Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Blaðsíða 17
„ * -k FIMMTUDAGUR 21. OKTOBER 1999 FÍB-trygging með lægstu iðgjöld bílatrygginga: hags 17 JJ'- 70% verðmunur - á iðgjaldi fyrir Toyota Corolla ef eigandinn er 40 ára og með 50% bónus Griðarlegur verðmunur er á bíla- tryggingum. Dýrasta tryggingin er um 40% hærri en sú ódýrasta þegar miðað er við granniðgjaldi ábyrgð- artryggingar fyrir Toyota Corolla sedan 1,3 og fullan bónus. Mun- urinn verður enn meiri þegar miðað er við 50% bónus. Þá er dýrasta tryggingin tæplega 70% hærri en sú ódýrasta. Ódýrasta tryggingin fæst hjá FÍB- tryggingu en sú dýrasta hjá Sjóvá-Al- mennum. Þetta er nið- urstaða fyrirspurnar hjá fjórum tryggingafé- lögum, FÍB-tryggingu, Sjóvá-Almennum, Vá- tryggingafélagi ís- lands og Trygginga- miðstöðinni. Hringt var í tryggingafélögin og fengnar upplýsingar um hvað kostaði að tryggja Toyota Corolla sedan 1,3, árgerð 1999. Spurt var um grunniðgjald ábyrgð- artryggingar með slysatryggingu ökumanns og eiganda auk fram- rúðutryggingar. Spurt var um ársiðgjald með annars vegar 50% bónus og hins vegar fullum bónus. Fullur um fertugt og búi á höfuðborgar- svæðinu. Blaðamaður kynnti sig með nafni en ekki kostar 31.659 krónur að tryggja bíl- inn hjá FÍB-tryggingu, 36.833 krónur hjá Tryggingamiðstöðinni, 41.045 krónur hjá Vátryggingafélagi ís- lands og 44.463 krónur Iðgjöld ábyrðartryggingar 70.000 60.000 50.000 40.000 1 30.000 20.000 10.000 Krónur 50% bónus bónus getur verið mismunandi prósentutala hjá félögunum en það breytir ekki þvl að fullur bónus er ódýrasta grunniðgjaldið sem um er að ræða hjá hverju félagi um sig. Miðað er við að eigandi bílsins sé sem blaðamann. Svörin sem hann fékk eru því eins og þau svör sem hver annar hringjandi mundi fá við þessum spurningum. Þegar miðað er við grunniðgjald tryggingafélaganna og fullan bónus hjá Sjó- vá-AImennum. En sé miðað við 50% bónus kost- ar 45.449 krónur að tryggja bílinn hjá FÍB-tryggingu, 60.705 krónur hjá Tryggingamiðstöðinni, 71.001 krónu hjá Vátryggingafélagi Islands og 76.801 krónu hjá Sjóvá-Almennum. Hér er einungis horft á grunnið- gjald fyrir tryggingu bíls- ins og ekkert annað. Með því móti var talið að fengist einfaldur samanburður á þess- um tryggingum, án afsláttarkjara eða annars sem rugla kynni myndina. Rétt er þó að taka fram að tryggingafélögin bjóða trygginga- pakka þar sem trygg- ing bíls er ein margra trygginga. í slíkum til- fellum bjóðast afslættir af bílatryggingunni. Þá geta félögin verið með mismunandi iðgjalda- flokka eftir þyngdum. Toyota Corolla var valin vegna þess að að það er al- gengasti fólksbíll á landinu. Bíllin sem miðað er við i þessari athugun er með 1330 rúmsentímetra og 86 ha vél, vegur 1000 kg og ber 450 kg. -hlh Notkun nagladekkja þýðir útgjaldaauka fyrir bíleigendur: Ekki keyrt á nagla- dekkjum í mörg ár - segir Sigurður Skarphéðinsson gatnamálastjóri „Ég hef að sjálfsögðu ekki keyrt á nagladekkjum í ótalmórg ár og hef aldrei saknað þess. Staðreyndin er sú að naglarnir fara afar illa með malbikið, kosta borgina, bíleigend- ur og aðra íbúa hennar verulegar upphæðir og auka einnig mengun. Þannig eru naglarnir í flestum til- fellum neikvæðir," sagði Sigurður Skarphéðinsson gatnamálastjóri við DV. Nú er veturinn fram undan með tilheyrandi hálku og snjó. Mjög margir