Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1999, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1999, Blaðsíða 38
50 MÁNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1999 Afmæli dv Egill M. Hansen Egill M. Hansen bifvélavirki, Vatnsstíg 11, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Egill fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann lærði bifvélavirkjun og starfaði lengst af hjá Bifreiðastöð Steindórs. Fjölskylda Egill kvæntist 15.8. 1996 Glendu . i Bartido, f. 10.6. 1946, iðnverkakonu frá Filippseyjum. Egill var áður kvæntur Guðrúnu R. Guðmundsdóttur, f. 14.11. 1931. Þau skildu. Synir Egils og Guðrúnar eru Guð- laugur Hafsteinn Egilsson, f. 6.12. 1950, framreiðslumaður í Reykjavík, en kona hans er María Hilmarsdótt- ir og á hann þrjá syni, Níels, Trausta og Hilmar Örn; Sigurjón Magnús, f. 17.1. 1954, ritstjóri en kona hans er Kristborg Hákonar- dóttir og eru börn hans Hjördís Rut, Kristján og Janus; Egill, f. 18.8.1956, skipstjóri í Stykkishólmi, kvæntur Kristborgu Kristinsdóttir og er son- ur þeirra Egill; Gunnar Smári, f. 11.1. 1961, blaðamaður á DV, en kona hans er Alda Lóa Leifsdóttir og er sonur Gunnars Smára Davíð Alexander. Systkini Egils: Hinrik Hansen, f. 5.9. 1926, d. 31.12. 1992, framreiðslu- maður í Reykjavík; Jón- íha Helga, f. 1.10. 1927, saumakona í Hafnarfirði; Sigmundur Helgi, f. 16.10. 1928, bókagerðarmaður í Reykjavík; María, f. 21.1. 1932, ræstitæknir í Hafh- arfirði; Kristín, f. 26.10. 1936, hús- móðir á Vatnsleysuströnd. Foreldrar Egils voru Hinrik A. Hansen, f. 20.4. 1859, d. 5.1. 1940, sjó- maður í Hafnarfirði, og Gíslína Eg- ilsdóttir, f. 23.10. 1890, d. 19.5. 1953, húsmóðir. Þau bjuggu við Reykja- víkurveg í Hafnarfirði. Ætt Hinrik var sonur Andrésar Han- sens, b. á Brunnastöðum, bróður Jó- hanns, langafa Jensínu, kaupkonu í Hafnarfirði, Nönnu söngkonu og Svanhvitar, prófessors í Tónlistar- háskólanum í Vín, Egilsdætra. Syst- ir Andrésar var Anna, langamma Halldóru, móður Ragnars S. Halldórssonar, stjórn- arformanns ÍSALS. Andr- és var sonur Péturs Han- sens, beykis i Reykjavík, Hinrikssonar Hansens, kaupmanns á Bátsönd- um, langafa Soffiu, móð- ur Árna Thorsteinssonar tónskálds. Móðir Andrés- ar var Valborg Einars- dóttir, systir Maríu, ömmu Ára Johnsen söngvara. Móðir Hinriks í Hafnarfirði var Þórunn Hallgrímsdóttir, pr. í Görð- um, Jónssonar, vigslubiskups á Staðastað, bróður Skúla landfógeta. Jón var sonur Magnúsar, pr. á Húsavík, Einarssonar, pr. í Garði í Kelduhverfi, Skúlasonar, pr. í Goð- dölum, Magnússonar, pr. á Mæli- felli, Jónssonar. Móðir Skúla var Ingunn, systir Þorláks biskups, Skúladóttir, b. á Eiríksstöðum í Svartárdal, Einarssonar og Stein- unnar Guðbrandsdóttur, biskups á Hólum, Þorlákssonar. Móðir Hall- gríms var Þórunn Hansdóttir Scheving, systir Vigfúsar, fóður Guðrúnar, konu Magnúsar Stephen- sen konferensráðs og Ragnheiðar, konu Stefáns Thorarensen, amt- manns og konferensráðs á Möðru- völlum. Þórunn var dóttir Hans Scheving, klausturhaldara á Möðru- völlum, sonar Lárusar Scheving, sýslumanns á Möðruvöllum, ættfóð- ur Schevingættarinnar. Móðir Þór- unnar var Guðrún Vigfúsdóttir, stúdents á Hofi á Höfðaströnd, Gíslasonar, rektors á Hólum, Vig- fússonar. Móðir Guðrúnar var Helga Jónsdóttir, biskups á Hólum, Vigfússonar, bróður Gísla. Móðir Þórunnar Hallgrímsdóttur