Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 Utlönd Stuttar fréttir i>v Hillary ákveður framboð eftlr árþúsundamótin Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hún myndi ákveða sig fyrst eftir árþúsundamótin hvort hún ætlaði að keppa um öldunga- deildarsæti fyrir New York. HUl- ary var í Kingston í New York þar sem hún ræddi við íbúana um efnahagsástandið á svæðinu. Þó að forsetafrúin hafi enn ekki lýst opinberlega yfir framboði setti hún á laggimar nefnd snemma í júlí til að kanna mögu- leikana á framboði. Síðan hefur Hillary ferðast vítt og breitt um kjördæmið eins og um kosninga- baráttu væri að ræða. Indverjar hafa ekki séð neina herflutninga Háttsettur indverskur herfor- ingi í Kasmír sagði í gær að Ind- verjar heföu enn ekki séð neina herílutninga Pakistana. Her- stjómin í Pakistan kvaðst í gær hafa hafið flutning hluta herliðs síns frá landamærunum við Ind- land. Pakistan var í gær vísað úr Samveldinu, samtökum fyrrver- andi nýlendna Breta, vegna valda- ránsins í síðustu viku. Bandarísk yflrvöld lýstu því yfir í gær að þau myndu ekki slíta sambandi viö Pakistan vegna valdaránsins. Hins vegar myndu Pakistanar verða hvattir tÚ að koma á lýð- ræði hið fyrsta. Þjófurinn roðn- aði þegar hann sáPelé Þjófur, sem ætlaði að ræna bíl- stjóra Mercedesbifreiðar er stöðv- að hafði við rautt ljós á gatnamót- um í Sao Paulo I Brasilíu, roðn- aði, baðst afsökunar og hvarf á braut þegar farþeginn í aftursæt- inu tók af sér derhúfuna og sýndi sig. Farþeginn var nefnilega fót- boltahetjan Pelé. Kona hans og dóttir sátu viö hlið hans. Indónesíuþing kýs forseta landsins á morgun: Þjóðin vill Mega- wati á forsetastól Megawati Sukamoputri, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Indónesíu, hefur hvatt þingmenn landsins til að greiða sér atkvæði í forsetakjör- inu á morgun og fara þar með að vilja þjóðarinnar. í viðtali sem fjögur dagblöð í Indónesíu birtu í morgun segir Megawati að þingmenn eigi að láta flokkshagsmuni víkja fyrir hags- munum þjóðarinnar. „Helstu stjórnmálamenn þjóðar- innar verða að setja hagsmuni þjóð- arinnar í fyrirrúm," hefur blaðið Jakarta Post eftir Megawati. Hún hefur lítið látiö í sér heyra í ólgunni sem hefur ríkt í indónesískum stjórnmálum að undanfömu og hafa vaknað efasemdir um að hún hafi lausnir á gríðarlegum vanda lands- ins. Skoðanakannanir benda til að Megawati njóti yfirgnæfandi stuðn- ings indónesísku þjóðarinnar og að hún myndi sigra fengju kjósendur Allt eins er búist við að Megawati Sukarnoputri, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar, verði kjörin forseti Indónesíu á morgun. einhverju um það ráðið. Sjö hundrað þingmenn greiða at- kvæði um nýjan forseta á morgun. Það hefur ekki gerst áður að fleiri en einn sækist eftir embættinu. Allt bendir til að B.J. Habibie, nú- verandi Indónesíuforseti, verði ekki endurkjörinn eftir að Wiranto hers- höfðingi, yfirmaður indónesíska hersins, hafnaði boði um að verða varaforseti. Búist er við að Indónesíuþing hafni síðar í dag skýrslu Habibies um sautján mánaða valdaskeið hans sem hefúr einkennst af mikilli ólgu og geri þar með vonir hans um end- urkjör að engu. Habibie hefur í tvígang á einni viku beðið þingheim fyrgefningar á mistökunum sem hann hefur gert í stjómartíð sinni og bent á það sem vel hefur farið. Hundrað reiðra skrifstofumanna efndu til mótmælaaðgerða gegn end- urkjörsbrölti Habibies fyrir utan kauphöllina í Jakarta í morgun. Nelson Mandela, fyrrum forseti Suður-Afríku, er í heimsókn í ísrael þessa dagana. Forsetinn fyrrverandi heimsótti f gær safn til minningar um helför gyðinga í heimsstyrjöldinni síðari og virti þar meðal annars fyrir sér stóra veggmynd af föngum f Buchenwald útrýmingarbúðunum. Mandela lagði einnig blómsveig til minningar um þær sex milljónir gyðinga sem létu lífið f helförinni. