Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1999, Blaðsíða 20
20 Rafstöðvar Eréttir MÁNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1999 Hötel Veitingastaðir Söluturnar 000 000 000 000 Biðstofur verslanir Sjúkrahús Heilsugæslur Leikhús Bókasöfn Flugvenir Skólar Bensinstöövar Bankar íslenska á skjá íslenskar merkingar 5, 10, 50 og 100 kr. mynt Með veggfestingu Mikið úrval bensín og dísil rafstöðva. Hagstætt verð! YANMAR S(mi 568 1044 Brunamálastofnun gefur Grundfirðingum slæma einkunn: Slökkviliðið á hrak- hólum með húsnæði DV, Vesturlandi: Mikil umræða varð um húsnæð- ismál slökkviiiðs Grundarfjarðar á síðasta fundi hreppsnefndar Eyrar- sveitar en slökkvilið sveitarfélags- ins er í húsnæðishraki. Slökkvibíll- inn er geymdur í vigtarskúmum á staðnum í mjög litlu húsnæði og kunnugir segja að bíllinn sé sá elsti á landinu, Bedford, árgerð 1962. Til stóð að fara í samstarf við björgunarsveitina á staðnum með húsnæði en af því varð ekki. Guðni Hallgrímsson, oddviti Eyrarsveitar, sagði frá heimsókn manna frá Brunamálastofnun. Komnar eru tæpar 2 milljónir frá Eignarhaldsfé- lagi Brunabótafélagsins til bruna- vama og fyrirhugað að fjárfesta í húsi á næsta ári og kaupa slökkvi- bíl. Fram kom að björgunarsveitin er búin að leigja öðmm húsnæði sem kom til greina fyrir slökkvilið- ið og dregur þar með fyrra tilboð til baka. Ragnar Elbergsson vildi sjá val- kosti sem hafa verið skoðaðir. Hann vildi taka tilboði björgunar- sveitarinnar um samstarf í þess- um málum. Hann vitnaði í bréf frá Brunamálastofnun, sem gefur Grundarfirði slæma einkunn. Björg Ágústsdóttir sveitarstjóri sagði að tæknifræðingur hefði unnið í málinu og hægt væri að fá útreikninga fljótlega. Hún benti á ýmsar rangfærslur í bréfinu frá Brunamálastofnun. Gunnar Jó- hann Elísson lagði til að sveitarfé- lagið tryggði sér lóð hið fyrsta, ef ekki fyndist önnur lausn á málinu. Guðni sagði að árleg framlög frá eignarhaldsfélagi Brunabótafélags- ins yrðu nýtt til húsnæðismála og bifreiðakaupa. -DVÓ Húsvíkingum fækkaði um 3% fyrstu 9 mánuði ársins: Sogið á höfuðborgarsvæðið er afleiðing stjórnvaldsaðgerða - segir Reinhard Reynisson bæjarstjóri DV, Akureyri: Fotá 9ll3 fjöisKyiduna á frábæru verai Fatamarkaðurinn Laugavegi 103 Sími: 562 3311 „Að einhverju leyti má skýra þessa fækkun hér með því að benda á þá erfiðleika sem verið hafa hjá Kaupfélagi Þingeyinga, og svo hins vegar því að útgerðarþátturinn hér hefur verið á niðurleið. Þetta eru þó tveir þættir sem eru að styrkjast og munu vonandi styrkjast enn frekar 'þannig að ég tel ekki rétt að vera með neina óþarfa svartsýni. Tölum- ar eru hins vegar ekki góðar,“ segir Reinhard Reynisson bæjarstjóri á Húsavík varðandi tölur Hagstofunn- ar um búferlaflutninga fyrstu 9 mánuði ársins. í þeim tölum kemur fram að brottfluttir frá Húsavík á tímabilinu umfram þá sem flutt hafa til bæjar- ins em um 80, eða sem nemur rúm- lega 3% fækkun. Reinhard segir að auðvitað sé þetta „sog“ á suðvestur- homið frá landsbyggðinni allri hlut- ur sem sífellt hafi meiri og meiri