Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 9 dv Stuttar fréttir Létust í fellibyl Nokkrir hafa látist af völdum fellibylsins Lennys sem gengið hefur yfir Karibahaf undanfama daga. Ekki alveg reynslulaus George Bush, ríkisstjóri í Texas, kvaðst i gær reiðubúinn að stjóma Banda- ríkjunum úr for- setastóli þrátt fyrir takmark- aða reynslu af utanríkismálum. Haim benti á að hann væri ekki alveg reynslu- laus. Hann hefði til dæmis haft mikil samskipti við Mexíkó. Lokafrestur Yfirvöld í Indónesíu hafa geílð um 200 þúsund flóttamönnum frá A-Tímor þriggja mánaða frest til að ákveða hvort þeir vilji vera um kyrrt í Indónesíu eða snúa heim. Erkibiskup okurlánari Erkibiskupinn af Napólí, Michele Giordano kardínáli, var í gær ákærður fyrir samvinnu við okurlánara, meðal annars bróður sinn. Biskupinn neitar. Lífstíðarfangelsi Texasbúinn Shawn Berry var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa dregið blökkumann á eftir bil með þeim afleiðingum að hann beið bana. Tveir félagar Berrys vora dæmdir til dauða vegna morðsins. Kapphlaup við veturinn Víöa snjóaöi í Kosovo i gær og óttast hjálparstofnanir að vetur sé genginn i garð. Erfitt er að koma birgðum til þurfandi og endur- reisa hús þeirra þegar snjór tepp- ir vegi. Albright tii Slóvakíu Madeleine Albright, utanrikis- ráðherra Bandaríkjanna, heldur til Slóvakíu á mánudag. Þar mun hún ræða við ráðamenn um stuðning Bandaríkjanna við umsóknir þeirra um aðild að vestrænum stofnunum. Einnig verður rætt um efnahags- umbætur og stuðning við lýðræð- ishreyfmguna í Serbíu. Albright fæddist í Tékkóslóvakíu. Faðir hennar flutti til Bandarikjanna að lokinni seinni heimsstyrjöldinni. Jarðskjálfti á Krít Vægur jarðskjálfti, 4,5 á Richt- er, reið yfir Krít í gærkvöld. Lítiö var um skemmdir, að sögn lög- reglu á eyjunni. Farinn í frí Fyrrverandi yfirmaður skrif- stofu Evrópusambandsins í Stokkhólmi hefur tekið sér frí á meðan lögreglurannsókn fer fram á svindli á skrifstofunni. Aftaka í Texas 39 ára morðingi var tekinn af lífi í Texas í gær. Var það þriðja aftakan í ríkinu á þnemur dögum. Ekkert sjálfstæði Abdurrahman Wahid, nýr for- seti Indónesíu, mun ekki gefa Aceh kost á sjálfstæði þegar atkvæðagreiða- greiðsla fer fram um fram- tið héraðsins. Þetta tilkynnti Juwono Sudar- sono varnar- málaráðherra í gær. ístaðinn verður Acehbúum boðin aukin sjálfstjóm. Komast ekki heim Um 250 bosnískir múslímar saka Serba um að hindra för þeirra tU fyrrverandi heimkynna þeirra. Útlönd Kökubox Nissan Terrano II SE '98, ek. 32 þús. km, beinsk., 31" dekk, álf.,CD, allt rafdr., topplúaa. Verð 2.300.000. SLEÐAR Arctic Cat Thundercat 900 '94, ek. 6 jús. km. Polaris Indy Touring XLT '96, ek. 2 >ús. lan. Arctic Cat Wild Cat 700 EFI '95, ek. 3 >ús. km. Arctic Cat Wild Cat 700 '95, ek. 2 pús. km. Lynx Rave Big Pipe X '99. okidoo MXZ-X '96, ek. 2 bús. km. Yamaha SRX 700 Triple '99, ek.2 þús. km. Yamaha Exeter 570 cc '90, ek. 6 pús. km. & SUÐURLANDS V HRÍSMÝRI 5 SEUOSSI SÍMI «82-3700 Rauði-Ken með í kosningaslag Ken Livingstone stóðst hoU- ustupróf breska Verkamanna- flokksins þegar hann þreytti það öðm sinni í gær. Rauði-Ken, eins og þessi vinsæli stjórnmálamaður er kaUaður vegna skoðana sinna, fær því að taka þátt í kapphlaup- inu um að verða borgarstjóraefni flokksins í London. Livingstone, sem ráðamönnum í Verkamannaflokknum þykir helst tU ódæll, lofaði í gær aö framfylgja stefnu flokks síns í málefnum höfuðborgarinnar verði hann valinn borgarstjóra- efni hans. Hann hafði áður lýst sig andvígan stefnunni, Blair for- sætisráðherra tU sárrar armæðu. 