Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 7 pv________________________________________________________________________________________________Viðskipti Þetta helst: Úrvalsvísitalan lækkar áfram, um 1,5% í gær ••• Hlutabréf um allan heim eru á niðurleið ••• Bankar- nir lækkuð um yfir 2% ••• Flugleiðir og Eimskip lækkuðu um ca 2% ••• Skýrr og Olís hækkuðu um 3% ••• Marel og Opin kerfi hækkuðu um rúmt 1% ••• Viðskipti á VÞÍ alls 877 m. kr., þar af 140 með hlutabréf ••• Fjárfestar að rýma fyrir kaupum á FBA? Lækkun Úrvalsvísitölunnar um 1,7% á fimmtudaginn í síðustu viku er næstmesta lækkun vísitölunnar milli daga á þessu ári. Ástæður fyr- ir þessari lækkun Úrvalsvísitölunn- ar má, að sögn íslandsbanka F&M, rekja tO nokkurra þátta, s.s. útlits fyrir aukna verðbóigu, almennrar umflöllunar í fjölmiðlum um mikla hækkun hlutabréfa undanfarið og fundar viðskipta- og hagfræðinga fyrr í vikunni þar sem varað var við þenslumerkjum í efnahagslíf- inu. Einnig er hugsanlegt að ein- hverjir fjárfestar séu að rýma fyrir fyrirhuguðum kaupum á hlut ríkis- ins í FBA. DaimlerChrysler innkallar 420 þúsund bíla Bandarísk-þýski bílaframleið- andinn DaimlerChrysler mun inn- kalla 417.000 bíla vegna mögulegra bilana i bremsubúnaði. Bílamir sem um ræðir eru árgerðir 1998 og 1999 af Chrysler Cirrus, Dodge Stra- tus og Plymouth Breeze. Hlutabréfalækkun í Pakistan Þeir sem eiga hlutabréf í Pakistan ættu að fylgj- ast vel með eignum sín- um þessa dag- ana. Senni- lega eru fáir íslendingar með stórar eignir þar í landi en sem kunnugt er rændi her- inn völdum þar í síðustu viku. Margir erlendir fjármálasérfræð- ingar hafa af ástandinu miklar áhyggjur. Hlutabréfaverð féll mikið eftir valdaránið og búist er við að hlutabréfaverð verði sveiflukennt um hríð. Jafnvel er búist við að verð muni lækka enn meira i þess- ari viku. Þá er hugsanlegt að hægt verði að gera kostakaup á hluta- bréfum í Pakistan ef lýðræði og frjáls markaður nær sér fljótt á strik. Að minnsta kosti leggur nú- verandi leiðtogi landsins, Mus- harraf hershöfðingi, mikla áherslu á að vekja traust fjárfesta og að end- urreisa lýðræði. Verðbóiguspá í vikunni Síðar í vikunni mun Seðlabanki íslands birta verðbólguspá sína. Að mati FBA munu flestra augu bein- ast að spá bankans fyrir næsta ár, en nokkurrar óvissu gætir um verðlagsþróun, m.a. vegna kjara- samninga. í Morgunkorni FBA í gær er bent á að nokkrar verð- bólguspár fyrir næsta ár hafi þegar verið birtar, en FBA, Þjóðhagsstofn- un og íslandsbanki gera öll ráð fyr- ir 4% verðlagshækkun milli meðal- tala áranna 1999 og 2000. Spár þess- ara aðila fyrir árið 2000 liggja á bil- inu 2,9-3,1%. Verðfallsbylgja gengur yfir heimsbyggðina - ísland ekki undanskilið Líklegt er að nokkur óreiða verði á mörkuðum þessa vikuna. Verðbréf lækkuðu í verði víðast hvar í gær og á fostudaginn. Á mörkuðum í Evrópu féllu verðbréf um 1% strax við opnun og í Japan hafði Nikkei-vísitalan fallið um 2% við lokun þar eystra - hrapað um 326 stig og endað í 17.275 stigum. Eins féllu verðbréf í Singapore, Taílandi og Suður-Kóreu. Líklega er upphafsins að þessu að leita til Wall Street en þar varð eitt mesta verð- fall frá upphafi á einum degi á fóstu- daginn eða um 5%. Hér heima hafa líka verið nokkuð miklar lækkanir og síðustu daga hefur Úrvalsvfsital- an lækkað nokkuð hressilega. Hugs- anlega eru ástæður þessara verð- falla þær sömu á íslandi og annars staðar, verðbólguótti. Stormasöm vika fram undan Fjárfestar víða um heim, einkum þó í Bandaríkjun- um, mega búast við að vik- an sem er nýhafin verði sviptingasöm. Síðustu viku lauk með verulegri lækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði og von er á hagtölum sem geta ráðið úrslitum um hvort vextir hækka í Bandaríkj- unum. í síðustu viku lækkaði Dow Jones hlutabréfavísitalan um 5,92%, sem er mesta lækkun vísitöl- unnar á einni viku frá því í október 1989. Á fréttavef Financial Times segir að áframhaldandi styrking japanska jensins gagnvart Banda- ríkjadollar valdi