Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1999, Blaðsíða 14
ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999
14
tíska
Jean Paul Gaultier var klappað
lof í lófa þegar hann gekk síð-
astur inn gólfið ásamt einni fyr-
irsætunni á sýningu sinni í Par-
ís á dögunum. Gaultier þótti
húmorískur í hönnun sinni en
nokkurra áhrifa gætti frá sum-
ardvöl hans á Tahiti. Fötin
þóttu kynþokkafull og minna
nokkuð á erótíska strauma sem
urðu til í kjölfar kvikmyndarinn-
ar Emanuelle í upphafi 8. ára-
tugarins.
ítalski hönnuðurinn Stella
Cadente notar mikið ermalausa
boli með áprentuðum myndum
í tískulínu sinni fyrir sumarið
2000. Fatnaðurinn hér að ofan
er dæmigerður fyrir stíl Stellu.
Önnur Stella og ekki síður vin-
sæl á heiðurinn að þessum
djarfa topp og nokkuð klassísk-
um gallabuxum. Það er Stella
McCartney, dóttir bítilsins, sem
enn og aftur sló í gegn þegar
hún kynnti sumarfötin fyrir
aldamótaárið 2000.
10 geisladiskar með Gunna og Felix landkönnuðum.
Kolbrún Eva nr. 5179
Halldór B. Stefáiisson nr. 15128
Karitas Heimisdóttir nr. 11159
Matthildur Ósk nr. 5537
Erla S. Ólafsdóttir nr. 12514
Guðmundur I. Kjartanss. nr. 10086
Atli Sigurjónsson nr. 12368
Kristján A. Sigurðsson nr. 7004
Anna M. Eiríksdóttir nr. 14646
Guðlaug L. Sævarsd. nr. 12463
Krakkaklúbbur DV og Skífan þakka öllum sem voru með
kærlega fyrir þátttökuna. Vinningshafar fá vinningana senda
í pósti næstu daga.
Brot af vor- og sumartískunni fyrir árið 2000:
Litadýrð og bjartsýni
I
Vor- og sumartískan fyrir árið 2000 hefur nú
verið kynnt formlega í tískuborgunum París og
Mílanó. Sjaldan hefur verið jafnmikið um dýrðir
og þess beðið með eftirvæntingu að sjá
hvernig aldamótakonurnar eiga að líta út.
Eins og svo oft áður er erfitt að greina eina
ákveðna stefnu í tískunni og líklegt að
margbreytileikinn hafi sjaldan verið meiri. Ólíkir
straumar, litadýrð og bjartsýni er það sem að
margra mati einkennir tískuna vió nýtt
árþúsund.
Meðal markverðra tíðinda úr tískuheimi
þetta haustið er brotthvarf japanska
tískuhönnuðarins Kenzos en hann
er hættur eftir þrjátfu ára
þrotlaust starf í tískuhönnun. Á
síðustu sýningu hönnuðarins í
París á dögunum voru
samankomnir mörg hundruð
velunnarar og vinir Kenzos
sem kvöddu hann með
viðhöfn. Sýningin var í senn
kynning á því nýjasta fyrir
næsta sumar auk þess sem
sýndar voru klassískar flíkur úr
smiðju hönnuðarins.
Silki var mest
áberandi
fatalínu Kenzos og bjartir litir ráðandi.
Svo virðist sem litadýrðin njóti sín víðar; til
dæmis hjá Versace þar sem bleiki liturinn er
nokkuð áberandi. Hönnuðir í London skáru upp
herör gegn svarta litnum, sem hefur verið
ráðandi um margra ára skeið, og svo virðist
sem hann sé ekki eins algengur í ár og oft áður.
Tískuskríbentar sjá bjartsýni í sumartlskunni
fyrir næsta ár og segja það án vafa tengjast
aldamótunum. Á árum áður boðuðu hönnuðir
oft hálfgerðan geimfatnað sem átti að
verða einkennandi fyrir nýtt
árþúsund. Slíkur fatnaður er lítt
áberandi og miklu frekar að
bjartir litir, falleg og vönduð
efni og kvenleg mýkt sé það
sem rekur tískuhönnuði
nútímans áfram.
Ein skærasta stjarna Breta á
sviðið fatahönnunar er án efa
Alexender McQueen og var
sýningar hans í París beðið
með mikilli eftirvæntingu.
McQueen vinnur fyrir hið fræga
Givency-tískuhús og hér má sjá
hvernig hann sér fyrir sér sum-
arfötin fyrir næsta sumar.
Efnið ætti að höfða til ís-
lendinga enda minnir
það helst á
möskva. Húfan
er víst í box-
arastíl en
ætti að
vera hlý
og þægi-
leg.