Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 Fréttir Forseti borgarstjórnar segir brotthvarf Arna Þórs sameina alþýðubandalagsmenn: Efasemdir um að hann haldi trúnaðarstörfum - Árni Þór verður að eiga við samvisku sína, segir Helgi Hjörvar Helgi Hjörvar segir miklar efasemdir vera meðal alþýðubandalagsmanna um að Arni Þór Sigurðsson geti haldið trúnaðarstörfum sínum. inn í borgarstjóm á næstu vikum viö nokkra tilhlökkun fyirum sam- herja og núverandi andstæðinga Áma Þórs. Innkoma Hrannars þýð- ir að Ámi Þór hverfur út úr borgar- stjóm en tekur sæti sem varamaður svo sem hann var kjörinn til. Eftir stendur að Ámi Þór er í forsæti hafnarstjómar auk þess að stýra skipulagsnefnd. Titringur er vegna þess að Ámi Þór er sagður ætla að halda þeim störfum sem litið er svo á að tilheyri Alþýðubandalaginu. Fram kom í samtali DV við Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borgar- stjóra að hún treysti Áma Þór til góðra verka og jafnframt að hún sæi ekki annað en hann ætti eftir sem áður aðild að R-listanum. Jafnframt sagði Ingibjörg Sólrún að hún sæi ekkert því til fyrirstöðu að vinstri- grænir störfuðu innan R-listans. Forseti borgarstjómar segir marga félaga sjá annmarka á því að Ámi Þór haldi trúnaðarstörfum sinum fyrir hönd R-listans. „Hann hefur tekið að sér ýmis trúnaðarstörf sem Alþýðubandalag- inu voru ætluð. Hann verður að gera það upp við samvisku sína hvort það sé rétt að yfirgefa Alþýðu- bandalagið en halda trúnaöarstörf- unum. Um það mál hafa margir fyrrverandi félagar hans miklar efa- semdir og það verður til umræðu á næstu vikum,“ segir Helgi Hjörvar, forseti borgarstjómar. -rt „Afleiðingin af brotthvarfi Árna Þórs er sameining alþýðubandalags- félaganna í Reykjavík. Ákvörðun hans hefur því þjappað okkur sam- an,“ segir Helgi Hjörvar, forseti borgarstjómar Reykjavíkur, um úr- sögn flokksbróður síns, Áma Þórs Sigurðssonar, varaborgarfulltrúa úr Alþýðubandalaginu. Helgi segir skaðann af brotthvarfi Árna Þórs því vera sáralítinn og það hafi glöggt komið fram á fundi í Alþýðubandalagsfélagi Reykjavíkur þar sem Ámi Þór sagði sig úr félag- inu. „Hann sagði sig úr félaginu ásamt níu öðrum en á sama fundi gengu inn 17 nýir félagsmenn. Jafnframt var kynnt tillaga um sameiningu al- þýðubandalagsfélaganna í Reykja- vlk. í meira en 10 ár hafa alþýðu- bandalagsmenn í Reykjavík skipst í tvær fylkingar, Alþýðubandalagsfé- lag Reykjavíkur og Birtingu. Með brotthvarfi Áma virðist sá klofning- ur úr sögunni og líkur eru á aö fé- lögin sameinist á næstu dögum. Úppákoman hefur því þjappað mönnum saman um Alþýðubanda- lagið og það verkefhi að sameina fé- lagshyggjufólk," segir Helgi. Eins og DV greindi frá í síðustu viku kemur Hrannar B. Amarsson Slagurinn um mesta aflaverðmæti íslandssögunnar: Baldvin með metafla Samherjatogarinn Baldvin Þor- steinsson frá Akureyri kom til Reykjavíkur í gærmorgun með mesta afla sem íslenskt fiskiskip hefur komið með úr einni veiðiferð. Aflaverðmæti nemur 126,6 milljón- um króna, en veiðiferð skipsins tók alls 35 daga. Upp úr sjó nam aflinn 703 tonnum, en heildaraflaverðmæti Baldvins Þorsteinssonar á árinu eft- ir þennan