfáa samtímamenn. Ekki ætla ég mér að gagnrýna einstök verk en það er stór galli á sýningunni hve samhengið er brotið og hve slæmt jafnvægi ríkir milli tíma- bila. Það er jákvætt að Listasafn íslands skuli taka þátt i umræðunni um mikilvægasta deilu- mál þjóðarinnar. Um leið má leiða hugann að samspili frelsis listarinnar og hins frjálsa markaöar. Rétt fyrir opnun sýningarinnar, nokkmm dögum eftir að islenskir listamenn fjölmenntu uppá hálendið til að sýna náttúr- unni samstöðu, var Listasafn íslands vettvang- ur fyrir fund FBA og Landsvirkjunar þar sem erlendum bönkum og fjármagnseigendum vom kynntir fjárfestingarkostir á íslandi. Má ætla að bréfin í eyðileggingu hinnar ósnortnu nátt- úru norðan Vatnajökuls hafi þar verið ofarlega á sölulistanum. Sýning Patricks Huse á Kjarvalsstöðum stendur tii 24. október. Safnið er opið alla daga kl. 10-18. Öræfalandslag í Listasafni íslands stendur til 28. nóvember. Safnið er opið alla daga nema mán. kl. 11-17. Hvort sem sýningin sjáif er póli- tísk yfirlýsing eður ei er yrkisefni Huse ís- lenskt landslag. Þó ekki póstkortastaðirnir Kvöld eftir Jón Stefánsson á sýningunni Öræfalandslag í Listasafni Is- lands. Ein af teikningum Patricks Huse á sýningunni á Kjarvals- stöðum undir þykku gleri. heldur hraunbreiðan og eyðisandurinn, kraft- mikil og úfin náttúra, gróðurvana og full af endurtekningu. Flest eru málverkin gríðar- lega stór og á sinn hátt glæsileg. Þau em mál- uð með þurrum og þekjandi litum í brúnum og gráum tónum ásamt miklu svörtu og sýna endalausar breiður af grjóti og hrauni, nibb- um og totum. Myndflöturinn iðar af óróleika, kaldur og harðneskjulegur. Nokkuð öðru máli gegnir um teikningar hans, en þéttriðið net af fínlegum línum og tærari litur glæða þær ríkari tilfinningu. í ofannefndu viðtali staðhæfir Huse að íslenskir landslagsmálarar máli sig út úr landinu, sjálfur máli hann sig inní það. Hvort hann á við að íslenskir málarar séu allir að búa til glansmyndir veit ég ekki en hans markmið er augljóslega hið gagnstæða. Samt get ég ekki séð aö þessar myndir fjaili af miklu næmi um innviði náttúrunnar. Þvert á móti þykja mér þær yfir- borðslegar og jafnvel skopmynda- legar (sér i lagi þær totóttu). Yfirskrift sýningarinnar, Rifa, hefur samkvæmt sýningarskrá jarðfræðilega tilvísun i sprungu- svæði eins og það sem gengur þvert gegnum ísland. Kannski er það skýring- in en „rifa“ er alltof veikburða orð fyrir þá náttúrukrafta sem um ræðir. Sömuleiðis eru textamir á veggjunum sérkennilegir; mér dett- ur i hug að listamaðurinn treysti ekki lands- lagsmálverkinu sem tjáningarformi og hyggist gefa sýningunni þyngd með djúpt hugsuðum kenningum. Á sama hátt vantar traust til verk- anna sjálfra en þau eru römmuð inn í stál eins og til að herða þau upp og viðkvæmar teikning- Fyrirlestrar og námskeið I dag kl. 12.30 kynna ljósmyndararnir Einar Falur og Ragnar Axelsson (á mynd) eigin verk í fyrirlestrum í Listaháskólan- um í Laugamesi, stofu 024. Námskeið opin almenningi á næstunni em „Myndvinnsla fi. Photoshop" þar sem unnið verður með breytingar og lag- færingar á tónum og lit. Kenn- ari er Leifur Þorsteinsson ljós- myndari og umsjónarmaður tölvuvers LHÍ. Kennt verður í LHÍ í Skipholti 1, stofu 301, vikuna 25.