Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1999, Blaðsíða 29
3>"V" ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 37 Stefán Karl Stefánsson leikur eina hlutverkið í hádegisleikhús- inu í Iðnó. 1000 eyja sósa Iðnó hefur sýnt I Hádegisleik- húsinu við miklar vinsældir 1000 eyja sósu eftir Hallgrím Helgason og er næsta sýning í hádeginu á morgun. Þetta er annað hádegisleikritið sem Iðnó sýnir en bæði voru afrakstur verðlaunasamkeppni sem efnt var til. Leikhús Aðeins einn leikari er í verk- inu, Stefán Karl Stefánsson, og leikur hann Sigurð Karl sem sit- ur í flugvél á leiðinni til útlanda. Hann hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa konu sína og böm og tekur það lítið nærri sér en styttir sér stundir með því að mala við óviljugan sætisfélaga sinn. Sigurður Karl er afskap- lega þreytandi maður öllum öðr- um en sjálfum sér. Hann æpir þegar honum dettur í hug, þvaðrar einhverja steypu og tal- ar í farsíma þótt það sé bcmnað. Þær fjölmörgu skyldur sem hinn almenni borgari þarf að eltast við á hverjum degi skipta hann litlu máli lengur. Helgi Þorgils Friðjónsson. Hringrás III. 1994. ListferiII Helga Ein sýning í Listasafni íslands er á verkum eftir Helga Þorgils Frið- jónsson. Sýningin á verkum Helga Þorgils spannar tuttugu ára feril hans og er markmiðið að gefa yfirlit um listfer- il hans, draga fram nokkur megin- þemu og dýpka skilning okkar á stöðu hans í íslenskri og alþjóðlegri samtímalist. Helgi er í íslenskri myndlist einn helsti fulltrúi þeirrar hreyfmgar sem fram kom upp úr 1980 og kennd er við nýja málverk- ið. Það er hægt að fullyrða að frá upphafi markaði Helgi sér persónu- Sýningar legan farveg innan þessarar hreyf- ingar. í listrænni þróun Helga á undan- fömum áram hefur myndmálið tek- ið margvíslegum breytingmn, bæði hvað varðar tákngervingu og hina litrænu og formrænu framsetningu. í verkum hans er ekki aöeins að finna sterka listsögulega skírskotun til barokklistar og ítalskrar endur- reisnar heldur einnig náið samband við eitt af meginþemum rómantískr- ar listár á 19. öldinni sem fjallar um samband manns og náttúra. Sýning- in stendur til 24. október. Salurinn, Tónlistarhúsi Kópavogs: íslensk og erlend sönglög í kvöld kl. 20.30 mun sópransöng- konan Elín Huld Árnadóttir halda sína fyrstu opinbera einsöngstón- leika á íslandi i Salnum í Kópavogi við undirleik píanóleikarans Willi- ams Hancox. Á efnisskrá tónleik- anna eru sönglög eftir Vincenzo Bellini og Hugo Wolf, Mignon-ljóðin eftir Franz Schubert og einnig verða fluttir þrír ljóðaflokkar eftir Pál ís- ólfsson, Maurice Ravel og Claude Debussy. Elín Huld lauk söngkennaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 1996. Um haustið fór hún til Lund- úna til tveggja ára framhaldsnáms í Trinity College of Music og lauk Skemmtanir þaðan námi vorið 1998. Hún hefur komið opinberlega fram við ýmis tækifæri á vegum skóla sinna og utan þeirra, bæði hér heima og í London, og hefur sungið með kór ís- lensku óperannar, Þjóðleikhúskórn- um og Kór Bústaðakirkju. William Hancox er eftirsóttur pí- anóleikari, bæði í heimalandi sínu, Bretlandi, sem og erlendis. Hann hefur haldið einleikstónleika og Elín Huld ásamt undileikara sínum William Hancox. komið fram sem undirleikari um allt Bretland og leikið í öllum helstu hljómleikasölum Lundúna. William er píanóleikari og listrænn stjóm- andi Weingarten tónlistarhópsins sem stofnaður var 1997 en verkefna- val og flutningur hópsins, m.a. á verkum sem samin hafa verið sér- staklega fyrir hann, hafa hlotið mik- ið lof gagnrýnenda. William hefur áður komið fram á íslandi og er í Félagi Islendinga í London. Veðrið í dag Dálítil SÚld eða rigning Suðaustan 8-13 suðvestan- og vest- anlands en 10-15 síðdegis en mun hægari í öðram landshlutum. Dáítil súld eða rigning með köflum sunn- an- og vestanlands.en annars skýjað með köflum eða léttskýjað. Hiti 7-13 stig að deginum, en fer niður undir frostmark sums staðar norðanlands í nótt. Höfuðborgarsvæðið: Suðaustan 8-13 en 10-13 en 10-15 síðdegis, og lít- ilsháttar súld öðru hverju. Hiti 7 til 11 stig. Sólarlag í Reykjavík: 17.56 Sólarupprás á morgun: 08.31 