túr er um 700 milljónir króna. Mikill slagur er nú um mesta aflavermæti íslandssögunnar en eins og fram kom í DV í síðustu viku stefnir Ámi Sigurðsson, skip- stjóri á Amari HU, á aflaverðmæti upp á einn milljarð króna á árinu. Amar hefur þegar borið að landi afla sem nemur 825 milljónum króna. Á hæla Amari kemur Bald- vin Þorsteinsson með 700 milljónir króna. Hákon Þ. Guðmundsson, skip- stjóri í þessum mettúr, segir að afl- inn samanstandi af þorski, karfa, ufsa og ýsu, en aRur aflinn fékkst vítt og breitt vestur af landinu. Há- setahlutur eftir þessa ferð er um 1,2 milljónir króna en hlutur yfir- manna hærri og skipstjórinn með um 2,4 milljónir í sinn hlut. Hákon skipstjóri segir að nú þurfi að hafa miklu meira fyrir því að ná í þorsk en verið hafi í talsvert lang- an tíma vestur af landinu. „Það hef- ur komið í ljós sem gamlir og reynd- Baldvin Þorsteinsson í Sundahöfn f gær. ir skipstjórar sögðu að stóra torfan á Halanum yrði þar ekki alltaf. Hún er nú horfm, en menn virtust geta gengið í þessa torfu og veitt úr henni eins og þeir vildu. Við þurft- um t.d. i þessum túr að hafa talsvert fyrir því að ná í þorskinn, og nota gömul brögð,“ sagði Hákon. -gk Vaðið í villu og svima Brotthvarf Áma Þórs Sigurðssonar úr Alþýðubandalaginu og fullyrðingar hans um Samfylkinguna hafa truflað sálarró margra. Áma Þór finnst pólitík Samfylkingarinnar innihaldslítil og miklu rýrari en margir gerðu sér grein fyrir I upp- hafi. Hann segir að ef hugmyndafræðina vanti vaði menn í villu og svima. Úr verði sundurlaus hjörð sem ekki nái vopnum sín- um. Angi af vandræð- um Samfylkingarinnar sé að auki vöntun á for- ystu. Margrét Frímanns- dóttir, anginn sá, sem fer fyrir sundurlausri hjörð með hugmynda- fræði villu og svima, segir aö Ámi Þór sé eigin- hagsmunaseggur sem hafi ekki lagt sig fram um að fylgjast með starfmu innan Samfylkingarinn- ar. Margrét skilur greinilega ekki að Árni Þór er einbeittur maður með skýr pólitísk markmið. Slíkir menn finna eðlilega ekki neitt við sitt hæfi innan Samfylkingarinnar. Enda vaða menn þar á bæ í villu og svima um allt land að stofna mál- fundafélög um hugmyndafræði sem fæstir þekkja. Og sviminn er þvílíkur að talsmenn mál- fundafélaga tilkynna um stærstu stundir í póli- tiskri sögu kjördæmanna. Ámi Þór á sig nú sjálfur. Sem slíkur er hann varamaður fyrir kosningabandalag R-listans í borgarstjóm og hefur komið sér svo vel fyrir að geta státað af formennsku í hafnarstjórn og stýri- mennsku í skipulagsnefhd. Og þar sem Ámi Þór er einbeittur maður með skýr pólitísk markmið ætlar hann auðvitað að halda í þessi trúnaðar- störf hjá R-listanum. Og Ámi Þór er ekki einung- is einbeittur maður með skýr pólitísk markmið heldur er hann alvörupólitíkus, eiginhagsmuna- seggur sem hugsar meira um sjálfan sig og sinn frama en málefnin. Eða svo segir Margrét sem skilur ekki að Ámi Þór á sig sjálfur og hugsar því eðlilega um sjálfan sig. Það skilur borgar- stjórinn hins vegar ósköp vel. Hún á sig sjálf og skiptir sér ekki af því þó að fólk segi sig úr flokk- um eða flytji sig á milli flokka. Bara að sér sé sýndur fullur trúnaður og heilindi. Sér sé hlýtt. Áhrifa