-28. október kl 18-22. Einnig verður námskeiðið „Þróun bygging- arlistar og skipulags á 20. öld, yfirlit". Tilgang- ur þess er að varpa ljósi á helstu þætti í ís- lenskri skipulags- og húsagerðarsögu á 20. öld. Gerð verður grein fyrir hugmyndum og kenn- ingum sem mest áhrif hafa haft á mótun byggðar hér á landi með tilvísun í verk helstu arkitekta. í fjórum fyrirlestmm verður m.a. íjallað um heimastjómarárin og upphaf stein- steypunotkunar, verk fyrstu arkitektanna, skipulagshugmyndir 3. áratugarins, kreppuár- in og upphaf módemisma, þróun þeirrar stefnu eftir stríð og breytt viðhorf í húsagerð eftir 1970. Kennari er Pétur H. Ármannsson, arkitekt og deildarstjóri Byggingarlistardeild- ar, Kjarvalsstöðum. Kennsla fer fram í hús- næði Listaháskóla íslands mánudaga og fimmtudaga, 25. október - 4. nóvember, kl. 20-22.30. Námskeiðið er samvinnuverkefni Listasafns íslands og Listaháskóla íslands. Námskeið um myndlistarvörur Slippfélagið stendur fyrir námskeiði um Lukas myndlistarvörur á fostudaginn kemur, 22. október, kl. 14 í aðalstöðvum Slippfélagsins að Dugguvogi 4. Fyrirlesari verður Joachim H. van Beek frá Þýskalandi sem talar á ensku en starfsmaður Slippfélagsins verður honum (og þátttakendum) til halds og trausts. Nám- skeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Ljóðatónleikar Annað kvöld kl. 20.30 heldur sópransöng- konan Elín Huld Árnadóttir sina fyrstu op- inberu einsöngstónleika á íslandi í Salnum í Kópavogi við undirleik pianóleikarans Williams Hancox. Á efnisskrá tónleikanna eru sönglög eftir Vincenzo Bellini og Hugo Wolf, Mignon ljóðin eftir Franz Schubert og einnig verða fluttir þrír ljóðaflokkar eftir Pál ísólfsson, Maurice Ravel og Claude Debussy. Chaplin við lifandi undirleik Ógleymanleg sena úr The Kid: Flækingurinn og drengurinn eru á flótta undan laganna verði - sem stendur á bak við þá! Á fimmtudagskvöldið kl. 20 verður þögla meistaraverkiö, Borgarljósin eftir Chaplin, endursýnt í Háskóla- bíó við undirleik Sinfóníuhljómsveit- ar íslands, en miklu færri komust að en vildu á þann atburð í fyrra. „Það var slegist um miðana!" segir Oddný Sen, framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins. Á laugardaginn kl. 17 verða svo kvikmyndimar Drengurinn (The Kid) og Iðjuleysingjamir (Idle Class) sýndar á sama stað, einnig við undir- leik Sinfóníuhljómsveitarinnar. Hljómsveitarstjóri er þýski tónlistar- maðurinn og stjórnandinn Frank Strobel. Oddný Sen, rithöfundur og kvik- myndafræðingur, stendur fyrir þess- um sýningum og viðurkennir fúslega að það geri hún af ástríðu. „Þegar ég var við nám í Paris fyrir mörgum áram fór ég á sýningu á mynd D.W. Griffiths, Intolerance, fjögurra klukkutíma mynd, þar sem Sinfóníu- hljómsveit Parísarborgar lék undir. Ég hef aldrei gleymt þessari uppá- komu og ég held að það sé vegna þess að það eru töfrar að verki í lifandi samspili kvikmyndar og tónlistar." Oddnýju langaði til að fleiri yrðu þessarar reynslu aðnjótandi og ákvað að prófa að gera þetta heima. Hreyfi- myndafélagið varð þó fyrri til með sýningu á Vindinum eftir Sjöström við undirleik Sinfóníuhljómsveitar ís- lands árið 1994. „Árið eftir settum við hjá Kvikmyndasafni íslands upp Metropolis við undirleik tveggja pí- anista og sýningin vakti rífandi fógn- uð,“ segir Oddný. „Myndin var sýnd án hlés í þrjá og hálfan tima og fólk af öllu tagi, frá fjögurra ára börnum upp í gamalmenni við hækjur, sat bergnumið! Síðan hefur verið ein sýning á ári og nú er þetta orðin hefð.