Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Side 36
Vinningstolur laugardaginn: 16.10. 17f20 *31 W Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1. 5af 5 0 3.216.120 2. 4 af 5+^B . 302.850 3. 4 af 5 44 11.870 4. 3 af 5 1.670 720 Jókertölur vikunnar: 0 6 8 FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Sá fyrir sér fyrirsögn í DV er hann fékk í sig slysaskot: Oddvitinn skaut sveitarstjórann - á rjúpnaveiðum þegar skot hljóp í fót sveitarstjórans „Þegar ég áttaði mig andartaki eftir skotið og uppgötvaði að ég var ekki lífshættulega slasaður þá sá ég fyrir mér fyrirsögn í DV - Oddvit- inn skaut sveitarstjórann! Stutta stund var mér hlátur í huga. Odd- vitinn fékk auðvitað áfall enda var þetta slæm lífsreynsla fyrir hann. 46)n þetta er að jafna sig núna,“ sagði Reynir Þorsteinsson, sveitarstjóri á Raufarhöfn, í samtali við DV. Reynir var með oddvita Raufar- hafnarhrepps, Þór Friðrikssyni, á rjúpnaveiðum á föstudag á fjallgaröi milli Þórshafnar og Raufarhafnar. Þegar þeir höfðu skotið hvor á sína rjúpuna varð slys: „Við gengum samsíða með um tíu metra millibili. Þór var fyrir ofan en ég neðar í farvegi. Hann var með tvíhleypu. Þegar hann hleypti af kom fyrst ekkert skot. Þá skaut hann úr hinu hlaupinu. Þeg- ar við gengum að rjúpunurfi opn- aði Þór byssuna, tók tóma skot- hylkið úr og setti nýtt. Þegar hann smellti byssunni aftur hljóp fyrra skotið úr. Ég fann samstundis roknahögg eins og verið væri að lemja mig i fótinn með stórri sleggju. Sem bet- ur fer hafði Þór ekki beint byssunni hærra en raun bar vitni. Ég gat ekki annað en haft gaman af þessu og sá fyrir mér fyrirsögn DV - Odd- vitinn skaut sveitarstjórann. En þegar við gengum áleiðis að bílnum fann ég að það var ekki í lagi með fótinn á mér,“ sagði Reynir. Sigurður Halldórsson, læknir frá Kópaskeri, gerði að sárum sveitar- stjórans. „Hann sargaði höglin úr löppinni á mér. Ég tel sennilegt að fjallgönguskór sem ég keypti í Skátabúðinni hafi bjargað löpp- inni. Verst er að annar skórinn er ónýtur. Ég er allur að koma til núna enda er Sigurður góður læknir," sagði sveitarstjórinn. Hann sagði að þeir Þór teldu að svokallaður pinni i tvíhleypu odd- vitans hefði staðið á sér þegar fyrra skotið hljóp ekki úr byss- unni. -Ótt Garðar BA á strandstað í gær. DV-mynd Hafþór Sluppu heilir Tveir menn komust heilir á húfi í land er sex tonna vélbátur, Garðar BA 62, strandaði við svo- kallaða Hnífaflögu sunnanvert í Kollsvík vestan Patreksfjarðar á ^laugardagskvöldið. Hægviðri var á strandstað er óhappið var og lítill sjór. Lögregl- an á Patreksfirði hafði samband við menn í björgunarsveitinni í Rauðasandshreppi hinum forna og héldu þeir þegar á strandstað. Tóku þeir á móti mönnunum í fjörunni. Að sögn lögreglu var farið á strandstað á sunnudags- morgun til að reyna að bjarga einhverjum verðmætum úr bátn- um. Þá var hann nokkuð heilleg- ur en síðdegis í gær var hann orðinn gjörönýtur. „Við sluppum báðir ómeiddir," sagöi Björgvin Helgi Fj. Ás- björnsson skipstjóri sem hafði verið að veiðum ásamt Rúnari ' ' Haukssyni háseta. -HKr. Vantraust rætt á kjördæmisþingi Framsóknar: Dregið úr látum Vantraust á forystu Framsóknar- flokksins í Reykjavík var rætt á kjördæmisþingi Reykjavíkurfélag- anna um helgina. Óskar Bergsson, sem bar upp vantrauststillögu á stjóm Framsóknarfélags Reykjavík- ur á aðalfundi félagsins fyrir nokkru, hóf umræðuna á þinginu. Aðalsteinn Magnússon, formaður stjómar, svaraði honum. Umræðan snerist að hluta til um hvort Óskar ætti að segja af sér trúnaðarstörfum fyrir flokkinn þar sem hann væri eins óánægður með störf forystunn- ar í Reykjavík og raun bæri vitni. „Óskar ræddi þessi mál og ég fór yfir stöðuna eins og hún er frá mtn- um sjónarhóli,“ sagði Aðalsteinn Magnússon, formaður stjórnar FR. „Óskar var ekki að reyna að æsa til ófriðar en reyndi fremur að halda andlitinu. Mér finnst menn vera að reyna að draga úr þessum látum sem urðu á dögunum. Ég sagði að enginn hefði sagt að Óskar ætti að segja af sér heldur ætti hann ein- ungis að hugsa sinn gang.“ Óskar Bergsson kvaðst ekki tilbú- inn til að tjá sig um hvort hann myndi segja af sér trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Nánar á bls. 6. -JSS Vegleg flugeldasýning við Kringluna: Skelkað fólk hringdi í lögreglu unar á stækkaðri Kringlu í Reykja- vík. Fylltu bílar öll stæði og götur í nágrenninu er mannfjöldinn fylgdist með sýningunni sem var mjög tilkomumikil en hjálparsveit skáta sá um framkvæmdina. Að sögn lögreglu gekk allt slysalaust en mikið hringt og kvartað vegna hávaða frá sýningunni. í nágrenn- inu býr talsvert af gömlu fólki og sagði lögreglumaður að sumir hefðu hreinlega verið hræddir vegna sprenginganna. -HKr. Mikil flugeldasýntng var haldin á laugardagskvöldið í tilefni opn- Fólk fylgdist hugfangið með. DV-mynd S FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 1999 „Viðtökurnar voru alveg frábærar," sagði Skarphéðinn Jónsson, versiunar- stjóri BT, en fjórða verslun BT var opnuð í Reykjanesbæ á iáugardag og sú fyrsta utan höfuðborgarsvæðisins. „Hér var dyravörður sem hleypti inn í hollum en biðröð var hér langt upp á götu og þeir fyrstu komu um klukkan þrjú um nóttina. Næstum öll opnunartilboðin kláruðust strax á laugardag. DV-mynd Arnheiður Veðrið á morgun: Rigning sunnanlands Á þriðjudag gerir Veðurstofa íslands ráð fyrir suðvestanátt, 8-10 m/s. Súld eða rigning verður öðru hverju sunnanlands en skýj- að með köflum norðan- og vestan- lands. Hiti verður á bilinu 5-10 stig yfir daginn en nálægt frost- marki norðan- og vestanlands að næturlagi. Veðriö í dag er á bls. 45. MERKILEGA MERKIVÉLIN brother PT-igoa Islenskir stafir 5 leturstærðir 8 leturgerðir 6, 9 og 12 mm prentborðar Prentar í tvær llnur Verð kr. 6.603 Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.