Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 Messur Árbæjarklrkja: Guðsþjónusta kí. 11. Org- anisti: Pavel Smid. Bamaguðsþjónusta kl. 13. Bænir, fræðsla, söngvar, sögur og leik- ir. Foreldrar, afar, ömmur eru boðin hjartanlega velkomin með bömunum. Prestamir. Áskirkja: Barnaguðsþjðnusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Ámi Bergur Sigurbjömsson. Breiðholtskirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á sama tima. Organisti: Daníei Jónasson. Tómasarmessa kl. 20 í samvinnu við félag guðfræðinema og kristilegu skólahreyfmguna. Fyrirbænir og fjölbreytt tónlist. Kaffisopi í safnaðar- heimilinu að messu lokinni. Gísli Jónas- son. Bústaðakirkja: Barnamessa kl. 11. Létt- ir söngvar, biblíusögur, bænir, umræður og leikir víð hæfi bamanna. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Prestur sr. Guðný Hallgrímsdóttir. Bræöratungukirkja: Guðsþjónusta ki. 14. Digraneskirkja: Kl. 11. Messa. Prestur sr. Sigurjón Ámi Eyjólfsson. Organisti: Bjarni Jónatansson. Sunnudagaskóli á sama tíma. Léttur málsverður eftir messu. Dómkirkjan: Guðsþjónusta kl. 11. Dóm- kórinn syngur undir stjóm Marteins H. Friðrikssonar. Sr. Hjaiti Guðmundsson. Æðmleysismessa kl. 21. Sr. Jakob Ágúst Hjáimarsson prédikar, sr. Karl V. Matthf- asson leiðir samkomuna og sr. Anna S. Pálsdóttir leiöir fyrirbæn. Anna Sigríður Helgadóttir og Bræðrabandið sjá um létta tónlist. EUiheimilið Grund: Messa kl. 14:00. Prestur sr. Láms Halldórsson. Organisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrrverandi sókn- arpresta. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Kór Fella- og Hólakirkju syngur. Organisti Lenka Mátéová. Barnaguðsþjónusta á sama tima. Umsjón Margrét Ólöf Magnús- dóttir. Prestamir. Gaulverjabæjarkirkja: Messa kl. 14. 90 ára afhtæli kirkjunnar. Sr. Sigurður Sig- urðarson vlgslubiskup prédikar. Kaffi eft- ir messu. Sóknarprestur. Grafarvogskirkja: Sunnudagaskóli í Grafarvogskirkju kl. 11. Prestur sr. Anna Sigríður Páisdóttir. Umsjón: Hjörtur og Rúna. Organisti: Hörður Bragason. Sunnudagaskóli i Engjaskóla kl. 11. Prest- ur sr. Sigurður Amarson. Umsjón: Signý, Guðrún og Guölaugur. Guösþjónusta i Grafarvogskirkju kl. 14. Sr. Sigutjón Ámi Eyjólfsson héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Höröur Bragason. Prestamir. Grensáskirkja: Barnastarf kl. 11. Messa kl. 11. Altarisganga.. Kirkjukór Grensás- kirkju. Organisti Ámi Arinbjarnarson. Sr. Ölafur Jóhannsson. Grindavíkurkirkja: Guösþjónusta kl. 14. Kór Grindavlkurkirkju syngur. Berta Ómarsdóttir syngur einsöng. Hallgrlmskirkja: Fræðslumorgunn kl. 10. Bandprjónninn og Biblían. Þegar þjóð- in varð læs: Dr. Loftur Guttormsson pró- fessor. Messa og bamastarf kl. 11. Hópur tu- Mótettukór syngur. Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Sigurður Pálsson. Háteigskirkja: Bama- og fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Helga Soffia Konráðs- dóttir. Messa kl. 14. