Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1999, Blaðsíða 26
38 MÁNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1999 Brunndælur 4.850.- Verð: 4.950,- Fœst í svörtu og hvítu Verð: 4.200.- Fæst í svörtu og hvítu Verð: 3.990.- SKIPHOLT 33 • R EYKJAVIK SÍMI: 553 5600 ** leit.is og þér munuð finna... ..yfir 300.000 íslcnskar vcfsíður. Bamaskórst. 19-25 Verð 3.890 Sími 568 1044 ÚTILJÓS 2x9W sparperur Fæst í svörtu og hvítu RAFSOL Verð: Fæst í svörtu og hvítu Fréttir ________________________________dv Uppskeruhátlð Garðyrkjuskóla rlkisins í Ölfusi Græn stóriðja er DV, Hveragerði: Græn stóriðja er vissulega mögu- leiki á íslandi, segir Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra. Hann hélt setningarræðu í Hveragerði þegar nemendur Garðyrkjuskóla ríkisins héldu uppskeruhátíð sina á dögunum. Ráðherrann sagði einnig að langþráð garðyrkjumiðstöð væri senn að líta dagsins ljós og yrði sameiginlegur vettvangur þeirra sem ynnu að kennslu, rannsóknum og leiðbeiningum í greininni. Garð- yrkjumiðstöðin yrði á sinn hátt ein- stæð í heiminum. Gamlir og nýir nemendur Garð- yrkjuskóla ríkisins ásamt kennur- um og gestum komu saman til upp- skeruhátíðar í tilraunahúsi skólans um síðustu helgi. Tilraunahúsið hefur enn ekki verið tekið í notkun, en í ræðu Sveins Aðalsteinssonar skólastjóra sagðist hann lofa því að það yrði á vori komanda. í upphafi hátíðarinnar þáðu gestir léttar veit- ingar við undirleik þeirra Malcolms Holloway, Reginu Lilju Magnúsdótt- ur og Berglindar Halldórsdóttur. í ræöu Guðna Ágústssonar kom fram að undanfarið hefðu garð- yrkjubændur verið bornir ósann- gjörnum sökum. Mikil gróska væri í greininni og væri hún nú betur búin en áður til þess að taka þátt í harðnandi samkeppni. Stjómvöld þyrftu þó að skapa greininni sam- bærilega samkeppnisaðstöðu og í nágrannalöndunum. Þar væri raf- orka eitt af stóm málunum. Athuga þyrfti hvernig hægt væri að ná samningum um hagstætt raforku- verð til langs tíma. Hátíðargestir fengu síðan óvænta skemmtun þegar Guðni Ágústsson ráðherra, Unnsteinn Eggertsson, framkvæmdastjóri garðyrkju- bænda, og Sveinn Aðalsteinsson skólastjóri fengu hver í sinn hlut hrúgu af sams konar afskornum blómum. Þeim var ætlað að búa til Borgarbyggð: Brenndu sig á ábyrgðum fyrir- tækja DV, Vesturlandi: „Á rmdanfómum vikum og mánuð- um höfum við orðið fyrir þungum áfóllum vegna ábyrgða, sem sveitarfé- lagið hafði undirgengist í gegn um árin vegna nokkurra fyrirtækja í sveit- arfélaginu. Þessum áfóllum höfum við verið að bregðast við með ýmsum hætti undanfarið og erum nú að ljúka við að hreinsa til þar sem nauðsynlega þurfti að taka á,“ sagði Guðrún Jóns- dóttir, forseti bæjarstjómar Borgar- byggðar, í samtali við DV. Á síðasta fundi bæjarráðs Borgar- byggðar var lagt fram yfirlit yfir rekstr- artekjur og gjöld Borgarbyggðar janúar til september 1999, ásamt yfirliti yfir stöðu framkvæmda og fjárfestinga. „Það er stefna núverandi meirhluta bæjar- stjómar að bæjarfélagið dragi sig út úr beinni aðkomu að rekstri fyrirtækja í sveitarfélaginu en vinni í staðinn að því að gera rekstrarlegt umhverfi