Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1999, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÓLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og f gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Stærsta einkavæðingin í þessari viku veröur gengiö frá umfangsmestu einkavæðingu á íslandi fram til þessa, þegar ríkissjóð- ur selur 51% hlut sinn í Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins - FBA. Kaupendur eru 26 aðilar, lífeyrissjóðir, fjárfestingarfélög, fyrirtæki og einstaklingar. Aðeins ein þátttökutilkynning, sem uppfyllti alla skilmála, barst í útboð á sölu hlutabréfa ríkisins í FBA og var hún að frumkvæði þeirra sem standa að Orca SA, sem áður hafði keypt stóran hlut í bankanum við lítinn fögnuð forsætisráðherra. Niðurstaðan sem nú virðist fengin ætti að vera Davíð Oddssyni að skapi um leið og vangaveltur um leynisamninga og óeðlilega viðskiptahætti ættu að heyra sögunni til. Ríkisstjórnin hefur alla tíð lagt ofuráherslu á dreifða eignaraðild að bönkunum. Þó voru litlar eða engar at- hugasemdir gerðar við eignarhlut sparisjóðanna og Kaupþings í FBA - ekki fyrr en sami hlutur var seld- ur Orca SA. Þó gerðist ekkert annað en að hlutabréf færðust á milli tveggja félaga í Lúxemborg í eigu ís- lendinga. Á tímabili villti þessi oftrú á dreift eignar- hald mönnum sýn á það sem mestu skiptir - að losa ríkið út úr rekstri sem það á ekkert með að hafa und- ir höndum. Dreift eignarhald er göfugt markmið og raunhæft til skamms tíma en sé litið til framtíðar ekki annað en misskilningur á eðli frjálsra viðskipta. Vissulega er hægt að deila um þær leikreglur sem settar voru við söluna á meirihlutanum í FBA, en nið- urstaðan er fengin. Mestu skiptir að leikreglurnar voru einfaldar, öllum ljósar og allir sátu við sama borð. Ríkissjóður fékk gott verð og bankinn kemst í eigu traustra aðila sem munu mynda nauðsynlega kjölfestu í rekstri og stefnu bankans. Nú þegar vandræðagangurinn vegna FBA er að baki getur ríkisstjómin spýtt í lófana og haldið ótrauð áfram við einkavæðingu fjármálakerfisins. Lands- bankinn og Búnaðarbankinn bíða þess að verða seldir. Síðustu ár hefur jarðvegurinn verið undirbúinn undir einkavæðingu stórra ríkisfyrirtækja. Frelsi á fj ármálamarkaðinum hefur verið drifkraftur í einka- væðingunni og gert einstaklingum jafnt sem fyrirtækj- um og sjóðum kleift að taka þátt í henni. Stefna ríkis- stjómarinnar hefur því skilað umtalsverðum árangri að þessu leyti. Fjárfestingarbankinn hefur náð ágætum rekstrarár- angri frá því hann tók til starfa og því ætti fjárfesting í hlutabréfum bankans að skila þokkalegri eða góðri ávöxtun. Aðrir bankar hafa einnig náð árangri á síð- ustu misserum, þrátt fyrir að sú hagræðing sem að var stefnt í íslensku bankakerfi hafi ekki náð fram að ganga. Eignarhald á bönkum hefur komið í veg fyrir raunverulega hagræðingu. Nú þegar sala á FBA er í höfn og ef ríkisstjómin brettir upp ermarnar og selur Búnaðarbanka og Landsbanka, skapast aðrar og betri forsendur til hagræðingar. Staðreyndjn er sú að íslenskar fjármálastofnanir eru litlar og sameining þeirra er allra hagur. Eigendur hagnast og viðskiptavinir njóta betri og ódýrari