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson. Hjallakirkja: Messa kl. 11. Sr. Hjörtur Hjartarson þjónar. Félagar úr kór kirkj- unnar syntía og leiða safhaðarsöng. Org- anisti Jón Ólafur Sigurðsson. Bamaguðs- þjónusta í kirkjunni kl. 13 og f Lindaskóla kl. 11. Við minnum á bæna- og kyrrðar- stund á þriðjudag kl. 18. Prestamir. Kópavogskirkja: Bamaguðsþjónusta í safnaðarheimiiinu Borgum ki. 11. Guðs- þjðnusta kl. 14. Prestur sr. Guðni Þór Ólafsson. Gerðubergskórinn kemur í heimsókn og syngur. Stjómandi: Kári Friðrikssson. Organisti: Hrönn Helgadótt- ir. Landspitalinn: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. Langholtskirkja, Kirkja Guðbrands bisk- ups: Messa kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Kaffisopi eftir messu. Bamastarf í safnað- arheimílinu kl. 11. Umsjón Lena Rós Matthlasdóttir. Laugarneskirkja: Messa og sunnudaga- skóli kl. 11. Organisti Gunnar Gunnars- son. Kór Laugameskirkju syngur. Hrand Þórarinsdóttir stýrir sunnudagaskóianum með sínu fólki. Prestur sr. Bjami Karls- son. Lágafellskírkja: Messa kl. 14. Bamastarf i safnaðarheimilinu ki. 11. Jón Þorsteins- son. Nesklrkja: Sunnudagaskólinn kl. 11. Átta til niu ára starf á sama tíma. Guðsþjón- usta kl. 14. Prestur sr. Öm Bárður Jóns- son. Kvöldmessa með léttri sveiflu kl. 20. Prestur sr. Öm Bárður Jónsson. Tónlist leikin frá kl. 19.30. Veitingar í safnaðar- heimUi að messu lokinni. Njarðvfkurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11 og fer hann fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju. BUl fer frá Safnaðarheimilinu í Innri- Njarövík kl. 10.05. Baldur Rafn Sigurös- son. Ytri-Njarövfkurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11. Fermingarböm aðstoða við brúðu- leikhús. LeUcið á trompet. Selfosskirkja: Messa og sunnudagaskóli kl. 11. S&knarprestur. Seljakirkja: Krakkaguðsþjónusta kl. 11. Fræðsla fyrir krakkana, framhaldssaga og mikUl söngur. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ágúst Einarsson prédikar. Organisti Lenka Mátéová. Sóknarprestur. Seltjarnarnesklrkja: Messa kl. 11. Bamastarf á sama tíma. Sr. Þórey Guö- mundsdóttir prédikar. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Prestur sr. Siguröur Grétar Helgason. Skálholtskirkja: Messa kl. 11. Sóknar- prestur. Stokkseyrarkirkja:Bamaguðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur. Afmæli Uggi Þórður Agnarsson Uggi Þórður Agnarsson lyfja- og hjartasérfræðingur, Frostaskjóli 19, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Uggi fæddist i Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1969, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1976, amerísku VQE-læknaprófi 1978, og FLEX-prófi 1982, sérfræði- prófi í almennum lyflækningum frá New Britain General Hospital í Conn- ecticut 1983, sérfræðiprófi í hjarta- sjúkdómum frá St. Frances Hospital and Medical Center í Hartford og við University of Connecticut Health and Medical Center í Farmington í Conn- ecticut 1985. Uggi var styrkþegi American Heart Association við rannsóknir á raffræði hjartavöðvafruma við University of Connecticute 1985-86, sérfræðingur við Rannsóknarstöð Hjartaverndar frá 1986, við lyflækningadeild Land- spítalans 1986-87 og frá 1996 og við