Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1999, Blaðsíða 18
i8 ÍMíenning "PT « MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1999 UV Á strætum stórborgar • • Kristall versus Mósaik Tveir þættir um menningu og listir eru nú sýndir reglulega á sjónvarpsstöðvunum, báðir upplýsandi og ágætir en furðu ólíkir. Mestu munar um stjómendurna sjálfa og þeirra hlutverk í þáttun- um. Jónatan Garð- arsson í Mósaik í Sjónvarpinu er fýrst og ffemst þul- ur og spyrill en sendir fólk út og austur fyrir sig sem síðan gefur homun skýrslu. Hann hefur ekki upplifaö sjálfúr það sem verið er að segja frá og verður stundum dálítið stífur og áhugalítill að sjá. Skýrslugerðarmenn hans era sumir finir en aðrir ekki, eins og gengur. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir í Krist- al á Stöð 2 er miklu virkari umsjónarmaður en Jónatan, vinnur texta sjálf um flesta efn- isþætti, auk þess sem hún spyr listamenn- ina beint um vinnu þeirra. Engir miUiliðir og engir rammar. Þetta gerir það að verkum að hvert efni fær - eða virðist fá - mun lengri umfjöllunar- tíma í Kristal en Mósaik og þátturinn virkar meira lifandi hjá henni en honum, auk þess sem hún er afslöppuð og líður vel í mynd. Talsverður mun- ur er líka á kvik- myndatöku í þáttunum tveimur og munar þar sjálfsagt mest um Jón Karl Helgason sem vinnur með Sigríði Margréti. Lengi hef- ur ergt leikhúsáhugafólk hvað brot úr sýn- ingum í sjónvarpi gefa slæma mynd af sýn- ingunni I heild. Einhvem veginn hefur Kristalteymið yfirunnið þerman vanda með smekklegri og kannski fyrst og fremst vel undirbúinni og hugsaöri kvikmyndatöku. Goncourt-verðlaun Fremstu bókmenntaverðlaun Frakka vora veitt í vikunni sem leið, Goncourt- verðlaunin sem hafa verið veitt í tæp 120 ár. Þau hlaut að þessu sinni rithöfundurinn Jean Echenoz fyrir skáldsöguna Je m’en vais eða Ég er farinn. Ekki fær verðlauna- hafmn peningaupphæð sem orð er á ger- andi en hann getur verið viss um að bók hans muni margfaldast í sölu. Verðlaunabókin er eins konar leynilög- reglusaga og segir frá gaUeríeiganda á sex- tugsaldri sem lifir í þægindum, umvafínn fögram konum, en leggur allt í einu land imdir fót og heldur til norðurheimskautsins til að leita að listaverkum Inúíta á löngu yf- irgefiiu skipi sem frosið er fast í heim- skautaísnum. Afall Halldór Bjöm Runólfsson er að vonum sár fyrir hönd listfræðinga yfir því að fint fólk úti í bæ skuli fá að velja listaverk á sýningarnar Þetta vil ég sjá í Gerðu- bergi. Eins og kem- ur fram í grein í Morgunblaðinu á miðvikudaginn var þurfti hann beinlínis áfallahjálp til að jafna sig á þessari svív- irðu, enda ætti slíkt val að sjálfsögðu að vera einkaréttur hans og kollega hans. Halldór Bjöm vitnar í grein sinni í Pass- íusálma Hallgríms Péturssonar máli sínu til stuðnings, eins og réttlátir menn hafa gert síðan á 17. öld, en bókmenntafræðingur get- ur ekki stillt sig um að benda á aö hann fer rangt með tilvitnun í 22. sálm. Rétt er hún svona: m Hvaö höföingjamir hafast aö, hinir meina sér leyfist þaö. En ekki „hinum trúi ég líðist þaö“ eins og stendur hjá Halldóri Bimi. Leitin að vísbendingu um vitsmunalíf í alheim- inum. Þetta er viðamikið nafn á nýframsýndu leikriti á Litla sviði Borgarleikhúss. Eins og fram hefúr komið í kynningum er þetta ein- leikur og verkið ber þess reyndar nokkur merki að markmiðið með samningu þess muni ekki síður hafa verið að gefa fjölhæfri leikkonu tækifæri til að glansa á sviði en sam- tímakrufiiingin. Þrátt fyrir naftiið er