Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 Fréttir Salmonella í tveim- ur kjúklingabúum - haföi ekki fundist í búum síðastliðin tvö og hálft ár Salmonella hefur fundist i eldis- hópum í tveimur kjúklingabúum. Er þetta í fyrsta skipti í tvö og hálft ár sem salmonella greinist í búum hér á landi. Halldór Runólfsson yf- irdýralæknir staðfesti þetta í við- tali við DV. Hann sagði að kjúklingahópunum hefði verið slátrað um leið og salmonellan fannst. „Þama var um að ræða tvo eldis- hópa kjúklinga sem salmonella greindist í,“ sagði Halldór. „Þeim hópum var, í samvinnu við viðkom- andi framleiðendur, fargað strax á uppeldisstigi, þannig að þeir komu aldrei til slátrunar. Öll hús voru sóttthreinsuð vandlega áður en nýir hópar vom settir þar inn.“ Halldór sagði að reglulega væru tekin sýni úr eldishópum kjúklinga til að fylgjast með campylobacter og salmonellu. Sú sýnataka færi fram þegar kjúklingarnir væru 2-3 vikna. Heilbrigðisyfirvöld hafa lengi barist við salmonellubakteríuna. Tvær stórar sýkingar komu upp 1987 í Búðardal og Laugum á Snæ- fellsnesi. Árið 1996 kom upp hóp- sýking á Landspítalanum sem rak- in var til rjómabolla. Landbúnaðar- ráðuneytið veitti síðan 40 milljónir til Félags kjúklingabænda vegna baráttunnar við salmonellu. Félag- ið varði þeim til að kaupa upp tvö kjúklingabú og loka þeim. „Við litum á þessa greiningu nú sem einstakt tilfelli, sem menn hafa ekki skýringu á,“ sagði Halldór. „Við vitum ekki hvernig þetta hef- ur komist inn í húsin. Hins vegar útrýmum við ekki salmonellu á ís- landi. Hún er í mávum, hröfnum og víðar og því alltaf yfirvofandi." Halldór sagði að salmonella hefði ekki fundist í alifuglum hér frá því í febrúar 1997 þar til nú. Þessi til- felli nú hefðu komið á óvart. Hann kvaðst ekki vilja tilgreina í hvaða kjúklingabúum salmonellan hefði komið upp. Kjúklingamir hefðu ekki farið í vinnslu né verslanir og því bæri ekki nauðsyn til að koma þeim upplýsingum til neytenda. -JSS Campylobacter: Finnst í öndum og kalkúnum „Það er nokkurn veginn öruggt mál að sé campylobactermengun í þarma- innihaldi eldisfugla þá berst bakterí- an í hátt í hundrað prósent afurðanna við slátrun," sagði Franklín Georgs- son hjá Hollustuvernd, aðspurður um mengun í kjötsýnum úr kalkúnum og öndum. í skýrslu heilbrigðisyfirvalda um campylobacter til umhverfisráð- herra kemur m.a. fram að sýni voru tekin úr eldishópum anda og kalkúna. í öndunum reyndist vera 71 prósent mengun en 20 prósent í kalkúnunum. Engar tölur voru um mengun í afurð- um þessara fuglategunda í skýrsl- unni. Franklín sagði að hollustuvernd heíöi fengið jákvæð sýni úr kalkúnum áður en umrædd úttekt hófst. Al- mennt talað væru nauðsynlegustu að- gerðimar í alifuglaræktun að hindra að mengun bærist inn í eldið. For- vamaraðgerðirnar miðuðu að því að vinna gegn campylobacter í eldishóp- um kjúklinga nú. Einnig væri unnið að því að bæta vinnslu sláturhúsa til að minnka krossmengun. -JSS Skilti mæðgnanna við tannlækna- stofu þeirra í Núpalind 1. Tannlæknastríð í Kópavogi Mæðgurnar Kristín Ragnarsdóttir og Anna Stefánsdóttir, sem reka tann- læknastofu í Núpalind 1 í Kópavogi, hafa sett upp stórt auglýsingaskilti utan á húsnæði sitt til að auglýsa þjónustu sína og rekstur. í Bæjarlind, þar rétt hjá, starfar Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson tannlæknir og hann er ekki ánægður með auglýsingaskilti þeirra mæðgna. Hefur Vilhjálmur gert athugasemd við skiltið og kvart- að yfir stærð þess við Tannlæknafé- lagið. „Samkvæmt siðareglum tannlækna era útimerkingar með þessum hætti bannaðar. Ef tannlæknar vilja á ann- að borð vera félagar í Tannlæknafé- laginu verða þeir áð fara að lögum þess,“ sagði Bolli Valgarðsson, fram- kvæmdastjóri Tannlæknafélagsins, aðspurður um tannlæknadeiluna í Kópavogi. „í lögum félagsins er skýrt ákvæði þess efnis að skilti við tann- læknastofur megi ekki vera stærri en 15 sentímetrar á hæð og 40 sentímetr- ar á breidd," sagði Bolli. Mæðgurnar í Núpalind hafa óskað eftir því að deilan verði sett í gerðar- dóm Tannlæknafélgsins en í þeim dómi sitja fimm fyrrverandi formenn Tannlæknafélagsins. -EIR Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri funduðu með Janet Reno, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í dómsmálaráðuneytinu