lyf- lækningadeild Sjúkrahúss Akraness frá 1990 og er yfirlæknir við MONICA- rannsóknir Hjartavemdar og Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar, WHO, frá 1999. Uggi stundaði rannsóknir á hjarta- vöðvasjúkdómi í hóprannsókn Hjarta- verndar meö styrk frá WHO 1986-88, var staðgengill yfirlæknis hjartadeild- ar Lanssjukhuset í Borás í Svíþjóð 1989-90 og var stundakennari við lyfjafræðiskor HÍ 1986-95. Uggi sat í stjóm Hjartasjúkdómafé- lags íslenskra lækna 1992-98 og var formaður þess um skeið. Hann er meðhöfundur fjölda greina í Lækna- blaðinu og erlendum læknatímaritum um efni er varðar hjarta- og æðasjúk- dóma, og hefur skrifað greinar um ýmis málefni í íslensk blöð og tímarit. Hann er Fellow of The European Soci- ety of Cardiology frá 1997. Fjölskylda Uggi kvæntist 6.7. 1974 Margréti Guðnadóttur, f. 21.2. 1951, leikskólakenn- ara og listamanni. Hún er dóttir Guðna Rósmunds- sonar, f. 26.11.1926, d. 23.2. 1953, stýrimanns í Vest- mannaeyjum, og k.h., Sig- urbjargar Sigurðardóttur, f. 7.2. 1929, húsmóður í Vestmannaeyjum og síð- ar talsímavarðar í Reykja- vík, nú búsett á Seltjam- arnesi. Böm Ugga og Margrétar eru ísold, f. 9.6. 1975, háskólanemi; Úlfur, f. 13.10. 1976, matreiðslunemi; Embla, f. 21.11.1987, nemi. Foreldrar Ugga em Agnar Jóhann- es Þórðarson, f. 11.9. 1917, cand.mag., rithöfundur og bókavörður við Lands- bókasafn íslands, og Hildigunnur Hjálmarsdóttir, f. 20.3. 1920, BA, inn- heimtustjóri Ríkisspítalanna í Reykja- vík. Ætt Agnar er bróðir Úlfars augnlæknis. Agnar er sonur Þórðar, yfirlæknis á Kleppi Sveinssonar, b. á Geithömrum í Svinadal Péturssonar, b. á Refsstöð- um, bróður Kristjáns, afa Jónasar Kristjánssonar læknis, afa Jónasar Kristjánssonar ritstjóra. Pétur var sonur Jóns, b. á Snæringsstöðum Jónssonar, b. á Balaskarði Jónssonar ættfóður Harðabóndaættar Jónsson- ar. Móöir Þórðar var Steinunn Þórð- ardóttir, b. í Ljótshólum i Svínadal Þórðarsonar, b. á Kúfustöðum í Svart- árdal Þóðarsonar, b. á Kúfustöðum Jónssonar, b. á Lækjamóti í Víðidal Hallssonar, b. á Þóreyjamúpi, Björns- sonar, b. á Guðlaugsstöðum i Blöndu- dal, Þorleifssonar, ættföður Guðlaugs- staðaættar. Móðir Agnars var Ellen Johanne, dóttir Jens Ludvigs Joachims Kaaber, stór- kaupmanns og forstjóra I Kaupmannahöfn, bróður Ludvigs Kaaber, banka- stjóra Landsbankans. Móð- ir Ellenar var Sara, frá Fredericia í Suður-Jót- landi, af frönskum hugen- ottaættum. Hildigunnur er dóttir Hjálmars, kaupmanns í Stykkishólmi Sigurðsson- ar, b. á Hólalandi í Borgar- firði eystra Ámasonar. Móðir Hjálmars var Guðrún Sigfús- dóttir, b. á Gilsárvallahjáleigu Páls- sonar og Önnu Gunnarsdóttur. Móðir Hildigunnar var Soffía, syst- ir Gunnars Gunnarssonar rithöfund- ar, fóður Úlfs, yfirlæknis á ísafirði. Soffia var dóttir Gunnars, hreppstjóra á Ljótsstöðum í Vopnafirði, bróður Sigurðar, prófasts og alþm. í Stykkis- hólmi. Gunnar var sonur Gunnars, b. á Brekku í Fljótsdal, bróður Sigurðar, prófasts og alþm. á Hallormsstað, langafa Hjörleifs Guttormssonar, fyrrv. ráðherra. Annar bróðir Gunn- ars var Stefán, langafi Vilhjálms