setja nagladekk undir bíl- inn, telja sig þannig óruggari í vetr- arakstrinum. Ekki skal fullyrt um hvort betra eða öruggara er að aka á- negldum vetrardekkjum eða ónegldum, um það eru skiptar skoð- anir. Hinu verður þó ekki neitað að nagladekkin valda miklu sliti á göt- um og tjörumengun. Bíleigendur verða fyrir kostnaðarauka vegna meiri þrifa og jafhvel skemmda á bílunum. Nagladekkin skpja siðan eftir sig djúp fór í götunum, valda almennu sliti og stórauka þannig viðhaldskostnað. Það er kostnaður sem lendir á bíleigendum þegar upp er staðið. Auk kostnaðar sem hlýst af sliti er umferðaröryggi stefnt í hættu þar sem förin eftir nagladekk- in fyllast af vatni í votviðri og bíl- arnir fljóta, láta illa að stjórn. Sú hætta kann að verða meiri en meint öryggi sem ökumenn telja að nagla- dekkin tryggi þeim. Hjá embætti gatnámálastjóra snýst fiest um að vegfarendur geti komist leiðar sinnar tiltölulega snurðulaust. Auk snjóruðnings er söltun þar fyrirferðamikill þáttur. Betri vetrardekk - Þú ert þá ekki hlynntur notkun nagladekkja? „Nei, ekki innan borgar- Norðmenn íhuga bann Sigurður segir embætti gatnamálastjóra Reykjavík- ur ekki eina aðilann sem sé að berjast gegn notkun nagladekkja. „Grannar okkar Norð- menn eru að velta fyrir sér banni á nagladekkjum í borgum eins og Þrándheimi sem er á sömu breidd- argráðu og Reykjavík. Við höfum ekki gengið svo langt en hins vegar höfum við ver- ið að reyna að benda fólki á að velta því rækilega fyrir sér hvort það hafi virkilega þörf fyr- ir nagla." Ekkert í stað saltsins - En kemur saltdreifingin í stað nagladekkja? „Um það eru skiptar skoðanir en við höfum þó ekki fundið neitt sem getur komið í stað saltsins. Við höf- um reynt sand en hann gafst ekki vel i þeirri veðráttu sem hér er. Það vantar stöðugt veðurlag með stihum og frosti dag eftir dag. Hér er hita- stigið langtímum saman gjarnan i kringum núllið og sveiflast upp og niður. Við þannig aðstæður er salt- ið það eina sem dugir." - Fer saltið ekki illa með malbik- ið eins og nagladekkin? „Nei. Ég bendi á að gólfið í salt- geymslunni okkar er malbikað. Saltið sem slíkt leysir ekki upp mal- bik. Það sem er neikvætt við saltið er að það heldur götunum rökum og rakar götur slitna mun fyrr. Þannig séð er saltið til bölvunar. Við reyn- um þó eins og við getum að draga úr saltnotkun og bleytum t.d. saltið til að það sitji betur á götunni. Við erum líka að velta því fyrir okkur að búa til saltpækil sem sprautað yrði í fljótandi formi á göturnar í stað venjulegrar saltdreifingar við viss skilyrði." -hlh/HKr. Siguröur Skarphéöinsson, gatnamál- stjóri Reykjavíkurborgar. markanna. Þar er staðið þannig að hálkuvörnum að ég tel enga þörf á að keyra mikið á nagladekkjum. Ef menn keyra mikið fyrir utan bæinn eða á nóttunni, utan þess tíma sem við bjóðum upp á okkar þjónustu, þá kann að vera matsatriði hvernig dekkjabúnaðurinn er. Það má benda á að komin eru mjög góð vetr- ardekk og miklu betri en voru til fyrir nokkrum árum. Síðan eru mjög athyglisverðir hlutir að gerast í sambandi við harðkornadekkin. Þau eru talin slíta götunum mun minna og eru búin jákvæðum eigin- leikum nagladekkja. Einnig er verið að þróa gerð svokallaðra léttnagla." Snjór hefur ekki verið til mikilla vandræða f Reykjavík undanfarin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.