Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1999, Blaðsíða 17
16 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 25 Sport Sport I hvor annan undir lokin enda ótrúlegur leikur. Það skapað- ist frábær stemning, fólk í skemmti sér vel á leiknum log þetta var ógleyman- llegt fyrir þær sakir. Æk ■ Við köstuðum Æ Itvisvar frá okkur H f sigrinun og þvi var jafnframt svolitið h^. fúlt að þurfa Vjj t'Jrff að vera f f| með , ' og hvaðan Tómas Holton er fyr- ; irliði Skalla- j gríms og L hann átti Bikarkeppnin í körfuknattleik: Keflavík dróst gegn Njarðvík Dregið hefur verið um hvaða lið leika Sciman í bikarkeppni karla í körfuknattleik. Sú viðureign sem vekur hvað mesta athygli er án efa leikur Keflvíkinga og Njarðvíkinga. Það er því ljóst að annar þessara risa þarf að bíta í það súra epli að falla snemma út úr keppninni i ár en þau léku til úrslita á síðasta tímabili þar sem Njarðvíkingar unnu í mjög dramatiskum leik. Annar leikur í keppninni verður einnig viðureign liða úr úrvals- deildinni en þar leiða saman hesta sína Þór frá Akureyri og KFÍ. Eftirfarandi lið drógust saman: Breiðablik-Hamar, Dalvík-Sel- foss, Stjarnan-Grindavík, Kefla- vík-Njarðvík, Fjölnir-Haukar, Ár- mann/Þróttur-Tindastóll, ÍS-KR, Stafholtstungur-KR b, Þór Ak.-KFÍ, Þór ÞorlákshöTn-Skallagrímur, HK-Snæfell, ÍV-ÍR, Golfklúbbur Grindavíkur-Smári, Valur-ÍA. Örn- inn og Reynir úr Sandgerði sitja hjá í þessari umferð. Leikimir fara fram 30 og 31. októ- ber n.k. -JKS Framhald í Formúlu eitt enn í óvissu: Dæmt a fostudag Kappamir tveir sem biðla til heimsmeistaratitilsins í Formúlunni, Irvinel (að neðan) og Hakkinen, verða að bíða þangað til á fostudag með að vita hvort', Hákkinen sé meistari eða ekki, en þá er úrskurðar dómstólsins FIA að vænta. FIA sagði frá því í gær að áfrýj- un Ferrari yrði tekin fyrir í París á fóstudaginn. Hönnuðir Ferrari hafa sagt að breytingin hafi ekki haft neinn ávinning í fór með sér og sérfræðingur Jordanliðsins í loftaflsffæði, Tim Edwards, segist vera þeim sammála. Ekki áhættunnar virði „Þetta er svo lítiil munur að ávinningurinn er enginn," seg- ir Edwards. „Það er örugglega ekki áhættunnar virði að koma með svona breytingu og eiga það á hættu að missa sæti sín í keppninni fyrir hlut sem er vægast sagt smávægilegur.“ í FIA-dómstólnrun eiga sæti 15 dómarar og þurfa þrir hið minnsta að vera viðstaddir til að hægt sé að dæma í málinu. -NG Þessir snjöllu kappar stóðu sig vel á beltamóti í Tae Kwon Do um síðustu helgi. Á myndinni eru þeir sem náðu svarta beltinu eða 1. dan. Talið frá vinstri: Jón Ragnar Gunnarsson, Ármanni, Ragnar Karel Gunnarsson, Sveinn Kjartansson, Ármanni, Gauti Már Gunnarsson, Fjölni og Arnar Bragason, Fjölni. DV-mynd S Dregið í bikarkeppni HSÍ: Hraðlest í 16 liða úrslit - liðið situr hjá í 32 liða úrslitum Ivar leigður til United ívar Ingimarsson, knattspyrnu- maður með ÍBV, hefur verið leigður til enska D- deildarliðsins Torquay United. Leigusamningurinn er til eins mánaðar en möguleiki er að sá samningur verði ffamlengdur eða að ívar fari til annars félags. Torquay er í 3. sæti D-deildarinnar með 20 stig eins liðin