viö- fangsefnið bæði mjög stað- og tímabundið. Lítið fer fyrir niðurstöðu um vits- munalíf í alheimimnn en þess meira vitum við um angur og baráttu stórborg- arbúans (nútímakonunn- ar) sem berst við að klífa metorðastigann í uppa- samfélaginu. Hún ber auk- inheldur allar heimilisins byrðar á bakinu og þar kemur að hún klikkar á „stopptakkann" og fríkar út. Gerist pokakona á strætum stórborgarinnar og lítur aldrei til baka? Eða hvað? Megingallinn við verkið er að það er eins og maður hafi heyrt þetta allt áður. Verkið minnir oft á sjónvarpshand- rit, skiptingar era hraðar og stöðugt koma nýjar persónur til sögunnar í endurliti Þrúðu yfir farinn veg. En þessi sögubrot ná ekki að grípa mann og klisjumar era of áber- andi. Auðvitað er í bland verið að fjalla um ósköp trist tilvera en höfundurinn, Jane Wagner, léttir andrúmsloftið með glettnisleg- um þankabrotum og smámyndum sem sýna ekki síður skoplegu hliðamar og tilgangs- leysið í þessu lífi. Samt er ekki gerð tilraun til að kafa dýpra þannig að áhorfandinn læt- ur sig örlög þessa fólks litlu skipta. lund að útgangurinn á Þrúðu sé ekki sem snyrtilegastur og hún sé bæði skítug og rifin. Edda skiptir sem sé ekki mn gervi þó að hún bregði sér í önnur hlutverk, hún víkur ekki af sviöinu allan tímann, búningurinn er sá sami og hefúr hvorki stuðning af forðun né hárgreiðslu, Málrómur, látbragð og líkamsbeiting verður að nægja til þess að sýna að ný persóna sé komin til sögunnar. Helsti gallinn á þessum öra skiptingum, án allra hjálparmeðala, var að stundum tók dálítinn tíma að átta sig á þessu per- sónugalleríi og ekki var alltaf ljóst hvaða persóna var á ferðinni. Engum kemur á óvart þó að Edda skili kómfskum hliðum hlutverk- Einna með glans en það sem ber til tíðinda hér er að hún spilar allan skalann og nær ekki síður góðum tökum á dapurlegri hliðum þeirra. Hún bregður sér í hlutverk lífs- þreyttra karla, uppreisnaranglings, gamalmenna og gleðikvenna eins og ekkert sé og leikur jafnvel samtöl á milli þesscira persóna þannig að áhorf- andinn skynjar fleiri persónur á svið- inu í einu. Leikmyndin er hlutlaus en mikið lagt upp úr lýsingu í skiptingum og einstökum atriðum til þess að breyta umhverfmu. Handleiðsla Maríu Sigurðardóttur leikstjóra er mjúk og hún leyfir per- sónulegum leik Eddu að blómstra. Sýningin verður þannig fyrst og fremt að teljast sigur Eddu. Eins og sagt var í upp- hafi er burðarverk leikritsins vel til þess fall- ið að gefa mikilhæfri leikkonu færi á að glansa. Og það gerir Edda. Leikfélag Reykjavíkur sýnir á Litla sviði Borg- arleikhúss: Leitin að vísbendingu um vitsmunalíf ■ al- heiminum Höfundur: Jane Wagner íslenskun: Gísli Rúnar Jónsson Hljóð: Baldur Már Arngrímsson Lýsing: Lárus Björnsson Leikmynd og búningar: Elín Edda Árnadóttir Leikstjóri: María Sigurðardóttir Edda Björgvinsdóttir glansar í hlutverki sínu. DV-mynd E.ÓI. Edda Björgvinsdóttir fær hér mikið og ögrandi verkefni því að auk þess að leika Þrúðu gömlu (sem varla er þó svo ýkja göm- Leiklist Auður Eydal ul), pokakonuna sjálfa, leikur hún allmargar aðrar persónur sem við sögu koma bæði beint og óbeint. Áhorfandinn verður að gera sér í hugar- Að horfa á sig í spéspegli Það var ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur þegar stjóm Kaffileikhúss- ins ákvað að ráða mann til að semja söngleik „þar sem tekið væri á þjóðareinkennum ís- lendinga, gleði og sorgum þjóöarinnar, sögu hennar og lifsstU". Þessi umfangsmikli efni- viður átti aö komast fýrir í hefðbundinni leiksýningu