Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 17
16 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 17 Sport Graf grét af gleði Þýska tennisstjaman Steffi Graf grét af gleði yfir stórkostlegum móttökum áhorfenda á kveðjuhátið sem hún hélt í Bandaríkjunum á dögunum. Graf hefur lagt skóna endanlega á hilluna og sagðist vera mjög sátt við þá niðurstöðu. Hún setti hvert metið af öðru á 15 ára ferli sem á sér ekki hliðstæðu í tennis kvenna. Hún var lengst allra í toppsæti heimslistans og vann öll stærstu mótin fjórum sinnum eða oftar. Áhorfendur risu úr sætum og hilltu Graf og varð hún að gera langt hlé á máli sínu er hún grét af gleði. -SK Sporl manns voru á flugvellinum í kulda og sujókomu og fagnaði vel hetjum sínum. Slóvenía hefur aldrei áður komist í úrslit á stórmóti. Slóvenska lands- liöið í knatt- spyrnu fékk höfðinglegar móttökur við komuna til Ljubljana frá leikn- um við Úkraínu í Kænu- garði. Um tvö þúsund Þaó er annaö hljóð í strokknum í her- búðum Úkraínumanna. Menn þar eru í sjokki eftir úrslitin en ljóst er að ekki verður komist hjá uppstokkun innan knattspymusambandsins. Lamine Diack, lögfræðingur frá Senegal, hefur verið settur sem forseti alþjóða frjálsíþróttasambandsins fram að næsta þingi sem haldið verður 2001. Diack tekur við starfmu af Primo Nebiolo sem lést úr bjartaslagi á dögunum. Grand Prix mót í borötennis fer fram í TBR-húsinu um helgina. Keppt verður í 10 flokkum þar sem allt besta borðtennisfólk landsins verður á meðal keppenda. Mótið hefst klukkan klukkan 11 á morgun og verður framhaldið á sama tíma klukkan 11 á sunnudaginn. Erich Ribbeck, þjálfari Evrópumeistara Þjóðverja í knattspymu, segir ekki rétt að tala um Þjóðverja sem sigurstranglegasta liðið í Evrópukeppni landsliða sem fram fer i Belgíu og Hollandi næsta sumar. „Það era aðrar þjóðir sem koma á undan pkkur og þá get ég nefnt gestgjafana og ítali,“ segir Ribbeck. Heimsbikarmóti á skiöum, sem fram átti að fara í Park City i Bandaríkjunum um helgina, hefur verið frestað vegna snjó- leysis en Ólafsfirðingurinn Kristinn Björnsson átti að vera á meðal kepp- enda. Fyrirhugað er að keppnin verði haldin á sama stað um aðra helgi. Japaninn Kaneme Yokoo er með forystu eftir fyrsta hringinn á Dunlop Phoenix- mótinu í golfi sem hófst í Japan í gær. Yokoo lék á 65 höggum og er tveimur höggum á undan löndum sínum Hidem- ichi Tanaka og Hiroyuki Fujita ásamt Greg Norman og Methew Goggin frá Ástralíu. Þar á eftir koma Hisayuki Sasaki frá Japan og Sergio Garcia, Spáni, með 68 högg. Paul Scholes, miðjumaður Manchester United og enska landsliðsins, mun gang- ast undir aðgerð vegna kviðslits eftir sið- ari leik United gegn Valencia i meistara- deild Evrópu sem fram fer þann 8. desem- ber. Óvíst er því hvort Scholes verður með United á heimsmeistaramóti félags- liða en það hefst í Brasilíu í byijun janú- ar. Nicky Butt, félagi Scholes í liði United, er nýkominn úr sams konar að- gerð og lék með varaliði félagsins í fyrra- kvöld. Þann 12. desember verður dregið í riðla í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða sem fram fer í Hollandi og Belgíu næsta sum- ar. Búið er að ákveða