tvö fyrir ofan, Rotherham og Southend. Baldur áfram með ÍBV Og meira úr herbúðum Eyjamanna. Baldur Bragason hefur ákveðið að halda áfram að spila með ÍBV á næsta tímabili en hann hugleiddi það á dögunum að taka sér ffí frá knattspymunni. -GH Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað í kvöld: Þurfum þrju stig - í þremur leikjum, segir Eyjólfur um möguleika Herthu Berlin í meistaradeildinni í gær var skrifað undir nýjan samning milli HSÍ og Ingvars Helgasonar hf. Fyrsta deild karla í hand- knattleik mun áfram heita Nissan-deildin, fimmta árið í röð. Að sögn framkvæmdastjóra HSÍ, Arnars Magnússonar, stuðningur Ingvar Helgasonar hf. við HSÍ gíf- urlega mikilvægur. Dregið var í fyrstu um- ferð SS-bikarkeppninnar í handknattleik karla I gær. Tuttugu og átta lið taka þátt í keppninni að þessu sinni. Eftirfarandi lið dregin an: Þór-Víkingur, FH b-HK, Njarð- vík-KA, Valur b- Breiðablik b, ÍBV b-Haukar, Fjölnir-ÍBV, Breiða- blik-Fram, Fram b-Valur, fR b-ÍH, Selfoss-ÍR, Völsungur-FH og Fylk- ir-Stjarnan. Leikimir fara fram 2.-4. nóvember. Bikarmeistararnir sitja hjá Fjögur lið sitja hjá í fyrstu umferð en það em Afturelding, Hörður, Grótta/KR og Hraðlestin. Heyrst hefur að nokkrir gamlir handboltamenn hafi dregið skóna ffam að nýju til að leika með Hrað- lestinni og era þar fremstir í flokki markmennirnir Ólafur Benedikts- son og Einar Þorvarðarson. -SS Evrópukeppnin í körfubolta: Hoover ekki löglegur með ÍRB-liðinu Jason Hoover, hinn nýi leikmaður Njarðvikinga í úrvalsdeildinni í körfubolta, verður ekki löglegur með Reykjanesbæjarliðinu í Korac-bikamum fyrr en eftir riðlakeppnina. Pumell Perry, sem Njarðvík lét fara á dögunum, er stigahæsti leikmaður Korac-bikarsins til þessa með 28,0 stig að meðaltali og ijóst er að það munar mikið um hann í þeim 4 leikjum sem liðið á eftir. Lið mega ekki skipta um erlenda leikmenn fyrr en eftir hvem hluta keppninnar. -ÓÓJ Hiörtur kominn til IA Hjörtur Hjartarson spilar meö ÍA. Knattspyrnumaðurinn Hjörtur Hjartarson sem leikið hefur með Skallagrími úr Borgar- nesi hefur skrifað undir 3ja ára samning við ÍA. Hjörtur er framherji og varð markakóng- ur 1. deildarinnar í sumar með 18 mörk. Ekki er að efa að Hjörtur er góður liðsstyrk- ur fyrir Akurnesinga. Þá hafa þeir Alexand- er Högnason fyrirliði og Ragnar Hauksson framlengt samninga sína við ÍA um þrjú ár. Skagamenn halda að mestu sínum mann- skap. Stefán Þórðarson verður þó að öllu óbreyttu ekki í röðum Akurnesinga á næstu leiktíð en hann leikur nú með Uerdingen í Þýska- landi. Þá er framtíð Heimis Guðjónssonar óráðin en samningur hans við ÍA er út- runninn. Heimir hefur verið orðaður við lið FH en að sögn forráðamanna ÍA hefur engin beiðni komið frá leikmanninum um að fara frá liðinu. -GH David Beckham svarar sögusögnum: Vill enda hjá United David Beckham, ein skærasta stjaman í liði Manchester United, hefur vísað þeim fréttum á bug að hann sé á leið frá félaginu. „Ég vil spila allan minn feril hjá Manchester United. Þetta er mitt félag sem ég ber miklar tilfinningar til og ég lít á klúbbinn sem mitt annað heimili. Ég er hjá stærsta félagi í heimi og