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, hefur kjörið Mandela mann aldarinnar. Utvegum nýja og notaða bíla á mjög góðu verði EV-Egill Vilhjálmsson ehf. Smiðjuvegi 1 sími 564-5000 B í Plymouth Voyager, árg.’97, rauður, ek. 47 þús. km, 4 dyra, ssk., central o.fi. Verð 1.640.000. Grand Cherokee LTD, árg. ‘97, ek. 39 þús. km, grænn/gullsans, 4,0, 6 cyl., topplúga, CD og kassetta. Einn með öllu. Verð 2.980.000. L A R Nýr Dodge Ram, árg. 2000, commings turbo dísil 2500 4x4, SLT Laramie QUAD - CAB, 4 dyra með öllu, leður/rafdrifin sæti, ABS- öll hjól, CD, 6 hátalarar, fjarstýrðar samlæsingar, stærri dekk,dráttarbeisli, þokuljós o.fl. Verð 3.930.000. Réttarhöldin hafin Réttarhöld yfir Xaviére Tiberi, eiginkonu borgarstjórans í París, og fleiri hófust í gær. Þau eru ákærð fyrir að misnota almanna- fé. Lögmenn frúarinnar fóru fram á að málinu yröi vísað frá. Takmarkað gagn Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði í gær að talmörk væru fyrir því hvað hann gæti gert til að rétta A1 Gore varaforseta hjálparhönd í baráttunni um forsetaútnefn- ingu Demó- krataflokksins. Clinton sagðist ekki myndu móðg- ast þótt Gore hafnaði aðstoð hans. Gore á undir högg að sækja í bar- áttunni þar sem Bill Bradley er helsti keppinautur hans. Fékk HIV á spítala Dönsk heilbrigðisyfirvöld vissu þegar árið 1998 að kona sem lögð var inn á ríkisspítalann í Kaup- mannahöfn hefði smitast af HIV- veirunni sem veldur alnæmi vegna þess að grundvallarhrein- lætisreglur voru brotnar. Danskir fjölmiðlar greindu frá málinu um helgina. - Færri á framfæri Borgaryfirvöldum í Kaup- mannahöfn hefur frá 1995 tekist að útvega um tíu þúsund manns á opinberu framfæri atvinnu. Rússar við Grosní Hundmð rússneskra hermanna komu í gær að Grosní, höfúðborg Tsjetsjeníu. Að sögn rússnesks herforingja sjá hermennirnir borgina. Hættulegt úraníum Úranium, sem notað var í loft- árásum NATO í Kosovostríðinu, getur verið hættulegt heilsu Kosovobúa samkvæmt rannsókn sænsku geislavarnarstofnunar- innar. Hrukkur af farsíma Læknir við háskólann í Nott- ingham á Englandi segir geislun frá farsímum eyðileggja framur í húðinni. Mikil farsímanotkun leiðir því til þess að menn verða fyrr hrukkóttir. Hús landnema rifin ísraelsk yfirvöld hefja í dag að rífa niöur ólögleg hús ísraelskra landnema á Vesturbakkanum. Samtök landnema taka þátt í verkinu og hefur það valdið klofn- ingi meðal landnema. Deilt við neytendur Neytendur og eigendur stórra verslunarkeðja í Danmörku greinir nú á við Piu Gjellerup við- skiptaráðherra. Ráðherrann vill banna verslunum að hafa opið á sunnudögum. Sparkaði í fanga Tveir lífvarða Salvadors Allende, fyrrverandi forseta Chile, segja Augusto Pinochet, fyrr- verandi ein- ræðisherra, sjálfan hafa tekið þátt í pyntingum. Annar lífvarð- anna var í fangaklefa sem Pinochet kom inn í. Segir lífvörðurinn Pin- ochet hafa sparkaö í fangana, sem voru bundnir með gaddavír, og sagt að skjóta ætti þá alla. Nýr saksóknari Robert Ray, einn helsti aðstoðar- maður óháða saksóknarans Kenn- eths Starrs, tók við embætti hans í gær. Ray tekur við tveimur ölokn- um verkefnum. Hann á að athuga hvort forsetafrú Bandaríkjanna hafi logið um meintan brottrekstur starfsfólks ferðaskrifstofu Hvita hússins. Hitt verkefnið tengist meintri áreitni Bandaríkjaforseta gegn Kathleen Willey, fyrrverandi sjálfboðaliða í Hvíta húsinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.