Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 28
28
FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 X>‘V'
onn
Ummæli
Sömu
draumarnir
„Mér finnst skrýtið að
draumar manna í
lok þessa árþús-
unds séu þeir
sömu og fyrir
, 30-40 árum.“
Olafur Jóhann
Ólafsson, for-
stjóri og rithöf-
undur, um stór-
iðju íslendinga, í
Morgunblaðinu.
Forystan villir sýn
„Málflutningur Framsóknar-
forystunnar hefur byggst á því
að villa um fyrir almenningi
með þeim hætti að þeir sem
vilji lögformlegt umhverfismat
séu þar með á móti virkjunar-
framkvæmdum, framþróun og
landsbyggðinni."
Ólafur M. Magnússon um-
hverfissinni í Framsóknar-
flokknum, í DV.
Kunnuglegt stílbragð
„Mér þykir ekki örgrannt
um að í lærdóms-
grein sinni beiti
Össur (Skarphéð-
insson) alkunnu
stílbragði sínu
að hverfa sem
ugla upp í tré
og predika það-
an niður til
lærisveina sinna.“
Hjálmar Árnason alþingis-
maður, í Degi.
Lyfjafræðing
í uppvaskið
„I versta falli ræð ég lyfja-
fræðing í uppvaskið og læt
hann standa undir nafninu."
Guðvarður Gíslason veit-
ingamaður sem vill opna
veitingastað undir nafninu
Apotek.
Að vita allt um guð
„Er hægt að vita allt um
guð, taka próf í vit-
neskjunni og fræð-
unum sem lúta aö
hans margvíslega
anda og sköpun.
Svo virðist vera.
Ekki bara það,
heldur er hægt
að fá 10 í guð-
fræði. En það getur
líklega hvergi gerst nema á ís-
landi."
Guðbergur Bergsson rithöf-
undur, í DV.
k
Urðum að vera
brjálaðar
„Við höfum unnið hérna
með því að vera brjálaðar og
vorum ákveðnar í að vera það
í kvöld."
Harpa Melsted, fyrirliði
Hauka, eftir sigurleik í Eyjum
gegn ÍBV, í DV.
Þórarinn Eyfjörð, formaður Bandalags sjálfstæðra leikhúsa:
Vöxturinn hefur orðið án þess að
skerða hlut stóru leikhúsanna
„Við erum að fara þá leið sem
fær er fyrir okkur að Samkeppnis-
stofnun kanni hvort opinberir aðil-
ar séu að mismuna þeim sem starfa
á leikhúsmarkaðinum með fram-
lögum. Þetta tengist því að við höf-
um í mörg ár átt í viðræðum við
riki og borg þar sem við höfum
bent á að nauðsynlegt sé að búa til
áætlun um framtíðina vegna þess
að leiklistin skipar orðið æ __
lega á síðustu árum og allur þessi
vöxtur hjá sjálfstæðu leikhúsunum
hefur orðið án þess að skerða hlut
stóru leikhúsanna og við viljum
geta boðið lágt miðaverð, en þá
verðum við að starfa á sama starfs-
grundvelli og hin leikhúsin, en það
gerum við ekki í dag. Ég og fleiri
höfum alltaf sagt að það
eigi að reka opinber leik-
stærri sess í menningarlifi ■■ *t * •
okkar og að hlutverk IVIclOlir ClagSinS
frjálsu leikhúsanna í leik- ------------------------
húsmenningunni hefur vaxið gríð-
arlega á undanfómum árum. Við
höfum orðið varir við velvilja en
svörin hafa komið hægt. Þessi vöxt-
ur í sjálfstæðu leikhúsunum hefur
gert það að verkum að stóru leik-
húsin tvö, sem njóta stórra opin-
berra styrkja, sérstaklega Leikfélag
Reykjavíkur, hafa verið að bjóða
miðaverð sem er langt undir því
sem eðlilegt getur talist og Leikfé-
lagið verið með tilboð sem eru svo
lág að enginn á hinum frjálsa
markaði hefur möguleika á að gera
slíkt hið sama,“ segir Þórarinn Ey-
fjörð, formaður Bandalags sjálf-
stæðu leikhúsanna, en bandalagið
hefur farið fram á það við Sam-
keppnisstofnun að það athugi hvort
óeðlilegir viðskiptahættir eigi sér
stað á leikhúsmarkaði.
Þórarinn tekur fram að það sé
vilji allra sem starfa í leiklistinni
að geta boðið lágt miðaverð:
„Kjami málsins er sá að leiklistin
er list fjöldans og það sýnir sig best
í því hve aðsókn hefur aukist gífur-
hús með mikilli reisn
en þegar þau eru farin
að bjóða miðaverð langt
undir því sem eðlilegt get-
ur talist þá verðum við að
bregðast við með einhverj-
um hætti.“
Þórarinn segir þennan
aukna áhuga íslendinga á
leiklist vera, að hluta til,
tilkominn vegna sjónvarps
og kvikmyndahúsa. „Það
er mín skoðun að þetta
gríðarlega magn af erlendu
afþreyingarefni, bæði i
sjónvarpi, á myndböndum
og kvikmyndahúsum, hafi
skapað þau viðbrögð hjá
almenningi að það
kemur i leikhús til að fá
íslenska leiklist og sjá
íslenska listamenn
til mótvægis við
þessa erlendu
froðu sem
dembt er
yfir okkur.
