Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 21. OKTOBER 1999 Fréttir Paul Riis, prófessor í nefnd Evrópuráðsins og fulltrúi stærsta læknarits heims: Einokun upplýsinga eyðir rannsóknafrelsi - einkavæðing gagnagrunns myndi ekki gerast annars staðar á Norðurlöndunum „Ég hef unnið mikiö með þessi mál í nefnd á vegum Evrópuráðsins. Norðurlöndin hafa samnorræna nið- urstöðu þegar við ræðum þetta við- fangsefni. Ég veit líka hvernig afstaða manna er í Þýskalandi, Englandi og víðar. Þar geta menn ekki skilið hvernig menn geta haft einkarétt á persónuuplýsingum," segir danski læknirinn og prófessorinn Paul Riis sem situr í ritsjórn stærsta lækna- tímarits heims, hins bandaríska Jamas, og er dómari í rammaverkefh- um sem Evrópuráðið styrkir í lækna- vísindum. Paul er hér á íslandi í fertugasta skipti - og segist ekki vilja blanda sér í innanríkispólitik elsta lýðveldis í heiminum. „En ég er orðinn allt of gamall til að eyða tímanum í að tala rétt pólitískt tungumál," segir hann. „Ég skil íslendinga vel að þeir vilji notfæra sér sína möguleika, aðra en fiskveiðar og annað slíkt. Þetta er spurning um að þjóðin komist af - menn vilji líka notfæra sér vitneskju um fjölskyldur, sjúkdóma og ættir. Þetta vilja aðrir Norðurlandabúar einnig gera en það yrði gert með ákvörðun ríkisins þannig að pólitísk ákvörðun yrði byggð á lýðræðislegum rótum í samfélaginu. Hér hafa menn valið sér aðra lausn. Að stofna einkafyrirtæki sem fær heimild með löggjöf til að selja leyfi til að fá aðgang að gagnagrunn- inum. Ég tel að slíkt myndi aldrei Ég hef komið 40 sinnum til íslands en ég er orðinn of gamall til að eyða tímanum í að tala rétt pólitískt tungumál," segir prófessor Paul Riis. OV-mynd Hilmar Þór gerast annars staðar á Norðurlönd- um. - Hvernig rökstyður þú það? „Sala og einokun á persónuupplýs- ingum eyðir með þessu móti rann- sóknafrelsi - réttinum til að rannsaka. Krabbameinssamtök eiga að geta rann- sakað, deildir spítalanna og syo fram- vegis - án þess að spyrja hvort viðkom- andi rannsókn stangist á við hagsmuni einkafyrirtækisins. Ég tók þátt í að skrifa bálk sem Evr- ópuráðið gaf út í apríl 1997. Þar stend- ur að rannsóknahagsmunir eigi klár- lega að vera hindranalaust fyrir hendi. Þess vegna segi ég að svona lagað - eins og hér hefur gerst á íslandi - myndi aldrei gerast í Danmörku eða á öðrum Norðurlöndum," segir Paul Riis, sem er fyrrum prófessor við Há- skólann i Kaupmannahöfn og var rit- stjóri dansks læknablaðs í 25 ár. -Ótt Leikskólakennarar í Árborg komnir til starfa á ný: Sáttir með eingreiðsl- ur og aukavinnutíma DV, Arborg: „Það sem varð til þess að koma hreyf- ingu á málið var að við höfum verið að glugga í þessa nýju aðalnámskrá sem menntamálaráðuneytið gaf út fyrir leik- skóla og það kom hvatning frá félagi íslenskra leikskóla- kennara til rekstrar- aðila leikskóla um að leggja peninga í þetta," sagði Ingunn Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs Árborgar, i samtali við DV þegar leikskólakennarar í leik- skólum Árborgar mættu aftur til starfa í fyrradag. Leikskólakennarar höfðu verið frá störfum eftir að uppsagnir þeirra tóku gildi 1. október, af þeim 11 sem sögðu upp sneru 10 aftur til starfa. Ingunn seg- Ingunn Guðmundsdóttir og Kristrún Hafliðadóttir. ir að fyrir mánuði hafi fræðslusrjóra Ar- borgar verið fahð að koma með tillögur um hvernig væri mögulegt að koma að vinnunni við námskrána. Þær tillögur hafi verið kynntar leikskólasrjórum sem hafi litist vel á. Leikskólakenn- arar fá tvær ein- greiðslur, 1. nóvem- ber og 1. desember. Síðan fær hver leik- skólakennari um 12 stundir á hvert stöðugildi á mánuði út næsta ár. „Við erum búnar að vera frá vinnu síðan 1. október og teljum að við fáum það út úr þessu sem við getum sætt okkur við," sagði Kristrún Hafiiða- dóttir leikskólakennari. Hún segir vinnutilboðum annars staðar frá hafa rignt yfir þær og mörg þeirra verið betri en sú niðurstaða sem varð. -NH Börnin í Arborg fengu leikskólakennarana aftur tll starfa. DV-mynd NJörður Sagnfræðilegar bombur Engin ný frétt gærdags- ins var eins gömul og frétt- in um að kjarnorku- sprengjur hefðu verið geymdar á íslenskri grund. Um þetta hafa verið skrif- aðir langhundar árum og áratugum saman og jafnvel af sama höfundi og nú kemur enn fram, gamla brýninu William M. Arkin. Hann hefur í gegnum árin glatt herstöðvaandstæð- inga en að sama skapi pirrað þá sem vilja halda hernum á Keflavíkurflug- velli. Það