fyrirtækj- anna hagstæðara. Sem dæmi um að- gerðir okkar i þeim efnum er að við höf- um einbeitt okkur að skiputagsmálum í því augnamiði að bjóða upp á nægilegt framboð af lóðum til iðnaðarstarfsemi sem og íbúðarbyggða. Árangurinn af þessu starfi er nú m.a. að skila sér í nýj- um deiliskipulögðum svæðum, bæði fyr- ir iðnað og íbúðir. Við emm því bjart- sýn á ffamtíðina og stefnum í rétta átt,“ sagði Guðrún Jónsdóttir, forseti bæjar- stjómar Borgarbyggðar, við DV. -DVÓ Sjávarútvegsráðherra var meðal gesta á kynningarfundi Norðurs hf. DV-mynd Júlía Nýtt fyrirtæki, Norður hf., stofnað á Höfn: Vinniir goöa bragðið ur fiski DV, Hornafirði: Fyrirtækið Norður hf„ sem nú er að hefja starfsemi á Höfn, mun vinna bragðefni úr sjávarfangi til notkunar í matvæli. Til að byrja með verður áhersla lögð á vinnslu bragðefna úr humarskel, rækju og ufsa en til að vinna ensím til bragð- efnavinnslunnar er notað fiskislóg. Þessi framleiðsla byggist á margra ára rannsóknum og tilraunum. Það eru Jón Bragi Bjamason hjá Raun- vísindastofnun Háskóla íslands og Bergur Benediktsson verkfræðing- ur sem mest hafa unnið að þessu. Norður hf. mun framleiða bragð- efni, sem notað er til dæmis í sósur, súpur og margs konar tilbúna rétti og fleira fyrir alþjóðlega markaði. Að sögn Halldórs Árnasonar framkvæmdarstjóra lítur mjög vel út með sölu á framleiðslunni bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Fram- leiðsla Norðurs hf. verður í gömlu mjólkurstöðinni á Höfn og er áætl- unin að byrjað verði i nóvember. Fátt starfsfólk verður til að byrja með og ekki komið í Ijós hversu mörg störf verða hjá fyrirtækinu þegar allt verður komið í gang. Fjöl- margir hluthafar eru í Norðri hf. og þeirra stærstir em Nýsköpunarsjóð- ur atvinnulífsins og Norður-Höfn ehf. Stjórn fyrirtækisins skipa Jón Bragi Bjarnason prófessor, Úifar Steindórsson, forstjóri Nýsköpunar- sjóðs, Pálmi Guðmundsson kaupfé- lagsstjóri og framkvæmdastjóri er Halldór Árnason. -Júlla Imsland Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, sigurvegari keppninnar, með höfuðdjásnið góða, lengst til hægri. DV-myndir Eva blómaskreytingu og keppa um feg- urstu skreytinguna. Var það á við bestu leiksýningu að fylgjast með einbeitingarsvip þessara þriggja heiðursmanna þegar þeir veltu fyrir sér hvar ætti að stinga niður hverju blómi. Holger M. Hansen garðyrkju- stjóri var skipaður dómari og dæmdi hann landbúnaðarráðherra sigurinn og hlaut hann höfuðkrans að launum. í anddyri Tilraunahússins var m.a. komið fyrir sýnishomum af paprikum og tómötum. Vakti at- hygli fréttaritara fjöldi nafna á paprikunum en þarna voru til sýnis 10 mismunandi afbrigði af þeim. Við fyrstu sýn virtust paprikurnar vera mjög líkar eða eins, að litnum undanskildum. En þarna voru paprikur sem heita „Mazurka", „Inia“, „Sunset", „Evident" og mörgum öðrum nöfnum. Einnig kom fréttaritara á óvart, að heyra að allar paprikur eru grænar í raun, en sumar þróast síðan í aðra liti, eftir afbrigðum .-eh Ráðherrann reyndist hafa græna og fima fingur. Hér er hann f blómaskreyt- Ingakeppnlnni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.