það varðar mig engu hvort leikmenn séu að fá meiri peninga hjá einhverju öðru liði,“ sagði Beckham í viðtali við franska blaðið Express í gær. Beckham og eiginkona hans, Victoria, keyptu sér eitt stykki hús á dögunum á litlar 270 milljónir króna. Nýja heimilið er Hererford sem er um 230 kílómetra frá Old Trafford, heimavelli Manchester United. Þessi kaup hjónanna ýttu undir þær sögur að Beckham myndi yfirgefa United bráðlega en sjálfur segist Beckham ekki vera í þeim hugleiðingum. „Sífellt slúður um okkur“ „Það er sifellt verið að slúðra um mig og Victoriu og því verður maður bara að kyngja en þegar sonur okkar, Brooklyn, sem er aðeins 8 mánaða er kominn i þessa umræðu getur maður orðið mjög reiður," sagði Beckham. -GH voru sam- urvalsdeúd- arinnar, 1 og nokk- uð ljóst að í? þeir \ I 19 Fjórða umferðin í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu í knatt- spymu hefst í kvöld. Stórleikir kvöldsins verða án efa viðureignir Arsenal og Barcelona á Wembley- leikvangnum í Lundúnum, Marseille og Manchester United og Herthu Berlín. Annað kvöld lýkur umferð- inni og þá standa Eyjólfur Sverrisson og félagar i Herthu Berlín í ströngu því þeir mæta AC Milan á Ólympiu- leikvanginum í Berlín. Barcelona er efst i B-riðli með sjö stig en Arsenal er í öðm sæti með fimm stig. Enska liðið verður helst að vinna til að styrkja stöðu sina enn frekar þvi á sama tíma leikur Fior- entina við AIK og telst þar eiga sigur- inn vísan. Fiorentina er i þriðja sæt- inu með tvö stig. Manchester United og Marseille standa best að vígi í í D-riðli, United með sjö stig og Marseille með sex stig. Það verður því hörkurimma í kvöld en enska liðið vann fyrri leik- inn á Old Trafford, 2-1, fyrir tveimur vikum. Hertha Berlín hefur komið geysi- lega á óvart í sínum riðli tú þessa og situr í efsta sætinu með fimm stig ásamt AC Múan. Chelsea er í þriðja sætinu með fjögur en þessi þijú félög berjast um að komast áfram upp úr riðlinum. Tvö efstu liðin fara áfram. Chelsea mætir tyrkneska liðinu Galatasaray og verður að vinna til að eiga möguleika í riðlinum. Þurfum að bæta leik okkar „Við eigum mjög mikúvægan leik fyrir höndum á morgun gegn AC Mú- an og við stefnum að því að fá að minnsta kosti stig út úr honum. Rið- iúinn er í raun sterkur og opinn en því er ekki að leyna að það yrði meiri háttar að komast upp úr hon- um. Það eru þrír leikir eftir og ég reikna með að við þurfum þrjú stig tú viðbótar til að komast áfram. AC Múan er með hörkulið og það er al- veg ljóst að við þurfum að bæta leik okkar ef við ætlum að eiga mögu- leika. Við höfum ekki verið að leika sannfærandi í síðustu leikjum. Við vorum þungir í leiknum gegn Bayern um síðustu helgi og enn fremur í bik- arleiknum í síðustu viku. Það vantar upp á það að við séum í fuúu formi þessa dagana. Það er eins og að fríið á dögunum hafi ekki farið vel í mannskapinn. Ég ætla að vona að við smeúum saman fyrir leikinn á morg- un en ekki vantar áhuga hér í Berlín því reiknað er með að uppselt verði á leikinn," sagði Eyjólfur Sverrisson í samtali við DV, en þess má geta að Ólympíuleikvangurinn í Berlín tekur 76 þúsund