orð hefur lengi legið á að hérlendis hafi bomban stóra haft viödvól. Það hef' ur Arkin fullyrt, sem og margir aðrir. Nú hefur hann enn komist í gögn í bandarískum skjalageymsl- um og lagt saman tvo og tvo og fundið út að bomban var hér á árum vinstristjórnar Her- manns Jónassonar. Sú stjórn sat við völd frá 1956 til 1959. Fuss og svei, segja vinstrimennirnir en hinir segjast trúa yfirlýsingum bandarískra stjórnvalda um að hingað hafi bomban aldrei ver- ið flutt. Havaríið nú er einkar kærkomið enda fátt eft- ir til að rífast um hér á landi, nema þá bannsett- ur kvótinn. Hann verður þó leiðigjarn til lengdar. Kjarnorkubomban er miklu klassískara efni, að- almál aldarinnar sem nú er að líða. Kalda stríöið sem fylgdi í kjólfar síðari heimsstyrjaldarinnar skipti mönnum i flokka og fylkingar, jafnt hér á landi sem annars staðar. Stórveldin tvö, í austri og vestri, stóðu brynjuð hvort gegn óðru. Kjarn- orkuvopnabúr beggja nægðu til að sprengja heimsbyggðina upp trekk í trekk. Hættan var raunveruleg og skoðanamunurinn áþreifanlegur. Ágreiningurinn í utanríkismálum, afstaðan til Bandaríkjanna og vestrænna ríkja og Sovétríkj- anna og fylgiríkja þeirra skipti öllu, litaði allt viðhorf til lífsins. Það gilti jafnt um stjórnmála- menn, listamenn og alþýðu manna. Allir voru neyddir til að taka afstöðu. Það var mikið að ger- ast og fréttir stöðugar. Staðbundin strið voru háð þar sem stórveldin stóðu að baki og ýttu tindát- um sinum til og frá. Kjarnorkuógnin vofði stöðugt yfir. Þannig héldu flestir að framtíðin yrði, eilíf átök, sífelld ógn. Stuðningsmenn hins vestræna trúðu þvi að í austri væri stórveldi hins illa en svo gerðist það á nokkrum misserum að allt hrundi, múrinn var brotinn, fylgiríki Sovétríkj- anna gerðu byltingu og stórveldið sjálft varð að engu. Glæpurinn var horfinn. Fyrst í stað var þessu fagnað. Betri heimur virtist rísa úr rústunum. En mannlegt eðli er samt við sig. Þegar hæfilega langt var liðið frá lokum kalda stríðsins fóru menn að sakna spenn- unnar sem því fylgdi, ógnarinnar sem leyndist alls staðar. Upprifjun á ógninni er því betra en ekkert. Því gleðjast menn svo ógurlega þegar Arkin og félagar finna sagnfræðilegar bombur á stöðum þar sem þær áttu ekki að vera, til dæmis á Mið- nesheiði. Dagfari sandlcorn Ekki frétt Skjár einn hóf loks útsending- ar á ný í gærkvöld, í gjörbreyttri mynd. Athygli vakti að stöðin hossaði mjög sín- um mönnum, einkum aðal- sprautunni, Árna Þór Vig- fussyni. Einnig fékk fulltrúi nýrra fjárfesta, Páll Kr. Páls- son, að láta ljós sitt skína. Heldur þótti fréttatíminn klénn en þar var nær einungis að frétta að Skjár einn væri kom- inn í loftið á ný. Eina fréttin, ef frétt skyldi kalla, fjallaði um óvissu í kringum framtíð Reykjavíkurflugvallar, efni sem allir fjölmiðlar eru búnir að éta upp til agna. Má því segja að fyrsta „alvöru" fréttin hafi verið ekki frétt. Skoðanir eru sjálfsagt skiptar um frumraun nýrra sjónvarpsmanna en flestir við- mælendur Sandkorns eru sam- mála um að gamla fjölmiðlarott- an Egill Helgason hafi stolið senunni í aðalþætti kvöldsins ... í Árbæjarsaf n Þaö fylgdust margir með því þegar verið var að færa steininn góða í nágrenni Keldna. Al- mennt er haldið að í steininum búi huldufólk og ekki viti á gott að hreyfa við heimili þeirra. Er Erla Stefáns- dóttir, miðill með meiru, sögð hafa séð þarna lítið og vinalegt fólk og margir sem trúa því. Hinir eru líka sem trúa ekki orði af þvi sem sagt er um álfa og huldufólk. Einum slíkum varð á orði að fyrst steinninn væri virkilega gamalt hús þá væri auðvitað réttast að flytja hann alla leið í Árbæjarsafn ... Engir um jól? Forysturaunir Samfylkingar- innar hafa verið umræðuefni manna á með- al. Margrét Frímanns- dóttir heldur formlega um taumana um þessar mundir en margir hafa hins vegar augastað á for- mannsstólnum og undirbúa jarðveginn fyrir formannsslag. Hér verður ekki farið í þann nafnaleik heldur birt visukorn sem Sandkorni barst utan af landi: Menn sitja þar sárir og svíóa og skoða hin tómu ból. Ef lengur þau þora aö biöa þá veróa þar engir um jól. Sivjarspell Og enn senda menn inn kveð- skap vegna þeirrar ætlunar stjórnvalda að sökkva Eyja- bókkum undir miðlunarlón fyrir virkjun. Ein kvað þannig eftir að hafa orðið vitni að tilburðum Sivjar Frið- leifsdóttur í málinu: Umhverfiö fœr eflaust skell meö Eyjabakkalóni, sýnist veröa Sivjarspell siðlausast á Fróni. Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.