áhrif. „Þetta sog er hins vegar í gmndvallaratriðum afleiðing stjómvaldsákvarðana síðustu einn til tvo áratugina. Stjómvöld hafa bæði meðvitað og ómeðvitað byggt upp alla opinbera stjómsýslu á ein- um stað og fjölgun starfa hefur fyrst og fremst verið í opinbera geiran- um. Það segir sig því sjálft að með því að setja þetta allt á einn stað er búið að búa til það umhverfi fyrir annan almennan rekstur sem allir vilja starfa í. Þjónustugreinamar t.d. hafa með þessum aðgerðum ekki orðið arðbærar nema á einum stað á landinu. Þetta er ekkert sem markaöurinn hefur búið til heldur eru þetta verk stjórnvalda. Afleið- ingarnar sjáum við t.d. í 20% launa- mun verslunarfólks á höfuðborgar- svæðinu og á landsbyggðinni, versl- unin á höfuðborgarsvæðinu býr við allt aðra arðsemi og getur því greitt hærri laun.“ Reinhard segir að sú pólitíska stefna sem ríkt hafi hér á landi, að einkavæða sem flesta hluti í þjóðfé- laginu, sé auðvitað til þess fallin að ýta undir þá byggðaþróun sem átt hafi sér stað. „Það er verið að virkja markaðsöflin á fleiri og fleiri svið- um og það hefur m.a. þær afleiðing- ar að arðsemin af öllum rekstri þjappast saman á höfuðborgarsvæð- inu. Með því að losa tök ríkisvalds- ins á ýmsum þáttum í þjóðfélaginu Frá Húsavík. Þaðan fluttu 80 fleiri en til bæjarins fyrstu 9 mánuði ársins. DV-mynd gk hefur verið hert á þeirri þróun sem við horfum nú upp á. Markaðurinn ræður meiru og meiru og hefur þá almennu tilhneigingu til að eflast þar sem hann er sterkastur fyrir. Þess vegna undrar maður sig á því að þessi sömu stjómvöld sem hafa stuðlað að þessari þróun segist ætla með einhverjum aðgerðum að snúa þessari þróun við. Stjómvöld hafa hins vegar miklu minna um það að segja í dag en áður var - hverjar búsetuaðstæður fólks eru - það em markaðsöflin sem ráða því hver þróunin er og verður og þau bera enga ábyrgð gagnvart almenn- ingi, aðeins gagnvart eigendum íjár- magnsins. Það er því ekki trúverð- ug framsetning stjómvalda að vilja einkavæða sem flesta þætti og segja um leið að þau vilji grípa í ein- hverja tauma og snúa þróuninni við. Þau hafa afsalað sér því valdi að geta ráðið ferðinni," segir Rein- hard. -gk Nýbyggt einbýlishús á 850 kílómetra flakki DV, Búöardal: Fyrirtækið Farhús ehf. í Búðar- dal lét nýlega flytja hús frá Búðar- dal að bænum Heyklifi við Stöðv- arfjörð - alls um 850 kílómetra leið. íbúðarhúsið er 137 fermetrar að stærð og er smíðað í fjórum hlut- um i Búðardal og flutt á staðinn fullbúið, málað og með öllum inn- réttingum og lögnum. Lyftarar voru notaðir til að koma húshlutum fyrir á bílunum. Farhús ehf. var stofhað fyrir tveim árum. Framkvæmdastjóri og aðaleigandi er Ágúst Magnús- son. Fyrirtækið hefur byggt 5 hús Þeir Hannes, Halldór, Róbert, Ágúst og Finnur í Búðardal bíða þess að húshlutanum verði lyft upp á bílpall. með þessum hætti. Þau hafa þann kost að hægt er að taka þau upp síðar og flytja til annars staðar ef þörf krefur. Tveir húshlutar komnlr á fiutningabílana. DV-myndir Melkorka - MB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.