sem, eins og alþjóð veit, má ekki taka miklu meira en tvær klukkustundir í flutningi. Einnig þurfti höfúndurinn að taka tillit til þess að sýningin átti að fara fram í húsakynnum Kaffileikhússins og takmarkar það mjög fjölda leikara. Líklega hefði ekki verið hægt að finna heppilegri mann í þetta vandasama verk en Karl Ágúst Úlfsson. Hann er lunkinn textahöf- undur og góður húmoristi og hefur auk þess langa reynslu í því að matreiða þjóðina ofan í þjóðina ef svo mætti að orði komast. f Ó, þessi þjóð er fortíð og nútíð blandað saman á einkar skemmtilegan hátt. Þaö sem einkennir nútíma íslendinga er heimfært upp á forfeður þjóðar- innar með góðum árangri og ein helsta niður- staða verksins er sú að við höfúm þrátt fyrir allt lítið breyst í aldanna rás. Hjálmar H. Ragnarsson hefúr oft áður sýnt að honum lætur vel að vinna í leikhúsi og tónlist hans í Ó, þessi þjóð er engin undan- tekning. Umíjöllunarefnið gerir þá kröfu að tónlistararfurinn sé nýttur og það gerir Hjálmar á listilegan hátt. Kunnugleg stef hljóma í bland við ný og mörg lögin era sér- lega grípandi. En tónlistin er alls ekki auð- veld og á einstaka stað gætti óöryggis í söng sem væntanlega lagast með fleiri sýningum. Píánóleikur Óskars Einarssonar var hins vegar öryggið uppmálað og hann á einnig heiðurinn af útsetningu tónlistarinnar. Leikaramir sem sjá um að miðla þessari gamansömu útfærslu á fslandssögunni era fjórir, enda datt Karl Ágúst niður á þá snjölfu iausn að láta landvættimar rekja sög- una. Sjálfur er hann í hlutverki Bergrisans en aðrir leikendur era Erla Ruth Harðardótt- ir, Vala Þórsdóttir og Agnar Jón Egilsson. Þjóðin þekkir þegar ágæti Karls Ágústs sem gamanleikara og sama má raunar segja um Erlu Ruth sem var hluti Spaugstofugengisins á liðnum vetri. Hún hefur næma tilfinningu Gamansöm útfærsla á íslandssögunni. Agnar Jón Egllsson og Erla Ruth Harðardóttir f hlut- verkum sínum. DV-mynd Hilmar Þór fýrir tímasetningum sem er grandvallarskil- yrði í gamanleik og býr að auki yfir blæ- brigðaríku látbragði. Skiptingar milli hlut- verka vora því áreynslulitfar og leikurinn Leiklist Halldóra Friðjónsdóttir fjölbreyttur. Vala Þórsdóttir er gædd sömu hæfileikum og raunar furðulegt að hún skuli ekki sjást oftar á sviði en raun ber vitni. Agnar Jón Egilsson er reynsluminnsti leik- arinn og gætti þess nokkuð. Leikur hans var helst til einhæfur en var bættur upp með góðum söng. Brynja Benediktsdóttir leikstjóri þekkir orðið vel rýmið í Kaffileikhúsinu og nýtir það hugvitssamlega. Lausnir varðandi bún- inga og sviðsmuni vora bráðskemmtilegar og rík áhersla lögð á að skiptingar tefðu aldrei framvinduna. Auðvitað vora atriðin misskemmtileg og sum hefði mátt stytta. Önnur vora einstaklega vel heppnuð og næg- ir þar að nefna senu sem var leikin í anda þöglu myndanna og aðra þar sem leikurinn var „talsettur". Landnámið og fyrstu aldir ís- landssögunnar era reyndar nokkuð fyrir- ferðarmiklar en líklega má skrifa þá slagsíðu á þá einfoldu staðreynd að brátt fer í hönd af- mælisárið mikla þegar haldið verður upp á landafúndi og kristnitöku með pompi og pragt. Ó, þessi þjóð tekur á hvora tveggja og því kæmi ekki á óvart ef sýningin ætti eftir að gera víðreist árið 2000. Kaffileikhúsið í Hlaðvarpanum sýnir: Ó, þessi þjóð eftir Karl Ágúst Úifsson og Hjálmar H. Ragnarsson Lýsing: Ævar Gunnarsson Tónlistarstjóri: Óskar Einarsson Leikmynd og búningar: Rannveig Gylfadóttir Leikstjórn: Brynja Benediktsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.