var Guð- rún Egilsdóttir, systir Sveinbjarnar rektors, foður Benedikts Gröndal. Gíslína var systir Ólafíu, móður Egils Ólafssonar, safnvarðar á Hnjóti. Gíslína var dóttir Egils, b. á Sjöundá, Árnasonar, b. á Lamba- vatni, Jónssonar. Móðir Árna var Guðrún Jónsdótir, b. á Sjöundá, Þorgrímssonar. Móðir Egils var Haildóra Ólafsdóttir, b. á Stökkum, Rögnvaldssonar. Móðir Gíslínu var Jónína Gísla- dóttir, b. í Hærri-Rauðsdal, Þor- geirssonar og Guðrúnar Ólafsdótt- ur. Egill er að heiman. Egill M. Hansen. Magnea Móberg Jónsdóttir Magnea Móberg Jónsdóttir leið- beinandi, Ormsstöðum II, Fjarða- byggð, er fimmtug í dag. Starfsferill Magnea fæddist á Seltjamamesi og ólst þar að mestu leyti upp. Hún lauk gagnfræðaprófí 1966. Magnea flutti til Danmerkur 1968 og átti þar heima til 1972. Þá flutti hún á Selfoss. Hún flutti síðan til Neskaupstaðar í ársbyrjun 1974 og hefur verið búsett þar síðan. Magnea hefur starfað við búskap á Ormsstöðum, unnið í fískvinnslu, verið við verslunarstörf og hrein- gerningar auk þess sem hún hefur starfað við leikskóla. Fjölskylda Magnea giftist 17.7. 1977 Jóni Þór Aðalsteinssyni, f. 2.2. 1949, bónda á Ormsstöðum. Hann er sonur Jóns Aðalsteins Jónssonar, f. 12.8. 1903, fyrrv. bónda á Ormsstöðum, og Maríu Katrínar Armann, f. 25.4. 1914, d. 6.8. 1996, fyrrv. húsfreyju á Ormsstöðum. Fyrri maður Magneu er Jóhannes Gunnarsson. Dætur Magneu af fyrra hjóna- bandi em Sigrún Jóhannesdóttir, f. 8.11. 1970, nemi i Danmörku, gift Einari Benediktssyni og er dóttir þeirra Ólöf Ósk, f. 28.10. 1995, en dóttir Einars frá fyrri sambúð er Sigríður Bára Einarsdóttir, f. 31.7. 1991; Lilja Guðný Jóhannesdóttir, f. 9.10.1972, kennari í Neskaupstað og er sonur hennar Jón Þór Ágústsson, f. 10.8. 1994. Böm Magneu og Jóns Þórs eru Jón Aðalsteinn Jónsson, f. 26.4.1977, verkamaður, búsettur i Neskaup stað, en sambýliskona hans er Jón- ína Salný Guðmundsdóttir nemi María Katrín Jónsdóttir, f. 14.3 1980, nemi í Danmörku, en sambýl ismaður hennar er Grétar Örn Sig finnsson nemi. Systkini Magneu em Guðbjörg Jónsdóttir, f. 23.9. 1951, leikskólakenn- ari, búsett á Seltjarnar- nesi, en maður hennar er Egill Sigurðsson ljós- myndari og eiga þau þrjú börn; Jón Sigmar Jóns- son, f. 17.7. 1961, húsa- smiðm, búsettur á Rauf- arhöfn, en kona hans er Sólrún Hvönn Indriða- dóttir forstöðukona og eiga þau fjögur börn. Foreldrar Magneu eru Magnea Móberg Jónsdóttir. Jón Arason, f. í Hvítanesi í Vestur- Landeyjum 18.2. 1918, d. 15.3. 1999, fyrrv. bifreiðarstjóri, og Sigrún Magnea Magnúsdóttir, f. við Haðar- stíginn í Reykjavík 27.4. 1924, fyrrv. húsmóðir, en dvelur nú á Hjúkrun- arheimilinu Eir. Jón og Sigrún bjuggu lengst af á Ökrum við Nes- veg. Ætt Jón var sonm Guðfinns Ara frá Gröf í Garði í Gullbringusýslu, sonar Snjólfs Sigurðssonar frá Minni-Borg í Rangár- vallasýslu, og Guðrúnar Filippusdóttur frá Rifs- halakoti. Móðir Jóns var Guðbjörg, frá Ljótárstöðum í Aust- ur-Landeyjum, dóttir Guðjóns Jónssonar frá Litla-Kollabæ og Guðrún- ar Sigmðardóttur frá Snotru i Aust- m-Landeyjum. Sigrún Magnea er dóttir Magnús- ar Steinbeck frá Kolbeinsstað í Kol- beinsstaðahreppi, sonar Magnúsar Móberg Magnússonar og Salmagneu Hansdóttur frá Lautarstöðum í Hörðudal. Móðir Sigrúnar Magneu var Ingibjörg Þorláksdóttir. Fréttir Blaðberar óskast í eftirtalin hverfi: Einholt Meðalholt Stórholt Stangarholt