þjón- ustu en áður. Ekkert er hægt að spá um hvemig hag- ræðing og sameining banka muni þróast á komandi mánuðum og misserum, en óneitanlega er athyglisvert að tveir af stærstu hluthöfum íslandsbanka eru á með- al nýrra hluthafa í Fjárfestingarbankanum. Óli Björn Kárason Aöalskrifstofa ráðuneytanna - hækkun milli fiáriaga 1999 og fjáriagafrumvarps fyrir 2000 Skrifstofur ráð- herra þenjast út ráðuneytisins út um 13,1%. Sambýli þroskaheftra, með- ferðarstöðvar fyrir unga fíkla, svo ekki sé minnst á heimili fyrir heilaskaðaða myndu vafalaust þakka fyrir gætu þau skammtað sér 13-19% hækkun milli ára eins og Finnur skammtar sér í skrif- stofuhaldið. Forsæt- isráðherrann hefur manna snjallast brýnt fyrir almenn- ingi nauðsyn aðhalds og sparnaðar. í hans eigin ráðuneyti birt- ist það með því að „Sambýli þroskaheftra, með- ferðarstöövar fyrir unga fíkla, svo ekki sé minnst á heimili fyr■ ir heilaskaðaða myndu vafalaust þakka fyrir gætu þau skammtað sér 13-19% hækkun milli ára eins og Finnur skammtar sér í skrifstofuhaldið. “ Kjallarinn Össur Skarphéðinsson alþingismaður Allir ráðherrarnir, utan einn, eru í óða- önn aö þenja rekstur aðalskrifstofa ráðu- neyta sinna langt um- fram þau 3% sem rík- isstjórnin leggur til að rekstur rikisins megi hækka um á milli ára. Finnur Ingólfsson ætl- ar að eyða 23,4 millj- ónum meira á næsta ári til að reka aðal- skrifstofur ráðuneyta sinna en hann þurfti á þessu ári. Siv getur ekki rekið aðalskrif- stofu umhverfisráðu- neytisins kinnroða- laust nema hún fái 17,6 milljónum meira í eyðslufé en dugði forvera hennar. Finnur langverstur Aðalskrifstofurnar eru stjórnstöðvar ráðuneytanna. Fimm ráðuneyti hyggjast þenja út rekstur skrif- stofanna um 13,1-19%. Kostnaður við aðal- skrifstofur allra hinna, að sjávarút- vegsráðuneytinu frá- töldu, vex um 4,4% - 7,8%. Þetta er langt ofan við samþykkt ríkis- stjórnarinnar um 3% hækkun rekstrargjalda milli ára. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, stendur sig hlutfallslega langverst. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu hyggst hann blása út rekstur aðalskrifstofu iðn- aðarráðuneytisins um 19%. Það er ríflega sexfalt meiri aukning en forsendur fj árlagafrum varps ins gera ráð fyrir skv. samþykkt ríkis- stjómarinnar. Að auki ætlar Finn- ur þenja aðalskrifstofu viðskipta- framlög til aðalskrifstofu blása út um 15,9%. Hækkanir allra ráð- herranna eru sýndar á meðfylgj- andi grafi sem er unnið upp úr fjárlagafrumvarpinu. Allir nema einn eru langt fyrir ofan 3% sam- þykkt ríkisstjómarinnar. Skelfilegt fordæmi ráðherranna Skýringarnar og afsakanimar á þessu hróplega ósamræmi milli orða og gerða ráðherranna eru auðvitað endalausar. Fyrir ASÍ sem er á leið í kjarasamninga er vafalaust fróðlegt að Bjöm Bjarna- son skýrir 7,8% hækkun á aðal- skrifstofu sinni einvörðungu með launahækkunum og breyttri sam- setningu starfsliðs. Páll Pétursson tínir tH nýja nefnd og þarf einnig að mæta 'veikleika í rekstri skrif- stofu. Siv og Sólveigu Pétursdóttur vantar bíl og ritara enda þeirri út- gerð ekki lengur dedt á tvö ráðu- neyti einsog áður. Davíð Oddsson þaif að mæta auknum umsvifum í upplýsingamálum og tímabundn- um kostnaði