Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1999, Blaðsíða 24
$0 1?® knjui Gæðarúm á góðu verði á RB-rúmi Ragnar Björnsson ehf. Dalshraun 6, Hafnarfirði Sími 555 0397 • fax 565 1740 MÁNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1999 Fréttir Leikskólabörn á leikskólanum í Vogum. DV-mynd Arnheiður f 3d Clvlc 1.4 Si 1 an hnotxfi ifí i Ótrúlegur kraftur, eðallinur, formfegurð og glæsilegar innréttingar, allt gerir þetta Civic að lúxusbíl sem veitir ökumanni og farþegum Ijúfa ánægjustund í hvert eínasta sinn sem upp í hann er sest. Komdu og skoðaðu á vefnum www.honda.is eða líttu inn og fáðu að prófa. 90 hestöfl, 16 ventla, samlæsingar, rafdrifnar rúður og speglar. Lengd: 4,19 m. Hjólhof: 2,62 m. f 3d Civic 1.4 Sl 90 hestöfl, 16 ventla, ABS, tvelr loftpúðar, samlæsingar, rafdrifnar rúður og speglar. Lengd: 4,19 m. Hjólhaf: 2,62 m. ( 3d Civic, 1.5 LSi - VTEC 115 hestöfl, 16 ventla, ABS, tveir loftpúðar, fjarstýrðar samlæsingar, raf- drifnar rúður og speglar, hiti i speglum. Lengd: 4,19 m. Hjólhaf: 2,62 m. f 3d Civic 1.6 VJl - VTEC 160 hestöfl, 16 ventla, ABS, tveir loftpúðar, 15“ álfelgur, rafdrifín sóllúga, leðurstýri, sportinnrétting, fjarstýröar samlæsingar, rafdrifnar rúður og speglar, hiti i speglum, 6 hátalarar, samlitaður. Lengd: 4,19 m. Hjólhaf: 2,62 m. Vatnagördum 24 ■ Simi 520 1100 ■ www.honda.is Atnnes: Bllverst.. slml43l 1985. Akureyrl: Höldurht. siml4613000. CgllsslaOlr: Biti- og bMlasalan hf„ siml47t 2011. Keflavlt: Bílasalan BOavik, slml 421 7800. Veslmannstyjar: Bllaverkstæðll Braoolnn, slmi 481 1535. Fjórfalda leikskóla- rými í Vogum DV, Suðurnesjum: Hafinn er undirbúningur að stækkun leikskólans í Vogum á Vatnsleysuströnd. Núverandi hús- næði er 127 fermetrar að stærð en áætlað er að stækka skólann í 540 fermetra. Eins og fram hefúr komið í fréttum er mikil fólksfjölgun í Vog- um og húsnæði leikskólans nú þeg- ar orðið of lítið. Formaður byggingamefndar er Þóra Bragadóttir og segir hún við- bótarrými verða bæði í fjölgun deilda svo og bættri vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk. „Við höfum fengið þrjár tillögur að viðbyggingunni sem eru allar mjög áhugaverðar en um næstu mánaðamót verða þær lagðar fyrir hreppsnefnd til sam- þykktar," sagði Þóra. Arkitekt leikskólans og viðbygg- ingarinnar er Ásmundur Harðarson í Stikunni í Reykjavík. -A.G. Stykkishólmur: Fá hitaveitu og breiðband í bónus DV, Vesturlandi: Nú styttist í að íbúar Stykkis- hólms fari að kynda hús sín með heitu vatni. Hólmarar 'spara um- talsverðar fjárhæðir í kyndingar- kostnaði húsa og í búbót fá þeir breiðvarp Landssímans því um leið og hitaveitulagnir voru lagðar var lagður ljósleiðari um götur Stykkishólms. Fyrir nokkrum dög- um var hleypt vatni inn á dreifí- kerfi hitaveitunnar í Flatahverfi, ekki þó inn í hús heldur er verið að hreinsa út lagnir. Fljótlega verður hleypt vatni á dreifikerfið í Neshverfi og innan þriggja vikna verður jafnvel hægt að hleypa vatni á íbúðarhús í þessum hverf- um. Þeir íbúðaeigendur í Stykkis- hólmi sem enn eiga eftir að gera breytingar hjá sér vegna hitaveit- unnar eru hvattir til að hraða fram- kvæmdum. Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri sagði í samtali við DV að allra næstu daga yrði heitt vatn frá hitavéitunni farið að hita upp grunnskólann við Borgarbrauit og Fosshótel. Óli Jón sagði enn fremur að viðræður væru í gangi við RARIK um ákveðna þjónustu en engar ákvarðanir væri búið að taka. -DVÓ/ÓJ Héraðsdómur Norðurlands eystra: Gjaldþrota öryrki dæmdur í fjársekt DV, Akureyri: Gjaldþrota öryrki á sjötugsaldri hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í hálfrar millj- ónar króna sekt fyrir brot á lögum um virðisaukaskatt með því að hafa ekki skilað virðisaukaskýrslum fyr- ir tvö tímabil á árunum 1993 og 1994 og að hafa ekki staöið skil á virðis- aukaskatti. Maðurinn var með sjálfstæðan rekstur og lenti fyrirtæki hans í fjárhagserfiðleikum, m.a. vegna gjaldþrota viðskiptavina hans. Sjáif- ur var maðurinn lýstur gjaldþrota árið 1995 að kröfu sýslumannsemb- ættisins á Akureyri. Mál mannsins fór til rannsóknar hjá efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra árið 1998 og ákæra var gefin út i kjölfar þeirrar rannsóknar. Maðurinn ját- aði brot sín og var sem fyrr sagði dæmdur til hálfrar milljónar króna sektar og komi 2 mánaða fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá uppkvaðn- ingu dómsins. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.