Önnur ástæða er að sjálfstæðu
leikhúsunum hefur oft tekist að
búa til sýningar í mjög háum
gæðaflokki.“
Þórarinn rekur sjáifur leikhús,
íslenska leikhúsið: „Þetta er leik-
hópur án fasts samastaðar og við
sýnum ekki reglulega. Segja má að
íslenska leikhúsið sé leikhús sem
fer af stað í kringum hugmynd-
ir. Ég sýni svo þegar tekist
hefur að fjármagma það leik-
rit sem ég hef áhuga á að
sýna. í augnablikinu er ég
aðeins með hugmyndir sem
ég vinn að. Ég hef einnig að
undanförnu setið við
skriftir og segja má
að skriftir taki
orðið meiri
tíma en
áður.“
-HK
Jónas Ingimundarson leikur
um á morgun.
Píanótónleikar
endurteknir
Á morgun endurtekur
Jónas Ingimundarson pí-
anóleikari einleiks-
tónleika sína í Saln-
um í Tónlistarhúsi
Kópavogs vegna þess
að margir urðu frá að
hverfa og hefjast þeir
kl. 16.00. Fyrir hlé
leikur Jónas fyrstu
og síðustu sónötu
Beethovens. Sagt er
að Beethoven hafi
Tónleikar
trúað píanóinu fyrir
mörgum sínum
gain. dýpstu tilfinningum
og má segja að sónöt-
ur hans fyrir það
hljóðfæri séu eins konar
ævisaga hans í tónum. Eftir
hlé leikur Jónas valsana
fjórtán eftir Chopin í tilefni
af 150 ára ártíð tónskálds-
ins. - ■ -
-EVpoR.
EVÞÓR,-
Fjúkandi reiður maður Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki.
Bjarni
Haukur
Þórsson
leikur
unga
manninn
sem ieitar
að ástinni.
Kossinn
Bíóleikhúsið sýnir Kossinn eft-
ir Hallgrím Helgason í Bíóborg-
inni annað kvöld kl. 19.
Kossinn er gamanleikur með
rómantísku ívafl og fjallar um leit
ungs manns að ástinni sinni þar
sem kossinn kemur mjög við
sögu. Verkið fjallar um veruleika
ungs fólks í dag og gerist því á
skemmtistöðum af ýmsum gerð-
um, myndbandaleigu, líkams-
ræktarstöð, auglýsingastofu,
skyndibitastöðum, kaffihúsi, kvik-
myndahúsi og heimilum sem flest-
ir kannast við.
Bjami Haukur Þórsson (Hellis-
búinn) fer með----------------
aðalhlutverkið LeíkHÚS
en aðnr leikar- ______________
ar eru Steinn Ármann Magnús-
son, Þórhallur (Laddi) Sigurðsson,
Nanna Kristín Magnúsdóttir,
Laufey Brá Jónsdóttir, Davið Þór
Jónsson, Guðbjörg Thoroddsen og
Sigurveig Jónsdóttir.
Jóhann Öm Ólafsson, Berglind
Petersen, Brynhildur Tinna Birgis-
dóttir, Brynjar Örn Þorleifsson
dansa og leika i sýningunni. Leik-
stjóri er Jóhann Sigurðarson. Koss-
inn er fyrsta verk Bíóleikhúsins.
Bridge
Nýkrýndir íslandsmeistarar
yngri spilara, Páll Þórsson og Frí-
mann Stefánsson, nældu sér í hrein-
an topp í þessu spili í úrslitum ís-
landsmótsins í tvímenningi sem
fram fór um síðustu helgi. Það hef-
ur stundum verið sagt að ungir spil-
arar segi djarflegar á spilin sín en
þeir sem eldri eru í hettunni. Þetta
spil rennir stoðum undir þá kenn-
ingu en djarfar sagnir verður að
réttlæta með góðri spilamennsku.
Páll og Frímann sátu í AV í spilinu
og sagnir gengu þannig, austur gjaf-
ari og AV á hættu:
* 10964
* K7652
* G8
* 72
4 A
D109
■f Á109764
4 K104
N
* D832
V ÁG4
* D52
* Á98
4 KG75
* 83
* K3
* DG653
Austur Suður Vestur Norður
1 * pass 1 4 pass
1 grand pass 2 4 pass
2 4 pass 2 grönd pass
3 4 pass 4 4 pass
5 lauf pass 5* pass
64 p/h
Tveggja tígla sögn Páls var krafa
og sagnir þróuðust fljótlega út í
slemmuþreifingar eftir að Frímann
hafði tekið undir tígullit félaga.
Fjórir tíglar voru ásaspurning
(RKCB) og frnim lauf lofuðu tveimur
ásum og trompdrottningu. Slemman
er ekki faUeg en á þó ýmsa mögu-
leika. Trompið
getur legið á hag-
stæðan máta með
engan tapslag og
þó einn gjafaslag-
ur sé á trompið
þá getur hún
unnist ef hjarta-
kóngur liggur
fyrir svíningu og
þvingun er til staðar. Útspil norðurs
var hjarta og Páll hleypti heim á ní-
una. Næst var tígulásinn lagður nið-
ur og síðan meiri tígli spilað á kóng
suðurs. Suður spilaði áfram hjarta
sem Páll tók á gosann í blindum.
Næst voru teknir slagirnir á hálita-
ásana og öllum tíglunum rennt í
botn. I fjögurra spila endastöðu átti
vestur eftir K104 í laufi og eitt
tromp en blindur var með spaða-
drottningu og Á98 í laufi. Einu laufi
var hent í síðasta trompið og suöur
gat ekki haldið valdi bæði á spaða-
kóngnum og laufdrottningunni.
ísak Örn Sigurösson