Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 21. OKTOBER 1999 Halldóra Björnsdóttir og Arni Pétur Guðjónsson leika titil- hlutverkin. Frankie fr Johnny Hvaö gerist þegar tvær ein- mana sálir finna hjartað byrja að slá? Þegar ástin knýr óvænt dyra - ertu þá tilbúinn að hleypa henni inn? Við þetta glíma titil- persónunnar í Frankie og Johnny sem sýnd verður í Iðnó í kvöld og annað kvöld, kl. 20.30. Frankie og Johnnie er eftir Terence McNally en verk hans hafa verið sýnd um allan heim. Meðal leikrita hans eru Master Class, Kiss of the Spider Woman og nú siðast Corpus Christi sem Leikhús olli miklu fjaðrafoki þegar það kom út í Bandaríkjunum. Kvik- myndir hafa verið gerðar eftir leikritum McNallys og ekki er svo langt síðan Frankie og Johnny var kvikmyndað með Michelle Pfeiffer og Al Pacino í aðalhlutverkum. í hlutverkum Frankie og Johnny eru Halldóra Björnsdótt- ir og Kjartan Guðjónsson. Leik- stjóri er Viðar Eggertsson. Jór- unn Ragnarsdóttir hannar leik- mynd og búninga og Kjartan Þórisson sér um lýsinguna. Háskólabíó: Trúarbrögð heimsins í kvöld verður á Súfistanum- bókakaffi í húsi Máls og menningar dagskrá sem ber yfirskriftina Trúarbrögð heimsins. Þar verður kynnt bókin Trúarbrögð heimsins en í henni er itarlegt yfírlit um sjö helstu trúarbrögð heims. Hjalti Hugason, doktor frá Uppsalaháskóla og nú prófessor i guðfræði við Há- skóla íslands, fjallar um bókina. Einnig mun Baldur Hafstað lektor kynna greinasafhið Heiðin minni. Að lokum verður lesið úr skáldsög- unni Vita brevis eftir Jostein Gaarder en hún fjallar um játningar Ágústínusar. Dagskráin hefst kl. 20. Gagnagrunnur Nýsjá- lendinga á heilbrigð- issviði Dr. Yogesh Anand frá heilbrigðis- ráðuneyti Nýja-Sjálands heldur op- inn fyrirlestur í Odda í kvöld, kl. 20, um hvernig Nýsjálendingar stóðu að því að setja saman miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Samkomur Á fjórðu milljón manna er skráð í miðlægan gagnagrunn á Nýja-Sjá- landi undir sjúkrakennitölu og er ekki krafist upplýsts samþykkis þeirra við úrvinnslu gagiia. Þeir sem kjósa að vera ekki í þessum gagnagrunni verða að greiða fullt verð fyrir opinbera sjúkraþjónustu. Hugleiðingar um skáldskap Upplestur á vegum Ritlistarhóps Kópavogs verður í dag, kl. 17, í Gerðarsafni. Þorsteinn Gylfason prófessor flytur hugleiðingar um skáldskap og skáldskaparmál og les sjálfvalið efni. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Borgarljós með tónlist Sýningar á meistaraverk- um þöglu myndanna við undirleik Sinfóníuhljóm- sveitarinnar eru orðnar ár- legur viðburður sem nýtur mikilla vinsælda hjá unn- endum kvikmynda og sí- gildrar tónlistar. Borgar- ljós, sem af mörgum er tal- in besta gamanmynd Chaplins, verður sýnd i kvöld kl. 20 en hún var einnig sýnd í fyrra fyrir fullu húsi. Myndin, sem fjallar um ástarævintýri umrenningsins ógleyman- lega og blindrar blómasölu- stúlku, er löngu orðin ein af perlum kvikmyndasög- unnar. Skemmtanir Á laugardaginn verða sýndar myndirnar Dreng- urinn, sem