Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1999, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 15 (§íska Bleiki liturinn virðist halda velli en hann var afar vinsæll síð- asta sumar. í það minnsta er hann algengur í sumartísku Versace og er sparibikiníið hér að ofan gott dæmi — um það. Fagurlega skreytt blússa en gegnsæ þrátt fyrir litadýrðina. Það er Jean Paul Gaultier sem á heiðurinn að þessum fjörlega fatnaði sem er einkennandi fyrir sumarlínuna hjá honum. Bjartir litir; grænir og bleikir i stað hins klassíska svarta voru nokkuö einkennandi fyrir sum- arlínu Versace-hússins ítalska. Fötin gera út á kvenlega mýkt og eru mjög flegin. Þar á bæ var sumarlínan fyrir næsta ár kynnt í Míianó á dög- unum við góðan orðstír við- staddra. Djarflega sniðinn bolur úr gylltu glansandi efni og aðeins svartar aðskornar nærbuxur við. Sjálfsagt besti klæðnaður til að spranga um á sólarströnd en þessi föt eru ijóslifandi fyrir framtíðarsýn Versace-hússins fyrir vor og sumar ársins 2000. Svart band yfir brjóstin og þunnt gegnsætt pils úr smiðju Giorgios Armanis. Það fer ekki á milli mála að hér er sumartíska á ferðinni enda fötin sniðin að heitu loftslagi. Japanski snillingurinn Kenzo á heiðurinn af þessari stórglæsilegu dragt. Fatnaðurinn er þó ekki nýr af nálinni held- ur var hann sýndur ásamt fleiri verkum japanska hönnuðarins á stórsýningu hans í | Parfs fyrir skömmu. Glæsileg dragt úr óvenjulegu gullefni. Sniðið er klassískt og kvenleikinn fær að njóta sín. Þessi klæðnaður er ættaður frá Fendi- tískuhúsinu sem kynnti sumarlínu sina fyrir árið 2000 í Mílanó fyrir skömmu. Klassískt pils, bolur og vesti frá hinum japanska Kenzo sem nú hefur kvatt i tískuheiminn eftir j þrjá áratugi. Fötin er jj úr hreinu silki og M efnismeðferðin jfl einstök. fl 1. Kenzo tekur á hippastemningunni með litskrúðugum fatnaði og frjálslegum sniðum. 2. Fínlegur klæðnaður; hvít silkiblússa og rautt satínpils. Japanski hönnuðurinn Kenzo sýndi á sér margbreytilegar hliðar á kveðjusýningu sinni í París á dögunum. 3. Japanskur kjóll úr safni Kenzos.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.