Bolholt Skipholt Laugaveg 168-178 Hátún Álfhólsveg 106-149 Fögrubrekku Álfaheiði Vantar einnig á biðlista í gamla miðbæinn og nágrenni. Upplýsingar veitir afgreiðsla DV í síma 550 5000 Vaka kærir til Tölvunefndar: Samningur- inn aldrei lagður fram í Stúdentaráði Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hefm kært til Tölvu- nefndar samning sem gerðm var í vor milli LÍN og Stúdentaráðs um að starfsmenn Stúdentaráðs hefðu beinan aðgang að uþplýsingum um samstúdenta sína gegnum beinlínutengingu við LÍN. Að sögn Þórlinds Kjartanssonar, for- manns Vöku, var samningurinn undirritaður 16. mars af fyrrum formanni SHÍ og núverandi fram- kvæmdastjóra, Pétri Maack Þor- steinssyni. „Samningminn var hins vegar aldrei lagður fram til kynningar á fundum Stúdentaráðs eða hjá stjórn þess. Eftir að fulltrúar Vöku í stjórn Stúdentaráðs kröfð- ust þess að sjá samninginn var hann fyrst lagður fram til sam- þykktar á fundi Stúdentaráðs 23. september," segir Þórlindm. Að sögn Þórlinds telur Vaka það óásættanlegt að samningm- inn hafi verið undirritaðm af full- trúum SHÍ en ekki lagður fyrir Stúdentaráð eða stjóm þess fyrr Tll hamingju með afmælið 1. nóvember 85 ára Sigurður H. Ingvarsson, Strandgötu 81, Hafnarflrði. 80 ára Guðrún E. Bergmann, Hæðargarði 35, Reykjavík. Pálína Pálsdóttir, Suðurvíkurvegi lOb, Vík. 75 ára Aðalbjörg Vigfúsdóttir, Bergþórugötu 14, Reykjavík. Guðmundur Guðmundsson, Álfaskeiði 60, Hafnarfirði. Jólín Ingvarsdóttir, Miðvangi 41, Hafnarfirði. Róbert Lárusson, Hólmgarði 25, Reykjavík. 70 ára Elín B. Kristbergsdóttir, Sunnuvegi 9, Hafnarfirði. Kristján E. Ragnarsson, Kirkjubraut 20, Höfn. 60 ára Ester S. Guðmundsdóttir, Hraunbæ 83, Reykjavík. Gunnar Ágústsson, Fannafold 237, Reykjavík. Reynir Torfason, Sólgötu 5, ísafirði. 50 ára Erla Ólafsdóttir, Eyktarási 20, Reykjavík. Eygló Gísladóttir, Laufengi 23, Reykjavík. Haukur Sigurðsson, Giljaseli 10, Reykjavík. Hjörtur Zakaríasson, Freyjuvöllum 5, Keflavík. Kristján Guðmundsson, Blesastöðum III, Skeiðahreppi. Lárus Ingibergsson, Vesturgötu 135, Akranesi. Sigríður Valg. Jósteinsdóttir, Beykilundi 8, Akureyri. 40 ára Ársæll Kristjánsson, Smáratúni 6, Akureyri. Bjami Björnsson, Viðarrima 57, Reykjavík. Cristina B. Buenaventura, Krummahólum 8, Reykjavík. Gísli Rúnar Rafnsson, Hjallabraut 72, Hafnarfirði. Jóhannes Þórarinsson, Vallarási 2, Reykjavík. Jón Karlsson, Borgarlandi 9, Djúpavogi. Kristján Guðmundsson, Smáragrund, Húsavík. Olgeir ísleifur Haraldsson, Hvammstangabraut 13, Hvammstanga. Sigurður Helgi Illugason, Höfðabrekku 20, Húsavík. Snæbjöm Þór Snæbjörnsson, Helluvaði 3, Reykjahlíð. en hálfu ári siðar og í raun þrem- m mánuðum áður en gildistími hans rennm út. „Við gerum einnig athugasemdir við það að Ásdís Magnúsdóttir, fyrrum for- maðm SHÍ, undirriti samninginn fyrir hönd félagsins og skuldbindi félagið fram í tímann við starfs- lok sín. Þá sjáum við enga ástæðu til þess að skrifstofa SHÍ hafi beina tengingu við LÍN og þar með aðgang að persónuupplýsing- um um lánþega. Við viljum einnig benda á að framkvæmd samningsins er með öllu óásætt- anleg þar sem Eiríki Jónssyni, stjórnarmanni SHÍ í LÍN, er falið eftirlitshlutverk gagnvart LÍN og á sama tíma framkvæmd samn- ingsins á skrifstofu SHÍ. Hann ber því í raun ábyrgð á sjálfum sér.“ -hdm V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.