Hjálmarssonar, fyrrv. ráðherra. Syst-. ir Gunnars var Margrét, langamma Aðalsteins Ingólfssonar. Gunnar var sonur Gunnars, b. á Hallgilsstöðum á Langanesi Gunnarssonar, ættföður Skíða-Gunnars-ættar Þorsteinssonar. Móðir Gunnars á Ljótsstöðum var Guðrún Hallgrímsdóttir, b. á Stóra- Sandlæk Ásmundssonar, bróður Ind- riöa, afa skáldanna Jóns og Páls Ólafssona. Móðir Soffiu Emelíu var Katrín Þórarinsdóttir, b. á Bakka á Langanesströnd Hálfdanarsonar, b. á Oddsstöðum á Sléttu Einarssonar, bróður Stefáns, langafa Einars Bene- diktssonar skálds. Móðir Hálfdanar var Margrét Lámsdóttir Schevings, systir Jórunnar, ömmu Jónasar Hall- grímssonar skálds. Uggi Þórður Agnarsson. Sigfús Örn Árnason Sigfús örn Ámason múrarameistari, Markar- vegi 16, Reykjavík, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Sigfús fæddist i Reykja- vík og ólst þar upp við Sogaveginn. Hann stund- aði nám við Iönskólann í Reykjavík, lærði múrara- iön hjá Ásmundi Vil- hjálmssyni, lauk sveinsprófi i þeirri grein 1974 og öðlaðist meistararétt- indi 1982. Sigfús hefur starfað sjálfstætt við sína iðngrein frá 1982. Sigfús hefur starfað mikið að fé- lagsmálum hjá knattspymufélaginu Víking, sat m.a. i stjórn handknatt- leiksdeildar og i stjóm knattspymu- Sigfús Örn Árnason. deildar, hefúr keppt mik- ið í bridge og sat í stjórn Tafl og bridgeklúbbsins. Sigfús hefur verið sæmd- ur gullmerki Víkings. Fjölskylda Sigfús kvæntist 15.12. 1973 Hildi Jónu Friðriks- dóttur, f. 22.4. 1951, ræstitækni. Hún er dótt- ir Friðriks Garöars Jóns- sonar, f. 3.8. 1908, d. 26.2. 1999, lögregluþjóns, og Fanneyjar Dagmarar Kristjánsdóttur, f. 22.12. 1909, d. 11.1.1993, húsmóður. Böm Sigfúsar og Hildar Jónu eru Friðrik Fannar Sigfússon, f. 2.8. 1974, rafvirki i Reykjavík, kvæntur Auði Eir Magnúsdóttur, f. 17.5.1975, tækniteiknara og er dóttir þeirra Katla Sif Friðriksdóttir, f. 28.2.1999; Stefanía Sigfúsdóttir, f. 26.3. 1979, nemi í lyfjafræði en unnusti hennar er Gísli Valur Guðjónsson, f. 13.10. 1979, nemi i verkfræði. Systkini Sigfúsar eru Kristín Ámadóttir, f. 7.10. 1948, skrifstofu- stjóri í Reykjavík; Hrafnhildur Árnadóttir, f. 24.4. 1953, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík; Árni Már Ámason, f. 2.12.1959, trésmíða- meistari í Reykjavík; Jón Ríkharös- son, f. 7.1. 1944, skrifstofumaður í Reykjavík; María Ríkharðsdóttir, f. 29.10. 1945, hjúkrunarfræðingur. Foreldrar Sigfúsar eru Ámi Jón Jóhannsson, f. 20.7.1919, sjómaður í Reykjavík, og Jóna D. Kristinsdótt- ir, f. 12.10. 1924, húsmóöir. Sigfús mun taka á móti ættingj- um og vinum að Síðumúla 25, milli kl. 17.00 og 19.00 á afmælisdaginn. Hólmfríður Rögnvaldsdóttir Hólmfríður Rögnvaldsdóttir hús- móðir, Mararbyggð 37, Ólafsfirði, er fertug í dag. Starfsferill Hólmfríður fæddist í Reykjavík en ólst upp á Hjalteyri. Hún var i Bamaskóla Hjalteyrar, síðar Bama- skóla Akureyrar og lauk prófum frá Gagnfræðaskóla Akureyrar. Hólmfríöur stundaði verslunar- störf, fiskvinnslu og símavörslu en hefur nú eingöngu stundað húsmóð- urstörf frá 1990. Fjölskylda Hólmfríður giftist 5.6. 1999, Emi Friörikssyni, f. 12.1. 