festi Chaplin í sessi sem einn virtasta leik- stjóra og leikara samtím- ans, og Iðjuleysingjarnir. Þá síðastnefndu kannast Charlie Chaplin í hlutverki umrenningsins í Borgar- Ijósum. flestir eflaust síst við en þar er flækingur Chaplins í tvöfbldu hlutverki; sínu hefðbundna og sem viðut- an eignmaður í sumarleyfi ásamt konu sinni. Auk þess að vera óviðjafhanleg- ur leikari var Chaplin einnig góður tónlistarmað- ur. Hann var sjálfmennt- aður sellóisti og fiðluleik- ari og samdi sjálfur tón- listina við velflestar myndir sínar. Hh'ómsveitarstjóri er Frank Strobel og kemur frá Frankfurt am Main í Þýskalandi. Hann hefur einkum fengist við nú- tímatónlist, auk leikhús- og kvikmyndatónlistar. Auk þess að starfa sem tónlistarmaður, hefur Strobel með höndum um- sjón tónlistardeildar þýska kvikmyndasafhsíns í Frankfurt og leiðbeinir við skipulagningu kvik- myndahátíða þar sem sýndar eru þöglar myndir með tónlistarQutningi. Veðrið í dag Yfirleitt bjart Austan 10-15 m/s við suður- ströndina, en annars mun hægari vindur. Skúrir eða dálítil rigning með suður- og austm*ströndinni, en yfir- leitt bjart veður í öðrum landshlut- um. Hiti 6 til 12 stig í dag, hlýjast vestanlands, en vægt næturfrost sums staðar norðanlands. Höfuðborgarsvæðið: Austan 8- 13 m/s og skýjað með köflum, en þurrt að mestu. Hiti 6 til 11 stig. Sólarlag í Reykjavik: 17.49 Sólarupprás á morgun: 08.38 Síðdegisflóð í Reykjavík: 16.07 Árdegisflóð á morgun: 04.30 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri heiðskírt * -1 Bergstaöir heiðskírt 0 Bolungarvik alskýjað 5 Egilsstaóir 5 Kirkjubœjarkl. skýjaö 5 Keflavíkurflv. léttskýjaö 7 Raufarhöfn heiöskírt 4 Reykjavík skýjað 6 Stórhöfði alskýjaö 7 Bergen léttskýjað 1 Helsinki skýjað 3 Kaupmhöfn alskýjað 5 Ósló alskýjaö 3 Stokkhólmur -2 Þórshöfn skýjaó 8 Þrándheimur þoka í grennd -5 Algarve skýjað 19 Amsterdam skýjað 3 Barcelona léttskýjaö 15 Berlín léttskýjað -1 Chicago heiskírt 3 Dublin þokumóða 10 Halifax rigning 5 Frankfurt skýjað 4 Hamborg léttskýjað 0 Jan Mayen skýjað 3 London rigning 9 Lúxemborg skýjað 4 Mallorca léttskýjað 18 Montreal léttskýjaó 5 Narssarssuaq skýjað 1 New York skýjað 12 Orlando skýjað 25 París þokumóóa 11 Róm skýjað 19 Vín alskýjað 2 Washington heiskírt 6 Winnipeg skýjað 8 Færð víðast hvar góð Þjóðvegir eru yfirleitt i góðu ásigkomulagi, þó má búast við hálku í morgunsárið. Víða eru vega- vinnuflokkar að störfum. Þar sem lokið hefur verið við að setja á nýtt slitlag myndast yfirleitt steinkast og eru þær leiðir sérstaklega merktar. Færð á há- lendisvegum hefur spillst að einhverju leyti og eru flestar leiðir aðeins færar fjallabílum og einstaka leiðir orðnar ófærar, þó eru leiðir opnar öllum bíl- Færð á vegum um, má þar nefna leiðina í Landmannalaugar, Djúpavatnsleið og Uxahryggi. Arnarvatnsheiði er ófær og einnig Loðmundarfjörður. Þungfært er á Axarfjarðarheiði og Hellisheiði-eystri. Astand vega #>¦ Skafrenningur E3 Steinkast 0 Hálka H Vegavinna-aðgát B Öxulþungatakmarkanir f~N Af tD Þungfært (j~) Fært fjallabílum Emma Elísabet Litla telpan sem er í fangi frænku sinnar heitir Emma Elísabet Speight. Hún fæddist á fæðingardeild Landspítal- ans 23. mai síðastliðinn Barn dagsins kl. 18.12. Viö fæðingu var hún 54 sentímetrar og 4450 grömm að þyngd. Foreldrar hennar eru Helga Guðrún Högnadótt- ir og Einar Ólafur Speight. Frænka Emmu heitir Olga María Högna- dóttir. Reimleikar herja á fjóra einstak- linga sem búa um sig í gömlu glæsihúsi. Draugahúsið The Haunting sem Sam-bíóin sýna er byggð á klassískri draugasögu, The Haunting of Hill House eftir Shirley Jackson. Skáldsagan hefur verið kvikmynduð áður, einnig und- ir nafhinu The Haunfing. Myndin gerist á gömlu höfðingjasetri. Sál- fræðingur einn, David Marrow (Liam Neeson), fær mikinn áhuga á húsi þessu og sögu þess og ákveður að bjóða þremur einstaklingum að dvelja þar með sér, segir þeim að hann ætli að rannsaka svefnvenjúr þeirra. Þessi þrjú eru Theo (Catherine Zeta-Jones), sjálfsörugg kona sem er þó ekki öll þar sem hún er '///////// Kvíkmyndir ''^jMá séð, Luke, taugaveiklað- ur unglingur sem fyrstan grunar að prófessorinn hafi allt annað í huga en rannsaka svefnvenjur þeirra, og Nell (Lili Taylor), viðkvæm stúlka sem virðist búa yfir miðilshæfileik- um. Strax við komuna dregst Nell ósjálfrátt að einum hluta hússins og hryllingurinn hefst. Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: Bíóhöliin: The Haunting Saga-bió: Konungurinn og ég Bíóborgin: Eyes Wide Shut Háskóiabíó: Baráttan um börnin Háskólabíó: Ungfrúin góða og Húsið Kringlubíó: American Pie Laugarásbíó: The Sixth Sense Krossgátan 1 2 3 « r S 7 s 9 10 11 lf" w 14 15 16 18 au 21 22 !3 Lárétt: 1 ósannindi, 6 skoða, 8 hraust, 9 útlim, 10 amboð, 11 kona, 13 þverhnýti, 14 kerra, 16 leir, 18 óvissa, 20 stari, 22 slá, 23 lélegar. Lóðrétt: 1 þannig, 2 kona, 3 glufa, 4 gamalmenni, 5 fisk, 6 vaxa, 7 fljót- um, 12 gramir, 13 breiður, 15 gljúf- ur, 17 eira, 19 öðlast, 21 keyrði. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 spjarir, 8 kröfuna, 9 róf- um, 10 nn, 11 æfu, 12 raka, 14 ferð, 16 aur, 17 angist, 20 kné, 21 kal. Lóðrétt: 1 skræfa, 2 próf, 3 jöfur, 4 afurðir, 5 ruma, 6 inn, 7 ranar, 13 kuta, 15 enn, 16 ask, 18 gá, 19 él. Gengið Almennt gengi kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dulliir 70,200 70,560 73,680 Piirui 117,040 117,640 117,050 Kan. dollar 47,220 47,510 49,480 Dönsk kr. 10,1750 10,2310 10,3640 Norsk kr 9,0720 9,1220 9,2800 Sænsk kr. 8,5910 8,6380 8,8410 Fi. mark 12,7210 12,7975 12,9603 Fra. franki 11,5306 11,5999 11,7475 Belg. franki 1,8750 1,8862 1,9102 Sviss. franki 47,4900 47,7500 48,0900 Holl. gyllini 34,3220 34,5282 34,9676 Þýskt mark 38,6719 38,9043 39,3993 It líra 0,039060 0,039300 0,039790 Aust sch. 5,4967 5,5297 5,6000 Port escudo 0,3773 0,3795 0,3844 Spá. peseti 0,4546 0,4573 0,4631 Jap. ycn 0,660600 0,664500 0,663600 Irskt pund 96,037 96,614 97,844 SDR 97,710000 98,300000 100,360000 ECU 75,6400 76,0900 77,0600 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.