að gestgjafarnir Hol- land og Belgía, Evrópumeistar Þýskalands og Spánn, sem er efst á styrkleikalista FIFA af þeim 16 þjóðum sem leika til úr- slita, verða í 1. styrkleikaflokki. Hinar þjóðirnar: Rúmenia, Noregur, Svíþjóð, Tékkland, Júgóslavía, Portúgal, Frakk- land, Ítalía, England, Tyrkland, Danmörk og Slóvenía, verða allar í 2. styrkleika- flokki. Heimsmeistarmót í keilu hófst í dag með keppni í kvennaflokki í Abu Dhabi í Sam- einuðu arabísku fúrstadæmunum. Keilu- sambandið sendi eingöngu karlalið á mót- ið og er íslenska liðið skipað eftirtöldum spiluram: Björn Birgisson, KFR, Björn Sigurösson, KR, Freyr Bragason, KFR, ívar Jónasson, KFR, Jón Helgi Braga- son, ÍR, og Steinþór G. Jóhannsson, KR. Inga Rós Gunnarsdóttir, Gerplu, sigraði i 13-14 ára flokki á haustmóti FSÍ. Hrefna Halldórsdóttir, Ármanni, varð önnur og Erna Sigmundsdóttir, Gróttu, þriðja. I flokki 12 ára og yngri sigraði Sif Páls- dóttir, Ármanni. Tanja B. Jónsdóttir, Björk, varð önnur og Gréta Mjöll Samú- elsdóttir, Gerplu, þriðja. Nokkur nafna- ruglingur var i frétt DV af mótinu í gær og er röngum upplýsingum þar um að kenna. Hlutaðeigandi eru beðnir afsökun- ar. Eftir fyrsta keppnisdag á heimsmeist- aramóti landsliða í golfi sem nú stendur yfir í Kuala Lumpur eru Japanir með fjögurra högga forskot. í öðru sæti er Wales en Bandarikjamenn, sem marg- ir álíta vera með sigurstranglegasta lið- ið, og Spánverjar eru svo jafnir í þriðja sætinu á 140 höggum. -JKS/-GH/-SK Félögin fari á námskeið hjá HSI Handknattleikssamband Islands hef- ur mörg undanfarin ár verið nær dauða en lífi. Skuldir sambandsins voru slikar að til lítils sóma var fyrir þá menn og kon- ur sem til margra ára sátu í stjóm sam- bandsins og formenn sambandsins und- anfarin ár, forver- ar Guðmundar Á Ingvarssonar, geta varla borið höfuð; ið hátt þegar HSÍ og peninga ber á góma. Undanfarið hefur HSÍ legið undir ósanngjamri gagnrýni og þá aðailega vegna þess að íslensk félagslið hafa ekki getað tekið þátt í Evrópukeppnum. Núverandi stjórn, með Guðmund Á. Ingvarsson formann í broddi fylkingar, hefur unnið þrekvirki í ijármálum HSÍ og einbeitt sér fyrst og síðast að því að draga HSÍ upp úr því skuldafeni sem sambandið var að sökkva í. Leyfi ég mér að fuilyrða að enginn annar formaður sérsambands né nokkur önnur stjóm hef- ur unnið betra starf í öármálum íþrótta- hreyfmgarinnar. Ég leyfi mér reyndar líka að efast um að nokkur annar for- maður og nokkur önnur stjóm hafi stað- ið frammi fyrir öðrum eins vanda. Þegar Guðmundur og hans fólk tók við námu skuldir HSÍ um 130 milljónum króna. í dag hefur stjómin afgreitt þess- ar skuldir að svo til öllu leyti. Er ástæða til að gagnrýna slíka stjóm? Er það virki- lega svo að áhangendur handknattleiks meti það einskis þegar menn vinna slík afrek? Þvert á móti á fólk sem talar af vanþekkingu og vanþakklæti að þakka fyrir og sleikja út um. Þeir aðilar, sem á annað borð sjá sig knúna til að ata stjóm HSÍ auri í fjölmiðlum og á öðrum vett- vangi, eiga að þakka fyrir að handbolti er enn á meðal iþróttagreina sem stundaðar em hér á landi. Ef núverandi stjóm HSÍ hefði ekki tekið Qármálin slíkum heljar- tökum