1959, yfirvél- stjóra og rafvirkjameist- ara. Hann er sonur Frið- riks Bjömssonar, bónda að Gili í Bólstaðarhlíðar- hreppi, og Erlu Hafsteins- dóttur, oddvita Bólstaðar- hlíðarhrepps. Böm Hólmfríðar eru Hrafnhildur Ása Einars- dóttir, f. 29.4. 1976, búsett á Akureyri; Björn Stefán Amarson, f. 3.9. 1992; Æg- ir Örn Arnarson, f. 3.1. 1995. Systkini Hólmfríðar eru Bjöm M. Rögnvaldsson, f. 26.8. 1956, búsettur á Akureyri; Þór- anna G. Rögnvaldsdóttir, f. 1.6.1958, búsett á Akureyri; Svava Rögn- valdsdóttir, f. 18.12. 1960, búsett á Akureyri; Katrín R. Rögnvaldsdóttir, f. 28.3. 1963, búsett á Akureyri; Ásdís Rögnvaldsdóttir, f. 10.7. 1968, búsett á Akur- eyri; Matthías Rögn- valdsson, f. 14.12. 1971, búsettur á Akureyri; Guðrún Rögnvaldsdóttir, f. 24.5. 1973, búsett á Ak- ureyri. Foreldrar Hólmfriðar eru Rögnvaldur Þórhallsson, f. 13.8. 1933, húsvörður á Akureyri, og Unnur Bjömsdóttir, f. 25.2. 1937, húsmóðir á Akureyri. Hólmfríður verður heima á af- mælisdaginn. Hólmfríður Rögnvaldsdóttir. DV Til hamingju með afmælið 19. nóvember 95 ára Vilhjálmur Sigfússon, Sundabúð 2, Vopnafirði. 90 ára Þórarinn Bjömsson, starfsmaður við Timburverslun Árna Jónssonar í 62 ár. Flókagötu 51, Reykjavík. Kona hans er Kristín Halldórsdóttir. Þau eru að heiman. Ámi H. Jónsson, Suðurgötu 12, Keflavík. Jón Lngibjartsson, Miðtúni 3, Keflavík. 85 ára Marta Magnúsdóttir, Austurbrún 6, Reykjavík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í félagsheimilinu Drang- ey, Stakkahlíð 17, frá kl. 19.00. Jónína Gísladóttir, Skúlagötu 54, Reykjavík. 80 ára___________________ Guðrún Ólafsdóttir, Hjarðarholti 1, Akranesi. Helga Bjamadóttir, Beinárgerði, Egilsstöðum. 75 ára Halla S Jónatansdóttir, Laufásvegi 25, Reykjavík. 70 ára Hörður Viktor Jóhannsson, Kastalagerði 8, Kópavogi. Sigurjón Helgason, Stóra-Langadal, Búðardal. 60 ára Guðlaugur H. Helgason, Laufrima 1, Reykjavík. Hulda Aðalsteinsdóttir, Litluhlíð 4g, Akureyri. ívar Baldvinsson, Spónsgerði 1, Akureyri. Karl Vignir Dyrving, Aðalgötu 2, Stykkishólmi. 50 ára Amar H. Guðjónsson, Hliðarvegi 30, Kópavogi. Gróa Björg Jónsdóttir, Hábergi 3, Reykjavík. Jóhann Steinar Jónsson, Furulundi 9b, Akureyri. Karl J. Karlsson, Brekkuseli 2, Reykjavík. Lydía Jónsdóttir, Hjallalundi 5e, Akureyri. Magnús S. Gunnarsson, Garðhúsum 4, Reykjavík. 40 ára Kristinn Kárason, skipstjóri, Blómsturvöflum 9, Grindavik, kvæntur Sólveigu Óladóttur kaupmanni. Adam Kielt, Höfðagötu 1, Stykkishólmi. Anna Margrét Jóhannsdóttir, Frostaskjóli 69, Reykjavík. Benedikt Emil Jóhannsson, Vesturási 35, Reykjavík. Bogi Þór Siguroddsson, Úthlíð 15, Reykjavík. Bragi Reynisson, Lindarseli 4, Reykjavík. Finnbogi Pétursson, Sörlaskjóli 17, Reykjavík. Guðrún Marta Þorvaldsdóttir, Hofgörðum 21, Seltjamamesi. Hjálmar Rúnar Jóhannsson, Vallarhúsum 3, Reykjavík. Hólmfríður Rögnvaldsdóttir, Mararbyggð 37, Ólafsfirði. Jón Ingvar Pálsson, Suðurgötu 7, Reykjavík. Ólína Sigþóra Bjömsdóttir, Vesturgötu 153, Ákranesi. Steinar Skarphéðinn Jónsson, Skólagerði 34, Kópavogi. 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.