vegna kristnitökuaf- mælis. Guðni kemst ekki af nema með því að hafa sérfræðing í garð- yrkju á skrifstofunni. Fjármála- ráðherra hefur gildustu skýring- una, þar sem verið er að færa giska þung verkefni til aðalskrif- stofunnar sem vom unnin ann- ars staðar áður. í anda eigin orða AUir hafa sér tU afbötunar nokkuð nema Finnur. Hann er eini ráðherrann sem gerir ekki minnstu tUraun til að skýra í fjárlagafrumvarpinu hverju auk- in eyðsla hans sætir. Arftaki HaUdórs er eins og keisari tU forna, sem þarf engum að standa skuldaskil. Skýringamar skipta hins vegar í fæstum tilvikum miklu. Ráðherrum, sem ítrekað hvetja þjóðina tU að efla sparnað og draga úr þenslunni, ber sið- ferðUeg skylda tU að starfa í anda eigin orða. Þurfi að efla verkefni á kontórum ráðuneytanna verða þeir einfaldlega að skera annars staðar á móti. Hvemig getur ríkisstjómin beð- ið verkalýðsfélögin um aö stiUa launakröfum í hóf þegar eyðsla ráðherranna í skrifstofubákn ráðuneytanna hækkar langt um- fram samþykkt þeirra sjálfra? Össur Skarphéðinsson Skoðanir annarra Hafnarfjörður - glæsileg listaðstaða „Er nokkuð eftirsóknarverðara fyrir bæjarfélag en að fá tU sín háskólastofnun þar sem nemendur eiga þess kost að halda áfram og ljúka námi á háskólastigi? Fyrir skólastofnun eins og Listaháskóla íslands hlýtur að vera eftirsóknarvert að umhverfi skólans sé skapandi og í tengslum við menningarlíf bæjarins. Án þess að haUað sé á önnur bæjarfélög, tel ég að sú staðsetning fyrir Listahá- skóla sem Hafnarfjarðarbær býður upp á sé ein sú aUra glæsUegasta og gefi aUa þá möguleika sem þarf tU að tryggja að listir haldist sem áhrifavaldur samfélagsins." Steinunn Guðnadóttir, í Mbl. 29. okt. Átrúnaðargoðið Arkin „Átrúnaðargoð íslenskra vinstri manna í umræðum um kjamorkuvopn, WUliam Arkin, hefur eina ferðina enn viðurkennt að hafa hlaupið á sig. Nýlega ritaði hann, ásamt öðram, grein um að á íslandi hafi verið kjarnorkuvopn, en hefur nú dregið það tU baka og seg- ir að hann hafi ef tU viU haft rangt fyrir sér. Þetta er út af fyrir sig ánægjuleg yfirlýsing þó flestum öðram en honun og nokkrum íslenskum vinstri mönnum hafi verið vel ljóst að ekkert var á grein hans byggjandi. Það er verra að íslenskir vinstri menn munu líklega ekki sjá að sér og draga tU baka óskir sínar um rannsóknar- nefnd. Þeim þykir sjálfsagt enn að greinin hafi mikla þýðingu þótt einn höfunda hennar hafi sagt að ekki sé á henni byggjandi.“ Úr Vef-Þjóðviljanum 28. okt. „Hnosshafinn“ í Seðlabankanum „Hvað kemur hinum almenna kjósanda við hverjir eru gerðir að bankastjórum eða hljóta upphefð hér og þar í stjómkerfinu? Hverra hagsmuna á meðaljóninn að gæta hvort það er íhaldsgaur eða framsóknardurtur, sem hafinn er upp í bankastjóratign? ... Atkvæðunum úti í bæ stendur sjálfsagt nákvæmlega á sama um hver verður þriðji Seðlabankastjórinn. Það er vandamál póli- tíkusanna að velja eða hafna úr hópi verðugra í flokk- sklíkunum. Hins vegar er það vandamál bankans hvers konar stjómandi „hnosshafinn11 verður. Vandamál ung- lingsins á götunni er hvemig á að standa við næstu af- borgun af glæsikerrunni." Oddur Ólafsson, í Degi 29. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.