áhorfendur. Slæmur í maganum Eyjólfur fór út af í hálfleik gegn Bayern sl. laugar- dag vegna slapp- leika í maga. „Ég var búinn að vera slæmur í maganum tveimur dögum fyrir leik- inn gegn Bayern og aút útlit fyrir að ég yrði ekki með. Það meiddist einn leik- manna okkar og annar veiktist og ég var beðinn um að koma fljúgandi tú Múnchen á eftir liðinu á fóstudags- kvöldið. Á laugar- deginum var mér farið að líða betur og Röber þjálfari vúdi að ég og byij- aði inn á. í hálfleik var hins vegar maginn kominn í hnút og ekkert ann- að að gera en að biðja um skiptingu. Ég var með magavírus sem virðist vera á undan- haldi en ég gat æft að nýju í dag (mánudag). Ég verð líklega orðinn góður fyrir leikinn á móti AC Mil- an,“ sagði Eyjólfur. -JKS Eyjólfur Sverrisson, sem hér sést í baráttu við Rússa í landsleik, verður f sviðsljósinu með Herthu Berlin gegn AC Milan í meistaradeildinni á morgun. Sögulegur leikur í Borgarnesi á sunnudagskvöld: 3 flautukörfur - þegar leikur Skallagríms og KFÍ í úrvalsdeildinni fór í fjórar framlengingar Einhver ótrúlegasti körfu- boltaleikur í íslandsögunni fór fram í Borgarnesi á sunnudagskvöld þeg- ar Vesturlands- slagur Skaúa- gríms og KFÍ var fjórfram- lengdur, fyrsti í sögu leikmenn, þjálfarar, aðstoðar- menn og 315 áhorfendur gleyma þessu kvöldi örugg- lega aldrei og viðkomandi að- ilar geta með stolti sagt: „Já, ég var í íþróttahúsinu í Borg- amesi sunnudaginn 17. októ- ber múli átta og eúefu." Leikur þessi er einstakur eins og sjá má á tölfræðileg- um staðreyndum hér að neð- an en auk þess voru leikmenn í viúuvandræðum strax í venjulegum leiktíma og það þurfti þvi hetjulegt framtak svokallaðra minni spámanna hjá báðum liðum. Þeir stóð- ust allir pressuna og hjálpuðu til að gera leikinn sígúdan í islenskri körfuboltasögu. Dómarar leiksins, Kristinn Óskarsson og Einar Einars- son, fengu enga yfirvinnu þetta kvöld þrátt fyrir að dæma helmingi lengri leik en vanalega og eng- an smáleik þar sem ekkert var gefið og aút var undir. Þrjár flautukörfur voru skoraðar og gestirnir tryggðu sér áframhaldandi líf í leikn- um með því að jafna þrisvar áður en að þeir loks tryggðu sigurinn í lokin. Skaúa- grímsmenn hittu líka ótrúlega í framlenging- unni þegar þeir settu niður 12 af 22 3ja stiga skotum og síðustu fimm körfur Skaúagrímsliðsins í leiknum voru þriggja stiga körfur. Stemningin var mjög góð í húsinu og bæði lið vel studd af sínu fólki, 30 manna hópur frá ísafirði lét sig ekki muna um að keyra í Borgames. Eins og jólatré Baldur Ingi Jónasson fyrirliði liðs Isfirðinga og hann skoraði eina af þremur flautukörfum síns liðs og tryggði KFÍ aðra framleng- inguna í leiknum. „Ég hef aldrei lent í öðru eins. Það hefur verið erfið fæðing hjá liðinu í vetur en með þessum sigri höfum við vonandi náð að brjóta ísinn. Þetta var í raun fáránlegur leikur. Taflan var orðinn ansi skrautleg, í likingu við jólatré, og ég var farinn að spá í hvaða dagur væri þarna undir lokin en ég held að það lið sem var með betri andleg- an styrk hafi unnið þennan leik.