Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 / DV 19 Fréttir Framkvæmdum viö Vesturlandsveg lýkur á mettíma: Þetta er ævintýri líkast - segir verkfræðingurinn - umferðartafir brátt úr sögunni „Við erum að skila umferð nokkrum mánuðum fyrir tilsettan tíma. Þetta er ævintýri líkast. Það hreinlega gekk bara allt hjá okkur,“ sagði Ingi Guðmundsson, verkfræð- ingur hjá Háfelli ehf. sem sá um verk- ið. Opnað verður fyrir umferð á Vest- urlandsvegi innan fárra daga en verið er að leggja lokahönd á flölgun akreina í fjórar úr tveimur. Áætluð verklok voru 15. júní en verktakafé- lagið Háfell ehf. samdi um breytta áætlun í sumar. Frágangi utan vegar verður lokið á fyrrgreindum tíma- mörkum. Mikil umferð hefur verið á Vestur- landsvegi og akreinarnar ekki annað bílafjöldanum. Grafarvogurinn hefur byggst hratt upp og á eftir að stækka enn meira á komandi mánuðum. í Grafarvoginum og Mosfellsbæ búa rúmlega 20.000 manns og því mikill flöldi sem fer um Vesturlandsveginn á degi hverjum. íbúar Grafarvogs og Mosfellsbæjar geta því vonandi komist á skemmri tíma í og úr vinnu. -hól Hvalfj arðargöng: Myndavélar eiga að auka öryggið DV, Akranesi: Eftir að Hvalfjarðargöng voru tekin í notkun var áfram rætt um öryggis- mál í stjórn Spalar og tveir fundir haldnir um þessi mál með fulltrúum Vegagerðar og Brunamálastofnunar. Stjórn Spalar samþykkti meðal ann- ars að takmarka akstur oiíuflutninga- bíla um göngin að næturlagi en sú samþykkt hefur enn ekki komið til framkvæmda þar sem verið er að end- urskoða áhættumat fyrir göngin. Vilji er fyrir að veita aukið fé til ör- yggismála og er þá helst horft til þess að auka myndavélabúnað í göngunum og hefur framkvæmdastjóri unnið að því máli. Er þar annars vegar um að ræða öryggismyndavélar sem ná yfir sem stærstan hluta ganganna auk hraðamyndavéla sem yrðu þó að vera í eign lögreglunnar og á hennar ábyrgð hvað varðar notkun og rekst- ur. -DVÓ Sprautað um borð: Stöku sjó- ari kveink- aði sér DV, Ólafsfirði: Áhöfnin á Kleifabergi ÓF fékk óvænta heimsókn á dögunum, þegar hjúkrunarfræðingurinn Halla Harð- ardóttir fór um borð og sprautaði alla áhöfnina áður en lagt var í sjó- ferð. Þetta var nýjung sem sjómenn- irnir kunnu vel aö meta, því þá þurftu þeir ekki að fara upp á heilsugæslustöð hver og einn. Stöku sjómaður kveinkaði sér en aðrir slógu þessu upp í nett grín. Einn spurði hvort þetta væri kannski af- kastahvetjandi sprauta! Enginn skarst þó undan enda er lítið um veikindi um borð í Kleifabergi, sið- ast þegar fréttist. -HJ Opnað verður fyrir umferð á næstu dögum eftir fjölgun akreina við Vesturlandsveg. Framkvæmdirnar gengu það vel að þeim var flýtt um nokkra mánuði en eins og kemur fram á skiltinu átti þeim að Ijúka 15. júní. Frágangi utan vegar verður iokið á næsta ári. DV-mynd Hilmar Þór 65 manna Jöklakór meö fjóra stjórnendur ^ iíJf? Flísalfm og fúgi pALFÁBORGP KNARRARVOGI 4 • * 568 6755 DV, Ólafsvik: Fyrir skömmu hélt Jöklakórinn tónleika í Ólafsvíkurkirkju. Kór- inn, sem í voru 65 manns, sam- anstendur af fólki sem syngur í kirkjukórunum á Snæfellsnesi. Þetta voru þriðju tónleikarnir sem kórinn hélt en áður voru tónleikar í Grundarflrði og í Breiðabliki. Áður söng kórixm 1 Stykkishólmi og var það í tengslum við kirkjuhá- tíðina sem þar var haldin. Efnis- skráin var mjög fjölbreytt. Bæði karlar og konur sungu sérlög. Með- al annars voru simgin lög eftir Kay Wiggs, en hún er stjómandi Kirkjúkórs Ingjaldshólskirkju, og Kjartan Eggertsson en hann stjóm- aöi Kirkjukór Ólafsvikur þar til fyrir skömmu. Þá var sungið lag við texta eftir einn kórfélaga úr Stykkishólmskirkju, Einar Stein- Jöklakórinn ásamt stjórnendum sínum, þeim Sigrúnu Jónsdóttur, Friðriki V. Stefánssyni, Jóhanni Baldurssyni og Kay Wiggs. DV-mynd Pétur S. Jóhannsson þórsson. Þetta voru mjög skemmti- legir tónleikar á að hlýða og áheyr- endur tóku kórnum mjög vel og sungin voru aukalög. Stjórnendur kórsins voru tjórir, þau Jóhann Þ. Baldursson, Ólafsvík, Friðrik V. Stefánsson, Grundarfirði, Sigrún Jónsdóttir, Stykkishólmi, og Kay Wiggs frá Hellissandi. -PSJ Halla Harðardóttir hjúkrunarfræðingur gefur hér kokknum, Ragnari Sigtryggssyni, inflúensusprautu um borð í Kleifabergi ÓF. DV-mynd Helgi Jónsson rqðilar óskast. Auðunn Jónsson „Islands eina von" er nú á leiðinni til Ítalíu og er góður möauleiki á aS hann vinni heimsmeistaratitil í kraftlyftingum þar. Hann er skráSur númer 1 á heimslista IPF www.ipf.com. Þar sem Auðunn nýtur ekki opinberra styrkia enn sem komiS er og engin íslensk fyrirtæKÍ hafastyrkt hann í baráttunni - óskum við eftir áheitum á AuSun á HM. T.d. aS borga 10 kr. á kíló sem hann lyftir en hann þarf aS lyfta 980 til 1010 kg. til aS sigra. Vinsamlega skráiö ykkur meö e-mail mailto:hjalti@isholf.is eöa hringið í 897 8626 og skráið ykkur. -------7777773 Smáauglýsinga deild DV er opin: • virka daga kl. 9-221| • laugardaga kl.9-14 • sunnudaga kl, 16-22 Skilafrestur smáauglýsinga er fyrir kl, 22 kvölaið fyrir birtingu, Attl. Smáauglýsing í Helgarblað DV verður þó að berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag. Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.