Áma Þórs gætir víða. Hann ruglar ekki einungis Margréti í ríminu heldur vinnur hann það kraftaverk að stuðla að sameiningu aðildar- félaga í flokki sem ekki er til nema að nafninu til. Helgi Hjörvar ræður sér ekki fyrir kæti yfir því aö Árni Þór skuli farinn. Það sé heillaspor sem muni sameina Alþýðubandalagsfélag Reykjavík- ur og Birtingu, félög í flokki sem er nafnið eitt. Og ekki nóg með það. Um leið og Ámi Þór sagð- ist eiga sig sjálfur fóm níu með honum úr Al- þýðubandalagsfélagi Reykjavíkur. En um leið gengu 17 nýir félagsmenn í félagið - í flokki sem ekki starfar nema að nafninu til. Ámi Þór hefur þjappað mönnum saman um þau skýra pólitísku markmið að vaða saman í villu og svima. Dagfari Ekki Ingu Jónu Lítill áhugi virðist vera hjá hin- um nýja armi Sambands ungra sjálfstæðismanna með formann- inn, Sigurð Kára Kristjánsson, í fararbroddi að leyfa leiðtoganmn og eiginkonu fjár- málaráðherrans, Ingu Jónu Þórð- ardóttur, að hirða borgar- stjórasætið þegar og ef það féllur Sjálfstæðis- flokknum í skaut. Þeir leita því logandi ljósi að kandídat sem þeir geta teflt fram en sá hinn sami þyrfti að vera einhver sem menntamálaráð- herrann Bjöm Bjamason gæti sætt sig við því hann mun hafa stutt Sigurð Kára í baráttu hans til formanns SUS. Sjálfur stefnir Sig- urður Kári til hárra metorða inn- an flokksins og þykir ein bjartasta vonin meðal hinna ungu og óreyndu... Spaugstofa Spaugstofan lét afmá nafn sitt úr firma- skrá Reykjavík- vu- -jiegar hún lét af störfum. Gárungarnir segja núna að ástæða þessa sé að enginn rekstrargrandvöllur hafi veriö fyrir Spaugstofuna lengur, þjóð- félagið sé svo farsakennt. Meðan menn eins og Finnur Ingólfs- son, Halldór Ásgrímsson, Árni Johnsen og Guðni Ágústsson séu á hverju kvöldi í sjónvarpinu þýði ekkert að reka Spaugstofu. Flutningarnir hafnir Hinir árlegu „nauöungar- flutningar" á bandarískum körfuknattleiksmönnum frá ís- landi til heimkynna þeirra eru hafnir og standa ef að líkum lætur yfir næstu vik- urnar. Það er orðið árvisst að hluti þeirra er- lendu körfuknatt- leiksmanna sem koma hingað til að leika með islensku liðunum stendur ekki undir þeim væntingum sem til þeirra hafa verið gerðar, og því fá þeir að taka pokann sinn og halda heim. Þórsarar á Akureyri riðu á vaðið núna og sendu bandarískan leikmann heim, enda sá lélegur og auk þess kom hann meiddur til landsins. Annar erlendur leik- maður er á leið til Akureyrar, og væntanlega verða fleiri er- lendir körfuboltamenn á ferð og flugi á næstunni. Ekki frétt í Sandkomi á laugardag var sagt frá því að stjómendur RÚV hefðu fengið hland fyrir hjartað þegar fréttist að atriði um Hill- ary Clinton yrði í þættinum Stutt í spunann sömu helgi og hún var stödd á Fróni. Sagði að atriðið hefði verið flautað af og Hjálmar Hjálmarsson, annar stjórnandi þáttarins, hefði orðið heldur stuttur í spuna í kjölfarið. Rétt er að titringur var vegna Hillary-at- riðisins en það fékk hins vegar að hanga inni. Má því segja að Sandkorn hafi verið með hálf- gerða ekkifrétt á laugardag, eitt- hvað sem hefði nú átt að falla í kramið hjá Hjáilmari... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.