Síðdegisflóð í Reykjavík: 14.12 Árdegisflóð á morgun: 02.48 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri heiöskírt 6 Bergstaóir skýjaó 9 Bolungarvík alskýjaö 8 Egilsstaöir 5 Kirkjubœjarkl. alskýjaö 8 Keflavíkurflv. léttskýjaö 9 Raufarhöfn heiöskírt 4 Reykjavík skýjaö 10 Stórhöfói hálfskýjaö 8 Bergen skýjaö 5 Helsinki léttskýjaö 1 Kaupmhöfn skýjaö 5 Ósló alskýjaö 4 Stokkhólmur 1 Þórshöfn alskýjaó 9 Þrándheimur léttskýjaö -1 Algarve léttskýjaö 15 Amsterdam léttskýjaó 4 Barcelona heióskírt 11 Berlín léttskýjaö 1 Chicago alskýjaö 6 Dublin skýjaö 8 Halifax snjóél á síö. kls. 2 Frankfurt heiöskírt 1 Hamborg skýjaö 0 Jan Mayen þoka í grennd 4 London hálfskýjaö 7 Lúxemborg heiöskírt 0 Mallorca léttskýjaó 10 Montreal léttskýjaö 0 Narssarssuaq skýjaö 7 New York léttskýjaö 8 Orlando léttskýjaö 22 París léttskýjaö 1 Róm Vín skýjaö 4 Washington heiöskírt 3 Winnipeg þokuruöningur 1 Færð víðast hvar góð Þjóðvegir era yfirleitt í góðu ásigkomulagi, þó má búast við hálku í morgunsárið. Víða era vega- vinnuflokkar að störfum. Þar sem lokið hefur verið við að setja á nýtt slitlag myndast yfirleitt steinkast og eru þær leiðir sérstaklega merktar. Færð á há- lendisvegum hefur spillst að einhverju leyti og eru flestar leiðir aðeins færar fjallabílum og einstaka leiðir orðnar ófærar, þó era leiðir opnar öllum bíl- Færð á vegum um, má þar nefna leiðina í Landmannalaugar, Djúpavatnsleið og Uxahryggi. Arnarvatnsheiði er ófær og einnig Loðmundarfjörður. Þungfært er á Axarfjarðarheiði og Hellisheiði-eystri. Ástand vega Skafrenningur s Steinkast 0 Hálka S Vegavinna-aögát 0 öxulþungatakmarka Q~) Qfært [D Þungfært ® Fært fjallabílum Dóttir Elínar og Ásmundar Litla telpan á myndinni fæddist á fæðingardeild Landspítans 7. október kl. 15.15. Hún var við fæð- Barn dagsins ingu 3.715 grömm og 45 sentímetrar. Foreldrar hennar eru Elín Hregg- viðsdóttir og Ásmundur Einarsson og er hún þeirra fyrsta barn. dagstjý) Pierce Brosnan og Rene Russo í hlutverkum meistaraþjófsins og lögreglunnar. Thomas Crown Affair Spennumyndin Thomas Crown Affair, sem Laugarásbíó sýnir, er endurgerð vinsællar kvikmyndar sem bar sama nafn og gerð var fyrir þrjátíu áram með Steve McQueen og Faye Dunaway í að- alhlutverkum. I aðalhlutverkum nú era Pierce Brosnan og Rene Russo og meðal annarra leikara er Faye Dunaway. Önnur aðal- persóna myndar- innar, Thomas '///////// Kvikmyndir Crown, er milljóna- mæringm- sem engin kona getm- staðist og hann getur í raun leyft sér allt sem hann vill nema það sem hann þráir mest, spennu. Þegar rán er framið í listaverka- safni og málverki efth’ Monet stolið dettur engum í hug að bendla Thomas Crown við ránið nema Catherine Banning sem ráð- in er af tryggingarfyrirtæki til að hafa uppi á þjófnum. Banning þrífst sjálf á spennu eins og Crown og er hún ákveðin í að hafa uppi á málverkinu og er ekk- ert að fela fyrir Crown hvað hún hefur í huga. Hefst nú leikur þar sem aðeins annar getur unnið. Nýjar myndir í kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: The Haunting Saga-bió: Konungurinn og ég Bióborgin: Eyes Wide Shut Háskólabíó: Baráttan um börnin Háskólabíó: Ungfrúin góða og Húsið Kringlubíó: American Pie Laugarásbíó: The Sixth Sense Regnboginn: Út úr kortinu Stjörnubíó: The Astronauts Wife A NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT í SÍMA 550 5000 Gengið Almennt gengi Ll kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 70,060 70,420 73,680 Pund 117,130 117,720 117,050 Kan. dollar 46,830 47,120 49,480 Dönsk kr. 10,1960 10,2520 10,3640 Norsk kr 9,0690 9,1190 9,2800 Sænsk kr. 8,5770 8,6240 8,8410 Fi. mark 12,7458 12,8224 12,9603 Fra. franki 11,5530 11,6224 11,7475 Belg. franki 1,8786 1,8899 1,9102 Sviss. franki 47,7000 47,9700 48,0900 Holl. gyllini 34,3888 34,5954 34,9676 Þýskt mark 38,7472 38,9800 39,3993 ít. líra 0,039140 0,039370 0,039790 Aust. sch. 5,5074 5,5404 5,6000 Port. escudo 0,3780 0,3803 0,3844 Spá. peseti 0,4555 0,4582 0,4631 Jap. yen 0,664200 0,668200 0,663600 írskt pund 96,224 96,802 97,844 SDR 97,790000 98,380000 100,360000 ECU 75,7800 76,2400 77,0600 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.