“ aði 31 stig, átti 11 stoðsending- ar og skoraði að auki þriggja stiga flautukörfu sem tryggði ijórðu og metframlenginguna í leiknum. „Þetta var eins og í lyga- sögu. Þetta var bara þannig leikur að það var sama hver skaut hvaðan á körfuna, mað- ur vissi að það myndi aút detta ofan í. Þetta var eins og í maraþonhlaupi, bæði lið drógu úr hraða og því héldu menn þetta út. Menn vom famir meira að brosa framan taptiúinnignu eftir svona rosalegan leik.“ Að fá spennufall fjórum sinnum Guðjón Þorsteinsson, liðs- stjóri ísfirðinga, hefur verið lengi í boltanum. „Það er ótrúleg tilfinning að upplifa svona leik. Það oft nóg að fá spennufaú einu sinni en að fá spennufaú flórum sinnum er einstakt. Ég er stoltastur af því að sjá hvað strákarnir héldu út. Við vomm bara níu um að klára þetta. I síðasta leikhléinu bað ég strákana að vinna með hjartanu því það var ekkert annað eftir. Bæði lið voru gjörsamlega búin. Þau voru búinn að gefa aút í leikinn og sýna ótrúlega bar- áttu og þetta gat endað á báða vegu. Aúir í liðinu, litlir og stórir, voru að gera það sem ég hef aldrei séð þá gera áður og Tony Garbelotto þjálfari sagði við þá eftir leik að það sem þeir sýndu þetta kvöld væri efni í sigurlið, áður hann fór inn í annað herbergi og skalf, enda aldrei lent í þvúíkum leik. Þetta er svona leikur sem maður get- ur sagt frá í framtíðinni, ég þessum leik og hann var ótrúlegur." -ÓÓJ Kevin Phillips tryggði Sunderland 2-1 sigur á Aston Villa með því að gera tvö mörk í seinni háifleik i leik liðanna á Leikvangi ijósanna í Sunderland í ensku A-deildinni í gærkvöld. Phillips kom um leið nýliðum Sunderland upp í 3. sæti deildarinnar og liðið hefur nú fengið 23 af mögulegum stigum í deildinni og Phillips hefur gert tólf mörk og er orðinn markahæsti leikmaður deildarinnar. Aston Vilia komst yfir I upphafi seinni hálfleiks með skallamarki Dion Dublin en Phillips jafnaði úr umdeildri vítaspyrnu og tryggði síðan sigurinn með skailamarki 8 mínútum fyrir leikslok. Staðreyndir úr leik Skallagríms og KFÍ Fjórar framlengingar og leiknar 60 leikmínútur í stað 40 í venjulegum leik. Rauntími var 2 klukkutimar og 37 mínútur, frá 20.00 tú 22.37. 261 stig skorað í leiknum, lokatölur 129-132 fyrir KFÍ. 74 vúlur, 40 á Skaúagrím, 34 á KFÍ. 11 leikmenn út af með fimm vúlur, 7 hjá Skaúagrími 96 fráköst, 39 i sókn, 57 í vörn. 190 skot á körfu, 86 af þeim fóm rétta leið ofan í körfuna. 97 vítaskot, 66 rétta leið ofan í körfuna. fra- bæran leik, skor- Bland í poka Guómundur E. Stephensen vann sína leiki þegar lið hans, OB Odense, sigraði Ballerup, 8-2, í 2. umferð dönsku deild- arinnar í borðtennis sl. laugardag. Á sunnudeginum beið liðið hins vegar lægri hlut íyrir Virum, 3-7, þar sem Guðmundur vann einn leik. Óskar Ármannsson iþróttafræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri íþróttabandalags Hafnarflarðar. Hann mun hafa viðtækt starfssvið, m.a. vinna að upplýsinga- og útgáfustarfi, hafa um- sjón meö skrifstofuhaldi, sjá um sam- skipti við sérsambönd og kalla eftir upp- iýsingum frá aöildarfélögum ÍBH, hafa umsjón og eftirlit með tímanýtingu í íþróttahúsum og annast verkeúiastjóm sérverkeöia á íþróttasviði innan ÍBH. Stjórn Frjdlsíþróttasambands fslands ákvað