Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Blaðsíða 19
¥ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 23 Fréttir Trúnaður um sjúkraskrár nær út yfir gröf og dauða: , Aðgengi er aldrei leyft I - nema sjúklingur leyfi eða sérstaklega rökstutt tilefni sé til þess, segir Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir segir að til að komast í sjúkraskrár á Heilsuverndarstöð- inni í Reykjavík hafi þurft ansi einbeittan brotavilja. Einhver gjör- kunnugur hljóti að hafa látið sjón- varpsstöðina vita. Matthías segir að í lögum standi ekkert um hver eigi sjúkraskrárn- ar en hins vegar sé tekið fram að þær eigi að vera í vörslu þess aðila sem færir þær og forstóðumaður beri ábyrgð á geymslu þeirra. Þar er um að ræða viðkomandi heilsu- gæslustöð, sjúkrahús eða einka- stofnanir. Hann segir að eftir ákveðinn árafjölda endi þær í læst- um hirslum á Þjóðskjalasafni ís- lands'. í millitíðinni fara sumar sjúkraskrár í geymslu hjá héraðs- lækninum í Reykjavík, á Heilsu- verndarstöðinni, m.a. í þeim tilfell- um að læknir lætur af störfum eða fellur frá og enginn tekur við af honum. „Aðgengi að þessum skrám er aldrei leyft nema með samþykki sjúklings. Á Þjóðskjalasafni eru Matthías Hall- dórsson aðstoð- arlandlæknir skrárnar í lokuð- um hirslum. Fullum trúnaði er haldið jafnvel löngu eftir að sjúklingur er lát- inn. Hægt er að sækja um leyfi til landlæknis til að skoða skrár vegna rannsókn- arvinnu ef þess er þörf en þó má aldrei birta neitt er tengst getur sjúklingnum. Ætt- ingjar mega heldur ekki skoða sjúkraskrár nema sérstaklega rök- stutt tilefni sé til þess. Varðandi atvikið þegar Stöð 2 komst í sjúkraskrár á Heilsuvernd- arstöðinni í Reykjavík sagði Matth- ías að þar hafi verið um að ræða gamlar berklaskýrslur og röntgen- myndir. „Það þarf ansi einbeittan brota- vilja til að komast að þessum sjúkraskrám. Það var verið að gera við skolpleiðslur og því var ekki læst eins og venja er til. Þarna hlýtur einhver gjörkunnug- ur að hafa látið sjónvarpsstöðina vita. Til að komast að þessu þarf að fara niður í djúpar kjallara-~ tröppur, inn þröngar dyr og um töluverða rangala að næstu hurð. Þó það hafi ekki verið læst þá seg- ir það ekki að mönnum hafi verið heimilt að fara þarna inn," segir Matthías Halldórsson sem telur þetta atvik þó út af fyrir sig vera þarfa áminningu. -HKr. I I I Græna smiöjan með námskeiö: Huga að jólaskreytingum Rúmir tveir mánuðir eru til jóla og fyrirhyggjusömu húsmæðurnar eru byrjaðar að huga að stórhátíð- inni. Margt er grænt í Hveragerði en nú fer að roðna og gulna og þar með fækkar grænu litunum. Grænt framboð er ekki í Hveragerði og Grænu höndinni, gróðurhúsi og veitingasölu, hefur verið lokað. En Græna smiðjan, sem er í senn hand- verkstæði og verslun með íslenska muni, er opin daglega og í fullum gangi. í Grænu smiðjunni, sem er í eigu Kristínar Bjarnadóttir textíl- hönnuðar, er sitthvað til sölu og allt alíslenskt, hvaðanæva af landinu. Meðal annars eru seld barnaleik- föng úr tré, ýmsir handunnir skart- gripir, til dæmis úr fiskbeinum og tré, islenskar unaðsolíur og íslensk telauf úr villijurtum. Eitt verkefni Kristinar er námskeiðahald á haust- mánuðum. Þar nýtur hún aðstoðar Hrannar Waltersdóttur leirlista- manns og Sigurbjartar Gunnars- dóttur glerlistamanns. Um er að ræða gerð ýmissa muna og leið- beina þær þrjár hver á sínu sviði. Fyrir skömmu var haldið fyrsta námskeiðið og var kátt á hjalla hjá þeim sem það sóttu. Hvert nám- skeið er einstakt og eru þau opin öllum. Námskeiðin verða haldin á hverju fimmtudagskvöldi fram að jólum. - eh Hressar konur huga að jólunum. DV-myndir Eva Ævintýraleikritið Gleym-mér ei og Ljóni Kóngsson verður frumsýnt í Iðnó næstkomandi laugardag. Kjartan Guðjónsson, Linda Ásgeirsdóttir og Agn- ar Jón Egilsson voru gripin glóðvolg á æfingu í fyrradag. DV-mynd Teitur Byggðasafnið í Görðum: Saf nahús fyrir steina, landakort og fótbolta DV, Akranesi: Bæjaryfirvöld á Akranesi vilja að kannað verði hvort fýsilegt sé að byggja við Byggðasafnið í Görðum á Akranesi og koma þar fyrir Steina- ríki Islands, Safni Landmælinga ís- lands og íþrótta- og knattspyr- numinjasafni. Tillaga þess efnis var samþykkt í bæjarráði Akraness og bæjarstjórn Akraness. Bæjarstjórn segir að fyrir liggi skipulagt byggingasvæði að Görð- um fyrir byggðasafnið og líta verði svo á að viðurkenning liggi einnig fyrir um þátttöku ríkisins í upp- byggingu safnsins í samræmi við ákvæði laga þar um. Beinir bæjarráð Akraness því til stjórnar Byggðasafns Akraness og nærsveita að kanna hvort með hag- kvæmum hætti megi auka húsakost safnsins. Skoðað verði einnig meö hvaða hætti megi fjármagna verk- efnið og fá framlög á fjárlögum til þess. -DVÓ Ungur sonur Kristínar í Grænu smiðjunni á námskeiðinu. Caradon Henrad Miðstöðvar ofnar • Afkastamiklir ofnar á mjög hagstæðu verði •VottaðafR.B • 5 ára ábyrgð • Allt til pípulagna HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.