“ Oddný lítur á þetta tiltæki sem svar við tæknibrellunum sem eru allsráðandi í kvik- myndum okkar tíma. „Við erum orðin svo firrt að við eigúm bágt með að greina á milli listar og rusls," segir hún, „það er hollt að hverfa aft- ur til upprunans við og við.“ Og í ljós hefur komið að fólk hefur afar gaman af að upplifa kvikmyndir eins og þær voru fyrir tima tal- mynda. Hljóðið var reyndar komið til sögunn- ar þegar Chaplin gerði Borgarljósin 1931 en honum fannst gæðin ekki nógu mikil og ákvað að hafa myndina þögla. Hin sígilda andhetja Borgarljósin eru ein af klassískum perlum kvik- myndasögunnar. Þar verður Flækingurinn ástfanginn af blindri blómasölustúlku og ákveöur að reyna að veita henni sjónina með dýrri læknisaðgerð en ratar í ótrú- legustu ævintýri við fjáröflun- ina. Drengurinn var gerð árið 1921 og sýnir Flækinginn í grátbroslegum uppákomum við barnauppeldi. Sú mynd festi Chaplin í sessi sem virtasta kvikmyndaleikara og leikstjóra samtímans. Ári seinna gerði Chaplin Iðjuleys- ingjana. Þar er Flækingurinn í tvöföldu hlutverki; annars vegar sem hann sjálfur og hins vegar sem viðutan eigin- maður í sumarleyfi með konu sinni. Chaplin lagði áherslu að gera Flækinginn að tákn- mynd fyrir baráttuþrek mannkyns - manninn sem lætur aldrei bugast og missir aldrei sjálfsvirðinguna hvað sem á dynur en er einnig svarinn fjandmaður borgara- legra gilda. Flækingurinn er fyrsta andhetja kvikmynd- anna, margræður í ærslafull- um einfaldleik sínum, spegill mannlegra tilfinninga sem hefúr haft víðtæk áhrif á per- sónusköpun margra þekkt- ustu kvikmyndagerðarmanna sögunnar. Að viðburðinum standa Kvikmynda- sjóður, Kvikmyndasafn íslands og Sinfón- íuhljómsveit íslands með stuðningi Germaníu. Tekið er á móti pöntunum í síma 562 2255, og gætið þess að panta tím- anlega! í jöklanna skjóli „í jöklanna skjóli" heitir nýútkominn geisladiskur frá Karlakómum Jökli í Hornafirði. Þetta er fyrsti hljómdiskur kórs- ins en hann hefur starfað frá árinu 1973. ■ Lagaval er ijölbreytt, hefðbundin karlakóralög, lög og/eða ljóð eft- ir homfirska höfunda og auk þess nokkur lög eftir hinn kunna lagahöfund Magnús Eiríksson. Stjómandi Jökuls, Jóhann Morá- vek, útsetti fyrir kórinn lög | Magnúsar Eiríkssonar og fékk hann til liðs s við kórmenn félaga úr hljómsveit Hauks í Þorvaldssonar, ennfremur 15 ára gamlan saxófónleikara, Sveinbjöm Pálsson, og slag- verksleikarann Jón Björgvinsson. Eins og fyrr segir er stjómandi kórsins Jóhann Morávek og píanóleik annast Guö- | laug Hestnes. Skifan sér um dreifingu. Finnrás á Súfistann Annað kvöld verður finnskt kvöld á Súfist- anum - bókakaffí í verslun Máls og menning- ar, Laugavegi 18. Þar mun hinn frækni finnski ritíjöllistahópur The Fabulous Four and A Blondie (Hin fjögur' fræknu og : Ljóska) skýra i tali og tónum frá því helsta sem er á döfinni i finnskri ritlist og fjalla um muninn á finnskum og íslensk- um bókmenntum. Dagskráin fer fram á finnsku, sænsku, i ensku og íslensku. Einnig les Guðrún Sigurðar- dóttir úr þýðingu sinni á jj; skáldsögunni Ári hérans eftir í i finnska rithöfundinn Aarto Paasilina sem ný- lega kom út hjá tslenska kiljuklúbbnum. Dagskráin hefst kl. 20 og er aðgangur ókeyp- is og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.