Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1999, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1999 13 Fréttir Nýja Hríseyjarferjan aftur komin upp á land: Nú liggja Danir í því - fariö að beita dagsektum sem nema 260 þúsund krónum á dag Enn er ekki hægt að segja neitt um það hvenær Stálsmiðjan hf. í Reykjavík getur afhent Vegagerð ríkisins nýju Hríseyjarferjuna sem þar hefur verið í smíðum. Allt er málið að verða hið vandræða- og neyðarlegasta fyrir Stálsmiðjuna, og þá reyndar ekki síður fyrir danska aðila sem seldu Stálsmiðjunni ýms- an búnað í skipið. Skipið hefur í tvígang verið sjósett og prófað með slæmum árangri og nú er það í slipp og ekki búið að finna út hvað er aö. „Það virðist endalaust koma eitt- hvað upp á og vissulega má rekja stóran hluta þessara vandamála til danskra aðila sem við keyptum af stýri- og skrúfubúnað," segir Stein- ar Viggósson, yfirverkfræðingur hjá Stálsmiðjunni. Hann segir að kallað hafi verið á þessa dönsku aðila hingað til lands til að finna út og lagfæra það sem að er en málið sé ekki leyst enn. Svo mikla áherslu lögðu Stálsmiðjumenn á að málið væri alvarlegt og að skjóta lausn þyrfti að finna á því að sjálfur fram- kvæmdastjóri danska fyrirtækisins var kallaður hingað til lands til við- ræðna svo ekkert færi á milli mála. Það virðist þvi alveg borðleggjandi að danska fyrirtækið sem seldi Stál- smiðjunni umræddan búnað í skip- ið er í vondum málum. Það sem að er tengist skrúfu- og stýribúnaði skipsins. Um er að ræða búnað sem hefur ekki áður verið notaður í íslensku skipi en er þó þekktur og hefur m.a. verið not- aður talsvert í dráttarbátum erlend- is. „Nú er þetta í höndum framleið- endanna, þeir eru að rifa þetta í sundur í annað sinn og við höldum bara uppi pressu á þá,“ segir Stein- ar Viggósson. landi segir að fyrirtækið hafi gert ýmsar athugasemdir en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Ófullnægjandi hafnarað- staða Þegar skipið verður loksins af- hent og það komið norður í Eyja- fjörð, þar sem það leysir ferjuna Sævar af hólmi, munu strax skapast erfiðleikar vegna hafnaraðstöðunn- ar, eða aðstöðuleysisins, á Litla-Ár- skógssandi, en þar er höfn þess í landi. Gunnar Gunnarsson, formað- Fréttaljós Gylfi Kristjánsson ur ferjunefndar, segir það eiga eftir að koma í ljós hvemig það mál líti út. „Það á eftir að koma í ljós hvemig þetta passar saman en við höfum gamla Sævar upp á að hlaupa ef einhverjir erfiðleikar koma upp á. Þá gætu fram- kvæmdir þarna í höfninni skaðað hagsmuni sjómanna sem nota höfnina, en þetta er mál sem verður að leysa í rólegheitum. Vænlegasti kosturinn væri án efa að lengja norðurgarðinn og verja höfnina þannig fyrir ríkjandi norðan- og norð- austanáttum en það yrði mjög dýr framkvæmd," segir Gunnar. Heimamenn pollrólegir Meðan þessi ferjumál hanga öll í lausu lofti era þeir pollrólegir sem munu nota ferjuna mest, en það eru auðvitað Hríseyingar sjálflr. Þó ræða menn í þeim hópi aðstöðumálin í höfninni á Árskógssandi og nauðsyn þess að flnna varanlega lausn á þeim. „Fólk hér er rólegt vegna þessa og það skiptir reyndar ekki sköpum fyr- ir okkur hvaða dag ferjan kemur, við höfum gömlu ferjuna og eram sallar- ólegir," segir Pétur Bolli Jóhannes- son, sveitarstjóri í Hrísey. Frá Hrísey. Þar bíða menn saliarólegir eftir að nýja ferjan komi. Nýja Hríseyjarferjan. Enn sér ekki fyrir endann á þeim erfiðleikum sem glímt er við vegna skrúfu- og stýribúnaðar skipsins. Vetrardekk fyrir vandláta SÓLH/HG Smiðjuvegi 32-34 • Kópavogi • Sími: 544 5000 Háar dagsektir „Sú klukka tifar,“ sagði Gunnar Gunnarsson, formaður ferjunefndar hjá Vegagerð ríkisins, en það er Vegagerðin sem kaupir skipið, þeg- ar hann var spurður hvort Stál- smiðjan sætti nú dagsektum. Kaup- verð skipsins er 130 milljónir króna og það átti að afhendast 15. júlí en þó mátti verktúninn fara mánuð fram úr þeim tíma. Síðan var tví- vegis gefinn þriggja vikna frestur og lokafresturinn rann út 26. október. Dagsektum, sem nema 0,2% af kaup- verði á dag, eða 260 þúsundum, hef- ur verið beitt siðan og nálgast nú 3 milljónir króna. Steinar Viggósson hjá Stálsmiðjunni sagði, er hann var spurður hvort Stálsmiðjan gerði ekki kröfur á hendur danska fyrir- tækinu vegna þessa, að það mál væri ekki til umræðu á þessu stigi, nú væri aðalmálið að finna hvað væri að og lagfæra það. Tryggingamál skipsins munu skiljanlega vera í uppnámi vegna þeirra bilana sem komið hafa í ljós en menn voru ekki fúsir að ræða þau mál. Siglingastofnun „tók skip- ið út“ og mun hafa gert ýmsar at- hugasemdir sem lagfærðar hafa ver- ið, en auðvitað á eftir að „taka skip- ið út“ endanlega þegar það þykir siglingarhæft. Páll Kristinsson hjá Lloyd’s Register of Shipping á Is- 1 IHllMiHmnii Opið alla daga Rýmum fyrir jóla- og áramótafatnaði 30 -70% afsláttur 1 0% afsláttur af nýjum vörum 10 8 R e y k j a v í k Faxafeni 8 Sími: 533 1 555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.