í Washington í gær. Símamynd Reuter Fjarstýrðir flugeldar - hægt að skjóta upp innan úr stofu „Þetta kostar milljón úti i heimi. Hjá okkur er hægt að fá flugeldaskot- borð fyrr aðeins 160 þúsund krónur," sagði Gunnar Óskarsson markaðs- stjóri hjá rafeindafyrirtækinu Samey sem hefur framleitt og sett á markað sérstakan búnað sem gerir fólki kleift að skjóta áramótaflugeldunum upp innan úr stofu. Búnaðurinn rúmast allur í einni lít- illi tösku sem rúmar skotborð með tökkum og rafkapal, sem leiða má út um glugga, tengdan við hvellhettur sem tendra þráðinn í flugeldunum þegar ýtt er á hnapp. „Búnaðurinn hentar að sjálfsögðu best fyrir stærri flugeldasýningar og hefur þegar verið notðaður við allar helstu flugeldasýningar sem fólk hef- ur orðið vitni að á síðustu misseram, svo sem flugeldasýningu á menning- arnótt í Reykjavík og við opnun nýju Kringlunnar," sagði Gunnar Óskars- son. „Við erum búnir að selja allt of lítið af þessu og erum í tapi ennþá en markaðurinn hér á landi telur ekki nema um tíu aðila. Þess vegna þurf- um við að koma þessum búnaði á al- þjóðamarkað sem fyrst. Búnaðurinn stenst samanburð við allt það besta sem þekkist erlendis og verðið er miklu betra,“ sagði Gunnar og benti jafnframt á að skotborðin væra ákjós- anleg fyrir fatlaða sem ættu erfltt með að komast úr húsi til að skjóta upp flugeldum. Þá sagði hann búnaðinn henta vel fyrir eldhræddar konur. -EIR Gunnar Óskarsson með rafræna flugeldabúnaðinn. Stuttar fréttir i>v Ekkiúr flokknum Ólafur Örn Haraldsson, þing- maður Framsóknarflokksins, við- urkenndi í sjón- varpsviðtali i fyrradag að hann væri kom- inn út á kant í flokknum, en segist ekki vera á leið úr honum þar sem hann eigi svo mikið erindi við kjósend- ur flokksins. Dagur sagði frá. Óholl eingangrun Yfirlæknir Litla-Hrauns, krafð- ist þess með bréfi til Fangelsis- málastofnunar 11. nóvember sl. að þá þegar yrði rofin einangrun þeirra gæsluvarðhaldsfanga sem lengst höfðu verið í einangrun vegna stóra fikniefnamálsins svo- kallaða þvi heilsa þeirra væri í veði. Dagur sagöi frá. Síbrotamaður í varðhald Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti i dag kröfu lögreglunn- ar um síbrotagæslu til 30. desem- ber nk. yflr hálíþritugum manni, en í rannsókn eru ýmis fjársvika- mál sem tengjast honum, meðal annars vegna bilaviðskipta. Hann hefur áður fengið dóma fyrir fjár- svik, þjófnaði og fyrir að svikja út vörur og þjónustu með folsuðum ávísunum. Mbl. sagði frá. Kio vann hjá höfuöpaur Kio Briggs, sem nýverið var sýknaður á íslandi af ákæru um stórfellt e-pillusmygl til íslands, er á dögunum var handtekinn í Danmörku með á áttunda hund- rað e-pillur i Danmörku, vann tímabundið í sumar hjá fyrir- tækjaeigandanum sem hnepptur hefur verið í gæsluvarðhald vegna 30 kilóa af hassi sem náð- ust í Barcelona. Dagur sagði frá. Tapa á virkjun Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknar- flokksins, segir Fljótsdalsvirkj- un helstu ástæðu slæmr- ar útkomu flokksins í skoðanakönnun Félgsvísinda- stofnunar. Dagur 44 úttöluðu sig 44 þingmenn tóku til máls í rúmlega fimm tíma umræðu um þingsályktunartillögu um Fljóts- dalsvirkjun i dag, en þetta er þriðji dagurinn i röð sem hún er til umræðu. Þingfundi lauk um klukkan hálfsjö. Mbl. sagði frá. Sýkna I ólíkindamáli Hæstiréttur sýknaði í gær mann af öllum kröfum sem á hann voru bornar í óvenjulegu skuldamáli. Kunningi hins stefnda lánaði hon- um nokkurt fé og sömdu þeir um að endurgreiðsla lánsins væri bundin því skilyrði að sá sem lán- ið fékk hagnaðist ekki á markaðs- setningu og sölu hljómplatna er- lendra tónlistarmanna, sem hann hafði lagt fé í. Þegar maðurinn var svo kraflnn um greiðslu bar hann þetta skilyrði fyrir sig. Dagur sagði frá. Fóstbræður í vanda Samkæmt ákvörðun Sýslu- mannsins í Reykjavík um að leggja lögbann við því að Jón Gnarr og Sigur- jón Kjartansson starfi hjá eða fyrir Norðurljós og fjölmiðla i eigu þess mega þeir ekki eiga flárhagslegra hagsmuna aö gæta hjá Norðurljósum fyrr en eftir 30. júní árið 2000. Upptökum á nýjum þáttum um Fóstbræður er lokið og var fyrirhugað að sýna þá í vetur hjá Stöð 2. Óljóst er hve mikið flárhagslegt tjón muni hljótast af frestun á sýningu þátt- anna. Viðskiptablaðið sagði frá. -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.