sem raun ber vitni hefði HSÍ dáið drottni sínum. Um það þarf ekki að deila. Ástæðan fyrir því að íslensk félagslið geta ekki tekið þátt í Evrópukeppni er einföld og ekki HSÍ að kenna. Eg leyfi mér að fullyrða að Cárhagur flestra, ef ekki allra félaganna í Nissandeildinni, er í molum. Og af hverju er hann í molum? Staurblönk félögin, með allt niðram sig í peningmálum, eru farin að greiða ís- lenskum og erlendum leik- mönnum laun fyrir að leika handknattleik. Oft á tíðum ótrúlegar flárhæðir auk fríðinda til handa leik- mönnum sem lítið eða ekkert geta. í mörgum stjómum félaganna sit- ur fólk sem virðist ekki hafa nokkurt peninga- vit. Leiðin til þátttöku ís- lenskra félagsliða í Evrópu- keppni liggur ekki í gegnum HSÍ. Eina leiðin er að stjómendur hand- knattleiksdeildanna sníði sér stakk eftir vexti í peningamálum. Hætti að stofha til skulda sem vitað er að erfitt eða ómögulegt verður að greiða. Þær fjárfest- ingar hafa litlu skilað enda allir fremstu handknattleiksmenn Evr- ópu á launaskrá hjá liðum í Þýskalandi með örfáum und- antekningum. Félögin eiga að efla ung- lingastarf sitt og gefa ung- um leikmönnum tækifæri. Þá verða til peningar tO að tilkynna þátttöku í Evr- ópukeppni. Valur virðist vera á réttri leið i þessum efhum. Þar er litlum peningum varið til leikmannakaupa og ungum leikmönnum gefin tækifæri. Ef Valsmenn halda þessari stefnu sinni mun ekki langur tími líða þar tO Valur fer að gera góða hluti í Evrópukeppninni. Og eitt er víst, það verður ekki stjóm HSI að kenna að íslensk lið era ekki með í Evrópukeppninni í dag. Senn líður að því að formaður og stjóm HSÍ geta farið að snúa sér í aukn- um mæli að því að sinna öðrum verkefn- um en fjármálum. Ég legg tO að það verði eitt fyrsta verk formanns HSÍ og stjómar að skylda stjómarmenn í handknattleOis- deOdum liðanna á námskeið í fjármála- stjóm. HSÍ er vel í stakk búið að miðla öðram af reynslu sinni og verkum. Eftir slíkt námskeið gætum við átt von á því að eitt og eitt félag færi fljótlega að gægjast upp úr skuldafeninu. -SK mmim Stoke: Innrás Islenska landsliðið í körfuknattleik: nýliðar ingsson og Örlygur Sturluson, Njarðvík. Gerum meiri kröfur „Við gerum meiri kröfur tO liðsins en áður. Við ætlum liðinu ár- angur og markmiðið er að krækja í sæti sem færir liðinu sæti án þess að fara í gegnum forkeppni. Þetta era ekki óraunhæf mark- mið því liðið hefur áskotnast reynslu í keppninni á undan sem kemur vonandi að notum núna,“ sagði Ólafur Rafnsson, formaður KKÍ, á fréttamannafundi í gær þar sem þátttaka landsins í kom- andi Evrópukeppni var rædd. Strembið verkefni Friðrik Ingi Rúnarsson, sem tók við liðinu af Jóni Kr. Gíslasyni, sagði verkefnið fram undan vera strembið en stefnan væri að sjálf- sögðu að gera betur en síðast. „LeOrarinn við Úkraínu verður verðugt verkefni. Það er ljóst að það munu eiga sér stað á næstunni ákveðin kynslóðaskipti hjá landsliðinu en þess ber raunar merki nú þegar í valinu á liðinu. Ég ákvað að taka nýliða inn í liðið í bland við þá eldri. I þeim hópi eru hávaxnir leíkmenn sem hafa verið að leika vel með liðum sin- um í vetur en það er vert að gefa þessum leikmönnum gaum