Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1999, Blaðsíða 32
*
FRETTASKOTI0
SÍMiNN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999
Ríkislögreglustjóri:
Tvístígandi
með tann-
lækninn
í morgun hafði ekki verið tekin
um það ákvörðun í höfuðstöðvum
efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu-
stjóra hvort krafist yrði framleng-
ingar á gæslu-
varðhaldi yfir
tannlækninum
sem setið hefur í
haldi í tengslum
við stóra fíkni-
efnamálið.
Gæsluvarðhald
tannlæknisins
rennur út klukk-
an 16 í dag og fyr-
ir þann tíma
verður að leiða hann fyrir dómara
ineð kröfu um framlengingu gæslu-
"^arðhaldsins eða sleppa ella.
„Um þetta hefur einfaldlega ekki
verið tekin ákvörðun en hún verður
tekin í dag,“ sagði Arnar Jensson
hjá efnahagsbrotadeild ríkislög-
reglustjóra í morgun. „Rannsókn-
inni miðar vel og við sjáum hvað
setur.“
- Hefur eitthvað í rannsókninni
bent til ótvíræðra tengsla tannlækn-
isins við stóra flkniefnamálið?
„Um það tjái ég mig ekki.“
- Eigið þið eitthvað vantalað við
jj^mnlækninn sem réttlætir frekara
gæsluvarðhald?
„Um það segi ég ekkert. Þetta
skýrist í dag,“ sagði Amar Jensson
í morgun.
í gær féllst dómari við Héraðs-
dóm Reykjavíkur á framlengingu
gæsluvarðhalds yfir tvítugum
manni sem var sá fimmti sem hand-
tekinn var í stóra fikninefnamálinu.
Sá var handtekinn 18. september og
í gær var gæsluvarðhald hans fram-
lengt til 12. nóvember. -EIR
Forsetinn
í London
Forseti íslands er staddur í London
á leið sinni til Berlínar þar sem hann
verður viðstaddur
vígslu nýs hús-
næðis sendiráðs
íslands í borginni
á miðvikudaginn.
Margt fyrirmenna
verður við vígsl-
una og kemur
Halldór Ásgríms-
son utanríkisráð-
herra frá Úkraínu
þar sem hann hef-
ur verið á ferðalagi undanfama daga.
„Við ráðgerum að koma heim á
fhnmtudaginn samkvæmt áætlun,"
sagði Róbert Trausti Árnason for-
.^etaritari þar sem hann var staddur
I lest á leið til London síðdegis í
gær. -EIR
Ólafur Ragnar
Grímsson.
Þessar stelpur eru úr fyrsta, öðrum og þriðja bekk Austurbæjarskóla. Þær eru svo sannarlega ekki meðal þeirra sem bíða hálfsofandi eftir fyrstu kennslu-
stundinni. Þegar Ijósmyndari DV rakst á þær í morgun voru þær að spila sér til skemmtunar áður en skóladagurinn rann upp fyrir alvöru.
DV-mynd Pjetur
Utanvegarakstur rjúpnaveiöimanna á Öxarflarðarheiöi:
Sóðaskapur
- segir Guömundur Lárusson sem ofbauð ástandiö
DV, Akureyri:
„Það er ekki hægt að lýsa þessu
öðravísi en sem algjörum sóðaskap.
Menn bera nákvæmlega enga virð-
ingu fyrir umhverfi sínu og náttúr-
unni og ég hef aldrei séð annað eins
ógeð og annan eins yfirgang," segir
Guðmundur Lámsson, bankamaður
og rjúpnaveiðimaöur á Kópaskeri,
en Guðmundur var einn fjölmargra
sem hélt til veiða á Öxarfjarðarheiði
milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðai-
þegar rjúpnaveiðitíminn hófst sl.
fóstudag.
Guðmundur segir erfitt að gera
sér grein fyrir því hversu margir
bílar voru á Öxarfjarðarheiðinni
þennan dag, enda heiðin víðfeðm.
Hann segir þó að á því svæði sem
hann fór um hafi verið tugir bíla og
mörgum þeirra hafi verið ekið utan
vega og vegaslóða. „Það er alveg
ótrúlegt að sjá þetta og landið er
mjög illa farið, bæði Helgafjall og
Viðarfjall, og einnig er þetta mjög
slæmt á Snartarstaðanúp skammt
austan við Kópasker.