fyrir skemmstu að sæma Harald Magnússon heiðurskrossi frjálsíþrótta- sambandsins. Var Haraidi afhentur heiðurskrossinn í 70 ára afmæiishófl FH í Kaplakrika á laugardaginn. í dag bera þrír núlifandi einstaklingar þetta merki, auk Haraldar, þeir Gísli Halldórsson, fyrrum forseti ISÍ, og Magntis Jakobs- son, fyrrum formaöur FRI. Frjúlsar iþróttir hjd FH vom öflugar um miðja öldina og upp úr henni. Eftir að hafa verið í lægð var frjálsíþrótta- deild FH endurreist upp úr 1970. Þar var kominn Haraldur Magnússon sem bar hitann og þungann af starfi deildar- innar næstu 20 ár. Á þessum árum ól Haraldur upp heila kynslóð af fijáls- íþróttamönnum og -konum sem er kjaminn í fijálsíþróttadeildinni í dag. Frjálsar íþróttir á íslandi væra ekki það sem þær era í dag ef ekki hefði notið starfa Haraldar og atorku, sem nálgast það að geta kaliast kraflaverk, segir í fréttatilkynningu frá FRÍ. Fjórir leikir fóru fram í sænsku A- deildinni í knattspymu í gær og eftir þá er ijóst að aðeins kraftaverk geturbjarg- aö Malmö frá falli niður i B-deild. íslend- ingaliðið í Maimö er fjórum stigum frá því að komast inn í úrslitakeppni um sæti á næsta ári en aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Komist liðið ekki þang- að er þetta fyrrum stórveldi i sænskri knattspymu fallið niður í B-deild. Mal- mö tapaði í gær fyrir Trelleborg á heimavelli, 1-2, bæði Sverrir Sverrisson og Ólafur Öm Bjamason vora í byijun- arliðinu. Ólafur lék allan leikinn en Sverri var skipt út af á 56. mínútu. Önn- ur úrslit urðu þessi: Hammarby-IFK Göteborg 2-1, Kalmar-Djurgarden 0-0, Norrköping-Frölunda 2-1. Ron Harper, fyrrverandi leikstjómandi Chicago Bulls, ákvað nýlega að færa sig um set og skrifaði undir samning við L.A. Lakers. Þar hittir hann fyrir fyrrver- andi þjálfara sinn, Phil Jackson sem, eins og flestir muna, gerði Chicago Bulls að sexfoldum meisturum. Hann skrifaði undir tve®a ára samning og fær hann tæpar 300 milljónir króna fyrir vikið. Orörómur hefur komist á kreik að Sunderland sé tilbúið að skipta fram- herjanum magnaða Kevin Philips fyrir Paul Scholes, miðvallarleikmann Man. United. Framherjinn efnilegi, Rune Lange, sem leikur með Tromsö í Noregi hefur neit- að að fara til reynslu hjá enska félgainu Leeds. Kappinn segist hafa sannað sig nóg i norsku deildinni: „Ég skoraði 20 mörk i fyrra og er búinn að skora 21 í ár og á einn leik eftir. Það sem ég þarf er smáhvíld en ekki æfrngar hjá einhverju útlensku liði til þess að sanna mig.“ Hann hefur einnig verið bendlaður við stórliðin Arsenal, Liverpool og Totten- ham og er verðlagður á um 3 og hálfa milijón punda. Franska knattspyrnusambandiö býr sig undir mikil ólæti á leik Manchester United og Marseille. 300 lögregluþjónar hafa verið kallaðir út til þess eingöngu að fylgjast með um það bil 2500 stuðn- ingsmannahópi enska liðsins. Talið er að sumir séu án miða á leikinn. Þess má geta að enskar knattspymubullur gengu berserksgang um borgina fyrir 16 mán- uðum fyrir leik Englendinga og Tún- ismanna og var tjónið talið nema mörg- um milljónum franka. -GH/ JKS/bg/KAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.