í framtíðinni. Það voru leikmenn, sem ég hefði hug á að velja en gáfu ekki kost á sér vegna anna og má i því sambandi nefna Teit Örlygsson og Gunnar Einarsson. Þá er Helgi Jónas Guðfinnsson að stíga upp úr meiðslum og eins eru leikmenn i Bandaríkjunum í námi. Þar stendur nú yfir próflestur og próf í framhaldi og áttu þeir ekki heimangengt. Það er góður kostur að geta nú valið Jón- athan Bow. Hann er i góðu formi og kemur örugglega tO með að styrkja liðið mikið,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson. -JKS Skandinava 4Sr?MÍlÉÍl§ Sex nýliðar eru í íslenska landsliðs- hópnum í körfuknattleik sem Friðrlk Ingi Rúnarsson, þjálfari þess, hefur valið fyrir fyrstu þrjá leikina í riðla- keppni Evrópumótsins. Fyrsta viður- eign liðsins verður á miövikudaginn kemur gegn Úkraínu í Kiev. Síðan kemur liðið heim og etur kappi við Belga í LaugardalshöUinni 27. nóv- ember og síðan gegn Slóvenum í borginni Radovljica 1. desember. Auk framangreindra þjóða era Makedónar og Portúglar einnig í riðlinum. Tvær efstu þjóðirnar í riðlinum komast í aðalkeppni mótsins. Talsverðar breytingar eru á hópnum frá því hann tók þátt í síðasta verkefni landsliðsins. Sex nýliðar eru valdir í 15 manna hóp en fjórir detta út og fer Friðrik Ingi með 11 menn tO Úkraínu. Nýliðamir sem valdir voru eru Ólafur J. Ormsson, Hjörtur Hjartarson, Ægir Jónsson, Svavar Birg- isson, Hlynur Bær- Birgir a tveimur yfir parinu Birgir Leifur Hafþórsson er í 68.-80. sæti eftir annan keppnisdaginn í lokaúrslitum undankeppninnar fyrir evrópsku mótaröðina í golfi en keppnin fer fram á Costa del Sol á Spáni. Birgir lék í gær á 74 höggum eða tveimur höggum yfir parinu og hefur því leikið á samtals 145 höggum. Spánverjinn Ivo Giner var í miklum ham í gær og lék 18 holum- ar á 65 höggum eða 7 undir parinu og hann er í forystu með 135 högg. Skotinn Alista- ir Forsyth kemur næstur á 136 höggum og Englendingurinn David Lynn er þriðji á 137 höggum. Kylfingamir leika fjóra hringi og 75 efstu komast áfram og leika tvo hringi um sæt- in i evrópsku mótaröðinni og þangað fara 35 efstu. Hafin er innrás knattspyrnumanna frá Skandinavíu í íslendingaliðið Stoke City segir í staðarblöðunum í Stoke on Trent í gær. Þar er átt við komu KR-inganna Einars Þórs Daníelssonar og Sigursteins Gíslasonar en þeir hafa verið leigðir frá KR til Stoke fram á vor og þá hefur Stoke fengið til liðs við sig Svíann Michael Hansson, 30 ára gamlan vamarmann sem Stoke fékk frítt frá sænska A-deildar liðinu Norrköping. Þeir Einar Þór og Sigursteinn komu til Stoke í gær og leika æfingaleik með liðinu í kvöld gegn Mansfield. Eftir þann leik mun Guðjón Þórðarson ákveða hvort hann teflir KR-ingunum fram í deildarleiknum gegn Wygombe á þriðu- daginn. „Ég er mjög ánægður með að fá Einar Þór og Sigurstein og það svona fljótt. Ég þekki vel til þeirra beggja og veit hvað þeir geta,“ sagði Guðjón í samtali við The Sentinel. Um Svíann sagði Guðjón: „Þetta er mjög leikreyndur leikmaður sem ég hef oft séð til. Hann er sterkur vamarmaður og getur tekið virkan þátt í sókninni." -GH Alan Ball um Auðun Helgason: Varð fyrir vonbrigðum Ekki þykir líklegt að Alan