Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1999, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1999 9 DV Útlönd Fjórtán særöust í rörsprengjuárás í ísrael: Friðarumleitunum ekki Fjórtán manns særðust í rör- sprengjuárás 1 ísrael í gær, daginn áður en Israelar og Palestínumenn áttu að hefja friðarviðræður sínar að nýju. Lögregluna grunar að palestínsk- ir harðlinumenn, sem andvígir eru friðarviðræðunum við ísrael, beri ábyrgð á tilræðinu sem varð í strandbæmnn Netanya, norður af Tel Aviv. Leiðtogar ísraela og Palestínu- manna voru einhuga í að fordæma sprengjutilræðið og sögðust stað- ráðnir í að láta það ekki setja friðar- ferlið úr skorðum. Frá skrifstofu Ehuds Baraks, for- sætisráðherra ísraels, komu þau boð að fyrirhugaður fundmr í Vest- urbakkaborginni Ramallah, sem Palestínumenn ráða yfir, yrði hald- inn í dag. slegið á frest Þessi maður fékk nagla úr rörsprengju í bakið í gær og bíður hér eftir iækn- isaðstoð. Þrjár rörsprengjur sprungu f ísraelska bænum Netanya. „Þessi ríkisstjóm er staðráðin í að láta ekki undan sfga fyrir hvers kyns hryðjuverkum og ætlar sér að brjóta alla hryðjuverkastarfsemi í þessu landi á bak aftur, hvort sem hún kemur innan frá eða er utanað- komandi," sagði Barak við frétta- menn í gær. Þrjár rörsprengjur sprungu við öskutunnu á einni helstu götu Net- anya en að sögn lögreglunnar tókst að aftengja þá fjórðu. Eftir sprengingarnar sendi Barak frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvatti palestínsku heimastjórnina til að grípa til aðgerða svo koma mætti í veg fyrir að hryðjuverka- menn spilltu fyrir friðarumleitun- unum. Skæruliðar Hamas hótuðu á laugardag að taka á ný upp árásir á ísrael. Undir kvöld i gær hafði þó enginn lýst tilræðinu á hendur sér. Danskir íhalds- menn banda Þjóðarflokki frá Leiðtogi danska íhaldsflokks- ins, Bendt Bendtsen, gerði það lýðum ljóst um helgina að fiokk- urinn hafnaði öllu formlegu sam- starfi við Danska þjóðarflokkinn, undir forystu Piu Kjærsgaard. Hann setti Piu á sama bás og Mogens Glistrup, stofnanda Framfaraflokksins. „Það er hyl- dýpi milli okkar íhaldsmanna og þeirrar sýnar á manneskjuna sem nýju félagarnir í dönskum stjórn- málum, Glistrup og Kjærsgaard, hafa,“ sagði Bendtsen á lands- fundi íhaldsmanna. Bæði Framfaraflokkur og þjóð- arflokkur eru fjandsamlegir inn- flytjendum í Danmörku. Barnvænn bíll! Með filmu á rúðunni eru farþegar öruggari ef rúðan brotnar, minni hætta er á að rúða splundrist um allan bíi. Með filmu á bílrúðunni líður fólki betur, vegna minni hita og birtu, allir eru öruggari og bfllinn verður fallegri. Jóakim prins og Alexandra prinsessa Ijóma af hamingju við skírn litla prinsins, frumburðarins, í kapellunni í Fredensborgarhöll þegar sá stutti var skírður á laugardag. Ekki dugðu minna en fjögur nöfn fyrir hinn tíu vikna gamla prins og heitir hann nú Nikulás Vilhjálmur Alexander Friðrik. Lassi fann bæði hass og kókaín Færeyski hasshundurinn Lassi fann áttatíu grömm af hassi og fimm grömm af kókaíni i fórum 33 ára gamals Færeyings sem kom til Færeyja frá Danmörku síðastliðinn miðvikudag, að sögn blaðsins Dimmalætting. Maður- inn var síðan úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir helgi. Sama gildir um hús, 300% sterkara gler. Fáðu nánari upplýsingar hjá okkur. Ásetning meðhita - fagmenn 'OYóf /,/ Dalbrekku 22, Kóp. S. 544 5770 Litla danska prinsinum gefið nafn: Konunglegar hefðir brotnar við skírnina Hefðir voru brotnar þegar nýjasti prinsinn f Danaveldi, sonur þeirra Jóakims Margrétarsonar drottning- ar og Alexöndru prinsessu, var skírður í kapellunni í Fredensborg- arhöll á laugardag, að sögn Jyllands-Posten. í fyrsta lagi var nafnahefðin brot- in þegar prinsinn var skírður Niku- lás Vilhjálmur Alexander Friðrik. Föðurbróðir hans, Friðrik krón- prins, var sá eini í konungsfjöl- skyldunni sem sá stutti var skírður í höfuðið á. í öðru lagi var prinsinn ekki i 129 ára gömlum skimarkjól dönsku konungsfjölskyldunnar, heldur kusu foreldramir að láta sauma á drenginn nýjan kjól. Alexandra prinsessa hélt á litla syninum undir skírninni á laugar- dag. Prinsinn lét allt umstangið ekkert á sig fá heldur steinsvaf. Rúmlega eitt hundrað og sextíu gestum var boðið til skírnarinnar í Fredensborgarhöll. Margrét Þór- hildur drottning og Hinrik prins, eiginmaður hennar, vom að sjálf- sögðu fremst í flokki, svo og Ingiríð- ur drottningarmóðir, langamma litla prinsins, og Friðrik krónprins. Nokkrir ættingjar afans gerðu sér ferð frá Frakklandi til að vera við skímina, þar á meðal tveir bræður Hinriks drottningarmanns og eigin- konur þeirra. Að lokinni skímarathöfninni var boðið til veislu þar sem skálað var í kampavíni og snæddir ýmsir góm- sætir smáréttir. Nánustu fjölskyldu og vinum var síðan boðið til fjög- urra rétta hádegisverðar sem kokk- ur drottningar töfraði fram. Sófar • stólar • svefnsófar Hornsófi Alma Alda 158.000,- kr. Sófar, stólar og svefnsófar í miklu úrvali ! höfðatúni 12 105 reykjavík sími 552 6200 552 5757 ser hús Igögn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.