3,4 lítra, sjálfsk.,útv., litað gler, plusssæti 6, 7 manna, Grundvöllurinn að friði lagður é Norður-írlandi Bandaríski sáttasemjarinn Ge- orge MitcheU brosti breitt þegar hann hélt heimleiðis frá Norður- írlandi í gær þar sem hann lagði grundvöUinn að nýjum friðar- samningi milli mótmælenda og kaþólikka. Víst þykir að David Trimble, leiðtogi Sameiningarflokks Ul- sters (UUP), stærsta Uokks mót- mælenda, muni lenda í miklu basli við að sannfæra frammá- menn í flokki sínum um ágæti tU- lagna MitcheUs. Flokksforingjam- ir hittast í dag. Sex af tíu þing- mönnum UUP á breska þinginu hafa lýst sig andvíga tiUögum Mitchells. Líklegt er þó talið að Trimble muni hafa sigur. Það sem varð tU að liðka fyrir samkomulagi nú var að írski lýð- veldisherinn féUst á að hefja við- ræður um afvopnun. Harmleikur við undirbúning hátíðar í Texas: Ellefu dóu þegar bálköstur hrundi EUefu námsmenn týndu lífi þegar bálköstur sem verið var að hlaða við Texas A&M háskólann í CoUege Station, hrundi í fyrrinótt. Kveikja átti í bálkestinum á þakkargjörðar- daginn næstkomandi fimmtudag, daginn fyrir mikilvægan ruðnings- leið háskólaliðsins við erkifjendur sina. MUli sextíu og sjötíu námsmenn voru uppi á fjórtán metra háum bál- kestinum þegar viðardrumbarnir tóku að renna tU. „Hann hrundi bara. Víramir slitnuðu og eldglæringar stóðu út úr ljósunum og þau bara blikkuðu," sagði annars árs nemandinn Diana Estrada í viðtali við dagblaðið DaUas Morning News í morgun. Hún var í tæplega tvö hundruð metra fjarlægð frá bálkestinum þeg- ar óhappið varð. „Við hlupum þangað eins hratt og við gátum. Við sáum í fætuma á fólkinu og heyrðum það öskra,“ sagði Estrada. Rúmlega tuttugu námsmenn slös- uðust og voru fluttir á sjúkrahús. Nokkrir vom illa famir. Björgunarsveitarmenn þurftu að fjarlægja viðardrumbana einn í einu í gær til að koma í veg fyrir frekara hrun og meiðsl á þeim sem enn kynnu að vera undir hrúgunni. Um tíma slógu námsmenn hring um bálköstinn, héldust í hendur og fóru með bænir. „Þetta hefur verið mikill sorgar- dagur," sagði Ray Bowen, rekstor háskólans, við minningarathöfn um hina látnu. Meðal þeirra sem voru við athöfnina var George Bush, fyrmm forseti Bandaríkjanna. Bókasafn sem kennt er við hann er einmitt viö þennan háskóla. Sonur Bush, George yngri, ríkis- stjóri í Texas, felldi tár þegar hann lýsti harmi sínum i viðtali við fréttamann sjónvarpsstöðvarinnar CNN. Námsmenn við háskóla þennan hafa kveikt bálköst á Þakkargjörð- ardaginn síðan 1909. Þeir höfðu lagt nótt við dag í margar vikur við und- irbúninginn í ár. Ekkert verður kveikt í bálkestinum nú og óvíst er hvort ruðningsleikurinn við erkifj- endurna i Texasháskóla fer fram. Leiksins er alltaf beðið með mikilli eftirvæntingu og er hann sýndur í sjónvarpi um öll Bandaríkin. Björgunarmenn að störfum við bálköstinn mikla sem hrundi við Texas A&M háskólann í Coliege Station í fyrrinótt með þeim afleiðingum að ellefu manns týndu lífi. Kveikja átti í bálkestinum á Þakkargjörðardaginn. Cherie Blair barnshafandi Cherie Blair, eiginkona Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, er bamshafandi. Gleðitíðindin kynnti skrifstofa forsætisráðherr- ans í gær. „Þau eru himinlifandi yflr tíðind- unum en urðu alveg steinhissa," sagði talsmaður forsætisráðherrans er hann greindi frá fréttinni. Tals- maðurinn gat þess einnig að það yrði í maí sem forsætisráðherrafjöl- skyldan stækkaði. Að sögn tals- mannsins var tilkynnt opinberlega um þungun forsætisráðherrafrúar- innar í kjölfar fyrirspuma síðdegis- blaðs. Hann sagði forsætisráðherra- hjónin leið yfir að fréttin skyldi hafa lekið út. Þau hefðu gjaman viljað greina vinum sínum frá frétt- inni fyrst. Tony og Cherie, sem eru 46 og 45 ára, eiga fyrir þrjú böm, tvo syni,15 og 14 ára, og 11 ára dóttur. Cherie varð steinhissa er hún komst að því að hún ætti von á sér. I öllum stærðum og gerðum Verð frá 295 kr. HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.