Ball, knattspymustjóri hjá enska B- deildar liðinu Portsmouth, bjóði í Auðun Helgason, landsliðsmann í knattspymu og leikmann hjá Viking Stavanger. Auðun lék aðeins fyrri hálfleikinn með varaliði félagsins í fyrrakvöld en meiðsli i nára gerðu það að verkum að hann gat ekki spilað ailan leikinn. Ekki náði Auðun að kveikja í Ball með frammistöðu sinni í leiknum og í viðtali við fréttavefinn Team Talk segir Ball: „Ef ég á að vera hreinskilinn þá varð ég fyrir miklum von- brigðum með frammistöðu leikmannsins." Sjálfur var Auðun ekki sáttur viö vemna hjá Portsmouth. Honum fannst félagið ekki ýkja spennandi og hann átti von á sterkara liði. „Ef ég á að fara hingað verður að koma til mjög freistandi tilboð," segir Auðun í samtali við Stavanger Aftenblad í gær. -GH s==a Torrey John er kominn tii Borgarness og myn styrkja lið Skallagríms mikið. John til Skalla Tómas Holton er tekinn við þjálfun Skallagríms í körfunni. Hann tekur við af Dragiza Zaric sem sagði upp í gær sem þjálfari og var leystur undan samningi sem leikmaður. Þá hafa Borgnesingar samið við Torrey John en hann lék rnn nokkurt skeiö með Tindastóli og Njarðvík. John er mjög snjall leikmaður og einn sá besti sem hingað hefur komið. -SK/-EP Landsliðshópurinn Falur Harðarson............Topo Herbert Arnarsson ........Donar Páll Axel Vilbergsson....Fleron Friðrik Stefánsson ....Njarðvík Fannar Ólafsson .......Keflavík Jónatan Bow..................KR Hjörtur Haröarson......Keflavik Guðmundur Bragason .... Haukum Hermann Hauksson ......Njarövík Ólafur J. Ormsson............KR Hjörtur Hjartarson...........IA Ægir Jónsson.................ÍA Svavar Birgisson.....Tindastóli Hlynur Bæringsson ... Skallagrími Örlygur Sturluson......Njarövík Friðrik Ingi Rúnarsson er þjálfari liðsins og aðstoðarþjálf- ari er Sigurður Hjörleifsson. KKÍ cetlar á öllum heimaleikjum liðsins í riðlinum að fá styrktaraðila til að bjóða áhorfendum frítt á leikina of hefur verið samið við ESSO og Víf- ilfell þar að lútandi. -JKS Aleksic samdi við IBV Júgóslavinn Goran Aleksic, sem kom til ÍBV um mitt síðasta sumar og lék 11 leiki með liðinu, spilar með ÍBV í úrvalsdeildinni næsta sumar. Goran er 27 ára og er samningsbundinn júgóslavneska A-deildar liðinu FK Cukaricki. Eyjamenn komust að samkomulagi við eiganda liðsins í gær um að fá Goran leigðan til ÍBV næsta sumar. Goran átti frábæra spretti með ÍBV síðastliðið sumar og margir vilja meina að hann sé einn besti erlendi leikmaðurinn sem leikið hefur meö íslensku félagi. -GH NBA-DEILDIN Úrslit leikja í nótt: Washington-Toronto ......92-81 Austin 20, Smith 12 - Carter 23, Brown 11. Millwaukee-San Antonio . . 99-88 Allen 26, Robinson 22 - Duncan 29, Robinson 21. Houston-Sacramento . . . 110-128 Olajuwon 30, Barkley 16 - Williams 23, Stojakovic 20. Denver-LA Lakers.........93-82 Mercer 24, Van Exel 23 - O'Neal 36, Fisher 15. Vancouver-Seattle .....108-110 Abdur-Rahim 31, Harrington 15 - Maxwell 27, Payton 24. Ikvöld Nissandeildin í handknattleik: Stjaman-Víkingur............20.00 Valur-ÍR....................20.00 2. deild karla: ÍH-Þðr Ak...................20.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.