áhyggjum auk þess sem mörgum þyki það óþægileg til- viljun að á morgun eru tólf ár liðin frá hruninu á bandaríska hluta- bréfamarkaðinum i október 1987. Þessu til viðbótar verða í vikunni birtar bandarískar hagtölur sem taldar eru geta haft veruleg áhrif á hvort seðlabanki Bandaríkjanna hækkar vexti í næsta mánuði eða ekki. Sérfræðingar eiga þó ekki von á að nýju hagtölurnar verði afger- andi og því muni áfram ríkja mikil óvissa um hvort af vaxtahækkun verður í næsta mánuði. Svipaður ótti og óvissa virðist ríkja hér heima eftir að síðustu verðbólgutöl- ur birtust og hugsanlegt að þessi vika verði nokkuð skrautleg. Emma sameinast Bergi Hugin - sjávarútvegssameining í Vestmannaeyjum Ákveðið hefur verið að sameina rekstur sjávarútvegsfyrirtækjanna Emmu ehf. og Bergs Hugins ehf. í Vestmannaeyjum. Stefnt er að því að formlegri sameiningu verði lokið fyrir áramót. Emma rekur togskipið Emmu VE-219 sem er 29 metra langt, þriggja mílna togskip sem smíðað var í Póllandi 1988. Aðal- eigendur Emmu eru þeir Kristján Óskarsson og Amór Páll Valdimars- son í Vestmannaeyjum. Emma hef- ur yfir að ráða 614 þorskígildistonna kvóta. Bergur Huginn rekur fyrir frysti- togarann Vestmannaey VE-54 og togskipið Smáey VE-144. Eftir að Emma bætist i hópinn er kvóti fyrirtækisins rúmlega 4000 þorskígildistonn. I frétt frá Bergi Hugin er haft eftir Magnúsi Krist- inssyni, framkvæmda- stjóra Bergs Hugins, að Emma falli mjög vel að útgerðarmynstri félagsins. Magnús Krist- insson, fram- kvæmdastjóri Bergs Hugins Kristján Óskarsson og Amór Páll Valdimarsson hafa rekið saman útgerð í 28 ár. Kristján segir að rekstur sjálfstæðra útgerða verði sí- fellt erfiðari og því hafi verið nauðsynlegt fyrir þá að sam- eina rekstur síns fyrirtækis inn í stærra og öflugra fyrir- tæki, en þeir hafi lagt áherslu á að Emman yrði áfram gerð út frá Vestmanna- eyjum. Tilkynningar að vænta um árangur DeCODE - hagnaöur árið 2001 Kári Stefánsson, forstjóri Islenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið muni fljótlega tilkynna að það hafi borið kennsl á nokkur gen sem tengd eru algeng- um sjúkdómum að því er fram kemur í samtali við Reuter sem birtist á vefsið- um CNN. Kári vildi ekki nefna um hvaða sjúkdóma væri að Kári Stefánsson, forstjóri ÍE. ræða en sagði að fyrirtækið myndi gefa yfirlýsingu inn- an nokkurra vikna. Kári sagði að fyrirtækið hefði áður borið kennsl á gen sem valda nokkrum algeng- um sjúkdómum en nú væri nýrra frétta að vænta, hugsanlega innan fjögurra vikna. í fréttinni segir að DeCODE hafi eins og mörg hátæknifyrirtæki tapað lítillega á fyrstu tveimur starfsárum sínum en eins og greint var frá í Viðskipta- blaðinu í lok júní tapaði fyrirtækið tæplega 500 milljónum króna í fyrra og gert er ráð fyrir um 300 milljóna tapi á þessu ári. Kári býst við að tap verði einnig á rekstri fyrirtækisins á næsta ári en gera megi ráð fyrir að árið þar á eftir verði fyrirtækið rekið fyrir ofan núllið. I OLYMPUS «1 NINTENDO.64 GAMEBOY AEG _ Manchester United - sameiginleg sigurganga frá 1982 • SHARP hefur verið aóalstyrktaraðili Mancester United trá 1982 Nöfn allra þeirra sem kaupa SHARR f^toneer AEG tæki eða aðrar vörur fyrir að lágmarki 10.000 kr., frá Bræðrunum Ormsson, eða hjá umboðsmönnum, komast í lukkupott sem dregið verður úr í desember næstkomandi. Verðlaunin eru ekki af verri endanum - Þrir farseðlar á leik Manchester United í Manchester (byrjun næsta árs. (Innifalið: Flug, gisting, morgunverður og miðar á leikinn). O 2 flugmiðar til Akureyrar með íslandsflugi og gistinótt á Fosshótel KEA O 5 stk. Game Boy Color o 10 SHARP-bolir O 100 stk. Nintendo Mini Classics Alls eru 12C vinningar í Lukku-pottinum. Þú kaupir SHARP, PIONEER, AEG tæki eða aðrar vörur að verðmæti 10.000 kr., á tímabilinu sept.-des. og ferð í Lukku-pottinn (fyllir út miða með nafni og heimilisfangi). Gildir hjá Bræðrunum Ormsson og hjá öllum umboðsmönnum. ©YAMAHA uamo (IjinDesiT FINLUX Nikon LOEWE. bekd (Nimendo)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.