Ég hef stundað rjúpnaveiðar lengi
en hef aldrei séð neitt þessu líkt. Ekki
nema einstaka menn sem fara til
rjúpna ieggja það á sig lengur að
ganga eftir bráðinni en það virðist
hins vegar vera orðin tíska að menn
djöflist bara áfram yfir hvað sem á
vegi þeirra verður á þessum stóru
jeppum sínum og þeim er nákvæm-
lega sama um það í hvaða ástandi þeir
skOja við landið. Mér er hins vegar
spum, hvar er eiginlega lögreglan
sem á að sjá til þess að eftir lögum og
reglum sé farið? Ég varð ekki var við
ferðir lögreglumanna á Öxarfjarðar-
heiðinni þennan dag,“ segir Guð-
mundur Lárusson.
„Öxarfjarðarheiðin heyrir undir
okkur en við höfum ekki haft á því
tök vegna anna að fylgjast með
rjúpnaskyttum á heiðinni enn sem
komið er. Hins vegar fórum við í
stuttar ferðir á Reykjaheiði sem er
mun nær okkur," sagði Áðalsteinn
Júlíusson, varðstjóri hjá lögreglunni á
Húsavík, er DV ræddi þetta mál við
hann í gær. Aðalsteinn segir margar
rjúpnaskyttur hafa verið á ferðinni og
áberandi hafi verið að talsvert hafi
verið um „Sunnlendinga" meðal
þeirra sem sé óvenjulegt. Eftirlitsferð-
ir lögreglunnar hafi ekki leitt til mik-
illa beinna afskipta af mönnum en
einna helst hafi verið kvartað undan
þvi að menn væra að skjóta of nærri
túnum og byggð. -gk
Á ofsahraða
Lögreglunni i Reykjavík barst til-
kynning um bifreið á ofsahraða við
Breiðhöfða klukkan fjögur í nótt. Þeg-
ar komið var á vettvang hafði bifreið-
in verið stöðvuð og tveir ungir menn
hlaupið úr bílnum sem talið er að sé
stolinn. Við leit fundust fjórar hass-
plöntur. Að sögn lögreglunnar verða
þeir spurðir frekar út í garðyrkju-
störfin þegar þeir vakna eftir atburði
næturinnar. -hól
Veðrið á morgun:
Víöa létt-
skýjað fyrir
noröan
Á morgun verður suðaustanátt,
10-15 m/s við suðvesturströndina
en mun hægari annars staðar.
Súld eða dálítil rigning suðaustam
til en víða léttskýjað á norðan-
verðu landinu.
Hiti verður á bilinu 6 til 12 stig
að deginum.
Veðrið í dag er á bls. 37.
Ósammála
um Árna Þór
Borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, ver Árna Þór Sigurðsson
kröftuglega í kjallaragrein á bls. 12 i
blaðinu í dag, en
forseti borgar-
stjórnar, Helgi
Hjörvar, er henni
ósammála í frétt á
bls. 4.
Borgarstjóri
gagnrýnir frétta-
flutning DV um
brottfór Áma Þórs
úr Alþýðubanda-
laginu og áhrif
þess á setu hans i
borgarstjóm.
Borgarstjóri segir
það hins vegar
rétt að Ámi gegni
mörgum trúnaðar-
störfum fyrir
Reykjavíkurlist-
ann og geri það
með mikilli prýði.
Helgi Hjörvar,
forseti borgarstjómar, segir í frétt í
blaðinu í dag að lítill skaði sé af brott-
hvarfi Áma Þórs. Hann hafi tekið að
sér ýmis trúnaðarstörf sem Alþýðu-
bandalaginu voru ætluð. Hann verði
því að gera það upp við samvisku sina
hvort rétt sé að halda trúnaðarstörf-
unum. -HKr.
Færeyjar
MERKILEGA MERKIVÉLIN
bfother pt-i2qq_
Islenskir stafir
5 leturstærðir
8 leturgerðir
6, 9 og 12 mm prentborðar
Prentar i tvær línur
Verð kr. 6.603
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443